Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 16. aprfl 1966 3 TÍMINN Sigurjón Pálsson, Galtalæk: Enn um rennslis- virkjun Þjdrsár f srein sero ég skrifaði í vetur tnm annmarka á rennslisvirkjun Þjórsár og birtist í 41. tbl. Tím- ans 19. febr. sl. taldi ég mig færa sterk rök að því að væntanleg Búrfellsvirkjun yrði fyrir mjög al varlegum truflunum vegna ismynd unar og ísgangs Síðan bafa farið fram nokkrar umræður í dagblöð- in varðandi þetta mál og eru aö minnsta kosti sumar þeirra góðra gjalda verðar, en aðrar, að því er virðist nokkuð uppi í skýjunum, en umtalsverðar þó, og mun ég gera mínar athugasemdir við þær síðar í þessari grein. Á undanförnum þremur árum hafa farið fram mjög umfangs- miklar rannsóknir hér á Þjórsár- svæðinu á vegum Sameinuðu þjóð anna, undir forustu tveggja er- lendra íssérfræðinga, þeirra dr. Olaf Devik og Edvin Kanaviv. Kostnaður við þessar rannsóknir hefur að því er virðist, ekki verxð naumt við nögl skorinn og á ekki lengri tíma en hér er um að ræða, má ætla að raunhæfur árangur hafi náðst. Þetta er þriðji veturinn í röð, sem menn dvelja að staðaldri við árnar, ýmist austan eða vestan megin, þessir menn hafa gert dag legar skýrslur varðandi árnar og ástand þeirra. Auk þessa hafa ver ið farnar fjölmargar ferðir með- fram ánum á bifreiðum til athug- ana, einnig hafa bæði þyrilvængj- ur og aðrar flugvélar verið not- áðar í sama tilgangi. Rannsóknir þessar hljóta að hafa skilað gögnum sem vert er að taka tillit til, ísaspár hafa að sjálfsögðu verið gerðar, enda þótt dult hafi farið. Það er ekki fyir en nú að rödd heyrðist þegar Rík isútvarpið kveður þá O. Devik og Kanavin á sinn fund til viðtals, og á útvarpið skilið ævarandi þökk fyrir tiltækið, eins og reyndar fyr ir svo fjölmargt annað stórfróð- legt og ágætt efni, sem það miðl- ar hlustendum sínum því nær dag- lega. Það sem þeir sögðu um árnar O. Devik og Kanavin, fer hér á eftir, ekki orðrétt að sjálfsögðu, en efnislega mun ekki skakka miklu, en gjarnan hefði útvarpið mátt birta fréttaaukann aftur með seinni kvöldfréttum, eða sem end urtekið efni síðar. ísfræðingarnir sögðu, meðan að eins um rennslisvirkjun er að ræða, hlytu þeir örðugleikar, sem eru einkennandi fyrir íslenzkar ár að gera vart við sig, þ.e.a.s. fljót- andi krap, grunnstingulsstíflur og svo þrekahlaup, sem geta valdið örðugleikum þar sem fallið er meira en 2 m á km. Vandi raf- orkuvers væri að tryggja að ein- hverju leyti að ísmyndun gæti ekki átt sér stað, það þyrfti bæði að minnka yfirborð árinnar, til að draga úr hitatapi og stöðva þann íshroða sem berst með þrekahlaup um niður eftir ánni. Spurt var, hvort ísfræðingarnir álitu, að rennslisvirkjun við Búr- fell yrði rekstrartrygg, og svöruðu þeir: í sambandi við hvert raforku- ver yrði að gera ráð fyrir nokkr- um varúðarráðstöfunum til að tryggja rekstraröryggi, en búast mætti við alvarlegum truflunum er þær væni ekki gerðar, það yrði að rannsaka, að hve miklu leyti hægt er að laga ána fyrir það fé, sem til þess má verja. Þörf væri á vatnsforðabúri, og væri þeim tjáð að reiknað sé með Þórisvatni, en það myndi þó ekki koma í veg fyrir sjálft ísvandamál ið. Þeir voru spurðir um móteltil- raun, sem gerð hefur verið í Nor- egi. Svarið var, að móteltilraun- in hafi gefið ýmsar verðmætar upplýsingar: um straum og ísflot, en sjálf reynslan af Þjórsá yrði Þjórsá austan Búrfells. að skera úr um það, hvernig fram kvæmdum yrði hagað. Þeir sögðu, að stífla ofan við Tangafoss myndi hindra þreka- hlaup frá Haldi að fara niður ána, og eðlilegt og sjálfsagt mætti telja að byggja þar stíflu, hvar sem Þjórsá er virkjuð neðan Sult- artanga. Þetta voru þeirra orð, að því er ég bezt fæ skilið. Hér hefur loks almenningur fengið að heyra útdrátt úr ísaspá norsku sérfræðinganna, og hafi út varpið þökk fyrir. Því miður staðfestir umsögn þeirra í mjög veigamiklum atrið- um grun minn um annmarka á rennslisvirkjun Þjórsár við Búr- fell. 1. Þórisvatn leysir ekki vand- ann hvað ísrek snertii-. 2. Móteltilraunin svaraði ekki því sem mestu máli skipti, hún hefur gefið upplýsingar um straum og ísflot, en ísflot er aðeins sá hluti íssins sem fylgir yfirborði vatnsins, ekki sá erfiðasti, enda ekki nema hluti af þeim ís og krapi sem áin flytur í hörku frosti og stórhríðarbyljum. Botn Þjórsár er mjög ójafn, hann er þakinn steinum og klett um er standa upp úr honum og eru misjafnlega djúpt undir yfir- borði vatnsins, allir valda þeir straumbreytingum og iðuköstum í ánni, er gerir það að verkum að öllum ís, sem með vatninu berst er vandlega hrært saman við það, allt frá botni til yfirborðs. Á steina og kletta, sem næstir eru yíirborðinu safnast mjög fljótt ís vegna unddrkælingar vatnsins og myndar á þeim, og út frá þeim, íseyjar og ísklumpa sem breyta straumfalli árinnar. og líklegt þætti mér að áhrifa þeirra gætti á þann veg, sem ekki fæst svar- að með móteltilraunum. Rannsóknir norsku ísséríræðing ! anna eru ekki þær einu, sem við í er að styðjast, aðrar rannsóknir hafa farið fram, er tekið hafa yf- ir mikið lengri tíma, þær hefur raforkumálaskrifstofan látið gera xíndir forustu Sigurjóns Rist vatnamælingamanns. Hann hefur farið hér inn á hálendið og um allt vatnasvið Þjórsár og Tungna- ár, margar ferðir á hverju ári, ekki sízt að vetrinum, þegar veð- urguðirnir hafa verið í einna verstu skapi. Þetta hafa vart ver- ið neinar skemmtiferðir, heldur farnar í ákveðnum tilgangi og sótt ar af kappi. Þær hafa verið farnar til rann- sókna og göngnum safnað, sem vinna skyldi úr áður en ákveðið er hvar og hvernig þessi vatnsföll verði virkjuð. f Þjórsárísum blaðsíðu 2 í tíma- ritinu Jökli segir Sigurjón Rist: „Vatnamælingar raforkumála stjóra gera fyrir hvern stað, sem ráðgert er að virkja, svonefnda ísasþá, en með því er átt við, hvernig ætla megi, að ísalög yrðu eftir að virkjun væri komin. Hér verða engar ísaspár gerðar. En eftir lestur um gang ísalagna Þjórsár í heild getur hver og einn gert sínar eigin ísaspár og á jafn framt auðveldara með að meta ísaspár einstakra staða.“ En hvernig lítur hún nú út sú ísaspá, sem gerð hefur verið af verkfræðingum raforkumálaskrif- stofunnar eða rennslisvirkjunar- sérfræðingum Landsvirkjunar? í öðru lagi, hefur Sigxirjón Rist sjálfur aldrei gert neinar ísaspár? Það er á engan hallað, þótt full- yrt sé að hann muni allra manna bezt þekkja Þjórsá, bæði rennsli hennar og ísalagnir. Hefur hann aldrei sent frá sér neinar greinargerðir eða tillögur til raforkumálastjóra, varðanli Þjórsá eða Tungnaár-virkjarnir yf irleitt. að minnsta kosti hef ég hvergi séð þær birtar, eða hafa niðurstöður vatnamælinga leitt rök að því að sú rennslisvirkjun sem í ráði er að framkvæma, sé nokkurn veginn rekstrartrygg? En ef svo er þá skýtur nokkuð skökku við þau ummæli raforku- málastjóra, að niðurstöður norsku ísasérfræðinganna væru mjög á sama veg og það, sem áður var hér vitað um þessa hluti. Frá rennslisvirkjunarmönnum hafa komið smá greinar og klaus- ur í blöðum, eða viðtöl við þá, en vart hefur bólað þar á neinu sem kalla mætti frambærileg rök, í svo stóru máli, sem fyrirhuguð Búrfellsvirkjun er, og getur orð- ið afdrifarík á efnahagskerfi ís- lenzku þjóðarinnar. Ég get naum- ast kallað það annað en ábyrgðar- leysi, þegar verkfræðingar láta hafa það eftir sér að nokkuð ár- angursríkt gæti það orðið, að sjón varpa ísa og krapareki í ánni, og ef svo í ofanálag væru hafðir all- margir viðnámsmælar hér og þar í ánni, sem gera viðvárt vakt- manni er búsetu skal hafa á sjálf- um stíflugarðinum. Sunnudaginn 6. marz sl. birtist grein eftir dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræðing í Morgunbl. og Tím- anum og segir þar að þeir O. De- vik og Edvin Kanavin hafi verið að vinna að almennum undirstöðu rannsóknum á ísmyndunum en efefci að úrlausn ísvanda- mála við Búrfellsvirkjun, en hverj ir hafa unnið það verk? Vatna- mælingar er eina rökrétta svarið og fullnægjandi að vísu, er rétt er þá unnið úr þeirra niðurstöð- um. f Þjórsárísum bls. 23 segir Sigurjón Rist að í frosthörkum og ósvifcnum norðangarra sé 5—15% rennsli Þjórsár við Tröllkonú- hlaup ís, þetta eru athyglisverðar upplýsingar, en vafalítið réttar. Skoðun mín er að þessu ísmagni verði ekki veitt fram hjá inntaki orkuversins, en spurningiin er að- eins sú, hvað marga daga að vetr- inum veðri er svo háttað að veru- leg ísmyndun sé til staðar, það skiptir máli, hvort hún veldur truflunum í 3 daga eða í 3 mán- uðL Hér hafa verið leidd ýms rök að því að rennslisvirkjun í Þjórsá verður ekki rekstrartiýgg og ekk- ert af þeim hefur verið hrakið en ýmislegt er þó enn ótalið, eins og til dæmis það að orkuverið er vestan megin árinnar, sem að vísu ekki annað er hægt, en að einu leyti er það óhagstætt, lónið sem myndast við stíflugarðinn dregur úr straumhraðanum í ánni, en þá hefur vindurinn meiri áhrif á flot ísinn. Og norðaustan áttin, sem langtímum saman að vetrinum er á þessu svæði, bæði hvöss og köld, hrekur ísinn að vesturbakkanum og færir hann þar með nær inn- takinu. Þá minnti ég á þá aug- ljósu og alþekktu staðreynd, að ef einn áll skiptist í tvo jafna, fylgir ísskrið og aurburður, sem næst, I sömu hlutföllum. Og er hætt við, að „inntak á þremur hæðum kæmi að litlu mnotum. En jafnvel þótt gert væri ráð fyrir þvf, að hægt reyndist, að skilja krapann frá vatninu, er ekki allur vandinn leystur, í orku- verið færi a. m. k. 50% rennsli árinnar þegar hún er í lágmarki en hinum helmingnum væri þá veitt í hinn fyrirhugaða Bjarnar- lækjarskurð er dr. Gunnar segir að verði 6 km breiður. Þegar ísmyndun nær hámarki og 15% af rennsli árinnar er ís og hann væri allur kominn í Bjarnarlækjarskurðinn yrðu hlut- föllin þar sem næst 2 af vatni og af ís, er ekki nokkur hætta á, að í 15 til 20 gráðu frosti að ferðin á þessum krapagraut, sem líkari væri snjóskriðu en rennandi vatni, yrði nokkuð hæg meðfram Búrfelli niður á móts við Kjalraka tungur? í Reykjavíkurblöðunum 20 marz kemur dr. Gunnar Sigurðsson yf- irverkfræðingur Landsvirkjun- ar aftur með fréttir og nú í emb- ættisins nafni. Þau skrif' eru að mörgu leyti hin athyglisverðustu og full ástæða væri til þess að ræða þau allítarlega, en láta mun ég nægja fáar athugasemdir, þótt staðhæfingar sem þar eni birtar komi mér til að rita þessar lín- ur. Þar er staðhæft: „að nýjustu líkingar dr. Deviks um ísmyndan- ir í íslenzkum ám sýnL að orku- skortur vegna ísmyndunar verði aðeins um 1% af áætlaðri orku- sölu Landsvirkjunar og það án þess að gripið yrði til aðgerða til að minnka ísmagnið." Finnst nú ekki fleirum en mér erfitt að sam rýma þetta, við það sem dr. Devik sagði í eyra alþjóðar gegnum út- varpið í byrjun þessa mánaðar. Hvað um stífluhugmynd Deviks við Sultartanga? En mér er ljóst að fleira þarf að koma til en lfk- ingar Deviks til að fá úrkomuna í prósentu af orkusölu. Hverjar eru þær forsendir? Á einum stað kemst greinarhöf. svo að orði „Miðað við þær að- stæður, sem eru í ánni í dag þ.e. a.s. án miðlunar, eða aðgerða til að draga úr ísmagninu, þá sýna rannsóknirnar í Þrándheimi að hægt er að fleyta ölliun ís, sem berst niður ána yfir stíflur og áfram niður í Þjórsá." Hér gætir ofmikillar bjartsýni, ef hægt er að nota bau orð um svo alvarleg málefni, sem hér er um að ræða, þetta stangast á við þær staðreyndir, sem við blasa af reynslu flestra, ef ekki allra rennslisvirkjana, sem hér eru til, en það eru heimilisrafstöðvarnar, sem víða hafa verið starfræktar hér á landi um langan tíma. Það má færa nokkur rök að því, að þær séu nokkurs konar módeltil raunir af stærri rennslisvirkjun um, en þó ber þess að gæta, al þær eru reistar við hagstæðari ski yrði en um er að ræða í Þjórsí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.