Tíminn - 26.03.1966, Síða 16
Ætlarað verja
doktörsritgerö
71. tbl — Laugardagur 26. marz 1966 — 50. árg.
um ísl. máva
KJARVAL 6AF HÆSTBJÓÐ-
ANDA (RÍKINU) 75 ÞÚS-
UND KRÓNA MÁLVERKID
GB—Reykjavík, föstudag.
Fyrir hálfum mánuði var opn
uð Kjarvalssýning í Listasafni ís
lands. sérsýning í þrem sölum á
33 málverkum, öllum þeim verk
um listamannsins, sem eru í eigu
safnsins, utan þriggja mynda sem
nú eru á sýningum erlendis. Nú
hefur safnið eignazt Kjarvalsmál-
verk í viðbót og með allsérstæð-
um hætti, sem er sérstætt eða
táknrænt fyrir Kjarval öllu held
ur.
Á uppboði hjá Sigurði Bene-
diktss. s. L miðvikudag var Lista
safni íslamds slegin myndin
„Svanasöngur“ eða „Bak og fyr-
ir“ öðru nafni, eftir Jóhannes Sv.
Kjarval á 75 þúsund krómur, en
næsthæsta boð var 72 þús. Lista
maðurinn hefur ákveðið að af-
henda Listasafni íslands mynd
þessa að gjöf og hefur það verið
þegið með þökkum.
Kjarvalssýningin í Listasafni ís
lands er opin kl. hálf-tvö til fjög
ur síðdegis á þriðjudögum og
fimmtudögum, en kl. hálftvö til
tíu á laugardögum og sunnudög-
um.
Kaffiklúbbur
kemur saman í
dag, laugard. kl.
3 síðd. alð Tjarn-
síðdegis að Tjarn
argötu 26. Jónas
Haralz hagfræð
ingur forstöðu-
maður Efnahags-
stofnunarinnar
svarar fyrirspum
um um efnahagsmál. Allt Fram
sóknarfólk velkomið meðan hús-
rúm leyfir. Framsóknarfélögin.
GB—Reykjavík, föstudag.
fslenzkir mávar og fæðuöflun
þeirra verður ræðuefni Agnars
Ingólfssonar dýrafræðings á fundi
í Hinu íslenzka náttúrufræðifé-
liagi, sem haldinn verðuir í 1.
kennslustofu Háskólans á mánu-
dágskvöld, en Agnar mun flestum
fróðari um þetta efni. Hann verð
ur örugglega orðinm doktor á
þessu sviði áður en langt um líður.
Agnar hefur undanfarin ár lagt
stund á rannsóknir á íslenzkum
mávum, sambúð þeirra og fæðu-
öflun. Og á komandi vetri mun
hann verja doktorsritgerð um
Framhald á 14. síðu.
Klukkan 10 í gærmorgun
flaug Filippus prins héðan á-
leiðis til London eftir skamma
viðdvöl hér á landi. Prinsinn
flaug vél sinni sjálfur, og hugð
ist hann fljúga yfir Surtsey ef
skyggni yrði gott. Myndina tók
GE þcgar prinsinn var að
kveðja og ganga um borð í
vél sína.
STARFSMENN LOFTLEIÐA NÆR 900
ER HÓTELIÐ TEKUR TIL STARFA
Kjarval
SJ—Reykjavík, föstudag.
Loftleiðir sendu nýlega frá sér
fyrsta fréttabréfið, sem er ætlað
að kynna starfsemi félagsins meðal
hinna mörgu dreifðu starfsmanna
félagsins. Fréttabréfið er af skilj
anlegum ástæðum að mestu ritað
á ensku og á að koma út á tveggja
mánaða fresti.
í fréttabréfinu er skýrt frá því
m.a., að á sl. ári hefðu tæplega
29 þúsund ferðamenn komið til
íslands og var aukningin 26%
frá árinu áður. Af þessum hópi
komu 24,488 með flugvélum, eða
85% og flestir frá Bandaríkjun
um.
f þessari tölu er ekki reiknað
með þeim farþegum Loftleiðavél
anna sem höfðu hér sólarhrings
viðdvöl, en þeir voru samtals 4.658
sem notfærðu sér þetta tilboð Loft
leiða. Frá og með 1. maí, er hótel
ið nýja tekur til starfa, ætla Loft
leiðir að bjóða farþegum sínum að
hafa hér tveggja, þriggja eða
fjögurra sólarhringa viðdvöl og
standa þeian til boða ferðalög um
Reykjavík og nágrenni.
Fastir starfsmenn Loftleiða eru
nú 762, þar af um 230 starfandi
erlendis. Við þessa tölu mun senn
bætast um 100 manna starfslið
hins nýja hótels, sem á að rúma
216 gesti í 108 herbergjum, Þor
valdur Guðmundsson mun verða
hótelstjóri fyrst í stað, en hann
hefur staðið fyrir framkvæmdum
við byggingu hótelsins. Lokið er
við að ráða í flest störf við hótelið,
en að svo stöddu er ekki hægt að
skýra frá því hverjir verða þar
í lykilstöðum.
Loftleiðir munu í sumar hafa
í ferðum 9 flugvélar, fjórar RR-
OPNAR NU SYNINGU
EFTIR 12 ÁRA HLÉ
400 (3 lengdar er taka 189 farþega
hver og eina venjulega er tekur
160 farþega) og fimm DC — 6B.
Tvær hinar síðarnefndu munu
verða í leiguflugi og vöruflutninga
flugi á næstunni.
Eitt mesta vandamál Loftleiða
er skortur á vinnuafli, einkanlega
hvað snertir flugmenn.
GB—Reykjavík, föstudag.
Kjartan Guðjónsson listmálari,
sem ekki hefur haldið sérsýningu
í tólf ár, opnar málverkasýningu
í Listamannaskálanum um helg-
Fálkinn undir ritstjórn Sigvalda Hjálmarss. kemur út með nýja þætti
VAR HANNIBAL BOD-
INN RÁÐHERRASTÓLL?
ina. Var listamaðurinn búinn að
hengja upp, er blaðamenn komu
í Skálann í dag, en þá var enn
stafli mynda eftir á gólfinu, sem
málaranum fannst hvergi komast
fyrir. Þótt Kjartan hafi ekki efnt
til sérsýningar á þessu árabili, hef j
ur hann þó tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Sýningin verður
opin boðsgestum á laugardag kl.
3—7 síðdegis, en almenningi verð
ur hún opin kl. 2—10 síðdegis frá
og með sunnudegi og stendur til
skírdagskvölds. Öll málverkin á
sýningunni eru til sölu.
SJ-Reykjavík, föstudag.
í næsta tölublaði vikublaðsins
Fálkans hefst nýr þáttur er nefn
ist Svarthöfði segir. Af þessum
þætti má ráða, að þar haldi
maður á penna sem er vel heima
að tjaldabaki. Svarthöfði segir
m. a.:
„Ríkisstjórn sú, sem nú situr
að völdum í landinu, hefur valið
þann kost að þrauka. í rauninni
má segja að það sé hennar megin
stefna. Hún hefur lifað af ýmsar
merkilegar sviptingar og alltaf
komið sigruð úr hverjum leik.
Framundan eru stórfelld atök
í stóriðjumálinu. Hún verður sjálf
sagt borin ofurliði í því máli —
in a way, og mun sitja áfram.
Samt hefur þetta mál sett þann
hroll að forsætisráðherra, að hann
hefur í fyrsta sinn, síðan stjórn
hans hóf göngu sína, boðið
lausan ráðherrastól. Hugmynd
hans var að bæta þessum ráð-
herra við þá sjö sem fyrir eru
stjórninni, en maðurinn, sem fékk
boðið um stólinn, sagðist hafa
í öðru að snúast þessa stundina
og afþakkaði. Maður þessi er
Hannibal Valdimarsson."
AJ öðru efni í blaðinu má
nefna, þar sem lýst er í máli og
myndum einum vinnudegi í lffi
nóbelsskáldsins okkar. Hann seg
ir á einum stað: „Já, afköstin eru
mjög misjöfn eftir daginn. Að
meðaltali held ég að þau séu
ekki nema hálf blaðsíða í bók . . .“
Þá ritar Ófeigur J. Ófeigsson,
læknir, þáttinn Líf og heilsa og
fjallar hann um erfðir og
val föður eða móður að barni
sínu. Vilborg Dagbjartsdóttir skrif
ar fyrir yngstu kynslóðina og Jón
Helgason, ritstjóri, skrifar þátt
inn Sendibréf úr fortíðinni, sem
á að koma mánaðarlega.
KVIKMYNIR ÓSVALDS
SÝNDAR UM HELGINA
Þrjár kvitomyndir Ó. Knudsens
seim sýndar voru hér á síðast
liðnum vetri, verða vegna
beiðni margra endursýndar í
Gamla bíó kl. 7 í dag laugar
dag, og sunnudag á sama túna.
Myndirnar eru Surtur fer
sunnan, Sveitin milli sanda og
Svipmyndir.
Eins og getið hefur verið í
fréttum, hefur Surtseyjarmynd
Ósvalds fengið verðlaun og við
urkenningu erlendis á undan
förnum mánuðum, m. a. gull-
verðlaun á kvikmyndahátíðinni
í Torento á Ítalíu í október s.
1. Mynd sú, sem nú verður
sýnd í Gamla bíó, er af sömu
gerð og verðlaunamyndin,
nokkru styttri en Surtseyjar-
myndin sem sýnd var hér í
fyrra.