Tíminn - 26.03.1966, Side 11

Tíminn - 26.03.1966, Side 11
LAWxARI>AGUR 26. marz 1966 TÍIVIINN VERÐIR LAGANNA 25 sýna mikla ræktarsemi og flestir eru kirkjuræknir me'ð afbrigðum. Mafían festi rætur í Bandaríkjunum fyrir meira en sjö áratugum en hún fékk ekki áhuga á gróðanum af eiturlyfja- verzlun fyrr en um 1925. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum. að Alþjóðalögreglan og bandaríska Eiturlyfjaskrifstof- an hafa getað rakið að nokkru ráði flóknar flutningaleiðir frá vinnslustöðvunum í Evrópu til sölumanna á götum banda- rískra stórborga. Föstu skipulagi var komið á Mafíuna á furðulegum fundi æðstu manna hennar í Apalachin nálægt New York árið 1957. Þar komu rúmlega sextíu bófaforingjar saman á ráð- stefnu, meðal annars til að skipuleggja heróínflutninga frá Evrópu. Sá af gestunum, sem einna mest átti undir sér var Don Vitone Genovese, snöfurlegur, hálfsjötugur Sikileyingur, sem hefur það orð á sér meðal starfsbræðra sinna að liæfari skipuleggjara hafi bófastéttin aldrei átt. Lögregluskýrslur sem hann varða ná nokkra áratugi afíur í tímann. Hann hefur verið handtekinn, grunaður um morð, líkamsárás, rán og fjölda annarra afbrota, og á dögum A1 Capone var hann IfiFvörður æðri glæpaforingja og bar byssu. Lögreglan komst á snoðir um ráðstefnuna í Apalchin, og tveim árum síðar voru þrjátíu og sjö af þeim, sem þar voru staddir sóttir til saka fyrir samsæri um að brjóta eiturlyfjalöggjöfina með því að flytja inn heróín frá Evrópu um Kúbu. Meðal sak- borninga var Genovese, sem hlaut fimmtán ára fangelsisdóm Með ýmsum brögðum og lögkrókum hefur honum samt tek- izt að losna við að taka út refsinguna, og nú býr hann í friði og spekt í litlu sveitasetri skammt utan við New York á bakka Hudsonárinnar. Liðsafli Alþjóðalögreglunnar lætur eiturlyfjasalana eldrei hafa frið, og eitt þeirra mála, sem vel eru skjalfest sýnir vel, hvernig dirfska og snilli megna að rekja þræðina í vef Mafíunnar. Málið átti upptök sín í Tyrklandi, og sá sem þar kom einna mest við sögu er Charles Siragusa, smávaxinh ■ og kvikur starfsmaður Eiturlyfjaskrifstofunnar bandarísku og sjálfur af sikileyskum ættum. Hann er dökkur yfirlitum, TOM TULLETT og með svört hornspangagleraugun er hann dæmigerður, ítalskur kaupsýslumaður í útliti. Hann talar ítölsku reip- rennandi, þar á meðal ýmsar mállýzkur, svo ekki var nema eðlilegt að hann væri sendur til Rómar og settur yfir svæðis- skrifstofuna þar. Starfsmenn Alþjóðalögreglunnar og margir evrópskir lög- reglustjórar eru vel kunnugir „Charlie“ Siragusa, frá þeim dögum, þegar hann stjórnaði aðdáunarverðum hóp ötulla leynilögreglumanna og lögreglunjósnara og kom andstæðing- unum sífellt á óvart með vitneskju sinni um athafnir þeirra. í nóvember 1955 varð hann þess áskynja að Kemal nokkur Ozvurek hafði undir höndum mikið magn af morfíni og var að skipta því milli erindreka sinna í Líbanon og Sýrlandi til flutnings íil Bandaríkjanna. Lögreglustjóra Tyrklands, dr. Kemal Aygan var skýrt frá málavöxtum, og hann fól ein- um sinna beztu manna að taka upp samstarf við Bandaríkja- mennina. Sá hét Redvan Pehlivanoglu, ungur leynilögreglu- maður, sem sýnt hafði með hugdirfsku sinni að hann var tilvalinn til vandasamra njósnastarfa. Pehlivanoglu var sagt að fara til ízmir, helztu hafnarborg- ar Tyrklands, dulbúast og reyna að komast að við hverja Ozyurek legði lag sitt. Grannvaxni, nauðrakaði lögrelgufor inginn huldi andlitið með miklu skeggi og kom til hafnar- borgarinnar í gervi sjómanns. Dögum saman fór hann á milli veitingahúsanna, sat yfir drykk og horfði á kaupsýslu- menn prútta um verð á fíkjum og litarefnum, húðum og tóbaki. Alls staðar svipaðist hann um eftir Ozyurek I þessari sérstæðu borg, þar sem lúxusbílar aka um göturnar innan um hestakerrur og hjólbörur og skartklæddar konur mega búast við að tötralegir bændur og götusalar stjaki við þeim í þrengslunum. Loks kom smávaxni lögreglumað- urinn auga á þann, sem hann leitaði að í drykkjústofunni Bar Clérico. Þar var auðvelt að skyggnast um án þess að eftirtekt vekti, því fullt var af sjómönnum af ýmsum þjóðum, götudrósum sem vonuðust til að geta náð einhverjum gest- anna heim með sér og glæpamönnum, sem biðu færist að raaka krókinn. Ozyurek líktist niest glímukappa, herðarnar eins og á hálf- trölli og svart harið sítt og hrokkið. Hann sat að drykkju með spjátrungslega búnum manni, á að gizka hálfþrftugum. UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 19 minn vann í spunaverksmiðju og er ekki samur maður síðan hann missti konuna. — Hvenær dó konan hans? — í fyrra. — Og það eru fjögur ár síðan Jeanineu kom til Parísar? — Næstum fjögur, já. Lyon var ekki nógu góð handa henni. Hún var 17 ára og vildi lifa eigin lífi. Svona er unga fólkið nú til dags. Bróðir minn skrifaði og kvaðst engan hemil hafa á dóttur sinni, hún hefði ákveðið að fara til París ar. Hann spurði hvort ég gaeti hýst hana. Ég svaraði því játandi og bauðst að auki til að finna henni atvinnu. Hún talaði hægt og skýrt með áherzlu á hverju atkvæði. Hún horfði á þá á víxl og spurði allt í einu: Hvernig liggur í því að þið komið hver í sínu lagi, þrír lög- reglumenn? Hverju skyldi svara Lognon laut höfði. Maigret sagði: — Við tilheyrum hver sinni deild. Hún ieit á mynduglegan Mai- gret og sagði: —- Og ég býst við að þér séuð foringinn? Þér eru kannski Mai- gret? Þegar hann kinkaði koili til samsinnis dró hún fram stól og sagði: — Gjörið svo vel að sitja. Svo skal ég segja yður allt saman. Hvar var ég nú aftur. Já, bréf- ið frá hálfbróður mínum. Ég get fundið það ef þér viljið, ég geymi öll bréf. — Takk, þess þarf ekki. — Eins og þér viljið. Já, í stuttu máli, ég fékk þetta bréf, svaraði því og svo birtist þessi frænka mín einn morguninn klukk an hálf átta. Þetta smáatriði lýs- ir henni einkar vel, auðvitað fóru lestir á öllum tímum sólarhrings- ins en hún varð endilega að ferð- ast með næturlestinni, það var svo rómantískt. Til allrar hamingju var þetta vikuna sem ég er á hinni vaktinni svo að það kom ekki að sök. Ég ætla ekki að lýsa þvi fyrir ykkur, hvernig hún var í klæða- burði né heldur segi ég eitt orð um hárgreiðsluna, ég gat bara lát- ið ykkur vita, hvað ég sagði henni sjálfri um þau efni, ég sagði henni að hún skyldi breyta því ef hún vildi ekki eiga á hættu að einhver í hverfinu gerðist nær- göngull við hana. — íbúðin sem ég bý í er hvorki stór né íburðarmikil en hér eru samt tvo svefnherbergi og annað þeirra fékk Jeanine. í heila viku fór ég með hana um alla horgina að sýna henni. — Hvað ætlaðist hún fyrir? — Þér spyrjið að því- Finna ríkan mann auðvitað og eftir því sem ég les um í blöðunum þá hefur það tekizt. En ekki vildi ég nota þau brögð sem hún hefur beitt þótt öU auðæfi heimsins væru í boði. — Fékk hún atvinnu? — Já, hún afgreiddi í búð við stóra verzlunargötu. Leðurvöru- búð, við Óperutorgið. — Var hún þar lengi? Hún vildi sýnilega halda sínu frásagnarlagi og fór ekki dult með það. — Ef þér eruð sí og æ að skjóta spurningum inn, þá missi ég þráðinn Ég skal segja yður allt, verið óhræddir. Nú við bjuggum hér saman tvær — að minnsta kosti stóð ég i þeirri trú. Aðra hverja viku á ég fri á morgnana og hina vikuna eftir klukkan þrjú síðdegis Þannig liðu nokkrir mánuðir. Það var að vetr- arlagi. Það var kaldur vetur Ég gerði alltaf öll mín innkaup hér í hverfinu og það var einmitt sambandi við matinn og þó eink- um smjörið, sem mér fór að detta ýmislegt í hug. Og brauðið. Það virtist hverfa furðu snöggt. Stund um fann ég hvergi »atar leifar. sem ég var viss um látið á vísan stað, þegar Af tit | vinnuna. — Ert það þú, sem hefur borð- að þessa kótelettu? — Æ, frænka, ég varð allt í einu svo svöng i nótt. — Jæja, nú skal ég skýra yður frá öllu í stuttu máli. Loks komst ég að þvi hvernig í öllu lá. Allan tímanna var þriðja manneskjan hér í íbúðinni án þess ég vissi. Ekki karlmaðui eins og maður gæti hafa haldið. Heldur ung stúlka Stúlkan, sem myndin var af í blöðunum. Sú, sem var myrt á Vintimilli-torginu. Hún talaði í belg og biðu. Hún krosslagði hendur á flötum mag- anum og orðaflaumurinn vall út úr henni. — Nú er ég bráðum búin, verið óhræddir. Ég skal ekki eyða tima yðar, þar eð ég veit, að þér hljót- ið að vara önnum kafinn. Hún beindi máli sínu til Mari- gret, Lognon var í hennar aug- um ekki annað en leikbrúða. — Einn morguninn, þegar ég var að gera hreint, missti ég nið ur tvinnakefli, sem valt inn undir rúmið hennar Jeannnei og beygði mig til að ná í það. Ég játa fús- lega, að ég rak upp óp og mér þætti ekki ólíklegt, að þér mund- uð einnig hafa æpt upp í mínum sporum. Þarna lá einhver undir rúminu og einblíndi á mig eins og köttur. — Guði sé lof og dýrð, að það var kvenmaður. Það dró nokkuð úr hræðslu minni. Samt sem áður greip ég skörunginn á auga- bragði og sagði: — Hunzkist þér fram. — Hún var jafnvel yngri en Jeanine. tæpast meira en 16 ara. En yður skjátlast ef þér haldið hér han grfctfeasa. jmig um nað U mitkunn. HÚ» Áprði bara é _______________________________11 einhverslags ófreskja eða skrímslL — Hver hefur boðið yður í mitt hús, segi ég. — Ég er vinkona Jeanine, seg- ir hún. — Er það kannski ástæða til að fela sig undir rúmi — Ég Iá bara og beið eftir að þér færuð. — Því þá það? — Þá ætlaði ég líka að fara. — Getið þér ímyndað yður ann að eins, herra Maigret. Þetta hafði þá gengið til si svona í vikur, mánuði. Hún var samferða frænku minni til Parísar. Þær höfðu kynnzt í lestinni. Þær voru á þriðja farrými og þar sem þær gátu ekki sofið styttu þær sér stundir um nóttina með þvi að segja hvor annarri frá högum sin- um. Stúlkan sem hét Louise hafði rétt peninga til að skrimta í hálf- an mánuð. Hún fékk stöðu, gerðist frf- merkjasleikari einhvers staðar en það leið ekki á löngu áður en skrifstofustjórinn gerðist nærgöng ull við hana og þá rak hún hon- um kinnhest. — Þetta sagði hún mér að minnsta kosti en ekki veit ég hvort eitthvað er hæft í þvi. Hún leitaði á náðir Jeanine þar sem hún var bæði atvinnu- og húsnæðislaus og bað um að fá að sofa hér nokkr- ar nætur. Jeanine þorði ekki að segja mér frá því. hún laumaði vinkonu sinni inn meðan ég var úti og þar faldi hún sig undir rúmi þangað til ég var sofnuð. Þær vikur, sem ég var á dagvakt varð hún að hírast undir rúminu þangað til klukkan 3. Maigret hafði allan timann vart getað varizt brosj en frænk- an hafði ekki af honum augun og hefði ekki þolað honum neina léttúð. — I stuttu máli . . . hélt hún áfram Nú gat Maigret ekki að sér gert, hann leit á úrið sitt. — Ef ég þreyti yður ... — Nei, alls ekki. — Hafið þér ekki tíma? — Jú. dálitinn. Nú, ég er að verða búinn. Ég ætlaði bara að segja að ailan tímann sem ég hélt ég væri ein, þá hlustaði óviðkomand: mann- eskja á allt sem ég sagði og fylgd- ist með öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þér getið Imyndað yður - — Þér skrifuðuð móður hennar bréf? — Hvernig vitið þér það? Hef- ur hún sagt yður það? Lognon varð vonsvikinn. Hann hafði snuðrað upp fröken Poré og sýnilega hafði það kostað hann mikið þramm um götur P»r/'sar. Hvað ætli hann hafi aolar margar skúrir án þess að leita skjnis’ ÚTVARPIÐ Laugardagur 26. marz 7.00 Morgunútvarp 1Z.00 Hádeg- tisútvarp. 13.00 Óskalög sjúkllnga. Kristín Anna Þúrarinsdóttir rvnn ir lögin. 14.30 I vikuiokin. bátt- ur undir stjórn Jónasar Jónasson- ‘ ar. 16.00 Veðurfregnir Umt*>r‘ia- má) 16.05 Þetta vil és heyra itagn ar Borg forstjóri velur sér nltom plötur 17.00 Fréttir Fónninn gengur Ragnheifíur Heiðreksdótt ir kynnir nýjustu dæguriógln. 17.35 Tómstundaþáttur barna og unglinga. Jón Pálsson flytur 18. 00 Otvarpssaga barnanna: „Tam ar og Tóta" eftir Berit Brænne. Sigurður Gunnarsson kennari ies 18.20 Veðurfregnir 18.30 Sónavar í léttum tón 18.55 rilkvnmnear. 10.80 Fréttir 2000 Léikrlt Uetk félags Akurevrar. Leiksnori: Ragnhildur Steinerímsdóttir Z2. 00 Fréttir ng veðurfregmr iíaswa sálmar '40' 22.20 Danslög. &út(> nwggkráriMfc. ' _ .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.