Tíminn - 29.04.1966, Síða 2

Tíminn - 29.04.1966, Síða 2
Vilja verkfallsrétt EJ-Reykjavík, fimmtudag. 19. apríl s.l. var haldinn aðal- fundur Starfsmannafélags ríkis- stofnana, og voru þar samþykktar ýmsar tillögur. M. a. var sam- þykkt að skora á BSRB að beita sér fyrir því, að samtökin fengju fullan samningsrétt og verkfalls- rétt. Jafnframt var bent á, að launakjör skv. dómsorði Kjara- dóms frá s.l. hausti, „væru í al- gjöru ósamræmi við launakjör á frjálsum vinnumarkaði. Þetta hef- ur haft í för með sér, að fjöl- margir starfsmenn og heilir starfs- hópar segja upp störfum sínum hjá ríkinu. Til að firra vandræð- um og halda mönnum í starfi, er gripið til þess ráðs hjá stofnun- um að greiða mönnum ýmis kon- ar uppbætur og aukaþóknanir. Með þessu móti er iðjulega skap- að nýtt misrétti, auk þess sem samningsrétturinn er lítilsvirtur og sniðgenginn. Með tilliti til þess- arar þróunar, sem fundurinn telur vítaverða, verður að gera þá kröfu Eramhaití a 14. slðu. Sigurður Magnússon á aðalfundi Kaupmannasamtakanna í gær. (Tímamynd B. Bj.) FÖSTUDAGUR 29. aprfl 1966 TÍMINN AÐALFUNDUR KAUPMANNASAMTAKANNA HARÐUR ÁREKSTUR KT-Reykjavík, fimmtudag. í dag varð harður árekstur tveggja bifreiða á Keflavíkurvegi nálægt Grindavíkurvegi. Skemmd- ust bifreiðarnar mjög mikið og eru taldar svo að segja ónýtar, en ökumenn sluppu betur. Mun ann- ar þeirra hafa læribrotnað, en hinn sloppið óskaddaður. Báðir voru þeir fluttir í sjúkrahús Kefla- víkur eftir slysið. Engir farþegar voru í bifreiðunum. FB-Reykjavík, fimmtudag. Aðalfundur Kaupmannasamtaka fslands var lialdinn að Hótei Sögu í dag, og hófst hann kl. 10 ár degis. Sigurður Magnússon for- maður samtakanna setti fundinn, og tilnefndi Hjört Jónsson kaup- mann fundarstjóra og ritara fu i ‘- arins Val Pálsson og Reyni Sig- urðsson, en síðan flutti formaður ræðu. Þá flutti Knutur Bruun framkvæmdastjóri skýrslu um starfsemi samtakanna s.l. ár. Gat frkv.stj. þess, að á vegum samtakanna stæði nú yfir mjög ýt- arleg athugun á rekstri 40 mat- vöru- og kjötverzlana, og væri sú athugun gerð skv. tilmælum við- skiptamálaráðherra og væri ætl- unin að nota hana sem röksemd ásamt fleiri atriðum í sambandi við kröfu um heildarendurskoðun á öllum verðlagsákvæðum. Ásgrímur P. Lúðvíksson gjald- keri samtakanna las ársreikninga, en síðan var gert hádegisverðar- hlé. Að því loknu ávarpaði við- Framhald a 14. síðu. Ambassador Finnl. á íslandi kemur Ambassador Finnlands á fs- landi, Suomela og kona hans, komu til Keflavíkurvallar kl. 18.20 í gærkveldi. Ambassadorinn er kominn til að taka við hér og kemur hann hingað í fyrsta sinn nú. Þeir, sem tóku á mót amb- assadorshjónunum við komuna, voru Jón Kjartansson aðalræðis- maður Finna og frú og ræðismað- ur Finnlands í Reykjavík, Harald- ur Björnsson og frú, og fröken Halla Bergs frá utanríkisráðuneyt- inu. Verðbólgan lendir með öllum sínum þunga á iðnfyrirtækjum — sagði Gunnar J. Friðriksson á Ársþingi iðnrekenda í gær EJ-Reykjavík, fimmtudag. Ársþing íslenzkra iðnrekenda var sétt í dag í Þjóðleikhúskjall- aranum, og flutti Gunnar J. Frið- riksson, formaður FÍI, þar ræðu þar sem hann sagði að telja mætti líklegt að framleiðsluaukning hafi verið í minna lagi í iðnaði hér á landi árið 1965. Á sumum svið- um muni vera um aukningu að ræða, en í öðrum nokkur sam- dráttur. Hann sagði, að framleiðslukostn aður hefði hækkað mikið. Hefði hin geigvænlega verðbólga lent með öllum sínum þunga á íslenzk- um fyrirtækjum. Þá ræddi hann einnig um tollvernd ýmissa iðnfyrirtækja, sem hafi farið sí- minnkandi, og sé sums staðar bein línis orðin að engu af völdum hins sívaxandi innlenda kostnaðar. Þá ræddi hann um smæð og fjölda fyrirtækja í hinum ýmsum grein- um iðnaðar, og kvað þetta mikið vandamál í iðnaðinum, eins og í sumum öðrum atvinnugreinum. Um þetta sagði Gunnar m.a.: „Ef fullkomin verkaskipting, sér hæfing og aukin hagkvæmni í framleiðslu, eiga að njóta sín, þá skiptir stærð framleiðslufyrirtækj- anna meginmáli. Þó hér sé um við kvæmt mál að ræða, tel ég af tvennu illu hagkvæmara og sárs- aukaminna, að sameiningu fyrir- tækja eða samstarfi sé komið á, meðan fyrirtækin hafa bolmagn til að hagnýta sér þá möguleika, sem við það skapazt. Það mun reynast haldbetra heldur en að bíða eftir því að svo sé af þeim dregið vegna harðrar samkeppni, annað hvort innbyrðis eða við er- lenda aðila, að lítils árangurs sé að vænta, eða að þess yrði beðið, að þeir, sem minna mættu sín yrðu að gefast upp eða yrðu jafn- vel gjaldþrota. Erlendis eru til I lörg dæmi um samruna fyrirtækja ekki sízt á Norðurlöndunum. Stór ar og voldugar samsteypur hafa verið byggðar upp úr fjölda smærri fyrirtækja og mætti í því sambandi t.d. nefna Tutoorg;ölverk smiðjurnar í Danmörku. Ég vil láta þess getið hér, að stjórn Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, fór fram á það við iðnaðarm.ráðherra að hann léti fara fram athugun á því, hvort aukið samstarf og sam runi íslenzkra iðnfyrirtækja væri ein af þeim leiðum sem rétt væri að fara til styrktar samkeppnis- hæfni iðnaðarins. Yrði um jákvæða niðurstöðu þeirrar athugunar að ræða, skyldi jafnframt bent á ráð- stafanir, sem stuðlað gætu að sam- starfi og jafnvel samruna fyrir- tækja í stærri heildir. Hefur iðn- aðarmálaráðherra falið fram- kvæmdastjóra Iðnaðarmálastofnun ar fslands að láta í Ijós álit sitt á því, hvemig heppilegst mundi verða að framkvæma slíka athug un og einnig gera áætlun um þann kostnað, sem það mundi hafa í för með sér. Eitt það atriða, sem augljóst er að standa muni í vegi fyrir því að um samruna fyrirtækja geti orð ið að ræða, er hlutafélagslöggjöf- in. Þau lög sem nú gilda eru frá árinu 1921 og fullnægja á engan hátt þörfum íslenzks atvinnulífs eins og það er í dag og er því Framhald á bls. 15 Leikstjórinn s.l. vori. Hljómsveitarstjóri er Bohadan Wodicko og er óþarfi að kynna hann, því að svo vel er hann þekktur sem stjórandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar hér. Um 30 hljóðfæraleikiarar munu taka þátt í flutningi óperunnar. Aðalhlutverkið syngur Magniís Jónsson, en hann er núkominn til landsins eftir margra ára starf við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Aðrir, sem fara með stór hlutverk í óperunni eru: Sig- urveig Hjaltested, Guðmundur Jónsson, sem kemur fram í fjór- um mismunandi gerfum, Svala Nílsen, Þuríður Pálndóttir, Eygló Viktorsdóttir, Guðmundur Git'ð- jónsson, Jón Sigurbjörnsson, S ærr ir Kjartansson og fl. og félagar úr Þjóðleikhúskórnum syngja með í óperunni og auk þess nokkrar dansmeyjar og aukaleikarar. Ævintýri Hoffmanns frumsýnt 6. maí Föstudaginn 6. maí frumsýnir Þjóðleikhúsið hina þekktu óperu Ævintýri Hoffmans, eftir Offen- bach. Leikstjóri er Leif áöder- ström frá Stokkhólmsóperunni, en hann er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir frátoæra sviðsetningu á óperunni Madame Butterfly á Gunnar J- Friðriksson á fundi Iðnrekenda í gær. (Tímamynd) Óperan Ævintýri Hoffmanns er í fimm þáttum og er sýningar- tími óperunnar um þrír klukku- tímar. Ópera þessi er sambland af draumi og veruleika þar sem Framhald á 14. síðu. Karlakór Rvíkur heldur tónleika KT-Reykjavík, fimmtudág. Um þessar mundir heldttr Karl- kór Reykjavíkur hljómleika fyrir styrktarfélaga sína i Áustunbæjar- bíói. Hafa allir hljómleikarnir ver- ið þéttsetnir og hefur kórinn hlot ið mjög góðar undirtektir. Fimmtu og síðustu hljómleikar kórsins að þessu sinni verða haldn ir á laugardag kl. 15.15 og verða þá seldir nokkrir afgangsmiðar við innganginn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.