Tíminn - 04.05.1966, Side 5

Tíminn - 04.05.1966, Side 5
MDDVIKUDAGUR 4. maí 1966 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjóri: Kristján BenedLktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og lndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstl.skrifstofur > Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastrætl 7 Af- greiðslusfmi 12323. Auglýsingasimi 19523 ASrar skrlfstofur, súni 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán lnnanlands — f lausásölu kr. 5.00 eint. — PrentsmiSjan EDDA hJ. Ráðþrota íhaldsstjórn Fyrri lota útvarpsumræðnanna 1 fyrrakvöld brá upp fyrir þjóSinni ömurlegri mynd af ráðþrota og ramm- villtri íhaldsstjórn. Ráðherrarnir sjálfir virtust forðast að koma við kjarna vandamálanna og fóru í kringum þær spurningar, sem brenna á vörum manna og fólk væntir svara við, eins og kettir í kringum heitan graut. Þeir teygðu lopann með innantómum fagurgala um. að ríkisstjórnin hefði tryggt heill og hag, frelsi og framtak þjóðar og einstaklinga, eins og forsætisráðherra sagði. Ekki varð það á neinn hátt ráðið af ræðum íhaldstáð- herranna, að til væri dýrtíð í landinu, og var þar dyggi- lega fylgt heilræðinu um að nefna ekki snöru í hengds manns húsi. Framsóknarmenn deildu hins vegar mjög hart á ríkis- stjórnina og Eysteinn Jónsson rakti eftirminnilega óláns- feril hennar. Hann minnti á, að í síðustu kosningum fyr- ir þremur árum, hefði hún heitið því fyrst og síðast að stöðva nú verðbólguna, því að annars væri allt unnið fyr- ir gíg. Hún hefði haft hin beztu skilyrði til þess að ná þessu marki, aflamet ár eftir ár og síhækkandi útflutn- ingsverð. Samt hefðu skuldir út á við aukizt um mörg hundruð milljónir, og dýrtíðarófreskjan hefði blásið sundur og sækti nú að alþýðuheimilunum í landinu með meiri atgangi en nokkru sinni fyrr. Þá benti Eysteinn á, að ríkisbúskapurinn væri með þeim hætti, að ríkisstjórnin gripi til þess neyðarráðs, til þess að ríkissjóður gæti staðið við skuldbindingar sínar, að hækka neyzlufiskinn, eina brýnustu nauðþurftarvöru almennings, um 40—80%. Þá sagöi Eysteinn, að forsætisráðherrann boðaði það sem einhver þáttaskil í íslenzku atvinnulífi á borð við það, er íslendingar hófu sjálfir eflingu fiskveiðanna og fiskiðnaðar í nýjum stíl, að stórtækur atvinnurekstur út- lendinga hefjist í landinu, en gróði og endurnýjunarféð flytjist út úr landinu. Til þess að koma þessu nógu hik- laust fram, er harðri lánakreppu beitt við framtakssama íslendinga, sem bíða eftir því að fá að leysa margvísleg framfaraverkefni fyrir þjóðina. Og til þess að koma út- lendingunum inn í landið er ekki hikað við að bjóða þeim rafmagn fyrir fjórðungi lægra verð en þeir fá hjá öðrum og losa þá við að þurfa að lúta íslenzkum dóm- stólum. Ekki er hikað við að setja þessar stórframkvæmdir útlendinga niður þar sem þenslan á vinnumarkaði er mest, svo að það hlýtur að valda jafnmiklum vandræðum þar og í fólksfækkunarbyggðum og margfalda byggða- vandamálið, sem er fyrir eitt örðugasta vandamál þjóðar- innar. Ráðherrana órar eitthvað fyrir þeim vandræðum, sem þeir hafa stofnað þjóðinni í, en þeir eygja engin úrræði önnur en sömu óráðin, sem mestan þátt eiga í öngþveit- inu og boða enn harðari lánsfjárhöft og samdrátt opin- berra framkvæmda. Umræðurnar sýndu þjóðinni framan i uppgjafastjórn, sem var að reyna að fela smán sína og uppgjöf i reyk- skýi. En hvöss ádeila feykti reykskýinu frá, svo að stjórnin stóð afhjúpuð í niðurlægingu sinni í augum þjóðarinnar — stjórn, sem situr eins og dæmd í ráðherra- stólunum, meðan eldurinn, sem hún blæs að, svíður samfélagsakurinn og lendur borgaranna. TÍMINN r ■■■■■■■— ........... Krá vettvangi Sameinuðu þjóðanna: Þriðjungur borgarbóa heimsins er talinn bóa í fátækrahverfum Einn milljarður þeirra þriggja milljóna manna, sem jörðina byggja, býr í borgum. Straumurinn til borganna eykst hröðum skrefum. Heisluvernd verður æ torveldara viðfangs- efni. Þriðjungur allra borgar- búa í heiminum neyðist nú til að hafast við í óhrjálegum hreysum og fátækrahverfum í útborgunum. Iðnaðarlöndin verða að reisa kringum 30 milljón ibúðir t;l að binda enda á húsnæðisekl- una í borgunum. í vanþróuðum 1 löndum eru eins og stendur um 150 milljónir heimilislausra borgarbúa. Dánartalan er há í þeim borg ím vanþróuðu landanna sem vaxa án skipulags. Þar eru ekki gerðar fullnægjandi heilbrigð isráðstafanir, hið lélega heil brigðiseftirlit leiðir af sár víð tæka smitun og kynsjúkdómar breiðast út óðfluga. Iðnþróuð lönd fara ekki held ur varhluta af erfiðleikum „Borgarsjúkdómar" eins og stress, taugaveiklun og heilsu tjón af völdum hávaða eru í vexti jafnframt því sem spiil- ing lofts og vatns í borgurn verður æ algengari. Þurrar staðreyndir Ieiða i Ijós hættuna. Alþj óðaheilbrigðismálastof n- unin (WHO) hefur því valið efnið „Maðurinn og borg ir hans“ að yfirskrift fyrir Alþjóðaheilbrigðisdaginn, sem haldinn var hátíðlegur um heim allan hinn 7. apríl sl. Stofnunin birti í þessu tilefni skýrslur og aðrar upplýsingar sem til þessa hafa verið lítt eða ekki kunnar. í tímariti stofnunarinnar, World Health (Heilbrigði heimsins), segir að þurrar stað reyndir leiði í ljós hina brýnu nauðsyn þess að ieggja til at- lögu við vandamál borganna. Vatnsskortur er almennur um heim allan, og á nokkrum iðn þróuðum svæðum er sarna vatn ið notað átta til tíu sinnum. Víða í heiminum verður æ hættulegra að anda að sér loft inu. Mikið er talað um útblást ur véla og geislun, en iðnaður inn framleiðir árlega um 300. nýjar efnavörur, og fer úrgang ur þeirrar út í andrúmsloftið, vatnið og jörðina. Enginn veh enn, hvaða áhrif þetta hefur á íbúa jarðarinnar. í annarri grein segir holl- enzki prófessorinn A. Querido, að á sama tíma og spilling and rúmslofts og drykkjrvatns sé kunn og gegn henni sé hægt að berjast, þá geti enginn sagt með neinni fullvissu, hvað ger ist og hafi gerzt að því er varð ar andlega heilbrijði í 'ninuio víðáttumiklu. þéttbyggðu borg um. Hegðum við okk\ir eins og rottur? Mörgum spurningum er o- svarað, segir hann ennfremur Hvaða samband er milli borgar lífsins og þeirrar lækkunai verður á iðnþróuðum svæðum? Eru borgarbúar farnir að líkja eftir háttemi rottanna, þ.e.a.s. þeirra tilraunarotta, sem hætta að æxlast, þegar þær værða of margar, en fara í stað þess að berjast og éta hver aðra? Er samband milli þess fargs, sem borgarbúar eru undir dag eftir dag, og hinnar gífurlegu aukningar á ofb'eldisverkum eða hegðunar og lífsvenja ungl inga í stórborgum og einkenni legs klæðaburðar þeirra9 „Múgurinn er lífshættulegur“. Prófessor Querido álítur að maðurinn verði að leita lausn ar á þessum vanda með bví að vera einn. Með því á hann ekki við einmanaleikann. heldur frá greiningu s©m gefi manninum færi á að vera hann sjálfur, finna aftur sinn eigin kjarna „Múgurinn er lífshættulegur ' segir hann. Þess vegna verða yfirvöldin jafnan að nafa hugfast að virða einstaklinginn, hvað svo sem þau gera til að vinna bug á „borgarófreskj- unni“. Sem dæmi um vaxtarhraða borganna hefur Alþjóðaheil- brigðisstofnunin birt upplýsing ar, sem leiða í ljós vöxt borga síðan 1940. Eru vanþróuðu lönd in þar efst á blaði. Caracas (Venezúela) hefur fimmfald- azt á þessu skeiði. Sao Paulo (Brasilía), Líma (Perú), Mex- íkóborg og Bombay (Indland) hafa þrefaldazt. í Santíago (Chile), Bogóta (Colombía) Karachi (Pakistan) og Peking hefur íbúafjöldinn tvöfaldazt. Að því er snertir þéttbýli er Paris efst á blaði með 32.200 íbúa á hvern ferkílómetra, en í Tókíó eru 16.000 fbúar á fer kílómetra og í New York 13. 200. Árið 1800 eða þar um kring voru aðeins um 50 borgir sem hýstu 2 af hundraði allra fbúa jarðarinnar. í nútímanum búa 33 af hundraði jarðarbúa í borgum, og um næstu aldamót er búizt við að 60 af hundraði jarðarbúa verði borgarbúar. Tvö dæmi í World Health varpa ljósi yfir erfiðleikana. Til að reisa híbýli handa öllu því fólki, sem flyzt til borga með yfir 100.000 íbúa í Ind- landi milli 1950 og 1-975, þarf 22 milljarða dollara (946 millj arða ísl. kr.) — upphæð sem er fjórum sinnum hærri en allt það fé sem Alþjóðabankinn hef ur lánað á þeim 16 árum sem hann hefur starfað. Annað dæmi er tekið frá Bandaríkjunum. Talið er að kostnaðurinn við að uppræta slömmhverfi og reisa íbúðar hús, leggja vegi og járnbraut ir fyrir vaxandi íbúafjölda borg anna muni á næstu fimm árum nema 10 af hundraði þjóðar- teknanna. Þó er von: tl að hægt verði að stöðva þróunina — en hve langan tima það muni taka, veit enginn lifandi maður. í nokkrum þeirra landa, sem hófu iðnvæðinguna fyrir hundr að árum — Belgíu, Bretlandi. Frakklandi og Vestur-Þýzka- landi — hefur vaxtarhraði borga sífellt minnkað síðan 1930. í Bretlandi ríkir t. d. ákveðið jafnvægi milli borga og sveita. Samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er skýringin sú, að þegar 80 af hundraði íbúanna í tilteknu landi búa í borgum og bæjum með yfir 5000 íbúum, verði að telja að þéttbýlið hafi náð hámarki. UXAKJÖT hefur sífellt hækk að í verði víðast hvar í heim inum síðan 1963. Árið 1964 hækkaði verðið um 30 af hundr aði í Vestur-Evrópu, vegna minna framboðs. Verðhækkun in stöðvaðist þó árið eftir vegna þess að neytendur sneru sér æ meir að svínakjöti og alifuglum. Á árinu 1966 verð ur verðlagið sennilega lægra en síðustu tvö árin, einkum ef hinar miklu birgðir af öðru kjöti halda áfram að vera á markaði. - Höðuðvegir Asíu 55.609 km. 55.000 km. Kaflanum í höfuðvegi Asíu, sem liggja á um álfuna þvera, verður sennilega lokið árið 1970. Efnahagsnefnd Samein uðu þjóðanna fyrir Asíu (EC AFE) hefur fengið örvandi skýrslur um hvernig verkinu miðar áfram á hinum ýmsu köflum. Ásamt væntanlegum þver- vegum verður hin mikla höfuð braut samtals 55.000 kílómetra löng. Þjóðveganetið í Asíu mun smám saman einnig ná til landa eins og Filippseyja, Taiw ans, Jap«ns og Kóeru. íran Tiefur tilkynnt, að fyrsti kaflinn, frá tyrknesku landa- mærunum yfir Teheran til landamæra Afganistans, verði brátt fullgerður. f Afganistan er vænum kafla af veginum lok ið, og Pakistan hefur sinn hluta af verkefninu upp í yfir standandi fimm-ára-áætlun. Einnig í Thailandi^ miðar vel áfram með hjálp Ástralíu og Nýja Sjálands. Framkvæmdastjóri ECAFE, U Nyun, sagði á ráðstefnu í Bankok nýlega, að hin mikla höfuðbraut Asíu hefði vakið hugmyndaflug bæði íbúa og rík isstjórna. Hann lagði þó á- herzlu á, að þeir kaflar braut arinnar, sem nú væri unnið að, væru hvergi nærri fullnægj andi, og því yrði að einbeita sér að því að gera veganetið miklu víðtækara. Hann lét lfka í ljös von um að hlutaðeigandi lönd mundu gera samgöngur greiðari með því að draga úr formsatriðum við landamærin. 20 verkfræðingar vanþróaðra landa í Svíþjóð. 20 verkfræðingar frá 12 van þróuðum löndum stunda nú framhaldsnám i ASEA í Vest urási, og njóta þeir til þess stuðnings tæknihjálpar Sam einuðu þjóðanna. Námið mið ast fyrst og fremst við fram leiðslu, notkun og gæzlu raf- magnstækja.. Efíir námskeiðið í Svíþjóð sækja verkfræðing arnir hliðstæð námskeið í Úkr aínu, Vestur-Þýzkalandi og Júgóslavíu á þessu ári. Reynsla þeirra af fimm mánaða námi Framhald á 14. síðu. J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.