Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. marz 1966 TBMINN Indiana og rofið skilorð eftir að hann var látinn laus til reynslu úr fylkisfangelsinu í Sillwater í Minnesota. f annað skipti var maður sendur í fylkisfangelsi Wisconsin til að taka út tvo eins til fimm ára dóma fyrir fals, stakk fangavörðurinn upp á því við F.B.I að fingraför hans yrðu send til Englands, Frakklands, Austurríkis og Belgíu. Við það kom í ljós, að hann hafði áður tekið út dóm í Róm fyrir svik og franska lögreglan hafði í sórum sínum hand- tökuskipun á hendur honum fyrir skjalafals. Árið 1961 sneru lögreglustjórnirnar í London og París sér til Hoovers með tilmælum um að hann gengi í Alþjóða- lögregluna á ný, en ekkert bendir til að hann skiptd um skoðun, þótt hann sendi áheyrnarfulltrúa á aðalfundinn í Kaupmannahöfn það ár. Engu að síður hefur F.B.I. látið málum á liðnum árum. Sú löggæzlustofnun Bandaríkjanna, sem langmest hefur saman við Alþjóðalögregluna að sælda, er Eiturlyfjaskrif- stofa fjármálaráðuneytisins, en henni veitti til skamms tíma forstöðu Harry Jacob Anslinger, einstakur maður, sem tekur öllum fram í dugnaði við að elta uppi eiturlyfjaprangara. Erindrekar skrifstofunnar hafa aðsetur víða um heim og þeir hafa stöðugt samband við Alþjóðalögregluna, láta vitn- eskju í té og skýra frá ferðum smyglara. Anslinger varð fyrir löngu ljóst, að land hans er umsetið af eiturlyfjasölum, og hann hefur barizt gegn eiturlyfjanautn með öllum tiltækum ráðum. Svo mikil er þekking hans á þessum málum, að 1938, þegar hann sá fyrir að styrjöld var í aðsigi og ekkert opinbert fé var fáanlegt, tókst honum að fá lyfjaframleiðendur Bandaríkjanna til að leggja fram peninga til kaupa á ópíumbirgðum, sem reyndust ómetan- legar þegar flutningaleiðir lokuðust og þörfin á lyfjum til að lina þjáningar særðra hermanna var meiri en nokkru sinni fyrr. Hann kom einnig á leynilegum samtökum milli yfirmanna eiturlyfjadeilda í London, Kairó, Ottawa, Basel, Rotterdam, Berlín og París. í sameiningu tókst þeim að sprengja þó nokkra smyglhringa, sem teygðu anga sína út um allar heims álfur og helltu eiturlyfjum í tonnatali á markaðinn á ári hverju. Bandaríkin eru nú tvímælalaust gósenland eiturlvf.iaprang- ara, en eiturlyf voru farin að slæðast þangað fyrir frelsis- stríðið. Þegar á 19. öldina leið varð straumurinn stríðari, og rétt fyrir þrælastríðið kom lyfjasprautan til sögunnar. Um skeið voru sjálklingar hvattir til að útvega sér slík verk- færi ög sprauta sig sjálfir. í lok þrælastríðsins 1865 var fjöldi hermanna, sem fengið höfðu sprautur til að lina þján- ingar, orðinn að forföllnum eiturlyfjaneytendum. Læknum og fleirum varð fljótt ljóst hver hætta var á ferðum, og nú tók eiturlyfjanautn að breiðast út meðal kvenna. Um aldamótin tók svo heróínneyzla að leggja undir sig unglinga- skarann í stórborgunum. Á árum heimstyrjaldarinnar fyrri fjölgaði bandarískum eiturlyfjaneytendum enn, bæði meðal hermanna og óbreyttra borgara, og samkvæmt skýrslum voru þá að minnsta kosti 200.000 manns forfallnir. Nú er gizkað á að þeir séu um 60.000, en á skrám eru 45.000. Árið 1930 var stofnuð_ Eiturlyfjaskrifstofa í fjármálaráðu- neytinu í Washington. í verkahring skrifstofunnar er að framfylgja eiturlyfjalöggjöf, og hún setur reglur um verzl- un með þessi lyf í Bandarikjunum, sér um að þær séu haldnar og hefur samstarf við hliðstæðar stofnanir i öðrum löndum. Skrifstofan rannsakar mál sem varða brot á eitur- lyfjalöggjöfinni, handtekur lögbrjóta og vinnur með tollgæzJ- unni að því að hafa hendur i hári smyglara. Báðar þessar stofnanir hafa erindreka víða utan Bandaríkjanna, sem vinna saman að því að hindra ólöglegan innflutning til Bandaríkjanna. Þessir erindrekar eru einvalalið og hafa einkum aðsetur í Evrópu og Austur-Asíu. Ár hvert eru eiturlyfjasalar handteknir, og oftast hefur Alþjóðalögreglan þar hönd í bagga. Árið 1951 tókst banda- rísku eiturlyfjalögreglunni að ná taki á Irving nokkrum Wexl- er, sem kunnari er undir nafninu Waxey Gordon. Hann var í hópi alræmdustu glæpamanna New Ýork og glæpaferill hans náði hámarki á fjórða tug aldarinnar, þegar hann var talinn haettulegastur allra bófaforingja í New York. Hann byrjaði í smáum stíl á vasaþjófnaði, en komst í feitt eftir að bannlögin voru sett. Þá varð hann voldugasti maðurinn í leynisölu á áfengum bjór í austanverðum Bandaríkjunum UNG STULKAIRIGNINGU GEORGES SIMENON ef þú gætir leitað upplýsinga um konuna hans, hún bjó undanfarið á Hótel Washingto. Ég þarf að vita, hvaðan hún kemur, hvað hún hefur haft fyrir stafni áður en hún kynntist honum, og hyerj ir voru vinir hennar og kunningj ar. — Er það allt og sumt? Er það vegna morðsins á Place Vinti- mille? Maigret kinkaði kolli. — Er nokkuð í spjaldskránni um Louise Laboine Eftir nokkra stund kom í ljós, að svo var ekki. — Því miður. kæri vinur, ég skal strax afla mér upplýsinga um frú Santoni. Sennilega verður erf itt um vik að yfirheyra hana í bráð. því mér skilst, að hún sé á Ítalíu rneð manni sínum — Ég óska ekki eftir, að hún verði yfirheyrð í bráð. Maigret kvaddi og vissi akki, hvað hann skyldi taka sér fyrir hendur. Hann var að hugsa um, að fá sér glas en hætti við það. þess i stað rölti hann um gang- ana. gægðist inn i biðsalinn, þar sem biðu nokkrir „gestir“ og ráf- aði því næst upp á efnarannsókn arstofuna, þar sem Moers sat álút- ur yfir smásjá. — Hefurðu rannsakað undir- fötin, sem ég sendi þér? Hér ríkti friður og kyrrð, menn í gráum kyrtlum voru uppteknir yfir margbrotnum vélum og hvergi fum né fát. — Svarti kjóllinn hefur aldrei verið hreinsaður, en oft verið blettaþveginn með bensíni og líka burstaður. Þó var dálítið ryk, sem hafði sezt í efnið. Ég fann Iíka leifar eftir græna málningu. — Var það allt og sumt? — Næstum því. Og nokkur sand korn. — Af árbakka? — Nei, úr fjörusandi eins og tíðkast á Normandi. Er það öðruvísi en sandur inn við Miðjarðarhaf? — Já. Og öðruvísi en sandur- inn við Kyrrahaf. Maigret sló ösku úr pípu sinni og kvaddi. Svo fór hann að hitta Lucas, sem hafði áríðandi skila boð til hans frá Feret viðvíkjandi ungu stúlkunni, sem hafði verið myrt. Maigret fór inn á skrifstofuna og hringdi til Ferets Það leið nokkur stund áður en hann fékk samband við Niee. Aldrei hafði verið svo rýr árangur af þvi að lýsa eftir fólki með ljósmynd í blöðunum, fram að þessu hafði aðeins verið hringt einu sinni, þar var Rósa, vinnukonupíslin í Rue de Clichy. Þó hlutu tugir manna. • jafnvel hundruð að hafa vitað einhver deili á hinni myrtu stúlku. — Halló er það Feret? — Já, er það Maigret? Feret hafði unnið hjá Maigret, áður en hann flutti til Nice, af heilsufarsástæðum konu sinnar. — Það var hringt til mín snemma í morgun vegna ungu stúlkunnar, sem var myrt. — Já, hún heitir víst Louise Laboine. — Hárrétt. Viðjið þér vita meira? Það er ekki mikið. sem ég veit. Eg skal þó framkvæma gaumgæfilega rannsókn, ef þér viljið. Það var sem sagt hringt til mín snemma í morgun, það var fisksölukerling. sem heitir Alice Feynerou . .halló? . . — Já, ég er hér. — Hún segist hafa þekk+ stúlk una á myndinni. En það er langt síðan. Fjögur eða fimm ár. Unga stúlkan var þá telougála sem bjó ásamt mömmu sinni við hliðina á fiskbúðinni. — Vissi hún eitthvað? — Mamman hefur sýnilega ekki staðið i skilum. því að fisksólu kerlingin kvaðst muna. að hún væri ein þeirra. sem nættuiegt er að skrifa hjá. — Hvað gat hún sagt frekar? — Mæðgurnar bjuggv. i fremur góðri íbúð nálægt Avenue Clem- enceau. Móðirin var víst glæsi- leg stúlka. á sinni tíð. Hún var heldur eldri en mæður fimmtán ára stúlkna eru venjulega, hún var þó nokkuð á sextugsaldri. — Á hverju lifðu þær — Það er það furðulega. Móðir in var sundurgerðarmaður í klæða burði, fór aldrei út fyrr en eftir hádegi og kom ekki fyrr en áliðið var nætur. — Og annars ekkert? Engir karlmenn? — Nei, ef svo hefði verið, hefði fisksölukerlingin ekki dregið dul á það. — Fluttust þær burtu sam- tímis? — Svo virðist vera. Þær hurfu einn góðan veðurdag og skuld- uðu þá enn. — Eru þær á spjaldskrá hjá þér? — Nei, ég hef gengið úr skugga um það. Einn starfsbræðra minna hér rámaði í nafnið Laboine en vissi ekki frekari deili á þeim — Viltu rannsaka málið? — Ég skal gera mitt bezta. Hvað viltu vita fyrst og fremst? — Allt. Hvenær fór stúlkan frá Nice? Hvað er orðið af móðurinnj? Á hverju lifðu þær? Hvaða fólk umgengust þær? Ef stúlkan var ekki nema 15 eða 16 ára, hlýtur hún að hafa gengið f skóla i Nice. — Já Ég hringi um leið og eitthvað kemur í ljós. — Heimsæktu spilavíti? líka — veena moðurinnar. — Ég hafði einmitt hugsaö mér að gera það Enn bættust við fáeinir drættir í mynd hinnar myrtu stúlku. Maigret tók frakka sinn og hatt ________________________________11 og gekk niður tröppurnar. Það var nýlega stytt upp, sólin skein á nýjam leik og göturnar voru að þorna. Maigret hætti við að ná í leigubíl en gekk inn á bar, og fékk sér einn lítinn. Hann stóð við barinn og gat ekki ákveðið. hvað hann vildi. Tveir starfsbræð ur hans stóðu skammt frá og ræddu eftirlaunaaldurinn. Hvað viljið þér. Maigret? spurði þjónninn. Maður skyldi aétla, að hann væd í vondu skapi. En þeir, sem þékktu til hans, vissu þó að sú var ekkl raunin. Hugur hans reib aði víða, í íbúð ekkjunnar í ftue de Douai, á torgið fyrir framan Þrenningarkirkjuna, í kjólabúð ina í Rue de Douai, og nú f Níce, þar sem hann sá fyrir sér uhga stúlku inni í fiskbúð. Allar þessar sundurleitu mynd- ir runnu saman í eina og sterkust var þó mynd ungu stúlkunnar, þar sem hún lá liðið lík og dr. Paul stóð yfir henni í hvítum kyrtli. — Éinn pernod. sagði hann ósjálfrátt. Hafði Paul ekki sagt að stúlk an myndi hafa fallið á kné skömmu áður en hún hlaut bana höggið? Skömmu áður hafði hún verife í Romeo í Rue Caumartin þar sem leigubflstjóri hafði veítt velkt um kjól hennar athygli. Hún hafðj talað við brúðina, og að því búnu hafði hún farið út í rigninguna Hvað bjó f huga hennar þessa stund? Hvert var hún að fara? Hvers vænti hún’ ÚTVARPIÐ Miðvlkudagur 23. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádsgis útv 13.15 Fræðsluþáttur bænda vikunnar. 14.15 Við vinnuna 14.40 Viö, sem heima sftfum. 115.00 Miðdegis útvarp. 16.00 Síðdegtsút- varp 17.20 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Þingfréttir 18.00 Útvarossaga barnanna: „Tamar og Tóta' 18 20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleik ar 19.30 Fréttir 20.00 Dtgiegt mál Arni Böðvarsson flytur þatt mn 20.05 Efst á baugi Bjórgvin Guðmundsson og Björn Jóhauns son tala um erlend málefni 20. 35 Alþinglskosningar og alþing tsmenn t Arnessýslu. Jón G>sla son póstfulltrúi flytur annað erindi sitt. 21.00 Lög unga fólks Ins Bergur Guðnason kynmr. 22. 00 réúlr og veðurtregnlr. 22.20 „Galdragull". smásaga eftir 'ohti Collier Helgi Skúlason leikari >es 22.50 Kammertónleikar: 23.30 Dagskrárlok fimmtudagui 24. marr, 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Erindi bændavik unnar. 14.15 Við vinnuna. 14.40 Við sem heima sitjum. Margréi IBjarnason [6egir frá 1 bandariska stríðsfréttamannipum og ljós- myndaranum Dickey ChaoeL 15. 00 Miðdegisútvarp 16.00 Síðdegis útvarp 17.40 Þingfrétttr. 18.00 Segðu mér sögu. Þáttur vngstu hlustendanna. 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónleilcar. 19.30 Fréttir 20 00 Daglegt mál. Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Pianótónteik ar. 20.30 „Hirð þú sauði mina'' Föstuþáttur um preststarfið. St Sveinbjörn Sveinbjamarson Hruna stj. 21.00 Sinfóniuriljóm sveit tslands heldur hljómieika i Háskólabíói. 22.00 Fréttir ag v'eð urfregnir. 22.20 „Heljarelóöar- orusta“ Lárus Pálsson leókari i*s í4) 22.40 Diassþátror Ólafnr Stephensen kynnir. 23.10 tíialti Elíasson og Stefán Guðjoims6® ræðast við. 23.35 Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.