Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 2
TtMINN LAUGARDAGUR 16. apríl 1966 ERU ÓÁNÆGDIR MEÐ VARAHLUTAÞJÓNUSTU EJ-Reykjavík, föstudag. Ftmdi Ræktunarsambandanna lauk í, gærkvöldi og hafði fund- urinn samþykkt ýmsar ályktanir um sameiginleg hagsmunamál. Meðal þeirra mála, sem mikið var rætt um á fundinum, var sending varahluta út á land, en fulltrú- arnir voru óánægðir með þá þjón- ustu. FuIItrúar innflytjenda sátu fundinn í gærmorgun og gáfu þar ýmsar skýringar á þeim vand- kvæðum, seim þeir, og flutningsað- ilar, ættu við að etja í þessu sam- bandi. Fundurinn samþykkti um þetta mál ályktun, þar sem stjórn Bún- aðarfélags íslands og Vélanefnd er falið að taka til rækilegrar at- hugunar á hvern hátt sé hentug- ast að skipuleggja sendingu vara- hluta til ræktunarsambandanna, og hvernig gera megi árlegt yfir- lit yfir varahlutaþjónustu hinna einstöku innflutningsfyrirtækja og annast birtingu þess. Ræktunarsiamböndin kusu einn fulltrúa til þess að starfa með Vélanefnd og stjórn Búmðarfé- lagsins að framkvæmd þessara til- lagna, Aðalbjörn Benediktsson, Laugarbakka. Ákveðið var, að þessi nefnd ætti fund með innflytjendum og reyndi að fá viðhlítandi skýringar, og fá að gefa einhverjar leiðbeiningar, ef það þætti mögulegt. Einnig voru samþykktar tillög- ur um mörg önnur mál, m.a. varð- andi tollaeftirgjöf, lánamál, greiðslugjalddaga stofnlánadeilda- anna, og ýmislegt fleira. Þá voru einnig samin erindi til hinna ýmsu ráðherra um hagsmunamál sambandanna. Einnig var ákveðið að reyna að fá hagstæð kjör við vélakaup, gegnum einhvern sam- eiginlegan aðila. Útsaumuð mynd eftlr Mary Crookes, 11 ára. Ljósm.—BB 66 myndir á upp- boði á Hótei Sögu GtB-Reykjavík, fimmtiudag. Kristján Fr. Guðmundsson málverkasali heldur 13. mál- verkauppboð sitt að Hótel Sögu n.k. þriðjudag og býður þá upp 66 myndir, en höfundar þeirra eru ýfir 40 talsins, innlendir og erlendir. Flestar myndir einstakra listamanna eru eftir Nínu Sæ- mundsen, fimm pastelmyndir og fimm teikningar. Þrjár teikningar af miðbænum í Reykjavík árið 1875 eftir Bene dikt skáld Gröndal. Aðrir höf- undar myndanna eru m.a.: Júlí ana Sveinsdóttir, Barbara og Magnús Á. Árnason, Höskuldur Björnsson, Guðmundur Einars- son frá Miðdal, Ferró, Jóhann- es Geir, Hafsteinn Austmann, Veturliði Gunnarsson, Eggert E. Laxdal, Ásgeir Bjarn'þórs- son, Eggert Guðmundsson, Hreinn Elíasson, Sólveig Egg- erts, Þoríákur Haldórse’n, Helgi M.S. Bergmann, Bjarni Guð- mundsson frá Hornafirði, Arre boe Clausen, Valdimar Lárus- son leikari, Sigurður Kristjáns- son. Af útlendum myndum nefna tvær stórar útsaumaðar, nærri hundrað ára gamlar, eft- ir tvær systur kornungar, Mary Crookes 11 ára og Sarah Ann 12 ára. Myndirnar verða til sýnis að Hótel Sögu á mánudag kl. 1—6 e.h. og uppboðsdaginn kl. 1—4. FLUGAÆTLUN Fl ALDREI VFRIÐ YFIRGRIPSMEIRI KT-Reykjavík, föstudag. Sumaráætlun Flugfélags ís- lands 1966 er nýlega komin út, en hún gekk í gildi um síðustu mánaðamót. Er áætlunin hin yfir- gripsmesta í sögu félagsins, að því er segir í fréttabréfi frá fé- laginu. Verða í sumar 17 ferðir á viku milli íslands og útlanda og frá Reykjavik verða 73 ferð- ir í viku til hinna ýmsu viðkomu- staða Flugfélagsins auk ferða milli staða úti á landi. Þegar sumaráætlunin hefur að fullu gengið í gildi, verða átta ferðir í viku til Glasgow, og fjór- ar beinar ferðir til London. Til Kaupmannahafnar verða þrettán ferðir í viku, þar af þrjár beinar ferðir frá Reykjavík. Til Osló verða tvær ferðir í viku, á mánu- dögum og fimmtudögum og til Færeyja, Bergen og Kaupimanna hafnar á þirðjudögum. Áætlunarferðum innanlands fjölgar einnig að mun. Frá Reykj- vík til Akureyrar verða þrjár ferð- ir á dag, nema á miðvikudögum, þá verða tvær ferðir. í þessum ferðum verður að mestu leyti flog- ið beint. Til Vestmannaeyja verða 18 ferðir í viku, til Egilsstaða verða 11 ferðir í viku, en auk þess ferðir um Akureyri, ísafjörð og Höfn í Hornafirði. Til ísafjarðar verða ferðir alla daga vikunnar. Til Hafnar í Hornafirði verða fjórar ferðir í viku og jaínoft verður flogið til Sauðárkróks og verða hinar síðarnefndu án við- komu annars staðar. Til Húsavíkur verða þrjár ferð- ir í viku og sama er að segja um ferðir til Patreksfjarðar. Til Þórshafnar ög Kópaskers verður flogið þrisvar sinnum í viku og á miðvikudögum verður flogið til Fagurhólsmýrar. í sambandi við sunnudagsferð- ina frá Reykjavík til ísafjarðar skal þess getið, að flugvélin held- ur áfram frá ísafirði til Akur- eyrar, Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði, snýr þar við og hefur viðkomu á sömu stöðum. Fyrir þá, ‘sem vilja skoða landið úr lofti er hægt að fljúga með þessum ferð- um kl. 10.00 á sunnudagsmorgni frá Reykjavík, fara alla leið til Hornafjarðar og aftur til Egils- MESTU AFKOST ABURDARVERK SMIDJUNNAR FRÁ UPPHAFI staða, en taka þar flug beint til Reykjavíkur. í sambandi við flugferðir inn- anlands verða í samráði við um- ferðadeild póstþjónustunnar og sérleyfishafa, skipulagðar áætlun- arbílferðir til byggðarlaga í ná- grenni flugvallanna. EJ-Reykjavík, föstudag. f dag var haldinn aðalfundur Áburðarverksmiðjunnar h.f. og sátu fundinn hluthafar og um- boðsmenn þeirra fyrir 91% hluta- fjárins. Stjómarformaður, Pétur Gunnarsson, flutti skýrslu stjórn- arinnar um starfsemina á árinu 1965, og kom þar fram, að heild- arafköst urðu þau mestu sem náðst hafa frá upphafi. Ársfram- leiðslan var 24.412 smálestir Kjarna, en það er 3.559 smálest- um eða 17% minna en árið áður. Aftur á móti varð eigin fram- leiðsla ammóníaks sú minnsta sem orðið hefur frá upphafi, eða að- eins 93,6 millj. kwst. á árinu, sem er 38.7 millj. kwst. minna en næsta ár á undan. Þá einkenndist reksturinn 1965 af þeirri nýbreytni, af hafinn var innflutnigur á fljótadi ammóní- aki, að þvi marki sem á skorti eigin framleiðslu þessa efnis, til að Kjarni væri framleiddur með íullum afköstum Þannig voru 45.4 % heildarframleiðslu Kjarna eða; 11.062 smálestir framleiddar úr j innfluttu ammóníaki, en 54.6% j eða 13.350 smálestir úr eigin amm- ; óníakframleiðslu. Sú ráðstöfun sem gerð var ár- ið 1964 um byggingu ammóníak-! geymis í Gufunesi er gerði inn- • flutning ammóníaks mögulegan, i hefur bjargað rekstri verksmiðj- unnar, þegar á fyrsta ári inn- flutningsins. Seldar voru á árinu 19.758 smá lestir Kjarna og nam söluandvirði hans ásamt söluandvirði ammóní- aks, sýru o. fl. samtals 75,45 milj króna. Afkoma ársins samkvæmt upp- gjöri reyndist slík að tekjuafgang- ur nam 567 þús. kr. eftir að af- skrifað hafði verið og lögskilið framlag lagt í varasjóð. Þá skýrði formaður frá því að ekki hefði náðst viðunandi árang- ur í komum Kjarna með þeim aðferðum og tækjum sem fengin voru fyrr frá amerísku fyrirtæki, og væri tilraunum til að fá tæki þessi til að skila tilætluðum ár- angri hætt, en gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að hið amer- íska fyrirtæki bætti skaðann. Kornastækkun Kjarna verður framkvæmd eftir þrautreyndum leiðum og tengd þeim framkvæmd um sem fyrirhugaðar eru um stækkun verksmiðjunnar. Þá upplýsti formaður ennfrem- ur að i framhaldi af stækkunar- athugunum verkfræðinga verk- smiðjunnar og annarra íslenzkra verkfræðinga hefði, á síðastliðnu ári, verið leitað til hins reynda og heimsþekkta áburðarfram- leiðslufyrirtækis Norsk Hydro um ráðleggingar og áætlanagerð varð- andi stækkun verksmiðjunnar. Á grundvelli þessara athugana taldi stjórnin hagkvæmast að tvö- földun á framleiðslugetu verk- smiðjunnar yrði framkvæmd stig af stigi. Endanlegar ákvarðanir um stækkun yrðu þó ekki teknar fyrr en síðar og eftir að Norsk I Hydro hefði gengið að fullu frá at- j hugunum sínum og tillögum j Þá ræddi formaður rekstur i Áburðarsölu ríkisins á árinu, sem I var hið fjórða í röðinni frá því j Áburðarverksmiðjan tók við , rekstri þess ríkisfyrirtækis. Áburðarinnflutningur nam alls j á árinu 31.781 smálest eða 3260 i smálestum meira en árið áður Inn var fluttur sekkjaður og ósekkjaður áburður sem fyrr, og voru sekkjaðar 11.626 smálestir í Gufunesi. Söluverðmæti innflutts áburðar nam 98.11 miljónum króna eða 1.8 millj. krónum meir en árið áður Aukning i söluverðmæti staf aði af auknu magni og hækkuðu verðlagi áburðar og flutningafjöld um. Ófyrirsjáanlegur aukakostnað- ur við flutninga áburðar, lenti á stofnunni, 700 þús. krónur, vegna siglingatruflana af völdum hafísa við norður- og austurland. Framkvæmdastjóri, Hjálmar Nemendur aðstoða SJ-Reykjavík, föstudag. Á fimmtudaginn kom togarinn Maí til Hafnarfjarðar með mjög góðan karfaafla, 350 tonn, sem voru veidd á Nýfundnalandsmið- um. Þar sem skortur var á verka- fólki fengu nokkrir nemendur frí í Flensborgarskólanum til að að- stoða við löndun. Ólafur Kristjánsson, skólastjóri Flensborgarskólans, sagði í viðtali við Tímann í gær, að unglingum væri stundum gefið frí úr skúla til að hlaupa undir bagga með útgerðinni, þó að það þyki ekki æskilegt, sérstaklega þegar líða tekur að prófum. Infúensufaraldurinn hefur ekki komið tiltakanlega hart niður á nemendum skólans — fjarvisir nemenda hafa ekki náð 10 prósent fram til þessa a.m.k. Inflúenzan hefur aftur á móti komið all hart niður á eldra fólki í bænum. Finnsson las því næst upp árs- rei'kninga ársins 1965 skýrði ein- staka liði og gaf ýmsar upplýs- ingar eftir því sem tilefni gafst til. Reikningar voru síðan samþykkt ir. Þá samþykkti aðalfundurinn að hluthöfum skyldu greidd 6% af hlutafjáreign sinni fyrir árið 1965. I stjórn verksmiðjunnar voru kjömir þeir Halldór H. Jónsson, arkitekt og Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri, og varamenn þeirra: Grímur Thorarensen fram kvæmdastjóri og Hjalti Pálsson framkvæmdastj óri. Halldór Kjartansson stórkaup- maður var endurkjörinn endur- skoðandi. Stjórn Áburðarverksmiðjunnar h.f. skipa nú: Pétur Gunnarsson framkvæmda stjóri, formaður — Halldór H. Jónsson arkitekt — Hjörtur Hjart ar framkvæmdastjóri — Steingrím ur Hermannsson framkvæmda- stjóri og Tómas Vigfússon bygg- ingameistari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.