Tíminn - 29.04.1966, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 29. april 1966
TÍMINN
ar ekki nema þar. Og svo er
um fleiri atriSi, þáu; eigá- víð
á einum stað og einu sinni.
— Er ekki þreytandi að
þurfa sífellt að vera skemmti-
legur?
— Jú, víst er það þreytandi,
En ég reyni að láta þetta
skemmtistand ganga fyrir öðru
legg mig dagstund, ef ég á að
vera víða um kvöldið. Þetta
er orðið ósjálfrátt. Ég trekki
mig bara upp og læt ekkert
á mig bíta. Þegar ég skemmti
hef ég hugann við það og ekk-
ert annað — það er lóðið.
Hann ráðgast við barþjóninn.
— Nú ert þú bindindismað
ur á vín og tóbak. Hvernig
finnst þér þá að skemmta fyr-
ir háLffulla eða alfulla áhorf-
endur, eins og þú hlýtur oft
að gera?
unum, þeir eru svo þakklátir.
Ög menntaskólakrakkar eru
fyrirtaks áheyrendur. Eins og
ég sagði er prógrammið mis-
jafnt. Það verður að fara dá-
lítið eftir áhugamálum og
menntun áhorfendanna. Sums
staðar þýðir ekki að vera með
grín um pólitík, heldur taka
einhverjar vísur um kvennafar
og fyllerí og svoleiðis.
Hann svissaði yfir í Sigurð og
Iýsti athöfninni.
— Er almennt að þú sért
beðinn að skemmta í ferming-
arveizlum?
— Það fer í vöxt að fólk
slái saman veizlum fyrir nokk
ur börn og leigi sér stað og fái
aðkeypta skemmtikrafta. Einu
sinni var ég beðinn um að
skemmta í brúðkaupi, en gat
ekki komið því við. Svo var
brúðkaupinu frestað — og var
síðan aldrei haldið. Ég vona
það hafi ekki verið mín vegna.
— Ýmislegt spaugilegt hlýt
ur að koma fyrir þig oft og
einatt?
— Jú, það held ég nú. Einu
sinni skemmti ég í afmælis-
veizlu. Húsakynni voru lítil, svo
að ég varð að standa í dyr-
unum og undirleikarinn var
frammi í forstofunni. í miðj-
um klíðum þurfti ein kona að
fara. Svo að hún og húsfreyja
taka að kveðjast og kveðjast
nú og kyssast lengi og inni-
lega — beint fyrir framan mig.
Ég vissi ekki almennilega,
hvernig ég átti að snúa mér
í þessu, en endaði með því,
að ég svissaði yfir i Sigurð
Sigurðsson og fór að lýsa at-
höfninni.
Einhverju sinni gerðist það
á Hótel Borg, þegar ég var að
syngja, að fín frú fór að klifra
upp eftir löppinni á mér. Nú
leizt mér ekki meira en svo á
blikuna. En það var bótin að
ég kunni tökin að hrista af
mér hundana, þegar þeir flöðr-
uðu upp um mig í sveitinni,
svo að mér tókst að lokum að
hrista hana af mér. En það
þótti mér athyglisvert að áhorf
endur virtust ekkert taka eftir
þessu. Enda hélt ég bara mínu
striki og leit aldrei á frúna.
— Ég skal segja þér frá
einu enn. Ég var eitt sinn feng
inn til að skemmta fyrir sjúkl-
inga á Kleppi. Meðal áheyr-
enda var kona, sem hafði ver-
ið mjög langt niðri og ekki
yrt á nokkurn mann, svo ár-
um skipti. En þegar ég er langt
kominn með prógrammið, rís
konan á fætur, arkar tii'fbr-
stöðukonunnar og segir: ,rt „Af
hverju setjið þið þennan mann
ekki inn. Hann er kolvitlaus."
Já, það er ýmislegt,_sem mað
ur hefur upplifað. Á sumrin
er ég mest úti á landi. Ég er
ódrepandi að erfiðast. En víst
þarf oft að skipuleggja þetta
vísindalega. En ég er hættur
að láta mér vaxa nokkuð í
augum lengur. Einu sinni er
hringt til mín í hádegi á föstu-
degi og ég beðinn að koma
til Vestmannaeyja og skemmta
þar daginn eftir. Ég tek vel í
það. Hringi á Flugfélagið og
fæ þau svör, að kolófært sé til
Eyja og hafi verið dögum sam
an. Nú eru góð ráð dýr. Því
næst tala ég við Skipaútgerð-
ina. Þeir segja mér að engin
ferð sé til Vestmannaeyja,
nema Herjólfur sé í þann veg-
inn að leggja upp frá Homa-
Ómar í kappakstri til hægri — og tll vinstri leikur hann Louis Armstrong. Mvndirnar eru utan é
nýjustu plötu Ómars.
Ef þriggja ára barn væri ’
spurt, hvort það kannaðist við
'herra Ásgeir Ásgeirsson for-
seta eða biskupinn herra Sig-
urbjörn Einarsson mundi það
sennilega horfa á spyrjanda i
undrun og svara engu. Væri
hins vegar nefndur Ómar Ragn
arsson mundi barnið ljóma og
segja að bragði: Hann er svo
skemmtilegur. Því að Ómar
þekkja allir. Hann hefur nú
í allmörg ár skemmt opinber-
lega bæði í Reykjavík og á
ótal stöðum úti á landi, marg-
ar plötur með honum hafa ver
ið út gefnar og eru spilaðar
i útvarpinu í hverjum óska-
lagaþætti og á flestum heim-
ilum.
Ég sótti Ómar heim eina dag
stund og við skröfuðum sam-
an og neyttum gómsætra veit-
inga konu hans. Hún heitir
Helga Jóhannesdóttir, ættuð
frá Patreksfirði og þau hjón
eiga þrjú börn, Jónínu tæpra
4 ára, Ragnar 2 ára og Þor-
finn hálfs árs.
Hann fékk andann yfir sig í
Húnavatnssýslu.
— Hvert er upphafið á
frægðarferli þínum, Ómar?
— Ja, upphafið má kannski
segja að hafi orðið þegar ég
var tíu ára og var í sveit í
Langadal í Húnavatnssýslu.
Þar var Ijómandi gott að vera
og þar kom andinn yfir mig.
Ég tók að yrkja ástarljóð til
þriggja sómakerlinga, sem
bjuggu saman í torfbæ þarna
í sveitinni. I barnaskóla var
ég með í skólaleikritum, eins
og flestir krakkar og sömuleið-
is í gagnfræðaskóla. Þá samdi
ég mitt fyrsta og eina leikrit.
Það hét Dordingull og byggð-
ist á samnefndri þjóðsögu. Það
var flutt í barnatíma útvarps-
ins, en nú er handritið týnt
og tröllum gefið og ekki ýkja
stór skaði skeður. En það var
ekki fyrr en í menntaskólan-
um, að ég fpr að troða upp
með gamanvísur og slíkt.
— Semurðu sjálfur allt, sem
þú flytur.
— Já, þetta er allt heima-
tilbúið. Fyrsta árið gekk allt
vel. En svo fór ég að hugsa
og þá fór nú að versna í því.
Mér fannst ég vera búinn að
segja allt, sem segja þurfti. Nú
er þetta öðruvísi. Þetta kemur
svona smátt og smátt og sem
betur fer er alltaf eitthvað að
gerast, sem gefur manni hug-
myndir. En mikið var annað
árið erfitt. Þegar maður byrj-
ar þá tekur maður framförum
fyrst í stað. Svo er hættan á
að maður fari að staðna og
þorna upp og endurtaka sig.
Og auðvitað kemur að þvi. En
ég hef engar áhyggjur af því
enn, segir Ómar og hlær nú
dátt. Yfirleitt hlær hann mikið
og hressilega.
— Heldurðu að þú fyndir
sjálfur, ef svo færi?
— Eg yrði þess fljótlega var
Ég held nákvæma skrá vfir
þetta, fylgist með, hvar ég
skemmti og hvað ég flyt og
hvenær og hef því samanburð.
Það hlyti að vera fyrsta merk-
ið, þegar eftirspurnin færi að
minnka.
— Væntanlega eru áhorfned
ur ekki alltaf jafn upplagðir?
— Nei. En það gerist sjald-
an að þeir séu alveg frosnir.
Það er mikils vert að velja
rétt prógram hverju sinni, það
er misjafnt hvað fólk vill
heyra. Það má segja að í þess-
um bransa sé eins og í knatt
spyrnunni: Allt getur gerzt.
Ég er kannski með vísur, sem
mér finnst ágætar sjálfum, en
fólkinu þykix þær hundómerki-
legar. Og svo efni, sem mér
finnst lélegt gerir stormandi
lukku. Það er erfitt að átta
sig á þessu. Prógrammið, sem
ég hafði á pressuballinu pass-
Ómar Ragnarsson ásamt konu sinni, Helgu Jóhannsdóttur, og börnum þeirra. Frú Helga heldur á yngri
syninum, Þorfinni, dóttirin Jónína er fyrir miöju og Ómar heldur á Ragnarl. (Tímamynd GE)
— Já, ég er bindindismað-
ur, hef aldrei lagt út í að
snerta þetta. Þegar ég kem
fram á vínskemmtunum, byrja
ég oft á því að ráðfæra mig
við baiþjóninn um hvað sé mik
ið búið að drekka og hafa svo
prógramminu dálítið eftir því.
Annars eru undirtekir ekki
alltaf réttur mælikvarði á það,
hvort fólk skemmtir sér eða
ekki. Úti á landi til dæmis er
fólkið þögulla, það hlær ekki
eins mikið. En eftir á verður
maður þess var, að það heíur
skemmt sér vel og man miklu
lengur það, sem flutt var,
vegna þess það hlustar betur.
Hér í bænum skemmtir maður
kannski á einhverjum stað og
það eru dynjandi fagnaðarlæti
og klapp og svo heyri ég eftir
á, að þetta hafi reyndar ekki
verið neitt sérlega skemmti-
legt. En mikil ósköp. Ég er
ekki alltaf á vínskemmtunum.
Ég hef oft skemmt templurum,
í fermingarveizlum og komið
fram á alls kyns aðalfundum.
Og ég hef farið á sjúkrahús-
in — þar eru allir edrú! Það
er gott að skemmta sjúkling-
HANN í HÚNAÞiNGI
ANDINN KOM YFIR