Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 16
 Laugardagur 16. apríl 1966 — 50. árg. 85. fbl. FACUR ÍR DALUR, NÝ LJÓÐABÓK AB SJ—Reykjavík, föstudag. f dag kom út hjá Almenna bóka félaginu ný Ijóðabók Fagur er dalur eftir Matthías Johannessen, ritstjóra. Fagur er dalur er fimmta ljóBa bók Matthíasar Johannessen og sú fyrsta er AB gefur út. í frétta tilfeynningu frá AB er bókinni lýst svo: Bökin er í sex köfluim og er hún að ýmsu leyti nýstárleg að efni otg mun örugglega vekja at- hygli. Ber meginefni bókarinnar sterkan svrp af helztu viðfangsefn um samtíðarinnar. Nefnast kaflar bókarinnar Sálmar á atómöld; Myndir í hjarta mínu; Hér slær Skrifstofur Fram- sóknarflokksins þitt hjarta, land; Goðsögn og Fnð samleg sambúð. Fyrsta ljóðabók Matthíasar var Borgin hló, og kom hún út árið 1958. Síðan hafa komið ljóðabæk- urnar Hólmigönguljóð, Jörð ur Ægi og Vor úr vetri. Auk ljóðabók anna hafa einnig komið frá hans hendi fjórar viðtalsbækur, ritgerð arsafn, leikrit og fræðirit um bókmenntasögu. Fagur er dalur er marzbók Al- menna bókafélagsins og er 150 bls. að stærð. Hún er prentuð og bund in í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h. f. Hafsteinn Guðmundsson sá um útlit og umbrot Bókarinnar. SUMARFAGNAÐUR INGA Hinn árleigi sum arfagnaður ram sóknarmanna í Árnessýslu verð- ur haldinn í Sel- fossbíói miðviku daginn 20. apríl (síðasta vetrar- dag) kl. 21 Dag sikrá: 1. ræðaEin ar Ágústsson alþingism., 2. Karla- kór Selfoss syngur, undir stjórn Guðmundar Gilssonar. 3. Alli Rúts skemmtir. 4. Hljómsveit Þor steins Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Borðapantanir i Selfossbíói milli kl. 16—18 sama dag. PRJÓNASTOFAN SÓLIN FRUMSÝND Á 16 ÁRA AFMÆLI ÞJÓÐLEIKHÚSSINS GB—Reykjavík, föstudag. Prjónastofan Sólin eftir Hall dór Laxness verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu miðvikudags- kvöldið 20. apríl, að því er blaðamönnum var tjáð í dag á fundi með höfundinum, leik- stjóranum, Baldvin Halldórs- syni, og Guðlaugi Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra. Guðlaugur sagði, að fyrsta Framhalri a 14. síðu Á blaðamannafundi í Þjóðleikhúskjallaranum: Baldvin Halldórsson, Halldór Laxness, Guðlaugur Rósinkranz. Tímamynd—BB Björguöust naumlega út um svef nherbergisglugga ÞJ—Húsavík, föstudag. f morgun varð mikill eldsvoði í húsinu Höfðavegur 12 hér á Húsavík. Húsið er múrhúðað timb urhús, kjallari, stofuhæð og ris. Hússkrokkurinn stendur enn og er mikið brunninn að innan og inn bú eiganda, Aðalsteins Karlsson ar og konu hans, er að mestu eða öliu leyti ónýtt. Hjónin sváfu í svefnherbergi í rishæð hússins ásamt tveimur börnum sínum og voru ekki komin á fætur, er þau urðu eldsins vör. Eldurinn magnaðist svo skjótt, að þau komust 'ékki niður, en urðu að bjargast ‘fáklædd út um svefn herbergisglUiggann. Hjónin skárust á höndum og handlegigjum við að fara út um gluggann. Voru þau flutt á sjúfera hús til læknisaðgerða, en meiðsli þeirra eru eklki alvarleg. Börnin björguðust órneidd. Slökkviliðið kom á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlög um eldsins. Eldsupptök eru ókunn en talið er líklegt, að kviknað hafi í út frá rafmagmi. í Reykjavík að Tjarnargötu 26 verða framvegis opnar frá kl. 9—12 og 13—22,30. Sírnar 16066 —15564 — 12942 — 19613. Fyrst um sinn verða kvöldsím ar 16066 — 12942. Framsóknarfélag Garða- og Bessasfaða- hrepps. Framsóknarfélagið heldur fund í samkomuhúsinu á Garðaholri í dag, laugardaginn 16. apríl. Kl. 4 síðdegis. Fundarefni: Ákvörðun tekin um framboðslista félagsins til sveitarstjórnakosning- anna. Stjórnin. • ♦ ♦ •............... Baltika — sovézka skemmtiferðasklplS. SIÐASTA FRAMSÓKNARVIST VETRARINS Síðasta Framsóknarvistin á þessum vetri verður spiluð fimmtudaginn 21. apríl að Hótel Sögu. Þetta er jafnframt lokaumferð í 5 kvölda keppn- inni, sem hcfur staðið yfir frá því í haust. Sigurvegaramir hljóta glæsileg heildarverðlaun. Ræðumaður kvöldsins verður Óðinn Rögnvaldsson, prentari, 4. maður á lista Framsóknar- flokksins við borgarstjórnar- kosningarnar. Óðinn Rögnvaldsson Stefán Þ. Jónsson söngkenn- ari stjómar almennum söng og hljómsveit Ragnars Bjarnason- ar leikur fyrir dansi til kl. 1 e. m. Aðgöngumiðapantahir eru á skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26, í símum 15564 og 16066. Tryggið ykkur aðgöngumiða í tíma. 600 MANNS I A SKRA SJ—Reykjavík, föstudag. Nú hefur að fullu verið gengið frá samningum milli Karlakórs Reykjavíkur og Ferðaskrifstofunn ar Landsýn annars vegar og rúss- neskra yfirvalda hins vegar, að sovézka skemmtiferðaskipið Balt- ika komi hingað til Reykjavíkur í lok september og sigli með Karla kór Reykjavíkur og gesti til tíu hafna á Miðjarðar- og Svartahafi og heim aftur. Ferðin tekur 34 daga og verður fyrst haldið til Oran í Alsír (ca. 5 sólarhringa ferð) og áfram til Aiexandríu — Beirút — Istanbul — Jalta — Od essa — Varaa í Búlgaríu — Pyr- eus í Grikklandi og að lokum til Napólí. Vonir standa til, að kórinn geti haldið söngskemmtanir á nokkr um stöðum á leiðinni, og gert er ráð fyrir, að hann komi fram í sovézku sjónvarpi og syngi inn á plötur. Mikill áhugi er á þessari ferð, og hafa um 600 manns látið skrá sig til fararinnar, en skipið tekur 421 farþega. Eftir helgina mun verða opnuð skrifstofa í húsakynn um kórsins að Freyjugötu 14, og þaðan mun verða haft samband við þá, sem þegar hafa látið skrá sig til fararinnar. ] Ferðin með skipinu mun kosta frá kr. 19—30 þúsund, eftir því á hvaða farrými fólkið dvelst, og þykja þeir samningar afar hag- stæðir miðað við verðlag á skemmtiferðaskipum almennt. All ar veitingar er hægt að greiða með íslenzkum peningum, og verð ur séð um að vöruval um borð Framhald á bls. 15. AKRANES Framsóknarfélag Akraness heldur skemmtisamkomu í félagsheimili sínu Sunnubraut 21, sunntidags kvöldið 17- apríl kl. 20.30 síðd. Til skemmtunar: Framsóknarvist og kvikmyndasýning. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.