Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 8
MIÐVTKUDAGUR 23. mar* 1966 8 TÍMINN mmrnm. Því er oft haltlið fram í gamni, en öllu gamni fylgir nokkur al- vara, að nú á tímum tækninnar, sé engin þörf á því að hafa fal- lega rithönd, því að menn grípi aldrei til penna nema til þess að krota nafnið sitt undir kvittanir og á jólakort. Hvort sem þetta er nú tilfellið eður ei, er það staðreynd að teljandi fáir hafa fallega rit- hönd, og getur það verið nokkuð bagalegt, ef menn þurfa að árita þækur eða skrifa.á gjafakort, því að þá er nú viðkunnalegra, að hægt sé að lesa úr skriftinni. Kn það vill nú svo vel til, að hér í borg eru nokkrir skrautritarar, sern taka að sér að árita bækur, gera iheiðusskjöl, skrifa gjafakort og létta þannig undir með hálf skrifandi almúganum. Við náðum fyrir nokkru tali af Ragnhildi Briem Ólafsdóttur skrautritara. Henni er reyndar fleira til lista !agt en falleg rithönd, en eftir samtal oldkar komumst við að raun um, að þarna er um að ræða ífkastamikla og fjölhæfa lista- konu, sem fengizt hefur við ýmis legt um dagana, teikni- og föndur- kennslu, leðurvinnu, bókskreyt- ingu, hattagerð, skrautritun og fiðluleik. Er við heimsóttum hana, var hún í óða önn að teikna stafi í útsaumsbók og hún tjáði ofckur, að bókin væri gerð fyrir minn íngarsjóð Elínar Briem Jónsson. — Þetta verður 6. útgáfa þess arar bókar, þær hafa alltaf selzt upp og hver útgáfa er endurbætt og aukin að einhverju leyti. Allur hagnaður af sölu bókanna rennur f minningarsjóðinn en honum er aftur varið til að styrkja ungar stúlkur til náms. — Hvað er það aðallega, sem þú ert beðin um að skrautríta? — Það er allt hugsanlegt, ég hef skrautritað mikið af heiðurs skjölum og það er talsverð vinna fólgin í því. Fyrst verður að gera skissu, þvl næst telja alla stafina ut á rúðustrikaðan pappír og þá loks getur maður hafizt handa fyr ir alvöru. Oft kemur fyrir að orð eða heilar línur gleymast og þá verður að gera þetta allt upp aft ur. Eg hef oft verið beðin um að skrifa á gjafakort og eins að árita bækur, mestmegnis sálma- og gestabækur. Skrautritun út- heimtir afar mikla nákvæmni, naemt auga og ekki sízt hugmynda flug, ef ég sé fallega rithönd, stæli ég hana umsvifalaust og nota hana við skrautritun. Það I þýðir ekki annað en nota margvís j legt letur, annars yrði þetta alltl Ef ég sé fallega rithönd, stæli ég hana umsvifalaust Rætt við Ragnhildi Briem Ólafsdóttur, skrautritara Ragnhildur Briem Ólafsdóttir. hvað öðru líkt. Oft fæ ég nákvæma uppskrift á því, hvað ég á að gera, en oftar er ég látin einráð um letur og uppsetningu. Þegar ég skrifa eitthvað, sem tileinkað er konu, hef ég áferðina mjúka og fínlega, en fyrir karlmenn rita ég kantaðra og sterklegar. Yfir leitt er ég á móti of miklu ítt- flúri og mikilli litadýrð, og nota aðeins litina gyllt, svart og brúnt við skrautritun. — Eg hef aldrei lært skrautrit un formlega og nánast sagt var það fyrir tilviljun að ég byrjaði á þessu. Fyrir allmörgum árum var ég beðin um að útvega leður- möppu, sem skrautritað skjal átti að fylgja. Þegar ég hafði útbúið möppuna hóf ég dauðaleit að skrautritara, en hann virtist ekki fyrirfinnast í Reykjavík. Eftir langa mæðu rakst ég þó á mann, sem gat tek ið þetta að sér, en þegar til kom, fannst mér þetta ekkert fallegt hjá honum og hugsaði sem svo, að Timamynd BB. ég gæti fullt eins gert þetta sjálf. Það gerði ég, og þannig komst ég út í þetta, en annars hef ég alltaf haft skrautritun í hjáverkum, þar til nú. Það hefur einhvern veginn æxlazt þannig, að þetta er orðin mín aðalatvinnugrein. Eg bef alltaf haft ákaflega gaman af hvers kyns föndri og teikningu, og hef stundað jöfnum höndum, bókskreytingu, föndur- og teikni- kennslu samhliða skrautrituninni. Bókskreytingu lærði ég á sínum tíma við Statens Kunst- og Hánd- industriskole I Osló og þar lagði ég einnig stund á ýmsar greinar listiðnaðar svo sem koparstungu- gerð, en hana hef ég ekki haft aðstöðu til að stunda hér heima. í föndri og teikningu er ég að mestu leyti sjálfmenntuð, og sá er hængurinn á, að ég hef ekki kennararéttindi, þótt föndur og teiknikennsla hafi verið mín aðal atvinnugrein til skamms tíma. Eft ir tveggja ára nám við skólann í Ósló var ég beðin um að koma heim og taka að mér kennslu í föndri og leðurvinnu við Handíða og Myndlista Skólann, og þetta gerði ég, enda þótt frekara nám hefði borgað sig fyrir mig. Síðar hóf ég teiknikennslu við Æfinga- deild Kennaraskólans og föndur- kennslu við Kennaraskólann sjálf- an og við hann loði ég enn, þótt umsvif mín þar hafi minnk- að á síðustu árum, þar sem ég hef ekki kennararéttindi. Bók skreytingu hef ég stundað meira og minna í öll þessi ár, og af henni hef ég mjög gaman. Eg er miklu fljótari að myndskreyta bækur heldur en að gera heiðurrsskjöl, gæti gert tvær kápusíður á sama tíma og ég skrautrita eitt skjal. Eg hef gert myndir og skreyting ar í ýmsar barria- og kennslubæk ur, og mest unhið fyrir bókafor lagið Fróða. Á sínum tíma teikn aði ég allar myndimar í bókina Sálin hans Jóns míns, sem ísáfold gaf út, og nokkrum árum siðar fékk ég senda bók frá sænsku út gáfufyrirtæfci og í henni voru myndskreyttar þjóðsögur frá ýms um löndrnn. Þama var sagan um sálina hans Jóns ásamt nokkrum teikningum mínum og höfðu Sví arnir tekið þetta upp án þess að biðja um leyfi mitt eða ísafold ar. Allt um það hafði ég mjög gaman af þessu. — Hvemig líkaði þér að kenna teikningu? — Teiknikennsla er eitt það ánægjlegasta starf, sem ég get hugsað mér. Það er líklega þann ig með alla kennslu, að manni finnst maður vera að gróðursetja eitthvað hjá börnunum og fylgist með því að alhug, að það beri ávöxt. Ég álít að öll börn geti lært að teikna á sama hátt og þau geta öll lært að skrifa. Það þarf bara að kenna þeim það, og hér áður fyrr gat fjöldi fólks ekki skrifað af þeirri einföldu ástæðu að það hafði ekki lært það. Börn em vitanlega mjög mismunandi miklum hæfileikum búin á þessu sviði, og það er kennarans að rækta upp þá hæfileika sem barn ið hefur til bmnns að bera, og ekki síður að hvetja og örva þau böm er litla getu hafa. Sum böm eru haldin minnimáttar- kennd á þessu sviði og hún brýzt þannig út, að þau eru með alls konar óspektir í tímanum og segj' ast ekki nenna að teikna. Það sem við þessi böm þarf að gera, er að vekja áhuga þeira og hvetja þau til að teikna hluti, sem þau hafa áhuga á. Einu sinni hafði ég nemanda, sem í byrjun Skólaárs ins tilkynnti mér að hann kærði sig ekkert um teikningu og ætlaði ekkert að gera í tímunum hjá mér. Eg vissi að hann var sonur skósala eins hér í bæ, og benti honum því á, að það gæti verið nauðsynlegt fyrir hann að geta teiknað auglýsingu fyrir verzlun ina hans pabba síns. Þetta fannst stráksa ágæt hugmynd og innan skamms var hann farinn að t.eikna auglýsingu með stígvélaða kettin Framhald á bls. 13 HESTAR OG MENN Einkennisstafir til merkingar á hestum — Á síðasta ársþingi var stjórn L.H. falið „að úthluta hverju sambandsfélaganna ein kennisstaf eða einkennisstöf um til að merkja hesta sína með á hestamótum.“ — Er gert ráð fyrir að stafirnir séu klippt ir á hestana og bent á, að til greina geti komið „að nota ákrásetningarstafi bifreiða og til viðbótar tölustafi í þeim sýslum og kaupstöðum sem hafa fleiri en eitt félag innan sinna takmarka." Það þarf ekki útskýringar við, hve mikið hagræði getur oft verið að því, að hestar séu greinilega auðkenndir. Á lands mótum og öðrum slíkum fjölda samkomum hafa oft hlotizt ýms vandkvæði vegna þess að bestar úr hverju héraði hafa ekki verið auðkenndir sem skyldi. Það er því öllum ljóst að á þessu þarf að ráða bót. En þetta er ekki eins auðvelt og ætla mætti og kemur þar fleira en eitt tiL. — Búast má við að sum hestamannafélögin vilji hafa ráð á upphafsstaf sín- um til merkinga en þar rek- ur sig hvað á annars horn, þvi fleiri en eitt félag hafa sama uphafsstaf. T.d. eiga 4 félög F að upphafsstaf 4 H, 4 L og 6 S. Væri þá helzt að láta stærstu fólögin hafa þá stafi sem fleiri eru um og eru eftir- sóknarverðir til merkinga. F- ið kæmi þá í hlut Fáks, Hörð- ur fengi H-ið o.s.frv. En þetta er ekki einhlít lausn. Að sumu leyti getur verið heppilegast að ákveðin svæði hafi einn og sama stafinn til merkingar og bæta þá við tölustaf til sér- greiningar ef þurfa þykir. — Einnig ber á það að líta, að ekki er sama hvaða stafir eru notaðir til merkinga. Boga- dregnir stafir eins og G, S, o. fl. eru ekki eins þægilegir til merkinga eins og þeir, sem eru með beinum línum og einnig hætta á að þeir verði ekki eins greinilegir tilsýndar. Með tilliti að framansögðu kemur mér til hugar að e.t.v mætti ákveða merkingarnar þannig: A. Akureyri E. Eyjafjörður F. Fákur H. Hörður K Skagafjörður L. Rangárvellir M. Mýra- og Borgarfjarðars. N. Hafnarfj. og Gullbringu- sýsla, ásamt Kópavogi. T. Efri hluti Árnessýslu X. Neðri hluti Árnessýslu V. Húnavatnssýslur Z. Skaftafellssýslur. Skipta má svo hverju stafs- umdæmi í smærri hluta með því að bæta tölustaf við bók- stafinn, t.d. M-1 vestan Hvítár, M-2 austan ár. M-3 Akranes o.s.frv. — Eins og þessi tiUaga ber með sér er sums staðar farið eftir skrásetningarstöfum bif- reiða, en annars staðar höfð önnur viðmiðun. — Búast má við að þessi til- laga sæti nokkurri gagnrýni þvi hér um mun reynast erfitt að gera svo öllum líki. En hafi menn upp á eitthvað betra að bjóða, væri gott að það kæmi fram. GÞ- Hólamótið Gert er ráð fyrir að lands- mótið að Hólum verði haldið 16—17, júlí, (eða jafnvel 15— 17). Sumum finnst að það sé helzt til seint og heppilegra væri að það yrði haldið viku fyrr. Einkum eru það sveita- mennirnir sem kysu heldur fyrri tímann vegna heyskapar- ins. Menn eru þá svo viðbundn- ir, að löng frávik eru útilok- uð meðan heyannir eru mest ar. Með tilliti til þess gæti fyrri tíminn reynzt mörgum hagkvæmari. — Margir Sunn- lendingar hafa hug á að fara á hestum norður og þeim mun fyrri tíminn henta öllu betur. Mótsnefndin hlýtur að hafa óbundnar hendur að mestu um það, hvenær mótið verður hald- ið. Því þótt þeim tilmælum væri beint til hennar á árs- þinginu að halda það 16.—17 júlí, þá getur það ekki verið bindandi fyrir nefndina ef hún áliti að annar tími myndi verða heppilegri. Það ætti því ekki að vera nein goðgá, þótt þeim til mælum væri skotið til nefnd- arinnar, að hún athugi vei hvort ekki gæti verið heppi legra að mótið yrði fært fram um eina viku, frá því sem ráð gert hefur verið. — Og þá að taka ákvörðun um það svo fljótt sem verða má. KJ>.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.