Tíminn - 29.04.1966, Síða 5

Tíminn - 29.04.1966, Síða 5
FÖSTUDAGUR 29. apríl 1966 Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofui t Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán Innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Uppgjöfin mikla Þess munu fá dæmi, að ráðherra hafi gert sjálfum sér og málstað sínum annan eins óleik og Jóhann Haf- stein, þegar hann gaf tilefni til þess, að Ólafur Jóhannes- son skýrði frá fyrsta uppkastinu, sem ríkisstjórnin lagði fram varðandi gerðardómsákvæðið í álsamningnum. Með því sannaði Jóhann svo að ekki verður um villzt, að stjórnin hefur farið alveg halloka fyrir Svisslendingun- nm í þessari samningagerð. Þetta sést bezt á því, ef bor- ið er saman uppkastið og hin endanlegu ákvæði álsamn- ingsins. Uppkastið hljóðaði á þessa leið; „Rísi deila út af samningi þessum eða fylgisamningum undir stafliðum A til H, hvort heldur er um gildi þeirra framkvæmd eða skýringu, skal henni, ef ekki tekst að ná sáttum með vinsamlegum hætti, vísað til íslenzkra dómstóla til endanlegrar úrlausnar, nema hún fari til gerðar eftir 2. eða 3. málsgrein þesarar greinar. Máls- meðferðin fyrir dómstólunum skal fara að íslenzkum lögum. Mál þessi skulu höfðuð fyrir bæjarþingi Reykja- víkur, nema aðilar komi sér saman um annað varnar- þing. Alusuisse skal tilnefna lögmann búsettan á íslandi, er hafi fullt umboð til að taka við stefnu og fara með mál fyrir félagsins hönd. Fari slík tilnefning eigi fram, má fyrir Alusuisse hönd stefna formanni stjórnar íslenzka álfélagsins. 2. Sérhver deila samkvæmt 1. málsgrein skal, ef eng- inn aðili óskar eftir að vísa henni til íslenzkra dómstóla, útkljáð af gerðardómi, er 1 eiga sæti 3 menn. Formaður gerðardómsins skal vera lögfræðingur, er gegnir dómara- embætti, og skal hann tilnefndur af Hæstarétti. Eftir bráðabirgðaathugun á deilumálinu, skal formaður á. kveða, hvort hinir tveir gerðardómsmennirnir skuli vera lögfræðingar eða tæknimenntaðir menn. Gerðardóms- menn með lögfræðiþekkingu skulu tilnefndir af Hæsta- rétti. Tæknimenntaðir menn skulu tilnefndir af stjórn Verkfræðingafél. ísl. Málsmeðferðin fyrir gerðardómin- um skal fara að hætti íslenzkra réttarfarslaga. 3. Verði uppkast Alþjóðabankans að alþjóðasamningi um lausn fjárfestingardeilna fullgilt af nægilega mörgum ríkjum og af Alþingi og réttum svisneskum stjórnvöld- um, er ríkistjórnin reiðubúin að ræða þann möguleika við Alusuisse, að nota þá aðferð til sátta og gerðar, sem þar er gert ráð fyrir, enda sé um meiri háttar deilumál að ræða”. Samkvæmt þessu var það tillaga ríkisstjórnarinnar að gerðardómurinn yrði íslenzkur, ef til hans kæmi, þar sem forseti Hæstaréttar átti að skipa formanninn, og málsmeðferðin fyrir dómnum átti „að fara að hætti ís- lenzkra réttarfarslaga“. Ef dómstóll Alþjóðabankans kæmist á fót, var því aðeins heitið, að ríkisstjórnin „væri reiðubúin til að ræða þann „möguleika“ að vísa máli þangað, þ.e. íslendingar réðu því hverju sinni, hvort máh yrði skotið þangað. Með þessum ákvæðum var það fullkomlega tryggt, að álbræðslan yrði háð íslenzkum lögum og íslenzkum dómstólum. Samkvæmt hinum endanlegu ákvæðum samnings- ins skipar forseti Alþjóðadómstólsins oddamanninn í gerðardóminn, ef til hans kemur, og þannig verður þetta erlendur dómstóll. Komist dómstóll Alþjóðabankans á laggirnar, er ríkisstjórnin skuldbundin til að láta deilu- mál ganga þangað, hvort sem henni lítear betur eða vérr, ef Svisslendingar krefjast þess. Gerðardómurinn skal svo ekki aðeins fara eftir íslenzk- TÍMINN 5 | Walter Lippmann ritar um albjóðamál: Mikilvægasta hlutverk Nato er ekki lengur hernaðarlegs eðlis Þýðingarmest nú að tryggja hina pólitísku samvinnu f ÞVÍ, sem hefir til þessa komið opinberlega fram i deil unni milli Frakklands og Atlantshafsbandalagsins, verð- ur hvergi greint neitt, sem komi í veg fyrir að unnt reyn ist að koma á stafshæfu sam- komulagi án vanvirðu. Er þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir að helztu aðilarnir, Þjóðverjar, Bretar, Frakkar og Bandaríkja menn, vilji í alvöru ná sdku fe samkomulagi. Sé de Gauile aft ur á móti staðráðinn í að eyði leggja hið vestræna bandalag til þess að ná valdi yfir því, eins og sumir halda, eða Banda ríkjamenn staðráðnir í að kúga de Gaulle ti'l þess að halda for ustu sinni í Vestur-Evrópu, eins og aðrir halda fram, og þessir aðilar vilji því ekki samkomu- lag, þá eru í aðsigi mjög alvar leg vandræði í hinum vesfræna heimi. Sé látið viðgangast, að Atlantshafsbandalagið sundrist vegna reiði, gæti framtið Evrópu orðið jafn tvísýn cg völt og framtíð Asíu. Banda- ríkjamönnum er brýnna hags munamál en flest annað að stuðla að fransk-þýzku sam- komulagi um dvöl franskra hersveita í Þýzkalandi. Þeim er einnig mjög brýnt hagsmuna mál að komið sé á milli Frakka og Atlantshafsbanda- lagsins samkomulagi, sem geri sameiginlegar áætlanir kleifar og virka samvinnu í stað sam- þjóðlegrar herstjórnar. MÁLAMIÐLUN t,il hráða- birgða er mikilvægust fyrir þær sakir, að mjög alvarleg , hætta er á, að vestræn sam- vinna fari með öllu út um þúfur ef það næst ekki. Mæli kvarðinn á viðunandi samkomu lag felst ekki í því, hvort sam eiginleg áætlunargerð geti orð ið jafn virk og samþjóðleg áætlunargerð, eða samvinna um herstjórn geti á friðartírnum gefið jafn góða raun og sam- þjóðleg herstjórn. íraun og veru trúir enginn fremar, að varnir Vestur-Evr- ópu gegn Rauða hernum sé Atlantshafsbandalaginu fuíl- nægjandi tilgangur eins og nú er komið. Fáum sem engum mun til hugar koma annað en hinn ódeildi, bandaríski loft- her verði aðal haldreipið, ef verja þarf Vestur-Evrópu með De GAULLE vopnum á annað borð. Meginþýðing Atlantshafs- bandalagsins er pólitísks eðlis eins og nú er komið. Afl Atlantshafsbandalagsins er hinn mikilvægasti bakhjallur fyrir stjórnmálaaðstöðu vest rænna þjóða og eykur bæði áhrifavald þeirra og mátt. Vest rænar þjóðir hefðu skammdræg áhrif á samibúð Austur og Vesturs og framtíð Þýzkalands ef þær væru alvarlega sundur þykkar. Og þær væru alvarlega sundraðar ef einangrað Frakk land lægi milli norðurhluta Atlantshafsbandalagsins og Ítalíu og annarra bandalags- ríkja við Miðjarðarhaf. Af þess um ástæðum skulum við vona að forustan standist þá freistni að láta reiði og niðurrifslöng un ráða gerðum sínum í skipt um við de Gaulle hershöfðingja og hverfi frá allri óheillastefnu. SAMKOMULAG til bráða- birgða yrði þó þrátt fyrir allt dult viðbragð og ófullnægjandi við raunverulegum framtíðar vanda Atlantshafsbandalagsins. Höfuð vandinn er í því fólginn, að hinn upphaflegi tilgangur bandalagsins nægir því ekki um lögum, heldur einnig reglum, sem hafa skapazt hjá siSmenntuðum þjóðum, en þær geta verið deilumál og hæglega gengið í berhögg við íslenzk lög. íslenzka ríkisstjórnin hefur þannig alveg horfið frá því, sem hún setti fram upphaflega. Alveg hefur verið gengið að kröfum Svisslendinga, sem voru byggðar á vantrú á íslenzkum dómstólum og íslenzkri löggjöf. Öllu meiri uppgjöf er naumast hægt að hugsa sér i samningum við erlenda aðila. En þetta einkennir alla samnineseerðina við svissneska álhringinn, ekki þó sízt varðandi raforkuverðið Getur þjóðin treyst áfram ríkisstjórn, sem þannig heldur á málum? framar sem driffjöður. Hinn upphaflegi tilgangur er efcki framar brýnasta verkið fyrir höndum eins og hann var íyrir 15 árum. Þá var Atlantshafs- bandalagið nauðsynlegt og rétt viðbragð við þeirri alvarlegu hættu, sem á því var, að Sovét ríkin legðu meginlandið undir sig með innsíun og innrás að bakhjalli. Óttinn við að þetta gsrðist hefir verið aðaldriffjöður At- lantshafsbandalagsins og stuðn ingurinn við bandalaigið hefir ekki aðeins rénað í Frafcklandi heldur einnig í Bretlandi, sem hefir til dæmis afnumið skrán ingu til herþjónustu. Stuðning urinn við bandalagið hefir einn ig minnkað í öðrum aðildarríkj um, sem hafa dregið til muna úr varnarframlögum sínum. Betra er að lappa upp á sam komulagið við de Gaulle en að láta sig renna undan brefcfc únni niður í vandræðaaðstöðu, sem ylli ekki aðeins erfiðleik- um fyrir Frakka, heldur banda lagið í heild. En til þess að varðveita bandalagið sem virkt og máttugt áhrifaafl í málefn um meginlands Evrópu þarf að gæða það nýjum tilgangi. Tilgangur bandalagsins hefir verið vörn Vesturlanda, en til- gangur þess ætti nú að vera að brúa bilið milli Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu og koma á sættum í kalda stríðinu í Evrópu. ÞEGAR búið er einu sinni að ganga inn á þetta sem aðaltil gang vestrænna samtaka og Atlantshafsbandalagsins hættir bandalagið að vera eftirstöðvar frá horfinni öld, leifar liðins tíma. Sé lýst yfir, að aðaltil- gangur þess sé að binda endi á kalda stríðið í Evrópu, verð ur það ímynd framtíðar, sem Evrópumenn girnast, fyrirheit um endursameiningu Þýzka- lands og samræmingu Austur- og Vestur - Evrópu. Og horfur á tilveru í friði samhliða Sovét ríkjunum leiddu til stefnu, sem stuðlaði að varðveizlu heims- friðarins. Deilan um Atlantshafsbanda- lagið leggur Johnson forseta upp í hendurnar sögulegt tæki færi, sem leiðtogum voldugra ríkja veitist aðeins einstöku sinnum. Það er svipað tæki- færi og Kennedy forseti greip þegar hann flutti ræðu sína við The American University í júní 1963 um bann gegn til- raunum með kjarnorkuvopn. Það er svipað tækifæri og Truman forseti greip þegar hann stakk upp á Marshall- aðstoðinni og Atlantshafsban.da \ laginu. Johnson forseta gefst þarna einnig stórkostlegt tækifæri. Það er að gera heiminum Ijóst, að við stöndum á vegamótum í sögu vestrænnar samvinnu, og notfæra sér áhrifamátt Banda ríkjanna til þess að gæð<a £*m- tökin nýrri stefnu og nýju martomiði. J

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.