Vísir - 05.09.1974, Síða 7

Vísir - 05.09.1974, Síða 7
Vísir. Fimmtudagur 5. september 1974. Fífí flakið flatti tútturnar Hvað þýðir þetta? Kynnizt málfari íslenzkra unglinga í meðfylgjandi orðalista Það er synd að segja, að unglingarnir búi ekki yfir orðaforða, sem sumum þeirra eldri kemur dálitið spánskt fyrir sjónir, svo að ekki sé meira sagt. „Það er alveg” heyrir maður unglingana stundum segja og er þá átt við eitthvað einstaklega gott. Yngveldur Róbertsdóttir tók saman eins konar orðalista unglinganna. Sum orðatiltækin kannast „fullorðnu ungl- ingarnir” ef til vill við, en önnur eru nýstárlegri. Hér kemur svo listinn: Um bifreið: Belja: beygla: brak: dós: drusla: flak: geit: tik. 011 þessi orð eiga það sam- merkt, að þau eru heiti yfir bifreið, sem þarfnast mikilla viðgerða, er komin til ára sinna, eða til þess að sýna fyrirlitningu á sumum bifreiðategundum. Orðin brak, flak og geit geta einnig haft jákvæða merkingu, en það veltur á þvi, hvort jákvæð eða neikvæð lýsingarorð standa með þeim. Boddý (enska:body): brak: drossia: flak: geit: kar: (enska: car) kerra: trog, tryllitæki: tæki. Þessi orð merkja einnig bifreið, en eru jákvæðrar merk- ingar. Þau eru notuð yfir bifreiðar, sem eru miklar um sig og hafa kraftmikla vél. Voffi = Volkswagen, fifí = Fiat. Stytting á heitum : þessara bifreiða. Að taka bifreið af | stað: Róta: spæna: tæta. Þessi orð eru notuð, þegar tekið er harkalega af staö, : þannig að jarðvegurinn rótist I upp. ! Gangsetja bifreið: Brenna i gang. Að aka hratt: Brenna: strauja: væla: vera á urrandi siglingu: trylla: Einnig notað um framúrakstur. Að gefa i: Að kitla pinnann (pinni (benzingjöf): að spýta i brakið: að fletja tútturnar (túttur = hjólbarðar). Áfengi: Að drekka áfengi: Að djúsa: að þjóra: að fá sér einn léttan: að fá sér lús: að fá sér lögg af léttu: að fá sér stubb af góðu: að stiga á tappann: (ég rétt steig á tappann = ég drakk ekki mikið) að sulla i brenni- víni: að þefa af tappanum. Að vera drukkinn: Að anga eins og spritttunna: að vera á felgunni: að vera á floti: að vera á hvolfi: að vera á kúpunni: að vera á skallanum: að vera blekaður: að vera pöddufullur: að vera vel djúsaður. Þessi orðasambönd eru notuð um mikið drukkinn mann. Að vera hálfur: að vera slompaður. Þetta er notað um mann, sem ekki er mikið drukkinn. Að vera timbraður: Að vera drepast úr þynnku: að vera alveg glær: að vera með vibring (timburmenn): að vera (skel) þunnur: að vera að víbrast i sundur. Strákur: Deli: drjóli: fir: gaukur: gaur: gæi: hasatöff: peyi: plebbi: sláni: stuðgæ(i): töff (ari). 011 þessi orð eru notuð um stráka, sem eru smartiri tauinu og hafa töff framkomu. Stelpa: Beibi(baby): boddí (body): kroppur: pia: pæja: skutla: skvisa: skjáta: bomba: gelia. Þessi orð eru notuö um kvenfólk, sem er smart I tauinu vel vaxið og laglegt. Skúta, gæva: gæs: hækja: mcri: púta: lik: freygáta. Unglingunum þykir gaman að notfæra sér alla möguleika, sem islenzkan býður upp á, og þróa þá oft meö sér orðatiltæki, sem aðeins þröngur hópur skilur. IIMIM 5IÐA l\l Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Þessi orð eru notuð um kvenfólk, sem illa er til fara og/eða laust i rásinni. Heimskingi: Fabbi (fábjáni): fálki: fávi (fáviti): imbi: þorskur: bambi. Gáfnaljós: Brillari: haus: heili: kúri: sjéni: viti. Að vera vel gefinn: Að vera bræt (bright). Kynvillingur: Attanióss: rassdýrkandi: öfuguggi: að vera umpólaður. Þessi orð eru einungis notuð um karlmenn. Börn: Grislingar, ormar, pollar, púkar, pöddur, yrðlingar. Foreldrar: Hjúin: karlinn og kerlingin: þau gömlu: pakkið. Vandræði: Allt i hassi: allt í steik: allt i pati. Að verða sér til' skammar: Að fara i kleinu: að fara i köku: að fara I spað: að spælast. Að koma i heimsókn: Að droppa inn: að kikja á slotið. Að komast á séns: Að húkka: að krækja sér i: að trckkja, að næla sér i. Að redda sér gati: að spá i: að komast yfir. Orðasambönd, sem karlmenn nota aðallega. Að eiga mikla peninga: Að skita peningum: að strá um sig seðlum (bleðlum) að vera múraður. Að bjóða með sér: Að blæða: að peia (fyrir lýðinn): að spreða. (að eyða, sóa): að splæsa. Að ná sér i pening, að biðja um pening: Að fiffa: að nurla: að skrapa : að slá: að redda: að öngla. Sá sem alltaf er sníkjandi hjá- öðrum er sagður vera á blsanum. Að sviða e-n inn að skinni = að ná af e-m öllum peningunum. Að vera á kúpunni = eiga enga peninga. Að gefa kjaftshögg: Aö gefa einn á nallann: að gefa einn á snúðinn: að gefa einn á trantinn: að gcfa einn á lúðurinn: að gefa e-m á þefing- inn: að banka á grilliö: að banka á stellið: að fletja ranann. Að slá e-n: Að hakka einhvern: að leggja e-n i rúst: að negla e-n: að lemja i köku: aö fletja e-n út: að slá e-n i mauk/klessu. Ýmis lýsingarorð, sem njóta vinsælda. Ofsalegur: sæðislegur: svakalegur: rosalegur: ofboðs- legur (ofboð): skæslegur: æðis- legur: (æði): æðisgenginn: fleffaður: klistraður: beyglaöur: geggjaður: kreisi (crazy): töff: smart: næs (nice): grúvi (groovy): tötsi (touchy): ruddaiegur: algjör: hann er algjör plebbi) rumpu (það er rumpu fjör: sóöalegur. Púkalegur: (púkó): skaufa- legur: hallærislegur (halló) ógeðslegur (ógeð): neyðarlegur (neyðó): lúalegur (lúó): sveito: lási:, lummó: sjabbi (illa til fara: sjúskaður. Og hér likur listanum hennar Yngveldar og vonum við, að hann verði einhverjum að gagni, þar sem ekki er hægt að nota orðabók við að skilja þaö sem sagt er. „Fullorðnu unglingarnir” eru oft engir eftirbátar þeirra yngri I aö komast sniðuglega að orði. Ljósm. BP.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.