Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 5
MEDVIKUDAGUR 23. marz 1966
(Itgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Krlstjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrlmur Gislason. Ritstj.skrifstofur I Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðsluslmi 12323. Auglýsingaslmi 19523. Aðrar skrifstofur,
sfmi 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA hj.
Aukin framleiðni
Fyrir nokkru síðan lögðu Framsóknarmenn í efri deild
fram frv. um stofnun sérstakrar framleiðnilánadeildar,
sem væru tryggðar a.m.k. 800 millj. kr. til umráða næstu
10 árin. Lán úr deildinni skuli veitt til að auka fram-
leiðni með aukinni véltækni, fulkomnara framleiðslu-
skipulagi og hagræðingu.
í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn, að
það sé alkunna, að framleiðsluaukning þjóðarinnar á
undanförnum árum sé ekki nema að nokkru leyti að
þakka framleiðniaukningu og fólksfjölgun, heldur komi
mjög þar til aukin aflabrögð og aukin vinna fólks, þ.e.
lengri vinnutími, og hann er nú yfirleitt orðinn svo lang-
ur, að ekki verður við unað til frambúðar. Vinnutímann
verði því að stytta, segja flutningsmenn, og til þess að
það geti gerzt án tekjumissis, verður að leggja stór-
aukna áherzlu á að auka framleiðnina, en til þess þurfi
að auka vfltækni, skipulag og hagræðingu. Slíkt gerist
þó ekki af sjálfu sér, heldur þarf til þess mikið fjármagn
sem ekki kemur þegar í stað inn sem tekjur aftur, þó að
það skili sér margfalt á nokkrum tíma.
Engirm vafi er á því, að hér er um stórmerkt mál að
ræða. Kjarabætur komandi ára eru mjög undir því
komnar, að öflug lánadeild, sem sinni þessu hlutverki
sérstaklega, komist á legg. íslenzkir atvinnuvegir bíða
beinlínis eftir þessari hjálparhönd frá löggjafanum.
Síðan þetta frv. Framsóknarmanna var flutt, hefur
ríkisstjómin flutt frv., þar sem lagt er til, að sérstakri
framleiðnilánadeild verði komið upp við Iðnlánasjóð. Þar
er þessi hugmynd Framsóknarmanna tekin upp að tak-
mörkuðu leyti. Út af fyrir sig er það þakkarvert, en hér
þarf að gera enn stærra átak, sem nær ekki aðeins til
iðnaðar, heldur einnig sjávarútvegs, landbúnaðar og
annarra atvinnugreina. Því er nauðsynlegt, að þetta frv.
Framsóknarmanna nái fram að ganga.
Jafnréttismál
Fyrir nokkru síðan lögðu Framsóknarmenn í neðri
deild fram frv. um eflingu Iðnlánasjóðs. Ríkisstjórnin
hefur séð, að þar var um mál að ræða, sem ekki yrði
staðið á móti, og lagði því fram frv. um sama efni. en
þó gengur það mun skemur en frv. Framsóknarmanna.
Aðalmunur þessara frv. er sá, að ríkisstjórnin leggur
til, að árlegt framlag ríkisins til sjóðsins verði hækkað úr
2 millj. í 10 millj. kr. Framsóknarmenn leggja til, að
árlegt framlag ríkisins verði jafnhátt gjaldi því, sem
iðnaðurinn greiðir árlega í sjóðinn, en áætlað er, að það
verði 17-18 millj. kr. á þessu ári.
Hér er ekki aðeins um fjárhagsmál að ræða fyrir iðn-
aðinn, heldur jafnréttismál. Stofnlánasjóðir sjávarútvegs
og landbúnaðar fá nú jafnhátt ríkisframlag og nemur
gjöldum þeim, sem þessir atvinnuvegir greiða í viðkom-
andi sjóði. Samtök iðnrekenda hafa farið fram á. að
þeir nytu hér sömu aðstöðu. Það er ekki nema aug-
ljóst jafnrétti. Með því að hafna þessari eðlilegu kröfu
iðnaðarins, er ríkisstjórnin raunverulega að lýsa yfir
þeirri skoðun, að hún álíti hann ekki jafnréttháan öðr-
um atvinnuvegum. Hann sé eins konar annars flokks at-
vinnuvegur.
Þess ber að vænta, að ríkisstjórnin sjái, að hún fer
hér rangt að, því fallist hún á þá tillögu iðnaðarins,
sem Framsóknarmenn bera fram á Alþingi.
TÍMINN
5
ERLENT YFIRLIT
Vandasamt hlutverk Kekkonens
Örðugt verður að mynda starfhæfa stjórn í Finnlandi
ÞAÐ GETUR orðiS vanda-
samt verk fyrir Kekkonen for
seta að koma á laggirnar
nýrri stjórn í Finnlandi en bú-
izt er við, að hann hefjist ekki
handa um það fyrr en eftir
páska. Hann mun telja rétt að
lofa flokksforingjunum að
jafna sig nokkuð eftir kosninga
baráttuna ög kosningaúrslitin
áður en hann fer endanlega
að ræða við þá um stjórnar-
myndun.
Síðan síðari heimsstyrjöld-
inni lauk, hefur stjórnarsam-i
vinna flokka í Finnlandi ver-
ið í stórum dráttum háttað á
þennan veg: Frá 1945—48
byggðist stjórnin á samvinnu
Miðflokksins (áður Bænda-
flokksins) Jafnaðarmanna og
kommúnista. Árið 1948 lentu
kommúnistar í stjómarand-
stöðu og hafa verið það síðan.
Á árunum 1948—58 byggðist
ríkisstjórnin aðallega á sam-
vinnu Miðflokksins og Jafnað
armanna. Árið 1958 lentu
jafnaðarmenn í stjórnarand-
stöðu, m.a. vegna þess að Rúss
ar létu í ljós, að stjómarþátt-
taka þeirra væri illa séð í
Moskvu. Síðan 1958 hefur Mið
flokkurinn farið með stjórnar-
forustu og notið stuðnings litlu I
miðflokkanna og Hægri flokks
ins. Þessir flokkar • stóðu að
þeirri ríkisstjórn, sem nú fer
méð voíd.
Kosningabaráttan nú snerist
að verulegu leyti um það,
hvort núverandi stjórnarflokk
ar héldu meirihluta á þingi, en
þeir höfðu samanlagt 113 þing-
sæti gegn 87 þingsætum vinstri
fiokkanna, þ. e. jafnaðarmanna,
koimmúnista og Símonist.a. Úr-
slitin í kosning. urðu þau, að
stjórnarflokkarnir misstu meiri
hlutann. Samanlagt hafa þeir
nú ekki nema 94 þingsæti gegn
105 þingsætum vinstri flokk-
anna. Klofningsflokkur úr Mið-
flokknum fékk eitt þingsæti.
Samstjórn miðflokkanna og
hægri flokksins er þannig úr
sögunni, og hefði sennilega
verið það hvort eð er, þar sem
Miðflokkurinn var orðinn
þreyttur á samvinnu við Hægri
flokkinn, og Rússar lýstu því
líka yfir rétt fyrir kosningarn-
ar, að stjómarþátttaka Hægri
flokksins væri illa séð.
AF HÁLFU jafnaðarmanna
hefur á undanförnum árum ver
ið fylgt þeirri stefnu, að útilok-
að væri að starfa með kommún-
istum í ríkisstjórn. Þetta átti
m. a. sinn þátt í því, að flokk-
urinn klofnaði 1958 og að 13
af 48 þingmönnum flokksins
fóru úr honum til liðs við svo-
kallaða Símonista, sem eru rót-
tækir jafnaðarmenn. Jafnhliða
settu Rússar það bann á flokk-
inn, sem áður er getið um.
Það gerðist svo skömmu fyrir
kosningarnar nú, að Leskinen,
sem er sá leiðtogi jafnaðar-
manna, sem andstæðastur hef
ur verið kommúnistum og Rúss
ar hafa fordæmt mest,
lýsti yfir því, að hann
teldi samstarf við kommúnista
geta komið til greina. Þessi yf-
irlýsing Leskinen var mikið
rædd í kosningabaráttunni, og
Leskinen
gerði formaður flokksins,
Paasio, hvorki að játa eða
neita því, hvort hann væri sam
mála Leskinen, heldur sagði,
að flokkurinn tæki enga end-
anlega afstöðu til stjórnarmynd
unar fyrr en eftir kosningarn-
ar. Af hálfu Rússa var yfirlýs-
ingu Leskinens vel tekið.
Pravda lét svo ummælt í rit-
stjórnargrein, að ekki væri
óeðlilegt, að jafnaðarmenn
yrðu aftur þátttakendur í ríkis-
stjórn, en lét samt það skilyrði
fylgja, að þá yrðu kommúnist-
ar að vera það einnig. Jafn-
framt lýsti Pravda andúð á nú-
verandi ríkisstjórn, einkum þó
á stjórnarþátttöku Hægri flokks
ins.
Fyrir kosningarnar var tals-
vert rætt um, að stjórnarsam-
vinna þriggja hinna stóru, þ. e.
Miðflokksins, jafnaðarmanna
og kommúnista, væri ekki úti-
lokuð, og ýmsum fannst líklegt,
að Kekkonen forseti væri slíkri
samvinnu heldur fylgjandi.
Eftir kosningarnar lét Verolanin
en forsætisráðherra, aðalforingi
Miðflokksins. hins vegar svo
ummælt, að hann teldi eðlileg-
ast, að vinstri flokkarnir mynd
uðu stjórn og Miðflokkurinn
kysi helzt að vera í stjórn-
arandstöðu. Hvort tveggja væri
eðlileg afleiðing kosningaúrslit
anna. Paasio, formaður jafnað-
armanna, sagði hins vegar fyrir
kosningarnar, að þótt vinstri
flokkarnir fengju meirihluta
þingsæta, myndi hann reynast
svo veikur, að stjórnarsam-
vinna þeirra einna væri ósenni
leg. Þetta hefur hann endur-
tekið eftir kosningarnar.
Bersýnilegt er á þessu, að
Kekkonen þarf að taka á öllu
sínu, ef honum á að auðnast
að koma starfhæfri stjóm á
laggirnar. En Kekkonen hefur
oft sýnt, að hann er nú mestur
samningamaður norrænna
stjórnmálamanna.
SIGUR jafnaðarmanna í þing
kosningunum um helgina vek-
ur mesta athygli. Við því var
búizt, að flokkurinn myndi
vinna á í kosningunum, en þó
ekki eins mikið og raun varð
á. Tvær orsakir virðast eiga
mestan þátt í sigri flokksins.
Önnur er sú, að hann er búinn
að yfirvinna að mestu klofning-
inn, sem varð í flokknum 1958,
þegar ekki færri en 13 af 48
þingmönnum hans gengu úr
honum og til liðs við Símon-
ista. Þetta varð þess valdandi,
að flokkurinn fékk ekki nema
38 þingsæti í kosningunum
1962. Langflestir þeirra, sem
yfirgáfu flokkinn eftir klofn-
inginn, hafa nú horfið til hans
aftur. Þá hefur flokkurinn not-
ið þess að vera í stjórnarand-
stöðu síðan 1958, en efnahags-
aðstæður Finna hafa verið erf-
iðar seinustu árin og ríkisstjórn
in orðið að gera ýmsar óvin-
sælar ráðstafanir. Jafnaðar-
menn fengu nú 56 þingsæti eða
18 fleiri en 1962 og 8 fleiri en
1958.
Kommúnistar og Símonistar,
sem höfðu samvinnu í kosning-
unum, fengu skárri útkomu en
búast mátti við, þegar litið er
á hinn mikla sigur jafnaðar-
manna. Miðað við kosningarnar
1962 töpuðu kommúnistar 5
þingsætum, en Símonistar unnu
5. Kommúnistar hafa nú 42
þingsæti en Símonistar 7.
Bersýnilegt er, að jafnaðar-
menn hafa unnið mest af fylgi
sínu frá stjórnarflokkunum, að-
allega í bæjunum. Þar kusu
nýir kjósendurnir líka flestir
jafnaðarmenn, að því talið er.
Miðflokkurinn tapaði fjórum
þingsætum og fékk nú 49 þing
sæti. Upphaflega var honum
spáð miklu tapi, en Verolainen
þótti standa sig sérlega vel í
kosningabaráttunni. Mest von-
brigði flokksins urðu þau, að
hann vann ekkert á í bæjun-
um, þrátt fyrir nafnbreyting-
una, en hélt sæmilega stöðu
sinni í sveitunum, en þar bitn-
ar það á honum, að kjósendum
fer fækkandi. íhaldsflokkurinn
tapaði 7 þingsætum, fékk nú
25 þingsæti. Sænski flokkurinn
tapaði 2 þingsætum, fékk nú 12
þingsæti. Mestan ósigur beið
Frjálslyndi flokkurinn, sem
tapaði sex þingsætum og nefur
nú ekki nema 8 þingmenn.
Þ. Þ.
stsæm-as