Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 3
! MÍÐVIKUDAGUR 23. marz 1966 TÍMINN 3 ión biskup Vídalín Ber þar efst — og yfir skara annarra vorra kennimanna — Meistara Jón — og mestan sýnum, merkan andans risaklerkinn, barnið í senn og bardagamanninn, bjartan á svip með konungs hjarta, höfund vorrar — er lýðir lofa — lestrarbókar fyrstu og mestu. Þjóðin fann, að þarna var kenning, þetta var rist af grein frá Kristi. Heyra hans mál var hjarta svölun, heitu af trúarafli knúið. Voru eldsnör andans skörungs augu fest á kirkjugestum. — Sumir þoldu ei — sízt þá skildu sannfæring — hjá breyzkum manni. — Viljinn hóf og guðleg gifta göfgan dreng úr skorti og höfga. Vegur óx með dáðadögum djörfum rekk með trausti og þekking, biskupstign og vald og vizka verðugum klerk, er brjóst og herðar bar yfir samtíð sína að kjarna, sálareldi og kröftugu máli. Skálholt slíkan átti aldrei andans mann á stóli í landi, höfðingja að hjarta og gjöfum, heitari sál til Guðs að leita, kröftugri lund að kasta og hrinda klerkadómsins hræsniverkum, mildara hjarta, er meinin skildi, miskunn dýpri — og heiðari vizku. Hundaþúfu, er kollinn kýfir kafloðinn — úr skorning hafin — hendir þrátt að hlæja og undrast — horfir á fjallið veðursorfið — berangur þess og bruna klungur, bleikar skriður — og hrikaleikinn, skilur ei, hvað illt má þola að öðlast sjón yfir víða frónið. Stórir menn fá margt að kanna, mikil sár á tímans bárum, eins og fjöllin, á sem bellur æðiveðurs hríðin skæða. Drottinn suma að sönnu þreytti sýn að ná með þungri brýning, lengi urðu lands og tungu leiðarstjörnur ^veikum börnum. Kenning hans er kirkjunnar sanna kraftamálið, ofið stáli, gulli mælsku greipt og fjallað, gæzkubrunnur — af himni runninn. Leið það mjúkt sem lindin fríða ljósum að og kyrrum ósi, eða það ball sem brim að stalli bjargs um nótt, er vakti dróttir. Stólpi elds í aldar kulda endur var hann af himni sendur vorri þjóð í verstu nauðum, verka hans sér lengi mcrki. — Dauð er þjóð úr öllum æðum, ærleg taug hér hver að tærast, minnist hún eigi og meti að sönnu Meistara Jón — að trúarhreysti. Trúið, kvað hann, trúið Guði! Trúin er til himins brúin. Hún er bjarg, sem heimsins sorgir hníga við í Ijúfum friði. Hræðizt eigi, hrjáðu bræður, hjörtun fyllið vonum björtum, gæðin bezt eru gefin yður. — Guð er hár, en vér erum smáir. Aldrei var jafn eldi borin andagift af stóli í landi skýrð með meiri alvöruorðum — enn hefir hann oss margt að kenna. Sértu á klerka sinujórtri sála þreytt, er trúna brjálar, ljúktu upp Jónsbók, Ijós þér kviknar — lestu og þér í minni fcstu. Þér, sem hærra öðrum eruð, yfirmenn, sem dæmið og kennið, hreykizt ei, því yðar hroki eykur hita á djöfuls kveikjum. Gngin sál að sönnu er þrengri siðahrokans vígðu pokum, hreinir með andlit hvítasunnu, hjartað kalt og orðið að gjalti. Hvenær markar máttugri klerkur meiri andans völl í landi stórfelldari orðsins eldi æðsta presti vorum mesta? — Vcfur hæðir myrkurmóða, mjúklega breiðir yfir hnjúka, er töfraður röðuls tignarskiúða, tindurinn hæsti stendur glæstur. Kolbeinn í Kollafirði. Þjófar, lík og falar konur nú sýnt aftur á vegum Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó Leikfélag Reykjavíkur er nú að byrja aftur sýningar á Þjófum, líkum og fölum konum eftir Dario Fo, en þessir vinsælu skopleikir voru frumsýndir í fyrra um þetta leyti og sýndir út til loka leikárs- ins við feikimikla aðsókn. Dario Fo er ítalskur og kallað- ur konungur skopleikja nútímans. Hann er fertugur að aldri og byrj- aði að skrifa leikrit sín upp úr þrítugu, vakti fyrst mikla athygli í heimalandi sínu, þar sem nann rekur eigið leikhús, en undaníar- in tvö ár hefur frægð hans verið að berast um Evrópulönd og til Ameríku. í fyrstu skrifaði tiann smellna einþáttunga, en síðustu leikrit hans eru lengri. Hann er nú vinsælasti höfundur ítala og þykir þar hafa vakið til nýrrar frægðar commedia dell’arte-hefð- ina gömlu. Sýning Leikfélagsins í fyrra hlaut afbragðs dóma og var fullt hús á hverri sýningu. Hefur því mikið verið spurt, hvort Þjófarn- ir yrðu ekki teknir til sýningar á þessu leikári, en það hefur ekki getað orðið fyrr, þar' sem Gísli Halldórsson hefur verið erlendis, en hann leikur sem kunnugt er aðalhhitverkið og hlaut fyrir Silf- urlampann. Aðrir leikendur eru flestir hinir sömu og voru í fyrra. Á VÍÐAVANGI Ráðherra-skollaleikur Ráðherrarnir eru oft í skolla- leik á Alþingi, og svo hefur verið síðustu daga. Eggert Þor- steinsson hefur staðið í stól í tveimur þingdeildum og sagt, að ekki væri „eðlilegt“ að rík- isstjórnin skýrði frá því í sam- bandi við frumvarp sitt um að- stoð við sjávarútveginn, þar sem gert er ráð fyrir að velta 80 millj. kr. út í verðlagið með því að draga úr niðurgreiðslum á vörum, hvaða niðurgreiðslur yrðu minnkaðar eða afnumdar, jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði þegar ákveðið það. Sannleikurinn er auðvitað sá, að ríkisstjórnin veit ekkcrt hvernig hún ætlar að fara að þessu né heldur hvort hún get- ur komið slíku fram, en bindur eigi að síður almenningi þegar þennan 80 millj. kr. bagga. Ráð leysið og ábyrgðarleysið vega þarna salt og má ekki á milli sjá, hvort er drýgra. f fyrradag var svo Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, að fimbulfamba um það á þingi í sambandi við tollalækkanir, að þar gæti ríkisstjómin ef til vill bætt almenningi þá kjaraskerð- ingu sem yrði á minnkun nið- urgreiðslu, og lækkað verð ein- hverra vara á móti, en hann gat þess ekki, að ríkissjóður missti neinar tekjur við þá tollalækk- un. Þetta sýnir eins og margt annað, að nú er svo komið fyrir ríkisstjórninni sem í skoUaleik þar sem sjálfur skoUinn fær svima. Vísir ekki íshræddur Vísir hrópar glaður í forystu grein í gær: ísvandamáUð leyst. Játar Vísir þar allt í einu, að um eitthvert ísvandamál væri að ræða við virkjun Þjórsár, og rétt mundi að taka nokkurt tiUit til þess, er söluverð raf- orku til álvers er ákveðið, þótt það góða blað hafi eiginlega ekki vitað af ísvandamáli fyrr. í niðurlagi leiðarans segir Vís- ir: „í Þjórsá, sem í öðrum ám hér á landi, er við nokkura ís- vanda að glíma, en hann er þar vel Ieysanlegur, eins og nú hef- ur verið sýnt fram á. Vitanlega verður nokkur kostnaður af þeim framkvæmdum, en frá upphafi hefur verið vitað, að f hann yrði að leggja og eru það því engin ný tíðindi". Já, vitanlega verður þetta „nokkur kostnaður", eins og Vísir segir, en Vísir leggur það samt ekki til, að sá kostnaður sé tekinn með í reikninginn, þegar samið er við álhringinn um rafmagnsverðið. Vísir tekur því nánast fagnandi, að íslend- ingar beri þennan kostnað ein- ir á sínu rafmagnsverði og þar að auki alla áhættuna af stöðv- unum vegna íss, en þá tíma yrðu íslendingar að sjá hinu erlenda álveri fyrir raforku, framleiddri með olíu, á fimm- földu verði. íhaldsótti Éitt er það vígi, sem ihaldið á erfiðast mcð að hugsa sér að tapa. Það er Reykjavík. Henni hefur það ráðið f fimm áratugi og lítur á borgina sem erfða- óðai sitt. Þegar eitthvað gerist, sem raskað geti hinu gamla íhaldsstjórnkerfi borgarinnar, er eins og ihaldið missi ráð og rökvisi af ótta við að hver minnsta röskun geti kippt fót- Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.