Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 16. aprfl 1966 14 Atviniia Ungur og reglusamur piltur óskast til starfa nú þegar í rafmyndagerð Tímans. Æskilegt er, að þeir, sem hefðu áhuga á þessu, þekki eitthvað til Ijósmyndagerðar. Nánari upplýsingar gefur Guð- jón Einarsson, Myndagerð Tímans, sími 10-2-95. 1 Aðalfundur Blindravinafélags íslands verður haldinn mánudaginn 18. þ.m. kl. 9 að Bjaifeirgötu 8. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Tilboö óskast í að byggja 77 ferm. kyndistöðvarhús í Hafnarfirði. Útboðsgagan má vitja á skrifstofu mína gegn kr. 1.000,00 skilatryggingu. Skilafrest- ur er til 2. maí n.k. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. 30 manna bifreið til sölu Ford fólksbifreið, 30 manna, árg. 1946, er til sölu. Upplýsingar gefur Þorlákur Sigurjónsson, Hvols- velli. Ólafur Kristjánsson, Seljalandi. Auglysið í Tímanum UMMÆLI EÐVARÐS Framhald af bls. 1. sem væri þó stærsti útgjaldaliður flestra fjölskyldna. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptaráð- herra, ítrekaði, að ekki komi til mála að verðtryggja útlán á und an verðtryggingu innlána. Enn- fremur kvaðst hann fúslega viður- kenna, að húsnæðiskostnaðurinn væri langt um lágt reiknaður í vísitölunni, en það sannaði ekki, að vísitalan gæfi ranga mynd af verðlagsbreytingum, þar sem aðr ir liðir væru áreiðanlega of reikn aðir í visitöluútreikningum. SEX-MANNA-NEFNDIN Framhald af bls. 1. til þess að tilnefna mann i nefnd- ina, en þó ekki úr hópi nefndar- manna, en oddamaður tilnefndur af einföldum meirihluta nefndar- innar. .Náist ekki meirihlutasam- þykkt um oddamann, tilnefnir Hæstiréttur hann. Noti annar eða báðir nefndarhlutar ekki rétt sinn til tilnefningar, tilnefnir landbún aðarráðherra af hálfu framleið- enda en félagsmálaráðherra af hálfu neytenda. en þó er ráðherra ekki heimilt að tilnefna menn, er eiga sæti í sexmannanefnd. _______TÍMINN______________ Þá eru ákvæði í frumvarpinu um aukningu á gagnasöfnun Bú- reikningaskrifstofu ríkisins og get ur t.d. sexmannanefnd ákveðið að efna til sérstakra rannsókna og skal skylt að stofna til slíkra rann sókna, ef 3 nefndarmenn eða fleiri krefjast þess. í frumvarpinu eru og ákvæði um töluverða aukningu á heim- ildum Framleiðsluráðs landtoúnað arins til verðjöfnunar, t.d. ákveða mismunandi hátt útborgunarverð til framleiðenda eftir árstiímum og innheimta verðjöfnunargjald af innveginni mjólk, ráðstafa fé, sem fást kann í verðmiðlunarsjóð til upptoóta á vörur, sem fram- leiðsluráð telur þörf á, svo sem til útflutningsuppbóta til viðbótar því fé, sem greitt er úr ríkissjóði. HÆKKUN Framhald af bls. 1. næmi. iHns vegar fékkst hún ekki til að segja þá, hvaða vörur hér væri um að ræða. Með þessu haíði ríkisstjórnin hætt við alla t.ilburði sína í baráttu við verðbólgu og gengið út á braut að varpa aukn um framleiðslukostnaði umsvifa laust út í verðlagið og á herðar almennings. Verðhækkun sú, sem nú verður á nefndum vörum, er mikil, því að niðurgreiðsla á þeim hefur ver ið töluverð, og hækkar vísitalan við þetta í einu stökki um allt að 4 stigum, og hefur þetta síðan í för með sér enn aukinn snúnings hraða verðbólguhjólsins. Er þetta enn ein uppgjafaryfirlýsingin, sem frá ríkisstjórninni kemur, þar sem hún víkur frá sér allri viðleitni til nokkurs hemils á dýrtíðarflóðinu. PRJÓNASTOFAN Fraimhald af bls. 16. íslenzka leikritið sem frumflutt hefði verið í Þjóðleikhúsinu, hefði einmitt verið eftir Hall- dór Laxness, sem sé íslands- klukkan, er sýnd hefði verið þar oftar en nokkurt leikrit annað. Næst hefði Þjóðleikhús ið frumflutt leikritin Silfur- tunglið og Strompleikinn eft- ir Laxness, og nú væri ánægju legt að tilkynna, að Þjóðleik- húsið ætlaði að halda upp á 16. afmælisdag sinn með því að frumsýna Prjónastofuna Sól ina, sem hvergi hefði verið sett á svið áður, þótt hún hafi verið gefin út á prenti fyrir nokkr- um árum. Síðan bað Þjóðleik- hússtjóri höfundinn að taka til máls fyrir sitt leyti. Skáldið kvaðst ekki kæra sig u maðfraakueru ðv sig um að fara að halda ræðu oig heldur ekki að fara að þylja útskýringar á leikritinu, þær væru máski óðar orðnar enn lengri en það fátt lík- legra en erfiðara væri að átta sig á útskýringunum en sjálfu verkinu, hann hefði ekki fyrir- liggjandi neitt heimspekikerfi eða útskýringar á takteinum um það, hvað i leikritinu fsel- ist, það yrði hver að sjá og heyra fyrir sjálfan sig. Að- spurður um breytingar frá leik ritinu, eins og það kom á prenti, sagði hann, að þær lægju helzt i viðaukum og þó öllu heldur í því, að hann hefði í samráði við leikstjórann tekið nokkrar largar replikur, brot- ið þær upp í fleiri, styttri og væntanlega skýrari. Ennfrem- ur hefði hann bætt inn í verk ið einni persónu, sem hann hefði raunar haft i huga í upp hafi en sleppt í bókinni, þetta væri „karl í hjólastóli'', sem gegndi sínu hlutverki í leikn- 'im. þótt hann gerði fátt annað en umla og reka upp rokur og , skrumskæla sig. Þá hefði nokk I ur kveðskapur verið tíl 1 brot um í uppkasti leikritsins, þótt ekki fyndist hann í bókinni. En nú kvaðst Halldór hafa gert það fyrir leikstjóra og leikara að „flikka upp á þenn- an kveðskap og bætt inn á tveim stöðum". Lítið vildi Hall dór gera úr því, að hann hafi samið lög við þessar vísur þótt Guðlaugur léti þess getið. „Ja, öllu má nú nafn gefa“, sagði Halldór. En Magnús Blöndal Jóhannsson hefði annazt mús- íkatriðin. Halldór taldi það mikils virði fyrir höfund að fá að fylgjast með því, hvernig leikrit hans væri mótað 1 fyrsta sinn á sviði, hafa samráð við leikstjóra og leikendur um það, hvað leikhæft væri í verk inu og hvað ekki og þá eiga þess kost að sníða agnúana af eða hnika til, þannig hefðu þeir stundum brugðið á það ráð að færa setningar til í léik ritinu. Baldvin leikstjóri kvað ómet anlegt að geta ráðgazt við sjálfan höfundinn um fyrstu sviðsetningu leikrits, bar mik ið lof á hann fyrir lipra sam- vinnu og sveigjanleika í öll- um greinum. Mætti heita, að æfingar hefðu gengið mætavel, þær hefðu tekið nærri tvo mán uði. Leikendur í Prjónastofunni eru Helga Valtýsdóttir, Lárus Pálsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Sigríður Þor valdsdóttir, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson, Gísli Al- freðsson, Jón Sigurbjörnsson, Jón Júlíusson og nokkrir að auki. BILIÐ VAXANDI Framhald af bls. 5. verið upp á söfnun neyzluvöru birgða til þess að vemda verð þeirra á heimsmarkaðinum, svo og sérstökum tollaívilnunum einstakra auðugra þjóða gagn- vart einstökum fátækum þjóð um. Einnig hafa verið bornar fram ýmsar uppástungur um að ferðir til örvunar og trygging ar einkafjárfestingu, en árang ur næsta takmarkaður enn sem kornið er. Um sérhverja þess ara aðferða, auk fjölmargra annarra, sem eru i undirbún ingi á Vesturlöndum, deila sér fræðingarnir af miklum akafa. Þessu er lýst sem samábyrgð í stjórnvaldadrunga, ef ekki sinnuleysi. Brezkur embættismaður einn sagði: „Þetta er vandi, sem hver og einn gæti lagt af mörk um sinn skerf til lausnar á, en aðeins sárafáir ræða hann hvað þá meira.“ (Þýtt úr New York Tknes) ÞJÓRSÁ Framhald af bls. 9. þar hafa þeir stanzað og bráðnað að sumrinu, en skilið eftir grjót hrúgurnar, svo hundruðum metra skiptir, austur á hrauninu. Ekki er sýnilegt, að hún hafi náð til Rang ár og engar sagnir ganga af því 'hér í Rangárþingi, enda liggur leið hennar vestur á bóginn til Rauðár. Þessi möguleiki sem ég hef nú bent á, er ekki sá veiga mesti, af öllum þeim, sem valda munu truflun á rennslisvirkiun Þjórsár við Búrfell. Eg efast um, að nokkur inaður, sem hugsar um. eða vinnur að und ingi umræddrar virkjunar, gangi þess dulinn, að í stórfelldar auk framkvæmdir verður að leggja, til þess að tryggja orkuverinu rekstr aröryggi. Ég álít ennfremur. að það sé skylda aLndsvirkjunar, að gera i kostnaðaráætlun yfir þau og taka í með í þá áætlun sem gerð hefur verið yfir Búrfellsvirkjun. Það eru táivonir, einar, að ætla það, að rennslisvirkjun í Þjórsá verði rekstrartrygg. Það er enn fremur óraunhæft að halda því fram, að farvegur Þjórsár verði á margra kílómetra vegalengd þrengdur fyr ir óverulega upphæð, sem ekki muni valda, nema að örlitlu leyti hækkun á útselda raforku. Það er fjarstæða að reikna með velta yfir á síðari virkjunir í ánni þeim kostnaði, sem verður að gera, til þess að Búrfellsvirkj- un verði ekki fyrir mjög alvarleg- um rekstrartruflunum, en mér er það fullljóst, að enda þótt ég hafi í báðum þeim greinum sem ég hef skrifað um þetta má, lagt ým- is rök fram, er sam.t margt ótalið. Að lokum þetta, hverjir eru það sem taka á sig þá ábyrgð að full- yrða að rennslisvirkjun við Búr- fell verði rekstrartrygg, er það raforkumálastjórnin gegnum sín ar vatnamælingar? Eru það ísasérfræðingarnir, dr. O. Devik og Edvin Kanavan? Rannsóknarstöðin í Þrándheimi? Eða hefur fyrirtækið Harza Engin eering Company International tek ið á sig vandann, þeir munu hafa fjármagn og getu til þess að borga brúsann, Hitt sýnist mér þó liggja næst því sem fram hefur komið, að stjórn og verkfræðingar Lands- virkjunar hafi í einingu andans tekið á sig alla ábyrgðina, og er þá ekki sagt, að gætilega sé af stað farið, en vita mega þeir menn, sem að þessum rann- sóknum hafa staðið og verkfræði legum undirbúningi Búrfellsvirkj- unar, að íslenzb alþýða mun fylgj ast með framgangi þeirra mála og hvernig útreikningar og verkfræði legar áætlanir muni standast sið- ar dóm reynslunnar, þjóðin þarf að vera vökul á verðinum, aðgæta hvernig með eigur hennar er far- ið, hvort heldur er á verkfræði- legu eða stjórnarfarslegu sviði. Galtalæk, 25. marz 1966, Sigurjón Pálsson. BARDOT Framhald af bls. 9. leiki Undínu Giraudoux. Ljóð, dásamlegt, ég vona, að úr þessu geti orðið. Og svo hefur Jean Anouilh skrifað fyrir mig kvikmynda- handrit, „Rauði kötturinn". Ég gæti í raun og veru vel verið köttur, kona, sem breytzt hef- ur í kött. Þetta er gömul þjóð saga. Og Visconti vill endilega að ég leiki hlutverk Maríu í „The Stranger" eftir Camus. Hugs- ið yður bara. Camus. Það væri dásamlegt. En ég ætla ekkert að gera fyrr en í vor. Ætla að taka mér ærlegt frí þangað til. Mín heitasta ósk. — Ég óska þess af öllu hjarta, að bundinn verði end- ir á allar styrjaldir. Yður finnst þetta kannski vera óeigingirni af minni hálfu, en svo er alls ekki. Ég er alveg miður mín, ef ég veit af einhverju stríði, þetta er hrein og skær eigin- girni. Þegar ég kveiki á út- varpinu snemma morguns og heyri fréttir af stríði einhvers staðar í heiminum, er dagur- inn gersamlega eyðilagður fyr- ir mér. Þér spyrjið mig, hvort ég eigi einhverja persónlega ósk, eitthvað, sem bara snertir mig eina. Yfirleitt rætast all- ar slíkar óskir mínar, nærri þvi allar. Kannski er það vegna þess að ég hef svo mikinn vilja. styrk, kannski vegna þess að ég set mér aldrei markið hærra, en svo að ég geti náð því Þetta er ef til vill það sem kall að er vizka. Nei?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.