Tíminn - 04.05.1966, Side 7

Tíminn - 04.05.1966, Side 7
ÞINGFRETTIR ÞINGFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. maí 19S6 TlMINN 7 Oleyst verkefni hrannast upp en ríkisstjórnin er úrræðaiaus Úr ræðum þeirra Helga Bergs og Ingvars Gíslasonar í útvarpsumræðunum f útvarpsumræðunum í gær kveldi voru ræðumenn af hálfu Fram sóknarflokksms þeir Helgi Bergs, Ótetur Jöhannesson og Þór arinn Þórarinsson. Bér fer á eftir kafli úr ræðu Helga Bergs í gær kveldi og niðurlag ræðu Ingvars Gíslasonar í fyrrakvöld. Ræðna þeirra Ólafs Jóhannessonar og Þórarins Þórarinssonar verður get ið í blaðinu á morgun. Helgi Bergs sagði m.a.: Á und þegar viðskipta k.för okkar hafa farið stórbatn andi og þjóðar tekjur sívaxandi hrannast opin ber fram-kvæmda verkefni upp og bíða óleyst. Skólarnir í þétt og þrfsetnir og í dreifbýlinu skortir þá víða alveg til ómælds tjóns fyrir skólaæsk uiia. Framkvæmdir í skólamálum hafa ekki náð því, marki, sem sett var í þeirri alræmdu framkvæmda áætlun, sem gefin var út fyrir þrem árum til að gera frambjóð end-um stjórnarflokkanna auðveld ara, að gefa kosningaloforð sín með alvörusvip. Talsvert miklu fé hefur hins vegar verið varið til sjúkrahúsbygginga, enda ekki van þörf á. En þessu fé hefur verið svo óskynsamlega dreift að þess sér fáa staði. HáMbyggðir sjúk-ra hússkr-okkar verða að vísu fleiri og fleiri, en fáium er lokið, og standa þessi ónotuðu verðmæti fyr ir ailra augum og minna á þá óstjóm í framkvæmdamáluim, sem við búum við. En þær kröfur, sem gera verður til þessa þáttar heil biigðisþjónustu á* síðari hluta 20. aldar, standa enn óuppfylltar. Strandferðaþjónustan hefur smátt og smátt verið að fara í niðurníðslu á undanförnum árum. Skipin hafa verið að ganga úr sér og henta ekki nýjum viðfangsefn um. Af hálfu þingmanna Fram sóknarflokksins hafa verið hafðar uppi kröfur um endurnýjun flot ans, en þeim hefur ekki verið sinnt. Nú berast þau tíðindi að selja eigi tvö af skipum útgerðar innar án þess að nokkurt nýtt eigi að kaupa í staðinn. Ríkisútvarp ið hafði það eftir sjávarútvegs málaráðherra, að strandferðaþjón ustan myndi eftir sem áður verða óbreytt. En það hefur ráðherrann nú varla sagt. Hann er svo skarp skyggn maður, að hann sér það í einni sjónhendingu, að óbreytt gæti hún ekki verið, ef skipunum fækkaði um tvö. Hins vegar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið, að það eigi að veita nægilega góða þjónustu með minni tilkostnaði, þá er bara eftir að vita hvað talin er sægilega góð þjónusta handa því fólki, sem þrjóskast við kalli viðreisnarinnar og heldur áfram að byggja strendur og eyj ar þessa lands. Útlitið í vegamálum er ekki björgulegt. Verkefnin á því sviði eru mörg víðsvegar um land. Stærst og fjárfrekust eru verkfn in í hraðbrautunum, sem ekki verð ur með neinu móti undan ekizt að takast á við nú þegar, því sú fjármunasóun, sem fólgin er í því að eyða hundruðum milljóna til viðhalds úrelts vegakerfis og eyði- leggja þúsundir farartækja fyrir aldur fram á hálfófæru-m vegum er meiri en við eigum að leyfa okkur. Samt lét fjármálaráðherr- ann þess getið í skýrslu, sem 'hann flutti á Alþingi, að fjárhags- grundvöll skorti til byggingar hraðbrauta og óráðlegt væri að byrja nú á nýjum meiri háttar vegaframkvæmdum. f meðmælum, sem vegamála- stjóri sendi fjárhagsnefnd ed. með frumvarpi sem Framsóknarmenn fluttu um aukið fé til vegabygg- inga, segir hann m.a.: „f greinargerð með frumvarp inu er réttilega á það bent, að tekjustofn vegasjóðs skv. vegalög- um hrökkvi mjög skammt til lausn ar þess verkefnis, sem framundan er í vegamálum og vegalög bein- línis mæla fyrir um, en það er lagning hraðbrauta með varan- legu slitlagi á þeim vegum, þar sem ætla m-á, að umferð yfir sum- armánuðina verði 1—10 þús. bif- r-eiðir á dag innan 10 ára. Þe-ssir vegir eru í gildandi vegaáætlun taldir alls um 148 km. vegalengd, en af þeim eru taldar fullgerðar hraðbraut.ir 42 km og í raun róttri aðeins um 37 bm, en það er Reykjanesbrautin, sem sá vegur er að mestu byggður fyrir láns- fé. Umferðartalning sl. 2 ár bend- ir til þess, að hraðbrautir skv. 12 gr. vegalaga muni við endurskoð- un á vegaáætlun lengjast um a.m.k. 200 km, þar sem við hraðbrautir munu bætast langir vegakaflar, eins og t.d. Vesturlandsvegur frá Þingvallavegamótum að vegamót- um við Borgarnesbraut enn frem- ur Borgarnesbraut, Akranesvegur, Þingvallavegur, Suðurlandsveg- ur frá Sel-fossi að Skeiðavegamót- um, auk ýmissa stuttra vegakafla við Akureyri, Egilsstaði og víðar. Þá eru og óleyst óhem-ju verk- efni við lagningu þjóðbrauta og landsbrauta svo og byggingu nýrra brúa og endurbyggin-gu gamalla brúa, eins og nánar var rakið í greinargerð með trllögu til vega- áætlunar fyrir árin 1965 til 1968.“ Þetta var úr bréfi vegamála- stjóra og þar segir ennfremur, að vextir og afborganir vegna láns- fjár, sem notað hefur verið til vegagerðar seinustu árin nemi nú 54% af því fé, sem samkv. vega- áætiun er varið til nýrra þjóðvega og brúargerða. Hvað verður langt með sama áframhaldi þangað til það allt fer í vexti og afborgan- ir? Af þessu er auðvitað ljóst, að stórauka verður framlög til "vegamála, en fjármálaráðherrann segir nei. Það verður að bíða. Só- unin verður að halda áfram. Það skortir fjárhagsgrundvöll til að hætta henni. Þetta eru aðeins dæmi af sviði opinberra þjónustuframkvæmda Og allt er það á eina lund. Ein- rnitt núna eru verkefnin látin hrannast upp í stað þess að nota tækifærið í góðærinu til að leysa þau. Og kostnaðinum af því, sem gert er, er í sívaxandi mæli velt yfir á framtíðina 54% af fjárveit- ingum til nýbyggingar vega fer til að greiða vexti og afborgan- ir og þessi hluti fer sívaxandi. Svipaða sögu er að segja af öðr- um þát-tum opinberra fram- kvæmda. Einmitt núna telur ríkisstjórn- in, að við séum ekki menn til að borga fyrir verkefni samtímans af samtímatekjum. Þetta er allt svo erfitt og snúið, einmitt niina. Ingvar Gíslason komst þannig að orði í niðurlagi ræðu sinnar í útvarpsumræð- unum í fyrra- kvöld: Þegar núver- andi stjórn arflofekar kömu til valda, lýstu forvígismenn þeirra yfir því með talsveröum fyrirgamgi, að höfuðviðfangsefni ríkisstjórnarinnar og aðalmarkmið hennar væri að reisa við efna- hagslífið, viðhalda hallalausum rík iSbúskap og gæta efnahagslegs jafnvægis. Til þess þurfti öðru fremur að hafa hemil á verðbólg- unni, enda fóru þeir ekki dult með það, að verðbólgan væri sú mein- vættur efnahagslífsins á hverjum tíma, sem kveða yrði niður án 1 hiks og tafar. En hver er svo árang-ur sex ára viðreisnarstjórnar? Er ríkishúskapurinn rekinn ballalaus? Er verðbólgan stöðvuð? Er jafnvægi í efnah-agslifinu? Öllum þessum spumingum er svarað neitandi. Við búum við hel sjúkt efnahagskerfi, hraðvax- andi verðbólgu og óðadýrtíð, sem ekki sér fyrir endann á. Þótt hæstvirt ríkisstjórn sé þaul sætin, hefur hún fyrir löngu misst tökin á stjóm mikiivægustu lands- mála. Hafi hún einhvern tíma haft trú á upphaflegum efnahags- og fjármálaaðgerðum sínum, þá er sú trú horfin fyrir löngu. Stöðv- un verðbólgunnar er augljóslega ekki lengur á stefnuskrá núver- andi ríkisstjórnar. Fyrirhugaðar stóriðju- og hernaðarframkvæmd- ir útlendinga í landinu benda sizt til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir ástandi efnahagsmál- anna. Getur varla hjá því farið, að framundan sé hið æðislegasta kapphlaup um vinnuaflið í land- inu milli innlendu atvinnuveg- anna og erlendu stóriðjunnar, sem gæti endað með algeru stjórnleysi í kaupgjaldsmálum og verðbólgu, sem enginn veit, hvern endi hefur. Ég kem enn að þeirri spurn- ingu, hvað verði um hag þeirra landshluta, sem búa við atvinnu- erfiðleika og alltof litlá fólksfjölg- un. Getur nokkrum dulizt, að hin, ar miklu framkvæmdir útlendinga á aðalþenslusvæði landsins hljóta að hafa bein og óbein áhrif til hins verra gagnvart framförum í öðrum landshlutum, sem þegar hafa dregizt aftur úr um mann- fjölda, félagslega aðstöðu og at- vinnulíf? Nýstofnaður Atvinnu- jöfnunarsjóður breytir því miður litlu í því efni, þö að hann sé góðra gjalda verður út af fyrir sig. Akureyringar munu m.a. spyrja spyrja þeirrar spurningar, hver verði framtíð iðnaðarins á Akur- eyri, sem fram á síðustu ár hef- ur verið í allörum vexti og auk- izt að fjölbreytni, enda horn- steinn atvinnulífsins í bænum og sú atvinnugrein, sem veitt hefur Akureyrarbæ mesta vaxtarmögu- leika. Því miður hefur iðnaður- inn þar átt við örðugleika að etja um nokkurt skeið — eins og iðn- aður landsmanna í heild — sem fyrst og fremst má kenna verð- bólguþróuninni og óhagstæðri stjórnarstefnu. Ef áfram heldur sem horfir, vofir hætta yfir út- flutningi iðnvarnings frá Akur- eyri, sem hafinn var fyrir nokkr- um árum og vei-tt hefur miklar gjaldeyristekjur og ágæta at- vinnu í bænum. En þannig er um atvinnulífið almennt, að það fær ekki staðizt til lengdar skefjalausa verðbólgu- þróun. Saga núverandi ríkisstjórnar er vissulega einn meiriháttar hrak- fallabálkur, sem auðvitað er harmsefni, því að þjóðin geldur j þess, þegar il-la er á málum henn- ar haldið, og eftirleikurinn verst- ur, þeim mun örðugri sem óstjórn og forystuleysi varir lengur. En jafnframt hefur komið í Ijós, sem e.t.v. er verst af öllu, að forystulið stjórnarflokkanna virðist ekki þekkja þá lýðræðis- legu leikreglu, að ríkisstjórn beri að víkja úr valdastóli, þegar henni mistekst að koma málum sínum fram eins og þau hafa verið boð- uð. Þessi grundvallarregla lýðræð- is og þingræðis er hvarvetna í heiðri höfð nema þar sem póli- tfskt siðleysi er á háu stigi. Kristján Thorlaeius S. 1. laugardag tók Kristján Thorlacius sæti Einars Ágústsson á Alþingi sem 11. þingmaður Reykjavíkur. Góðir áheyrendur! Það er löngu kominn tími til breytinga á stjórn- arháttum á íslandi. Það er brýn þörf fyrir nýja for- ystu í landinu. Það er þörf fyrir samstillt átak og heilbrigða sam- stöðu milli stétta og stjórnmála- flokka um varanlegar úrbætur í efnahags- og fjármálum. Vandamál efnahagslífsins eru ekki óleysanleg, en ég fæ ekki séð, að þau verði leyst án víð- tækrar samstöðu innan og utan Alþingis. Nýir menn verða að koma til sögunnar, ný viðhorf að skapast. Það skiptir ekki máli að deila um fortíðina. Nútíð og fram tíð er hið eina sem nokkru v-arð- ar í stjórnmálum. Við búum í ágætu landi, auðugu að margs kon ar gæðum, sem ekki eru nýtt nema að litlu leyti. Þjóðin er ung og dugmikil og fús til fram- taks og mennta. Þessum góðu eiginleikum hennar þarf að beina inn á jákvæða framfarabraut und- ir nýrri og samstæðri forystu. Klæöningar Tökum að okkur klæðningar og viðgerðir á trévérki á bólstr uðum húsgögnum. Gerum einnig tilboð í viðhald og endurnýjun á sætum í kvik- myndahúsuin, félagsheimilum, áæthmarbifreiðum og öðrum bifreiðu í Reykjavík og nær- sveitum. Húsgagnavinnustofa BJARNA OG SAMÚELS, Efstasundi 21, Reykjavík, Sími 33-6-13. Guðjón Styrkársson, hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 22, sími T 8-3-54. NITTO JAPÖNSKU NITIO HJÓLBARDARNIR f flostum sfærðum fyririiggjandi f Tollvörugoymsiu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35-Sfmi 30 360 Á ÞINGPALLI Fundir voru í báðum deildum í gær og var fjöldi mála afgreidd- ur sem lög frá Alþingi. ★★ Fundur verður í sameinuðu Alþingi í dag en búizt er við að þinglausnir muni verða á fhnmtudag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.