Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 9
LAUGAROAGUR 16. aprfl 1966 I>ær eru byggðar við læki, sem margir eiga stutta leið frá upp- sprettu að virkjunarstað, víða í fremur djúpum en þröngum far- veg, með töltölulega lítinn kæli- flöt. Þessar rennslisvirkjanir 4wstta samt fljótt að skila orku í áhlaupsveðrum, lækirnir hálffyll- ast af ís og krapa, sem svo sezt á rimlana í sigti stöðvanna og lok ar þeim algerlega á skömmum tíma. Til eru þeir staðhættir þar, sem *il orkuvinnslunnar er ekki notað mikið meira en sem svarar einum þriðja af rennsli lækjanna, þó fer ekki hjá því, að allþungur straum ur er í gegnum inntakið. En eftir því sem hann er minni, verst stöðin lengur og betur truflunum af völdum íss og krapa. En svo lengi sem ísskrið og und irkælt vatn fylgja því lögmáli, að berast undan hallanum, sezt í á alla fleti, sem eru þá ekki sjá'fir hitagjafar. Gerir rannsóknarstöð- in í Þrándheimi ráð fyrir að inn taksstíflan haldi alltaf lögun sinni. Þá vil ég aðeins minnast á út- útskotunaraðferðina, sem verk fræðingar Landsvirkjunar festa svo mjög trú á, að leysi allan yanda viðvíkjandi þrepahlaup- um og jakaferð. Ekki get ég hrif izt af hugsjónum þeirra í því efni fremur en af öðru í rennslisvirkj unarflani þeirra yfirleitt. Ég hef svo oft verið staddur við, eða ver ið á ferð, yfir stór fljót, þegar það er að ryðja sig og í vexti, með miklum jakaburði, að ekki hefur farið framhjá mér, að oft, þegar stórar jakabreiður koma niður álana og ekki þarf annað en að þeir mæti lítils háttar þrengslum í farveginum, að ég nú ekki tali um það, ef á vegi þeirra verða ísbunkar, sem standa botn í miðjum álnum, en þegar jaki rekst á einhverja hindrun, sporðrfs hann í skyndi þannig, að sá hluti hans, sem upp í straum- inn veit, færist í kaf og til botns sfðan kemur svo hver jakinn af öðrum og myndast nú jakastífla, sem breikkar ört en lokar fyrir vatnsrennslið, ef nú er um grunn an farveg að ræða, leitar vatnið fljótt yfir bakka hans, en ryður ekki stíflunni í burtu, það fer svo eftir veðri, hvað þessar stíflur halda lengi, ef þíðviðri helzt, hverfa þær fljótt, en í hinni um- hleypingasömu veðráttu okkar eru þær furðu lífseigar, jakarnir frjósa saman og mynda þá mjög þykkan ís, sem stendur stöð- ugt botn. Þeir, sem séð hafa Þjórs ð á í hörkufrosti að vetrinum, I hljóta að hafa komið auga á það, 8 að mjög víða í henni eru stærri m og smærri ísklumpar, og íseyjar, ]| sem myndu reynast nægilega sterkar, til þess að veita jakaburð inum viðnám, sem dugar til þess að hann nemi staðar. Þessara áhrifa sem hér að fram an hefur verið lýst er hætt við að gæti í auknum mæli, þar sem straumhraðinn minnkar efst í inn- takslóninu, en þá á Þjórsá greiða leið hvort sem er austur á hraun ið eða á sandslétturnar vestan- megin. Hvoru megin, sem áin flæddi yf ir bakka sína, myndi hún flæmast um jafnlendið án þess að hafa möguleika á því að ná sér í ála með greiðu framrennsli, held ur yrði þarna endalaus krapavað- all með ferlega mikla ísmyndun- armöguleika og mjög óreglulegt framrennsli. Ef einhver sem les þessa grein efast um, að Þjórsá geti, eða hafi farið þessa leið, meðan hún, eða rennsli hennar er ótruflað, vil ég benda á að fara meðfram ánni hér austan megin, og veita því at- hygli, að víða sjást steinar og grjóthrúgur, sem ekki eru af sama sauðahúsi og það grjót, sem er í Þjórsárhrauni, en þetta hefur Þjórsá flutt, með ísjökum, er hún hefur borið langt upp en Framhald á bls. 12. m TÍMINN ÉG VIL LIFA FYRIR LÍÐ- ANDI STUND ÞÝTT VIÐTAL VIÐ BRIGITTE BARDOT Þegar Brigitte Bardot kom til Bandaríkjanna í fyrsta skipti spurðu fréttamenn hana, hvort hún liti á sig sem kynbombu. Svar hennar var stutt og lag- gott: — Ég er bara ég: Prétta mennirnir voru ekki alveg á því að láta hana sleppa svona vel og spurðu, hvað það þýddi. Þá gerði leikkonan sér litið fyrir, hneppti frá sér kápunni, svo að íturvaxinn líkami henn ar sæist betur, og svaraði síð- an: — Horfið þið bara á mig. En þótt þetta hafi útaf fyrir sig verið ágætt svar, var það síður en svo fullnægjandi, því að Brigitte hefur fleira til síns ágætis en dásamlegt útlit. Hún er vel gefin á sinn hátt, heiðarleg og raunsæ, ems og kemur fram í eftirfarandi við- tali, sem franskur blaðamað- ur, Marlyse Schaffer átti við hana fyrir skömmu. — Þér spyrjið mig, hver sé sá maður, sem mest hafi heill- að mig. Það var afi mlnn. Það er vegna þess að hann var karlmenni í raun og sannieika. Það er ekki hlaupið að því að finna sönn karlmenni. Ég er ekki mikið gefin fyrir stáks- lega menn. Ef afa míns hefði ekki notið við, væri ég eldd kvikmyndaleik kona. Foreldrar mínir voru mjög á móti þvi, en afi sagði við þau. Hún fer ekki út í neina vitleysu, þótt hún verði kvikmyndaleikkona. Ef hún fer í hundana gerir hún það hvort sem hún verður kvik- myndaleikkona eða ekki. — Hann dó, þegar ég var tuttugu og tveggja ára. Þá var ég að leika í myndinni „Og guð skapaði konuna". Þér skul uð ekki halda, að þetta sé tóm ur leikaraskapur í mér. Ég meina þetta. Ég hef aldrei orð- ið jafn hrifin af nokkrum karl manni og honum afa. Sjáið þér. Inn í fataskápnum inn á milli selskapskjólanna minna er mynd af afa. Alltaf þegar ég klæði mig, alltaf þegar ég nota nýjar snyrtivörur, veifar afi til mín, hann skilur mig. Roger Vadim. — Auðvitað er hann bezti vinur minn. Við höfum alltaf samband okkar á milli, en ég hef ekki séð hann langalegi, í tvö ár. Síðast þegar við hitt umst snæddum við kvöldverð ásamt Jane Fonda. Það var þegar þau voru að byrja að vera saman. Ég er mjög ánægð með, að þau skyldu hafa gifzt. Eg hef það á tilfinningunni, að hún hrfi vit í kollinum og viti hvað hún vilji. Ég gæti bezt trúað pví, að þetta verðí bara gott hjá þeim. Jacques Charrier. — Nei, hann hefur aldrei komið hingað eftir að við skild um, en það er alltaf verið að gaspra um það í blöðunum. að hann sé hér með annan fótinn Eg þekki ekki konuna hans, jú, ég hef heyrt að hún sé góð við son minn Nicholas. Það skiptir mig engu máli. Bob Zaguri. — í þessa 6 mánuði, sem við höfum verið saman skemmti ég mér bezt, þegar við héldum upp á afmælið hans heima hjá mér. Við vorum 40 og öll í grímubúningum og ég var klædd eins og negri. Það tók mig marga klukku- tíma að útbúa mig. Við döns uðum þangað til klukkan átta um morguninn, þá fengum við dýrlegan morgunverð, úti í garði. Systir hans kom frá París til að vera viðstödd og ekki nóg með það heldur kom mamma hans alla leið frá Brasilíu. Ég veit vel, hvað er skrifað um okkur í blöðunum, fullt af kjaftasögum. Einka- líf mitt er eins og opin bók sem aðrir skrifa. AHtaf þegar ég les hana verð ég stein- hissa. Ursula Andress. — Ég hef mynd af henni þarna, við hliðina á blóma- vasanum. Hún er alveg dá- samlega falleg, miklu, miklu fallegri en ég. Ég held að hún sé fallegasta stúlkan í öllum heiminum. Við byrjuðum að leika saman í kvikmyndum. Þá vissi enginn neitt um okk ur og við vorum snarvitlausar. Við bjuggum í sama herbergi, og elduðum meira að segja sjálfar og áttum svo margt sameiginlegt. Marilyn Monroe. . — Hún var alveg einstæð. Ég hitti hana einu sinni. Það var við ensku hirðina fyrir Royal Command Film Per- formance — og, guð minn góð- ur, ég gleymi því aldrei. Ég var alveg skelfingu lostin. I heilan mánuð hafði ég staðið fyrir framan spegilinn og mát að kjólinn, sem ég átti að vera í við þetta tækifæri, hann mátti ekki vera of þröngur, eða sexy, því að ég varð að geta hneigt mig. Þegar drottningin kom fram hneigðu sig allir — nema Marilyn. Hún stóð þama eins og steingervingur, því að kjóllinn stóð henni á beini og hún gat ekki hneigt sig fyrir nokkurn mun. Ég gleymi aldrei skelfingunni í augnaráði henn ar. Brigitte Bardot Jeanne Moreau. — Jú, jú, ég kann ágætlega við hana. Við lékum saman í Viva Maria. En sjáið þér til. Við erum svo voðalega ólíkar. Ég vil helzt umgangast fólk sem ekki er mikið áberandi, en hún er miklu hrifnari af frægu og fínu fólki. Hún er búin að fá sér Rolls og meira að segja einkaþjón. Einu sinni sagði hún við mig, að flún mvndi farast af bað liði h»'T mánuður án þess að hún væri að leika. Um mig er allt öðru máli að gegna, ég gæti^ekki lif að það af, ef ég þyrfti álltaf að vera að leika. í hvert skipti, sem ég undir- rita samning, finnst mér sem meðgöngutími sé hafinn Níu mánaða leiðindi og kvöl aður en ég verð frjáls á ný. Ég nríö- horast af áreynslunni, við að þurfa að læra hlutverkið, velja föt, fara snemma til vinnu og þar fram eftir götunum. Og það versta er þessi málning, sem maður þarf sínkt og heilagt að klína framan í sig. Mig langar til að lifa lífinu. Það er að segja hafa engin skyldustörf og geta gert allt sem mig lang ar til, kíkja stöku sinnum í bækur, glamra á gítarinn og þurfa ekkert að gera, ekki nokk urn skapaðan hlut. Ég hef ekki einu sinni hugmynd um, hvað ég ætla að taka mér fyrir hend ur á morgun. Ég lifi fyrir líð andi stund. Leikhús. — Ég hef einu sinni hætt mér upp á leiksvið og það veit hamingjan að það geri ég ekki aftur. Eg gæti ekki hugsað mér að þurfa að þylja upp sömu rulluna kvöld eftir kvöld, í marga mánuði. Mér líður illa, ef ég hef ekki nægilegt oln- bogarými og ef ég mætti ekki vera eins og mér er eðlilegast væri ég ömöguleg manneskja. Fólk kynni að spyrja mig, hvers vegna í ósköpunum ég sé að þessum kvikmyndaleik, þar sem hann fer svona í taugarnar á mér. En sánnleikurinn er sá, að ef ég á einhverja peninga, er ég undir eins búin að eyða þeim og þá er ekki annað að gera en byrja á nýrri mynd. Hvað er að vera gamall. — Það er þegar maður er hættur að hafa áhuga á nokkru, innilokaður og búinn að vera, fer að hafa áhyggjur út af rokokokommóðunni, argast í þjónustufólkinu. Til þess að sannreyna það þarf ég ekki að hafa heilan her af þjónum. Ég hef einu sinni haft þjón og rak hann, áður en vikan var á enda. Orsökin var sú, að hvítu hanzkarnir hans fóru svo i taug arnar á mér. Ekki gæti ég hugs að mér að aka í Rolls Royce. og ég vil aka bílnum minum sjálf en ekki hafa einkabílstjóra. Fjandakornið, ég er ekki orð in svo gömul ennþá. Ég er sífellt að eldast. — Já, með hverri sekúnd- unni sem líður. Um daginn varð ég 31 árs, en það hafði ekki hin minnstu áhrif á mig. Ef ég væri farin að grána mundi það kannski bíta svolítið á mig, en ég veit ekki einu sinni, hvort svo er, því að hárið á mér er litað ljóst. Og ég hef ekki breytzt hið minnsta frá því í fyrra. Ég meina hvað út- litið snertir, en ég hef þrozk- ast heilmikið. Það er sagt að gamlat fólk vilji ekki deyja — það vilji halda áfram að læra. Það er á- reiðanlega mikið til í þessu. Ég er alltaf að læra meira og meira Það er ekki alltaf skemmtilegt og auðvelt. Reynslan er oft af ar bitur. Sumir halda, að starf kvikmyndaleikarans skapi hon- um ævarandi frægð, svo að hann lifi í hugum fólks löngu eftir að hann er genginn undir græna torfu. Þetta er ljóta vit- leysan, þegar ég dey, hafa kvik myndir mfnar ekki hið minnsta gildi. Ný áform. — Undanfarið hefur fólk sí- fellt verið að leggja það til, að ég fari að leika í myndum í James Bond-stfl. Það væri kannski ekki svo vitlaust. Ég hef alltaf verið hrifnust af hvers konar gamanmyndum. Þá hefur verið talað um, að ég Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.