Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 16. apríl 1966 TÍMINN___________ lausleg áætlun um virkjun Eyjabakka - vatnasvæðis Jökulsár í Fljótsdal Svæði þetta takmarkast að norð an frá mótum Keldna-Fola-kvísl- ar vestur í Snæfellsnes. Að vest- an Snæfellsháls suður að Marteins tungurn. Að sunnan þaðan um Eyjabakkajökul austur að Geld- ingafelli. Að austan Eyjabakkar, eða öllu heldur heiðardrög austur að Háuklettum. Lægstu mæld drög svæðisins eru á Snæfellsnesi við Jökulsá í Fljótsdal, 621 m yfir sjávarmáli. þaðan suður eru vatnaflákar með leirhólum grasivöxnum suður að Eyjabakkaskriðjökli að flatarmáli á að gizka 10x5 = 50 flatar-kíló- metrar, skriðjökullinn virðist vera svipaður að flatarmáli. Allt er því þetta vatnasvæði um 100 flatarkílómetrar. Um vatna- svæði jökulsins er erfitt að dæma en vafalaust er það víðáttumikið, þar sem Jökulsá í Fljótsdal er stórfljót sem mætti áætla % af meðalvatnsárrennsli Lagarfljóts, eða segjum 60 kl/sek (m3/sek). Loftlína frá Snæfellshálsi er um 20 km að lengd, ef línan er dregin frá Snæfellsnesi að Víðidalsvarpi, þar sem hæð yfir sjávarmáli er mæld 642 m, eða 21 m hærri en við Snæfellsnes. Frá Eyjabökkum að Víðidals varpi eru heiðardrög um 7—80( m yfir sjávarmáli. Gegnum þess heiðardrög verður að grafa jarð göng að svipaðri hæð yfir sjávar máli og Snæfellsness-hæðapunkt urinn þ.e. 621 m. yfir sjávarmáli eða segjum í 600 m hæð við Víði dalsvarp. Hæðarpunktur sunnan við Esk fellshlíðar er 76 m yfir sjávarmál en botn Jökulsár í Lóni er v&f* laust lægri. Efnið úr þessum jarðgöngum hlýtur að vera hagstætt að nota til stíflugerðar frá Snæfellshálsi móts við Eyjabakkaflös austur að mótum Folakvíslar og Kelduár, sem hljdur að verða mikið mann- virki, ekki síður en jarðgöngin. Sé nú gert ráð fyrir, að þessir áður greindir 60 kl/sek renni nið ur Viðidalinn úr um það bil 600 m hæð niður í allt að 100 m hæð yfir sjávarmál eða fallhæð 500 m eftir 10—15 lengdarkílómetra lofi línu eða ofanvarpi (projection), hljóta virkjunarskilyrðin að vera hér ágæt, alveg sambærileg við hinar víðfrægu Rjúkanvirkjanir. sem eru taldar sérstaklega hag- stæðar vegna hins mikla' falls, sem er svipað eins og hér er um að ræða í þessari virkjunaráætl- un. Til skýringar um Rjúkan-v)rkj- unina skal þetta tekið fram: Ofan við Rjúkan-foss er stífla hlaðin úr j tiihöggnum granítsteinum, þaðau I er vatnið leitt í lokaðri leiðslu nokkurn veginn lárétt, eða með i litlum halla eftir hægri fjallshlíð inni, þar til hæfilegu falli er n’að (300 m). Þá er vatnið látig steyp ast hornrétt niður fjallshlíðina í 1 vatnshjólið (túrbínuna). — Þetta j endurtekur sig aftur með sama ! vatnsmagni. i Fullgerðar voru 2 „tröppur" ár ið 1927, er ég var staddur þar, vafaiaust hafa fleiri bætzt við síðan, þótt mér sé það ekki full- kunnugt. Rjúkan-fossasvæðið mun hafa verið um eða yfir 1000 m yfir sjávarmáli, svo að fleiri „tröppur” hafa rúmazt, því að landslagið var sérstaklega brattlent. Eg geri ráð fyrir, að svipuð virkjunartilhögun verði við þessa virkjun hér. „Tröppur” verða ef til vill 2 til 3 eftir ástæðum og læt um það útrætt. Ef áður greindar tölur 60 kl/ sek og 500 m fall standast mun vatnsaflið nálgast 300.000 hestöfl. Með nútíma tækni tel ég kleift að hlaða vandaðan stíflugarð, sem stenzt tímans tönn og brjóta jarð göng gegn um heiðina, sem hvoru tveggja verða varanleg mannvirki. Benda mætti hins vegar á veil- ur: 1. Vatnasvæðið er í 700 m næð yfir sjávarfleti. Frost að vetrar- lagi getur valdið truflunum og vatnsþurrð. 2. Jökulskrið getur valdið skemmdum og truflunum, ennfrem ur mikill leirburður. Þetta gildir yfirleitt um allar jökulsárvirkjan ir. Fleira mætti vafalaust telja, en læt hér staðar numið. Það skal að lokum tekið fram, að ég hef notað uppdrátt íslands, blað 8 — Miðausturland — til hliðsjónar við þessa áætlun, sem ég eftir föngum hef reynt að gera sem nákvæmasta. Vigfús Helgason. • Ljósmæðrafélag Reykjavíkur gengst fyrir merkjasölu á morg un, sunnudaginn 17. apríl, og verða merkin afgrcidd kl. 10 á sunnudag á eftirtöldum stöðum. Austurbæjarskólanum, Álfta mýrarskólanum, Langholtsskólanum, Rauðarárstíg 40, sími 12944 (Guðrún Halldórsdóttir) Laugarnesveg 106 sími 31243 (Margrét Larsen) og Bjarkarlundi, Silfurtúni, sími 50826 (Anna Kristjánsdóttir). Það er vinsamleg ósk stjórnar Ljós- mæðrafélagsins, að mæður hvetji börn sín til að selja merki og að Reykvíkingar taki vel á móti þeim. Myndin hér að neðan er af þeim börnum, sem seldu flest merki fyrir félagið í fyrra. Auglýsing Tilkynning frá yfirkjörstjórn í KeflavíkurkaupstaÖ. frá félagsmálaráðuneytinu um sveitarstjórnar- kosningar. Frestur til að skila framboðslistum við bæjar- stjórnarkosningamar í Keflavíkurkaupstað, sem fram eiga að fara sunnudaginn 22. maí 1966 er útrunninn þann 20. apríl kl. 12 á miðnætti. Yfirkjörstjórn tekur við framboðslistum í skrif- stofu Keflavíkurbæjar þann 20. apríl n.k. frá kl. 21 til 24. í samræmi við ákvæði 17. greinar sveitarstjórnar- laga nr. 58 frá 1961 skulu almennar sveitarstjórn- arkosningar í kaupstöðum og hreppum, þar sem fullir 3á hlutar íbúanna eru búsettir í kauptúni, fara fram sunnudaginn 22. maí n.k. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti miðviku- daginn 20. apríl. Keflavík 15. apríl 1966, Yfirkjörstjórn, Ólafur Þorsteinsson, Sveinn Jónsson, Þórarinn Ólafsson. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast sunnudaginn 24. apríl. Kærur út of kjcrskrá skulu hafa borizt hlutaðeig- andi sveitarstjórn fyrir 1. maí. Félagsmálaráðuneytið, 15. apríl 1966. 3 Á VÍÐAVANGI Áhugamál íslenzkra stjórnarblaða Að undanförnu hefur verið rætt um stórmál í íslenzku stjórnmálalífi og hörð átök orðið svo sem í umræðum á Alþingi. Það hefur verið deilt fast á stjórnarstefnuna í van- traustsumræðum á ríkisstjórn- ina, og nú síðustu vikur og mán uði hefur álsamninginn svo- nefnda borið yfir allt annað. Bæjarstjórnarkosningar eru að skella yfir, og ágreiningsmálin mörg. Stjórnin hefur sérstaklega átt í vök að verjast | í ál-málinu, þar sem hún er að i binda þjóðina í 45 ár af áhættu | sömum ókjarasamningi, þar I! sem rafmagn er selt á undir- | verði og íslenzku dómsvaldi og i réttargæzlu afsalað í hendur I erlendum gerðardómi. Samt er í það ekkert af þessum málum, | sem efst er á baugi hjá stjóm- arblöðunum i gær. Ritstjórara- i ir skrifa ekki forystugreinar yt sínar um þessi örlagamál íslend | inga. Svo opinber er uppgjöf | ills málstaðar. Þeir leita til • annarra áhugamála. Ritstjórar Morgunblaðsins skrifa tvíefld- an leiðara um stjrjöldina og ástandið í Vietnam og nauð- syn þess að hvika hvergi frá þeirri ágætisstefnu, sem þar hefur verið rekin með miklu veldi, og Ieggja Johnson for- setá það fyrst og síðast á minni að láta ekki dcigan síga, því að þótt Ky hershöfðingja takist ekki að halda völdum „verði menn að gera sér Ijóst, að árás- arstefnu kommúnista í Asíu verði að stöðva“. Morgunblaðið hvetur því Johnson sem fastast að herða sig í þess konar bar- áttu gegn kommúnistum, sem hefur sýnt sig að magna í sí- fcllu kommúnismann og virðist að því komin að varpa nú öllu Vietnam endanlega í faðm kommúnismans. Og meðan Johnson sjálfur reynir eftir öll um Ieiðum að losna úr styrjöld inni í Víetnam hvetur Morgun- blaðið hann sem fastast til að herða sig í styrjöldinni. „Bowling" Alþýðublaðið telur að vísu ekki krossferðina í Vietnam brýnasta umræðuefni dagsins, er taka beri fram yfir að ræða við íslendinga um verðbólgu, álsamning eða önnur íslenzk stjórnmál. Eigi að síður á það sér brýnt umræðuefni í leiðara — þá ágætu iþrótt „bowling" — amerískt kúluspil — sem það telur öllu öðru brýnna að æska þjóðarinnar taki að iðka. Muni þá margur framtíðarvandi leys ast, gott ef ekki að ókjör ál- samningsins snerust til ágætis. Um þetta dugar auðvitað ekk- ert minna en heill leiðari í Al* þýðublaðinu og feitletraður, þar sem þunginn er mestur. Þannig eru þá áhugamál þessara „ábyrgu“ stjómarmál- efna þennan daginn, meðan ríkisstjórnin skellir yfir þjóð- ina verðhækkunum á fiski, smjörlíki o. fl. svo að nemur 4 vísitölustigum, sem launþeg- ar skulu bera bótalaust um sinn og er skýlaust brot á júní- samkomulaginu síðasta, og meðan þjóðin er með allan hug ann við mörg vandkvæði ís- lenzkra stjórnmála, þá ræða stjórnarmálgögnin helzt um nauðsyn þess að Johnson verði sem allra harðastur í Vietnam- stríðinu og æskan uni sér við „bowIing“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.