Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 9
TÍMINN MIBVTKUDAGUR 23. marz 1966 9 I lelkslok að Logalandi, frá vinstri: Lárenzíus sýslumaður, Gvendur smali, KetllL Skugga-Sveinn, stúdentarnir, Jón sterki, píanóundir- leikarinn, Haraldur, Ásta, Ögmundur og Margrét. „ / ÞJÓDLHKHÚSINU RÆÐUR RÓSINKRANZ SÝNINGATÍMA ■ I REYKHOL TSDAL KÝRNAR" Á leiðinni upp í Borgarfjarð s. 1. laugardag sagði Páll sessu nautur minn, að hann kynni ætíð betur við að horfa á leik menn en lærða atvinnuleikara flytja „Skugga-Svein“. Og við urðuin líka samimála um það, að siketmimtilegasta sýning leik ritsins sem við hðfðutn séð í Reykjavík, hafi verið sú, er Herranótt Menntaskólans flutti „Útilegumennina" (eins og leikritið hét í fyrstu gerðum) í Háskólabíói fyrir nokkrum árum, er skólasveinar léku öll hlutverkin- Nú var ferðinni heitið upp að Logalandi í Reyk holtsdal til að sjá frumsýningu Ungmennafélags Reykdæla á þessu leikriti, sem oftar hefur verið flutt út um allar byggðir landsins en nokkurt íslenzkt leikrit annað, og leikendur nú eru eins og oft fyrr bændur og húsfreyjur og piltar og stúlkur af bæjunum í kring, en í aðal hlutverkinu þó nýr sveitabúi þar efra, Jónas Árnason kenn ari í Reykholti og höfundur ,Járnhaussins“ awk fleiri rita- Frumsýningargestir létu ekki eftir sér bíða, og samt þótti ekki fært að hefja sýningu fyrr en klukkan níu um kvöldið, vegna mjalta og gegninga og heimilisstarfa á bæjunum. En hvert sæti í áhorfendasalnum var setið af sveitarbúum og ferðafólki úr Reykjavík, er tjaldið var dregið frá, og voru gestir fullir tilhlökkunar. Frammistaða nokkurra leik enda var sérstaklega ánægju- leg. Einkum slkal getið Jóns Þosteinssonar, sem lék Xetil af sérstökum léttleik og fimi Leikstjórarnir aS lokinni sýningu, Jónas í Reykholti og Andrés I Deildartungu. svo aldrei fipaðist. Jóhannes Gestsson fór með hlutverk 'Iró bjarts vinnumanns og gerði það af ósvikinni og ísmeygi- legri einlægni. Steinunn Garð arsdóttir í hlutverki Margrétar þjónustustúlku brá upp býsna skammtilegri personu. Sigurbjöm Björnsson var feikna sterkur og kokhraustur Veizlan eftir frumsýninguna að Logalandi að hefjast aðfaranótt sunnudags (um sama leytl og borðhaldinu var að Ijúka á Pressuballinu í Rvík). Kristján Benediktsson formaður Ungmennafélags Reykdæla ávarpar veizlugesti, sem leiðtst ekkl aldeilis lífið. Sveitarbúar vinstra megin, aðkomumenn til hægii. Tímamynd-GB. I hlutverld Jóns sterka. Og Ármann Bjarnason, ungur pilt ur, er leikur skrifarann, seim aldrei kemst að með að segja orð, hann komst næst því auka leikenda að grípa alla athygli áhorfenda, þótt hann stæði í skugga meðleikenda sinna á sviðinu. Annar ungur maður, Þorvaldur Jónsson, gerðl Gvendi smala dágóð skil. Sjálf ur höfuðpaurinn, gamli Skugga Sveinn, birtist þarna f allný stárlegri túlkun Jónasar Áma sonar, sem hafði það fyrst til síns ágætis að leika þetta hlut verk, að maðurinn er mikill að vallarsýn. En hann gat brýnt röddina sem hæfir Skugga. Þó mun sú manneskjulega túlkun ogshlýja og spaugsemi er Jón as ragði I persónuna, verða minnisstæðust af túlkun hans. Mætti vera nokkurt tilhlökkun arefni að sjá Jónas oftar á leik sviði, og væri vel ómaksins vert að gera aðra ferð upp í Reykholtsdal að sjá fleiri leik sýningar ungmennafélagsins þar með Jónas í öðru hlutverki. Hér fara á eftir nöfn hlut verka og leikenda í sýningu Ungmennafélags Reykdæla: Sig urður lögréttumaður í Dal ( Andrés bóndi í Deildartungu) Ásta, dóttir hans (Ingibjörg Helgadóttir húsfreyja í Litla- Hvammi), Jón sterki iSigur- björn Björnsson bóndi á Htjs um), Grasa-Gudda (Hrafnhildur Sveinsdóttir húsfreyja á Bergi) Gvendur smali (Þorvaldur Jóns son sveinn í Reykholti), Lár- enzius sýslumaður (Jakob Guð mundsson bóndi á Hæli, bróðir Margrétar leikkonu í Rvík), Margrét þjónustustúlka hans (Steinunn Garðarsdóttir á Grímsstöðum), Hróbjartur vinnumaður (Jóhannes Gests son bóndi á Giljum), Helgi stúdent (Sigurvin Jónsson bryti í Reykholti), Grímur stúdent (Stefán Eggertsson bóndi á Steðja), Skugga- Sveinn (Jónas Árnason kennari í Reykholti), Haraldur útilegu maður (Kristján Benediktsson trésmiður í Víðigerði), Ögmund ur útilegumaður (Jón Þórisson bennari í Reykholti), Ketill úti legumaður (Jón Þorsteinsson bóndi f Giljahlíð), tveir varð menn (Bjarni Marinósson og Birgir Jónsson), skrifari (Ár- mann Bjamason á Kjalvarar- stöðum). Leiktjöld gerðu Jón Krist insson og Sveinn Þ. Víkingur, leiksviðsstjóri er Bjarni Guð ráðsson, ljósameistari Birgir Jónsson og píanóundirleikari er Pétur Haraldsson. Frumsýningargestir létu ó- spart í Ijósi þakklæti sitt fyrir skemmtunina með þvf að færa leikendum blóm og klappa þeim lof í lófa. En að sýningu lokinni bauð stjóm ungmenna félagsins leikendum og aðkomiu mönnum til veizlu í samijomu salnum. Formaður félagsins, Kristján Benediktsson, ávarp- aði gesti, og síðan tók Jónas Áraason til máls. Hann kvaðst hafa látið til leiðast að taka að sér að setja þessa sýningu á svið með því sikilyrði þó, að fá til liðs Andrés Jónsson í Deildartungu. Síðan hefðu þeir skipt með sér verkum þannig að Andrés hefði í raun annazt leikstjóm, þar eð hann væri þeim hnútum öllum miklu kunnugri, en sjalf ur kyaðst Jónas hafa æft söng atriðin í leiknum. „Eg er ólærður maður 1 þess um fræðum, rétt eins og fólkið, Framhaid á 14. siðu. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.