Tíminn - 16.04.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 16.04.1966, Qupperneq 5
LáLUGARDAGUR 16. apríl 1966 — Íílí Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæindastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lísmgastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstpfur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán lnnanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA bJ. Jón og Jóhann í umræSum á Alþingi um álmálið, var m. a. sagt frá atviki, sem gerðist í Stokkhólmi fyrir um 30 árum, þegar þeir Jón Þorláksson og Sigurður Jónasson unnu þar að lántöku vegna fyrstu Sogsvirkjunarinnar. Svíar reynd- ust alierfiðir í þeim samningum, enda munu þeir hafa tregssí á, að íslendingar hefðu ekki í mörg hús að venda. Svo langt gengu þeir í þessu mefnum, að Jón bað Sigurð um, að loknum einum viðræðufundinum, að tryggja þeim far til Kaupmannahafnar næsta dag, því að hann vildi ekki halda lengur áfram viðræðum á þessum grund- velli. Sigurður varð að, sjálfsögðu við beiðni Jóns, en lét hina sænsku samningamenn jafnframt vita um fyrir- hugaða brottför þeirra. Stuttu síðar barst þeim Jóm og Sigurði þau tilmæli Svíanna, að þeir mættu á nýjum við- ræðufundi fyrir hádegi næsta dag. Á þeim fundi báru Svíar fram miklu aðgengilegri tilboð og náðist síðan samkomulag á grundvelli þeirra. Vafalaust átti þessi einbeittni Jóns mikinn þátt i því, að lánskjörin urðu mjög sæmileg. Það er á þennan hátt, sem halda verður á samningum við erlenda aðila, ef viðunandi niðurstaða á að fást. Ál- samningarnir bera þess hins vegar flest merki, að þessa einbeitni hefur alveg skort af hendi Jóhanns Hafsteins og meðráðherra hans. Þeir hafa talið nær allt til þess vinnandi að fá álbræðslu og því aldrei þorað að tefla jaín djarft og Jón Þorláksson gerði í Stokkhólmi. Þess vegna gefast þeir upp við að setja nokkur skilyrði um staðsetn- inguna, eins og Norðmenn hafa gert í öllum slíkum samn- ingum. Þess vegna sætta þeir sig við, að gerður sé 28% verðmunur á raforkunni hér og í Noregi. Þess vegna fall- ast þeir á það vantraust á íslenzka dómstóla, að álfélagið, sem á þó að teljast íslenzkt, geti skotið öllum málum, sem því þóknast, undir erlenda dómstóla. Með öllu þessu eru sköpuð fordæmi, sem geta reynzt íslendingum hin erf- iðustu síðar meir. Samningarnir um Sogslánið fyrsta og samningarnir við svissneska álhringinn eru dæmi um tvær gerólíkar samningaaðferðir og jafnframt um gerólíkar niðurstöð- ur. Áreiðanlega er á engan hallað, þótt fulyrt sé, að samningaaðferð Jóns Þorlákssonar er óumdeilanlega gæfulegri og vænlegri til eftirbreytni en samningaaðferð þeirra Jóhans Hafsteins og Bjarna Benediktssonar og aftaníossa þeirra í Alþýðuflokknum. Mbl. og höftin Það er í samræmi við annan áróður Mbl., að það birti forustugrein í gær, þar sem því er haldið fram, að ríkis- stjómin vinni kappsamlega að því að aflétta höftum. F.nn eru þó ekki liðnir nema fjórir mánuðir síðan ríkis- stjórnin herti stórlega á höftum í pemngamálum, bæði með því að auka sparifjárfrystinguna og hækka vextina. Þessi nýju höft hafa þegar haft veruleg áhrif í þá átt að þrengja að fjölmörgum atvinnufyrirtækjum. torvelda rekstur þeirra og skerða möguleika þeirra til aukinnar hagræðingar og uppbyggingar. Þó finnst ríkisstjórninni hér bersýnil^ga ekki nóg að gert. heldur lætur málpípu sína hjá Seðlabankanum boða, að enn þurfi að herða peningahöftin. Svo segja ritstjórar Mbl., að ríkisstjórnin sé að draga úr höftunum! Þannig er allur þeirra málflutningur. TIMINN _______§ '^Unríimmi'ii riinmn-m' gMMHMMBnMWBimMnMMIIMntHlMmMHl MAX FRANKEL: Biliö miíli ríkra og fátækra þjóða í heiminum fer vaxandl Það er vandasamasta alþjóðlega viðfangsefnið í dag VESTRÆN samtok eiga um þessar mundir við ærna eríið leika að stríða, bæði vegna stjórnmálaágreinings innbyrðis og hernaðarlegs vanda. Margir þeirra manna, sem þarna skipa æðstu stöður, bera þó í brjósti mun þyngri áhyggjur af fram- tíðarhorfum heimsins og senni legri dreifingu auðsins. Algengt er í sérhverri hö'uð borg Evrópu að heyra menn | ræða um, hvernig hinir riku verði æ ríkari og hinir 'átæku sífellt fátækari, og beimurinn fái trauðla staðizt hálfur auðug ur og hálfur á örvænnngar- barmi vegna örbirgðar. Hvergi er þetta umtal þó almennara en í hinu alþjóðlega efnatoagssam félagi í Genf. Mörgum opinberum embættis mönnum, stjórnmálamönnum. viðskiptajöfrum og háskóla- mönnum sýnist þó torskildara, að allt of lítið er gert af há’fu iðnþróuðu þjóðanna við Átlants haf til þess að forðast viss vandkvæði og örðugleika, sem bróunin virðist benda til. Þess ar þungu horfur eru hvað mest áberandi í Genf. þar sem ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um framþróun og viðskipti heíir skipað fastanefnd í málið For maður nefndarinnar er Raul Prebisch. hagfræðingur frá Suður-Ameríku, en hann er nú framkvæmdastjóri samtakanna, sem þátttakeiidurnir í ráðstefn unni hafa efnt til. PREBISCH hefir aflað sér óvinsælda meðal hinna iðnþró uðu þjóða með þeim aðferðum, að boða hættu og fylkja 77 van þróuðum þjóðum til sóknar á ríkísstjórnir hinna vestrænu, þróuðu þjóða, sem eru um 20 að tölu. Umkvartanir Prebisch út af aðgerðarleysinu eru þó ekki rengdar í neinni af höfuð borgum vestrænna banda- manna, né heldur spá hans um geigvænlegar afleiðingar ef lát ið er reka áfram á reiðanum. Deilt er um sjáift eðli vand- ans og varanleika og iðulega er steitt á tölulegum skerjum í umræðunum. Allir sérfræðing ar ganga út frá þeirri vitneskju að efnahagsleg framþróun með al fátækari þjóða velti á auknu fjármagni til fjárfestingar, bæði fyrir vörusölu tii hinna auðugri þjóða og við/öku fjár frá þeim. ýmist sem gjöf eða að !áni. Eins og nú standa sakir nemur þessi fjármagsstraumur frá aúð ugu þjóðunum til hinna fátæku frá 8 þús. millj. dollara lil hálfs tíunda þúsund milljona dollara á ári. Af hverjum fimm dollurum koma fjórir fyrir seld ar vörur og einn sera aðstoð. Þegar þessum staðrevndum sleppir hefjast deilurnar. Sumir fullyrða, að árið 1970 verði að minnsta kosti 15 þús. miljónir dollara og ef til vil] 20 pús milljónir dollara að renna tii fátæku þjóðanna árlega, et takast eigi að halda nægilega háum meðalvexti til þess að vega móti örri fólksfjölgun og U Thant gera jafnframt kleift verulega fjárfestingu. Aðrir halda fram, að fátæk ar þjóðir geti ekki með góðum árangri notfært sér meria en 12 þúsund milljónir dollara á ári, einkum þegar þess sé gætt, hve mikiil er munurinn á tæki færum og vandkvæðum þjóð- anna. sem flytja inn fjármagn. bæði frá einni þjóð til mnarr ar milli tiltekinna landsVæða. HINIR svártsýnhi halda fram. að viðfangsefnið verði æ erfiðara viðfangs unz hinni hærri aðstreymisupphæð er náð. En þeir bjartsýnni, þar á meðal flestir Bandaríkjam'enn, telja. að 1ægri upphæðin hrökkvi að minnsta kosti til þess að halda vandanum innan viðráðanlegra marka. Flestum stjórnmálamönnum, viðskiptajöfrum og athugend- um kemur samt sem áður sam an un>. að jafnvel hinni lægri upphæð verði ekki einu sinni náð ef ekki sé breytt um stefnu frá því, sem nú er tíðkað eða talað um af hálfu þjóðanna í Atlantshafssamfélaginu Umræður um þennan vanda fara víða fram i Evrópu. Opin ber embættismaður í París lýsti kvíða sínum yfir breikkandi bili milli auðugra þjóða og snauðra og eins hinu, er hann nefndi hið nýja bil, sem efna- hags- og tækniframfarir breikki stöðugt milli Bar.da- ríkjanna og allra annarra þró- aðra rfkja. Evrópumenn vara við því, að takist ekki að mjókka þetta nýja bil með stór lega auknum viðskiptamöguleik um. kunni svo að fara, nð af leiði meðal hinna auðugri þjóða hörð keppni og hömíur. sem dæmi fátæku þjóðirnar tii örbirgðar og ofbeldis í heiia öld. MARGT virðist ala á svart sýni meðal vestrænna .-érfræð inga. Þeir benda á deilu um upphæðir. sem leggja neri tii grundvallar og skort á ’-evnslu við öra og hraðfara framþróun þjóða. Þá benda þeir einnig á einskorðun Bandaríkjanna við stríðið í Víetnam og blómgun efnahagslífsins heima fyrir, svo og hlédrægni ef ekki einangrun fyrrverandi nýlenduvelda í Evrópu. Sérfræðingarnir vitna einnig til erfiðleikanna við að sigr ast á tiltölulega smávægilegum vandkvæðum og árekstrum milli vestrænna þjóða og komm únistaþjóðanna út af þeirri efl ingu viðskiptasamvinnu, sem þeim eigi að vera í lófa lagin. Þeir vísa til skorts á samvinnu þjóða í áætlunum um erlenda aðstoð, og sér í lagi litlar toorf ur á nokkurri teljandi aukningu í heild á erlendri aðstoð á allra næstu árum, bæði af stjórnmálalegum og efnahags legum ástæðum. Enn benda sérfræðingarnir á stranga aðgæzlu þróuðu þjóð anna í jafnvægi milli að- og útstreymis fjármagns og endur teknar tilraunir til að rétta áorðinn halla með, því að draga fyrst úr erlendu aðstoðinni og hamla gegn óhagstæðum við- skiptajöfnuði. Loks benda þeir á, að þróuðu þjóðirnar neiti að taka til álita raunverulega sveit alþjóðlegs vinnuafls, sem gæti flýtt fyrir flutningi tiltölulega auðvelds og vinnufreks iðnað ar frá þróuðu þjóðunum til hinna vanþróuðu, til dæmis í sumum greinum landbúnaðar og léttum iðnaði. svo sem vefn aðarvöruframleiðslu. ÞJÓÐIRNAR, sem standa vel að vígi í þessari tiltölulega ein- földu starfsemi, standa strang an vörð um þessa aðstöðu sína. Opinberir sýslunarmenn halda fram, að í þessu skyni sé ekki aðeins beitt einföldum vemdar aðgerðum, heldur sé einnig gripið til mismununar gagnvart keppinautum meðal hinna fá- tækari þjóða. Þá eru bæði stjórnmálamenn og menn í opinberri þjónustu við stjórn efnahagsmála mjög uggandi vegna þess þrönga og varðaða fanægs. sem einfcafjár magn rennur eftir einvörðungu til þeirra fáu og takmörkuðu svæða vanþróuðu landanna, sem búa við pólitískan stöðug leika. Vöntun þessa fjármagns og þeirra stjórnmálahagsmuna, sem því fylgi, tryggi í raun og veru enn aukinn fallvalt- leika annars staðar. Meðal þeirra, sem starfa að erlendri aðstoð og viðskiptum, rílar örvænting vegna þess, að hinar auðugri þjóðir hafa enn sem komið er reynzt van- megnugar að grípa til gagnvart fátæku þjóðunum þeirrar efna S hagsstefnu, sem geri kleift að fá sem mest fyrir seljanlegar afurðir, alla nýju iðnaðarfram- leiðslu og út úr hverjum dollar, sem hver einstök vanþróuð þjóð fær í aðstoð. í EVRÓPU hafa komið fram tillögur um ákveðnar aðferðir til að sjá fátæku þjóðunum fyr ir reiðufé, þegar uppskerubrest ur verður án þess að þær eigi sjálfar sök á. Stungið hefir Framhald á 14. síðu. |

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.