Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 10
10 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ítftÓTTIR LAUGARDAGUR 16. apjifl 1966 Áfall fyrir Manch Utd Manchester Utd. varð fyrir miklu áfalli f leiknum gegn Parti- zan, Júgóslavíu, á miðvikudag, því einn bezti maður liðsins, George Best, „bítlastrákurinn írski“, meiddist illa á fæti og er talið ó- Iíklegt að hann leiki meira með Manchester á þessu keppnistíma- bili. Hlaut Best meiðsli á hné, og verður sennilega að gangast undir uppskurð. Eins og kunnugt er á Manchest er Utd. þýðmgarmikla leiki fram- undan, síðari leikinn gegn Parti- zan f undanúrslitum Evrópubikar keppninnar á heimavelli, og síð- ast en ekki sízt er lokaslagurinn í ensku bikarkeppninni eftir, en Manchester er í undanúrslitum. Á myndinni að ofan, sem tekin var eftir landsleik íslands og Frakk- lands í fyrrakvöld, sést hinn smávaxni franski dómari, lengst til hægri, yfirgefa völlinn í órólegu skapi eftir að hafa átt lítilsháttar viðskipti við Þorstein markvörð, sem sést fyrir miðju. Sigurður Einarsson er til vlnstrl. Bréf til íþróttasíðunnar: Nokkur orð til landsliösþjálfara Eftirfarandi bréf hefur í- þróttasíðunni borizt, sem okk- ur þykir rétt að birta, enda fjallar efni þess um mál, sem er ofarlega á baugi þessa dag- ana. Og hefst þá bréfið: „Eftir leik íslenzka og franska landsliðsins í hand- knattleik 14. apríl s.l. getur undirritaður ekki lengur orða bundizt, og þykir mér ásamt sjálfsagt mörgum öðrum tími til kominn að taka sér penna í hönd og rita lítillega um ís- lenzkan handknattleik. fs- lenzka landsliðið sýndi góðan og drengilegan leik í þessum landsleik (einkum þó Geir Hallsteinsson, sem án efa á ef'tir að verða einn okkar bezti handknattleiksmaður, að öllum öðrum ólöstuðum). íslenzka landsliðið brotnaði ekki niður, .þó hinn franski dómari, sem dæmdi síðari hálfleik þessa landsleiks væri svo ótrúlega hlutdrægur liði sínu, að hann hreinlega færði því sigurinn á silfurbakka. (Hann mætti taka sér til fyrirmyndar okkar góða dómara Hannes Þ. Sigurðsson, sem dæmdi fyrri hálfleik þessa landsleiks án nokkurrar hlut- drægni). En víkjum að annarri hlið málsins. Hversu lengi ætlar okkar á- gæti lándsliðsþjálfari að brenna sig á þvf að láta okkar beztu handknattleiksmenn sitja á varamannabekkjum á örlaga ríkustu augnablibum leikj- anna? Þvi ekki láta alla beztu menn okkar leika síðustu 10— 15 mínútur síðari hálfleiks, sem hefur yfirleitt úrslitaþýð ingu hvers leiks? Okkar iands lið í handknattleik er búið að leika marga land^leiki undan- farið, og hefur tapað nær öll- um. Hvað veldur? Skipting leikmanna inn á leikvang á réttum augnablikum hefur mik ið að segja, en að láta beztu menn liðsins sitja á varamanna bekkjum þar til tvær til fimm mínútur eru til leiksloka, tel ég útilokað. Þess vegna finnst mér, ásamt fleirum, að okkar ágæti landsliðsþjálfari í hand- knattleik ætti að endurskoða skiptingu leikmanna okkar inn á leikvang á örlagaríkum augnablikum. Með þökk fyrir birtinguna. Jón Þ. Steindórsson. Ármann og Haukar varpa fjöreggi KR á millj sín annað kvöld -tekst Ármanni að krækja í úrslitastigið? Alf—Reykjavík. Eftir nokkurt lilé verður ís- landsmótinu í handknattleik hald ið áfram að Hálogalandi um helg- ina. Annað kvöld, sunnudagskvöld fara fram tveir leiikir í 1. deild karla, og er annar leikurinn mjög þýðingarmikill, nefnilega leikur Ármanns og Hauka. Takist Ár- menningum að hljóta 1 stig út úr þeirri viðureign, eru KR-ingar dottnir niður í 2. deild nema þeim takist að fá leikinn gegn FH end- urtekinn og vinni hann. En það er óliklegt, að KR vinni FH í endurteknum leik, og þess vegna má segja, að Ármenningar og Haukar varpi fjöreggi KR í 1. deild á milli sín í leiknum annað kvöld. Auk þessa leiks munu FH og Valur leika í 1. deild. Leikurinn hefur enga þýðingu fyrir Val, því liðið hefur hvorki möguleika á að falla né vinna, en hins vegar ríð- ur mikið á fyrir FH að sigra til þess að hljóta 2ja stiga forskot. í kvöld, laugardag, fara fram tveir leikir í 1. deild kvenna, og verða þá sennilega ráðin úrslit um það, hvaða lið fellur niður í 2. deild. í fyrri leiknum mætast Víkingur og Ármann og í síðari leiknum Fram pg Breiðablik. Staða Fram er bezt, því að liðið hefur hlotið 3 stig, en bæði Ár- mann og Víkingur eru með 2 stig, og Breiðablik með 1 stig. Þetta eru síðustu leikir þessara liða, en úrslitaleikurinn verður á milli FH og Vals síðar í mánuðin- um. Þá leika í kvöld í 2. deild karla ÍR og Víkingur og í 2. flokki karla FH og Þróttur. — Fyrstu leikir bæði kvöld hefjast kl. 20.15. Badminton um helgina Reykjavíkurmótið í badminton 1966 verður háð nú um helgina: Mótið hefst í dag kl. 15 í Vals- húsinu og á morgun, sunnudag fara úrslitaleikir fram. Hefst keppnin þá á sama tíma. Er á- stæða til að hvetja fólk til að fylgj ast með keppninni, sem verður að öllum líkindum spennandi. TIL SÖLU Dráttarvél með ámoksturstækjum, einnig steypu- hrærivél. Upplýsingar gefur Hannes Jónasson, Suðurgötu 88, Akranesi, sími 1292, eftir kl. 7 á GENERAL REIKNIVELAR Vélvæðingin er alltaf að auka afköstin. Það er ekki til svo lítill búrekstur, að General-reiknivélin borgi sig ekki. Það er heldur ekki til svo stór búrekstur, að General-reiknivélin sé ekki full- nægjandi. General, handdr., plús, mínus, margföldun kr. 4.985,00. General rafdr., plús, mínus, margföldun, kr. 6.750,00 og 7.650,00. Ársábyrgð, viðgerðarþjónusta — og sendum í póstkröfu. SKRIFVÉLIN BergstaSastræti 3 — Sími 19651. TRELLEBORG Þetta er TRELLEB0RG SAFE-T-RIDE Ávala brúnin eyðir áhrifum ójafns vegar á stjórnhæfni bifreiðar yðar. FRELLEBORG er sænskt gæðamerki. Söluumboð víða um iand. Auglýsið í Tímanum kvöldin. ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum 1 2 hitaskipta (forhitara) fyrir kyndistöð Hitaveitu Reykjavíkur Útboðslýsingar eru afhentar í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. KASSAGERÐ REyKJAVÍKUR. TILKYNNING TIL VIÐSKIPTAVINA Verksmiðja vor verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með laugardeginum 25. júní 1966, til mánu- dagsins 25 júlí 1966. Pantanir, sem afgreiðast eiga fyrir sumarleyfi verða að hafa borizt verksmiðjunni eigi s>ðar en 15. maí 1966. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR H.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.