Tíminn - 16.04.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 16.04.1966, Qupperneq 7
ÞiNGFRETTiR ÞiNGFRETTiR TÍMINN 1 Brýn nauðsyn sérstakra lána tíl framleiðsluaukningar 1*ram yar haltBð 2. vmræðu ttm fnrmvarp ríldsstjórn arinn ar um aS Iáta Framkvæmdasjóð íslands taka víð starfsemi Framkvæmda- bankans. Jónas Rafnar hafði tal- að fyrir áliti meirihluta fjárhags- nefndar fyrr í vikunni, en Einar ÁgnsíBson mælti fyrir áliti 1. minníbhita (E.Á. og Skú'li Guð- aaHHKisson). Nefndarálitið fer hér á eftir ásamt þerm hreytmgatniögum, er minnihkitinn flytur: Fjárhagsnefnd hefur athugað frmnvarpið, og leggur meiri hluti hennar til, að það verði samþykkt með breytmgu þeirri, sem frá er greint á þingskjaíi 451. Við und- irritaðir leggjum til, að á frum- varpinu verði gerðar frekari breyt ingar, og skal nú gerð grein fyrir þeim. 1. kafii frv. fjallar um Fram- kwæmdasjóð fslands, er taki við ejgiram og sku'ldlbindingum Fram- kvæmdahanka fslands eins og þær verða hinn 1. janúar 1967. í frum- varpinu er þó ekki gert ráð fyrir því, að sömu reglur gildi að öllu leyti um Framkvæmdasj óð og áð- ur giltu um Framkvæmdabankann. Mkilvægasta breytingin er sú, að í frumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir lánum til fjárfestingarlána- sjðða, er veita einstök lán til fram kvæmda, og hins vegar til meiri háttar opinberra framkvæmda, en einsfaklingar eiga ekki að hafa beinan aðgang að sjóðnum á þann hátt, sem nú gildir um Eram- kvæmdabankann. Úr þessu hefur nokkuð verið bætt með breyting- artillögu meiri hluta fjárfiags- nefndar á þingskjali 451, enda þótt við teljum, að eðlilegra hefði verið, að framkvæmdasjóður gæti í vissum tilfellum lánað beint til einstaklinga, að uppfylltum viss- um skilyrðum, eins og nú er hjá Framkvæmdabanka fslands. Þá eru í frumvarpinu felld nið- ur ákvæði, sem nú eru í lögum Framkvæmdabankans, um stjórn- arfundi og rétt einstakra stjóm- armanna til að krefjast þeirra. Munum við bera fram tillögu um að breyta þeim ákvæðum í það horf, er tíðkazt 'hefur. Ennfremur munum við gera það að tiHögu okkar, að við fyrir hugaðan Framkvæmdasjóð verði stofnuð framleiðnilánadeild, er hafi þann tflgang að veita atvinnu- vegunum lán umfram þau, sem fáanleg eru hjá stofnlánasjóðum, í því sérstaka augnamiði að bæta framleiðnina með aukinni vél- tækni, fullkomnara framleiðslu- skipulagi og hagræðingu. Nokkr- ir þingmenn Framsóknarflokksins í efri deild fluttu fyrr á þessu þingi frumvarp um stofnun slíkr- ar framleiðnilánadeildar við Fram kvæmdabankann. Þar sem nú er sýnt, að sá banki verður lagður niður frá og með næstkomandi áramótum, þykir okkur eðlilegt að taka þessa tillögu upp í sam- bandi við þetta frumvarp, enda kemur Framkvæmdasjóður að mestu í stað Framkvæmdabanka. II. kafli frumvarpsins fjallar um Efnahagsstofnun, en þótt sú stofn un hafi starfað síðan á árinu 1962, hefur fyrirkomulag hennar enn eigi verið ákveðið með lögum. Við teljum, að í sambandi við lagasetningu um þessa stofnun sé rétt að ákveða stjórn hennar með nokkuð öðrum hætti en verið hef- ur til þessa. Hér er um svo mikils- verða stofnun að ræða, að við telj- um sjálfsagt, að allir þingflokkar eigi aðild að stjórn hennar. Gerum við því að tillögu okkar, að inn í frumvarpið verði tekið ákvæði um, að stjórn stofnunarinnar verði skipuð 5 mönmim. Skulu 4 tíl- nefndir af þingflokkunum, einn frá hverjum, en sá fimmti skip aður af ríkisstjórninni. Samkvæmt framansögðu isggj- um við til, að á frumvarpinu verði gerðar eftirtaldar breytingar 1. Við 6. gr. Við greinina bæt- ist 3. málsgrein, svohljóðandi: Sjóðsstjórn heldur að iafnaði fund einu sinni í mánuði, en skylt er formanni að boða til aukafund- ar, ef tveir eða fleiri stjórnar- menn æskja þess. 2. Á eftir 12. gr. komi 3 nýjar greinar, svohljóðandi: a. (13. gr.) Stofna skal \ið Framkvæmdasjóð íslands séistaka lánadeild, sem nefnist framleiðni- lánadeild Tilgangur framleiðnilánadeildar er að veita atvinnuvegunum lán umfram þau, sem fáanleg eru hjá stofnlánasjóðum, í því sérstaka augnamiði að bæta framleiðnina með aukinni véltækni, fullkomn ara framleiðsluskipulagi og hag- ræðingu. b. (14. gr.) Starfsfé deildarinn- ar er: 1. Framlag ríkissjóðs, sem skal vera 10 milljónir króna á ári, næstu 10 ár, nema hærra fram- lag kunni að verða ákveðið 1 fjár- lögum. 2. Seðlabanki íslands skal tryggja sölu skuldabréfa, sem Framkvæmdasjóður fslands gefur út vegna deildarinnar, að upp- hæð 40 milljónir króna á ári næstu 10 ár. Bréfin séu til a.m.k. 15 ára, en vextir skulu ákveðnir af ráðherra. Bréfin séu tryggð með ábyrgð ríkissjóðs. 3. Lán umfram það, sem um ræðir í 2. tölulið. getur deildin tekið innanlands eða utan, eftir því sem þörf krefur og aðstæður leyfa, allt að 300 milljónum króna. Rfkissjóður ábyrgist slíkt lán. e. (15 gr.) Umsóknir um lán úr framleiðnilánadeild skutu send- ar Framkvæmdasjóði. Þeim skal fylgja: 1. Ýtarleg lýsing á því, hvernig verja eigi lánsfénu. 2. Upplýsingar um tryggingar þær, sem umsækjandi getur sett. 3. Rekstrar- og efnahagsreikn- ingur umsækjanda, ef um starf- andi fyrirtæki er að ræða. 4. Aðrar upplýsingar, sem um- sækjandi telur máli skipta eða sjóðurinn óskar eftir. Þegar umsókn hefur borizt, skal leita umsagnar Iðnaðarmálastofn- unar íslands og/eða Fiskifélags fslands eða Búnaðarfélags fs- lands, eftir því sem við á, um það, hvort tilgangur umsækjanda með lánsumsókninni sé í samræmi við tilgang þessara lagaákvæða. Að slíkri umsögn fenginni ákveð ur stjórn Framkvæmdasjóðs hvort lánið skuli veitt, enda hafi sjóð- urinn áður kannað hag umsækj- anda og veðhæfni framboðinna trygginga. 3. Við 15. gr. (er verði 18. gr.) f stað 2 og 3 málsliðar grein arinnar komi: Stjórn stofnunarinnar skal skip uð 5 mönnum Séu fjórir þeirra tilnefndir af þingflokkunum, einn af hverjum, en hinn fimmta skip- ar ríkisstjórnin, og sé hann for- maður stjórnar. Finar Ágústsson skýrði þessar breytingatillögur. Hin fyrsta er samhljóða ákvæði, sem nú er i lög um um stjórn Framkvæmdabank- ans, en þetta ákvæði hefur verið fellt niður í frumvarpinu um Framkvæmdasjóð. Önnur breytingatillagan er um stofnun sérstakrar framleiðnilána deildar. Framsóknarmenn hafa á þessu þingi og hinu síðasta flutt frumvarp um stofnun slíkrar deild ar við Framkvæmdabankann, en talið eðlilegt að freista þess að fá efni þess inn í þetta frum- varp, þar sem það kveður á um að leggja Framkvæmdabankann niður. Frumvarp ríkisstjórnarinn- ar felur ekki í sér neinar breyt- ingar, sem verulegu máli skipta, þar er ekki fjallað um nýtt fjár- magn að neinu leyti, sagði Einar, og ekki heldur um breytingar á ráðstöfun þess f jármagns, sem fyr ir er. Þessi breytingatfllaga nm sérstök framleiðnilán myndi hins vegar valda straumhvörfum og bæta úr mjög brýnni þjóðarnauð- syn. Bent hefur verið á, að fram- leiðsluaukning á síðustu árum eigi að óverulegu leyti rætur að rekja til framleiðniaukningar. Sjávarút- vegur, frystiiðnaður og iðnfyrir- tæki hefur brýna þörf fyrir að- gang að sérstökum lánum, sem varið yrði til hagræðingar, aukinn ar vélvæðingar og bætts fram- leiðsluskipulags hvers konar. 3. breytingatillagan er »m stjórn Efnahagsstofnunarinnar. Efnahagsstofnunin á að annast margháttuð störf, sem skipta aila landsmenn, og er eðlilegt að þingflokkarnir eigi aðild að stjém stofnunarinnar. Jónas G. Rafnar, framsögumað- ur meirihlutans, taldi breytmga- tillögur Framsóknarmanna óþarf- ar. Einar Olgeirsson vildi að þing- flokkarnir ættu aðild að stjóm Efnahagsstofnunarinnar. Sagði Framsóknarfl. illan flokk viðskipt- is í sambandi við áætlanagerðir og taldi breytingatiílögur Fram- sóknarflokksins ekki ganga nógu langt. Á ÞINGPALLI irk Enn var fram haldið 3. umræðu um frumvarp ríkisstjórnar- innar um verðtryggingu fjárskuldbindinga í neðri deild síðdegis í gær. Ræðna þeirra Eðvards Sigurðssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar er getið á forsíðu blaðsins í dag. ★★ Einar Ágústsson minnti á, að Gylfi hefði sagt í ræðu sinni í fyrrakvöld, að alltaf hefði verið ætlunin að Iáta verðtryggingu spari- fjár hefjast jafnt og samhliða verðtryggingu útiána. Sagði Einar þetta nýjar fréttir í málinu fyrir þingmenn, því að þeir hefðu skilið skýringar Jóhannesar Nordals, Seðlabankastjóra, svo, að fyrsta skref ið yrði verðtrygging útlána lífeyrissjóða og tryggingarfélaga, annað verðtrygging fjárfestingarsjóða og síðan og ekki fyrr verðtrygging spariinnlána með þeim fyrirvara þó, að svo miklu leyti sem því yrði við komið. Sagðist Einar fagna þessari yfirlýsingu ráðherrans, sem hann taldi, að breytti málinu verulega. ★★• Gylfi Þ. Gfslason ítrekaði, að ekki kæmi til mála annað en taka upp verðtryggingu innlána samhliða verðtryggingu útlána. ★★ Þórarinn Þórarinsson benti á, að ráðherrann hefði sagt, að reksturslán fyrirtækja hjá bönkunum myndi verða með öliu undan- þegið verðtryggingarkvöðum en reksturslánin væru einmitt megnið af sparifjárútlánum bankanna. ★-★ Fleiri tóku til máls í þessum umræðum sem stóðu til kl 7 síð degis og var haldið áfram á kvöldfundi sem hófst kl. 9 í gærkveldi. ★★- Fleiri tóku til máls í þessum umræðum sem stóðu til kl. 7 síðdegis og var haidið áfram á kvöldfundi sem hófst kl. 9 í gærkveldi. idr Gísli Guðmundsson lagði fram rökstudda dagskrá við 3. um- ræðu um frumvarpið um hægri umferð. Lagði Gísli til að málið vrði ©kki samþykkt á þessu þingi. Kvaðst hann ekki vilja mæla efnis- lega á móti hreytingunni, en taldi rétt að leyfa almenningi að ræða þetta mál milli þinga og ekki taldi hann óráSfleet að híða eftir hvf að reynsla fengist á þessa breytingu hiá Svíum áður en til skarnr vrði látlð skríða hér. Ef breytingin yrði framkvæmd yrði fsland eina ey- ríkið í Norðurálfu, sem slíka breytingu hefði gert. idc Ríkisstjórnin lagði í gær fram frumvörp um landshöfn f Þor- lákshöfn og um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna. Auglýsing Ráðsmann vantar við Sjúkrahús Húsavíknr. Um- sóknarfrestur til 5. maí næstkomandi. Launakjör: 19. launaflokkur. Umsóknir sendist til formanns sjúkrahússtjórnar, Áskels Einarssonar, bæjarstjóra, Húsavík. Stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur. Auglýsíng Ráðskonu vantar við Sjúkrahús Húsavíkur. Um- sóknarfrestur til 5. maí næstkomandi. Launakjör: 13. launaflokkur. Umsóknir sendist til formanns sjúkrahússtjórnar, Áskels Einarssonar, bæjarstjóra, Húsavfk. Stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur. Gölluð baðker frá Byggingarvöruverzlun SÍS við Grandaveg. Seld verða næstu daga nokkur gölluð baðker, bæði ungversk og sænsk. Sími 22648. hvaí —Al M □ DA- mj •> er •

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.