Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 29. apríl 1966 TÍMINN Þarna lelkur Ómar Magga mús Þfóðlelkhússlns. í Ferðinni til Limbó, barnaleikriti fírOi. Svo að ég hringi aftur á Flugfélagið. Jú, þeir eru að leggja af stað til Hornafjarðar Ég slaufaði mat, pakkaði niður og dreif mig flugleiðis austur og rétt með naumindum að ég komst um borð í Herjólf og tók nú við 14 tíma stím til Eyja. Þeir ætluðu varla að trúa sinum eigin augum þegar ég birtist. Seinna frétti ég, að mörg hjónabönd hefðu riðað til falls. Ýmsir eiginmenn voru sem sé staddir í Reykjavík og þeir hringdu heim og sögðu: Elskan mín, það er alveg ófært og ég kemst ekki með nokkru móti. En svo sáu eiginkonurn- ar, að það var reyndar hægt og þetta hafði ég komizt þrátt fyrir allt. Það er unnt að skemmta býsna víða á skömm- um tíma, ef maður notar flug- vélarnar, heldur Ómar áfram. Einu sinni flaug ég til dæmis tvisvar sama kvöldið til Kefla- víkur. — Nei, 'bíddu nú — — Jú, svo var málum hátt- að, að ég hafði verið beðinn að skemmta kl. 11 í Keflavík. Að auki í Hafnarfirði og Reykjavík. Svo hefur annar að- ili úr Keflavík samband við mig og þá hafði ég engan tíma lausan nema kl. 8. Og þannig stóð nú á því. Þingeyingar beztu áhorfendur — og Vestmannaeyingar á vor- in. — Tekurðu undir það, sem flestir leikarar og skemmti kraftar halda fram, að Þing- eyingar séu beztu-áhorfendurn- ir? — Já. Það geri ég. Þeir eru albezta publikum, sem ég get hugsað mér. Auðvitað eru kannski hópar hér betri, en sé á heildina litið eru Þing- eyingar beztir. Og Vestmanna- eyingar — á vorin. Þá er al- veg dásamlegt að skemmta þeim. — Segðu mér frá einhverju fleiru kátlegu, sem þú hefur upplifað? — Sumarið 1959 var með fyrstu árum mínum í þessum bransa. Þá var ég eiginlega lærisveinn Haralds Á. Sigurðs- sonar, þess heiðursmanns. Hann kom fram á héraðsmóti á fsa- firði. Þar flutti Ólafur heitinn Thors ræðu og síðan skemmti Haraldur með gamansögum og var það mest hól um ísfirð- inga. Kvöldið eftir voru þeir í Bolungarvik. Þar flutti Ólafur nýja ræðu og Haraldur sagði síðan brandara, mest megnis þá sömu og kvöldið áður en sneri nú öllu upp á Bolvík- inga. Þá kom galsinn upp í Ólafi, og hann hrópaði: „Heyrðu, þetta sagðirðu nú allt á ísafirði í gær.“ En Haraldur lét ekki snúa á sig og svaraði að bragði: „Nú, mega ísfirð- ingar ekki vita, hvað Bolvík- ingar eru góðir!" Einu sinni var ég sömuleið- is á héraðsmótaferðalagi. á VestfjörðUm. Sigurður Bjarna- son alþihgismaðúr var í för- inni og einnig Gunnar Eyjólfs- son. Sigurður þurfti náttúrlega alltaf að vera að tala við fólk og líka ef hann sá börn, þá stoppaði hann til að fara út og klappa þeim á kollinn og spyrja hverra manna þau væru og biðja að heilsa heim. Ég sá, að Gunnar var orðinn dá- lítið þreyttur á því hvað við komumst lítið áfram. Svo er það enn einu sinni, að Sig- urður tekur lítinn hnokka tali og spyr hverra manna hann sé og segir síðan að drengur- inn eigi að skila kærri kveðju til pabba. Og ég heiti Sigurð- ur Bjarnason frá Vigur, segir hann. Þá vindur Gunnar sér snarlega út, dregur upp brjóst- sykurspoka, réttir að drengn- um og segir: Þetta máttu eiga, vinurinn. Og skilaðu kærri kveðju til hennar ömmu þinn- ar frá mér. Ég heiti Hannibal Valdimarsson. En það töffasta — svo að ég bregði fyrir mig gæjamál- inu — sem ég hef lent í var i fyrrasumar. Þá var ég á rúm- um sólarhring í Atlavík, Vagla- skógi, Húnaveri og aftur í Vaglaskógi, og þennan tíma flaug ég í 3 flugvélum og sat í 11 bílum. Já, þetta var æv- intýralegt. Byrjaði á laugar- dagskvöld, þegar ég er á Ak- ureyri og mér er sagt, að ófært sé austur samkvæmt veðurlýs- ingu. Þá geri ég mér lítið fyr- ir og hringi í ýmsa kunningja mína á Fjörðunum og bið þá að huga að skýjahæð og kom í ljós, að heldur hafði rofað til. Ég hafði tvo undirleikara, annan staðsettan á Akureyri, hinn fyrir austan. Nú legg ég af stað og varð að fljúga í tíu manna vél Tryggva Helga- sonar, aleinn — jú, með flug- manninum. Þetta gekk vel og síðan var haldið út á Eiðar. Morguninn eftir í Atlavík, þá til Egilsstaða og flýg ég enn til Akureyrar og þaðan er ek- ið á mettíma í Vaglaskóg og eftir það á enn glæsilegri met- tíma til Akureyrar aftur. Nú var röðin komin að Húnaveri og þá kom babb í bátinn, því að flugvélin, sem ég fékk, tók aðeins einn farþega. Því verð- ur úr, að undirleikarinn fer með annarri vél til Sauðár- króks og tekur þaðan leigubíl í Húnaver. Meðan því fer fram er ég komin langleiðina og var lent á túninu við Húnaver í fyrsta skipti í mannkynssög- unni. En ekki bólar á undir- leikaranum. Þarna var þá hljómsveitin Gautar frá Siglu- firði, snjallir strákar og fékk ég þá til að spila undir hjá mér. Það stenzt á endum, að þegar ég lýk prógramminu rennir undirleikarinn í hlað. Þá átti ég eftir aukalagið og hann rýkur upp á svið og spil- ar undir í því. En svo hreyfði hann sig ekki af sviðinu og sat sem fastast við píanóið. Hann hélt að ég hefði verið að byrja, en ekki enda, og loks varð ég hálfpartinn að bera hann út af sviðinu. Nú, nú, ég flýg rakleitt að Nesi f Fnjóskadal og undir- leikarinn fer til Sauðárkróks í bl.í Þegar ég var lentur sendi ég litlu vélina eftir honum til Akureyrar og hann þurfti ekki annað en ganga milli véla. Þannig náðist þetta allt sam- an. MINNING ■ Mé,--.-, .. .. , ... .. .. Sigríður Kolbrún Ragnarsdóttir F. 7. júlí 1950. D. 24. apríl 1966. Kveðja frá foreldrum og systkinum. f dag er þá komið að kveðju- stund því kalli sem enginn frestar, mædd eru hjörtu og meir er lund 'en minnast skal þess að um 'endurfund ■eru vonir vinanna festar. 'Þú varst okkar yndi og æska þín 'var óskanna vonum bundin, 'framtíð þín var okkur fögur sýn 'fallegt er allt þegar sólin skín 'og bros veitir lífsglaða lundin. (Þú fylltir heimilið æskuyl *í ærslum og glettni þinni, *nú ertu horfin, hljóð eru þil, 'harmurinn leitar hjartnanna til, •þar leggst hann og lokast svo 'inni. En þín er minning svo Ijúf og 'létt 'það látum við efst i huga. Þá eyðist fyrr þessi ógna frétt sem ómaði sárt við hússins stétt, böl er oss ætlaði að buga. Kveðtja frá Hrafnhildi Ingólfs- dóttur. Vertu blessuð vina mín vont er að þurfa að skilja sárlega ég sakna þín sizt má þetta dylja. Stjórnmálamenn eru ekki hör- undssárir fyrir græzkulausu gamni. — Þú gerir allmikið af þvi að herma eftir stjórnmála- mönnum okkar. Veiztu til þess að þeir hafj verið viðstaddir sjálfir og hlýtt á? — Já, ég er nú hræddur um það. Og þeir taka því mjög vel og eru alls ekki hörundssárir, enda er grínið græskulaust. Ég held að þeim sem ég hermi ekki eftir sárni frekar. Enda er það mikið kompliment að taka einhvern^ mann og herma eftir honum. Ég hef aldrei orð- ið var við að stjórnmálamenn reiddust við mig, enda reyni ég að gera ekki upp á milli þeirra, því að ég er manna ópólitískastur og elska þá alla jafnt, eins og þar stendur. Börnin kölluðu hann Svavar Gests. — Hefurðu verið heppinn með undirleikara? — Já, mjög svo. Undirleik- ari minn núna er Haukur Heið- ar Ingólfsson og hefur verið í rúmt ár. Á undan honum var Grétar Ólason í fjögur ár og á ég margra góðra stunda að minnast með honum. Það er heilmikið atriði að hafa góð- an undirleikara og helzt þann sama sem lengst. Grétar Óla- son er óvenju hávaxinn maður. Þegar ég var að leika jólasvein oig hann var ekki með mér kölluðu krakkarnir oft: „Við vitum vel hver þú ert. Þú ert Ómar Ragnarsson." En þegar Grétar var með mér kölluðu þau: „Við vitum líka alveg hver þú ert. Þú ert hann Svavar Gests. Börn eru afskaplega góðir áhorfendur, en gagnrýnin eru þau. Það þýðir ekki að ætla sér að leika á þau, því að þau sjá í gegnum það. Hann byggði sér íbúð, meðan hann var í menntaskóla. — En svo að við snúum okk- ur að öðru. Þegar þú varst í Framhald á bls. 12. Og nú ertu komin til himins heim í himnaföðurins gæsku. Með englum verður þú ein af þeim sem endalaust svífa vítt um geim um landið eilífrar æsku. (G.G.G.) Enginn var mér eins og þú oft við lékum saman. Þetta allt ég þakka nú það var oft svo gaman. Alla daga er ég hrygg eftir það sem skeði, þú varst bezt svo trú og trygg töpuð er mín gleði. Þórey Guðmundsdóttir Þurranesi Fædd 20. 12. 1882. Dáin 20. 4. 1966 í dag er til moldar borin að Staðarhólskirkju í Saurbæ Þórey Guðmundsdóttir húsfreyja Þurra nesi í Dalasýslu. Hún var fædd 20. desember 1882 að Vatnshorni, Þyrilsvalla- dal, Strandasýslu. Foreldrar henn ar voru hjónin María Jónsdótir Magnússonar, Laugum, Dalasýslu, og Guðmundur Einarsson Þórðar sonar, Snartatungu, Strandasýslu. Þórey var elzt 10 systkina og ólst upp hjá foreldrum sínum, sem þá bjuggu á Einfætningsgili og síðar að Óspakseyri í Strandasýslu og víðar. Árin fyrir og eftir 1880 eru talin hafa verið mikil harðinda- ár, og áttu sér þá stað allmiklir fólksflutningar til Vesturheims. Fólk varð að vinna hörðum hönd um á þessum árum og neita sér um allt, nema það lifsnauðsynlega. Þeirra á meðal voru foreldrar Þór- eyjar, sem bæði voru afburða dug leg og vinnusöm. Það féll snemma í hlut Þóreyjar að hjálpa til við bústörfin. Þá kom það í Ijós að hún var kjarkmikil og vílaði ekki f.vrir sér þótt á móti blési. Æsku árin kenndu henni að bjarga sér af eigin rammleik og vera veit andi en ekki þiggjandi. Menntun hlaut hún i æsku, fyrst einn vetur í kvennaskólanum i Reykjavík og síðar á Blöndósi. Árið 1913 giftist hún Ólafi Skag fjörð Ólafssyni og bjuggu þau alis í 53 ár en lengst í Þurranesi, þar voru þau í 36 ár samfleytt. Bæði voru þau hjónin framtakssöm og bættu jörð sína mikið og sáu þau er á leið grasið gróa í hverju spori er þau stigu. Ólafur lézt 15. nóvember s. 1. Dætur þeirra eru María, gift Jóhanni Jónssyni, bónda Staðarhóli, og Ragnheiður, sem er heima í Þurranesi og hef ur verið aðal stoð foreldra sinna um margra ára skeið. Ólafur Skag fjörð var í fjölda mörg ár vega- vinnuverkstjóri og þar af leiðandi mikið fjarverandi frá heimilis- störfum. Það féll oft i hlut Þór- eyjar að stjórna búi og tókst henni það prýðilega. Þórey var dugnaðar og atorku kona, tók daginn snemma til starfa Framhald á bls. .12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.