Vísir - 02.11.1974, Page 2

Vísir - 02.11.1974, Page 2
Ætlar þú á rjúpnaveiðar um helgina? Arthúr Farestveit, verzlunar- stjóri: —Nei, þaB hafBi ég ekki hugsaB mér. Mér finnst rjúpna- skyttiri frekar lélegt sport. Ég vil heldur kalkún I jólamatinn en rjúpu. örn Jónsson, forstjóri: — Nei, ég er löngu hættur aB veiBa rjúpu. MérfinnstljóttaB sjá hana deyja, þó mér finnist gott aB smakka hana á jólunum. Jósef Jósefsson, atvinnuleysingi: — Nei, mér er illa viB rjúpna- skyttur. Ég er meB skála uppi á HellisheiBi og þær hafa oft unniB á honum skemmdir meB þessu skyttirii sinu. Hannes SigurBsson, verzlunar- skólanemi: — Nei, mér finnst þetta komiB út i öfgar. ÞaB er oröiB allt of mikiB af þeim. MaBur getur ekki fariB i gönguferB út fyrir bæinn án þess aB eiga á hættu aö vera skotinn i mis- gripum. Reynir Guðjónsson, verzlunar- skólanemi: — Nei, ég hef engan áhuga á aö skjóta rjúpur og finnst þær vondar til átu. Ég hef fariö á gæsaskyttiri, en þá veiddi ég ekkert. Rúnar Sigurbjörnsson, húsa- smiöur: — Nei, þaö get ég ekki, þar sem bæBi byssan og leyfiB er staBsett úti á landi. Ég hef dundaö viB þetta i um þaö bil þrjú ár i Noröur-Múlasýslu, en árangurinn er auövitaö misjafn eins og gerist og gengur. „Miðaði á mig pístólum" Kaldar kveðjur ó Umferðarmiðstöð Grétar Þ. Hjaltason skrifar: „Þegar ég kom með póstvagninum frá Selfossi um kl. 17.20 sunnudaginn 27. okt. sl. fékk ég heldur kaldar kveðjur við Umferðarmiðstöðina. Er ég var að stíga út úr vagn- inum, vissi ég ekki f yrri til en durgur einn mikill stóð fyrir framan mig og miðaði á mig tveim pístólum, sinni með hvorri hendi, og hvæsti á mig að ég skyldi afhendi sér farangur minn, ella hlyti ég verra af. Auðvitað, og í skelfingu minni, gerði ég eins og durgurinn skipaði. Þar með var hann horfinn eins og jörðin hefði gleypt hann ásamt minni ágætu, gömlu, drapplituðu ferða- tösku, og hefur síðan ekkert til þeirra spurzt. Því miður sá ég ekki al- mennilega framan í fant- inn (durginn) vegna ryksins sem kom undan vagnhjólunum og hest- unum (eins og vera ber). Mér þótti mjög vænt um þessa tösku, (lá viö ég ynni henni hug- ; ástum),er ég var búinn aB eiga i ein fimmtán ár, og haföi jafnvel hugsaö mér aö gera hana aö nokkurs konar ættargrip. Þess vegna þætti mér vænt um aB durgurinn skilaöi mér töskunni, þó ekki væri nema tómri. Hann gæti sett hana á einhvern ákveö- inn staB og hringt i mig i sima 26300 (vinnustaö) og látiö mig vita hvar hann heföi sett hana. (Þeir hafa þetta stundum svona i stóru ókunnu löndunum). Jæja. Ef satt skal segja, þá hvarf taskan (sú drapplitaöa) frá Umferöarmiöstööinni umræddan sunnudag milli kl. 17.30 og 20.30. Hún var I hólfi i afgreiösluboröi, sem er framan viö pakka- afgreiösluna, en á þessum tima þurfti ég aö skreppa til Kefla- vikur. Annars settist ég niöur og skrifaði þetta, vegna þess aö mér finnst timi til kominn aö settir verði upp skápar i Umferöar- miöstööinni, eins og viöa eru er- lendis á svipuöum stöðum. Þeir standa opnir með lykli i, taskan eða farangurinn er settur i skáp- inn, peningur er látinn I rauf, og þá er hægt að læsa skápnum og taka lykilinn meö sér. Gildir peningurinn þá vanalega einhvern ákveðinn tima. Það getur nefnilega verið mjög bagalegt aö gera ekki geymt farangur sinn um helgar i öruggri geymslu, á stað sem Umferöar- miðstööinni.” Gloppa í Ijósa- skoðuninni Tveir ökumenn skrifa: „Viö höfum alloft oröiö varir viö þaö I dimmviöri, aö vinnu- vélar sem aka um göturnar eru meö stórhættulegan ljósabúnaö. Mjög oft lýsa ökuljósin beint framan i augun á manni, eöa i ýmsar áttir. ökuljós vinnuvéla eru yfirleitt hátt uppi og lýsa beint niöur á mann. Allir bifreiöaeigendur, sem ekki létu stilla ökuljósin fyrir slöustu mánaöamót, mega nú eiga á hættu sektir fyrir aö hafa ekki lokið þvi. Þaö skiptir engu máli, þótt ljósin skaöi engan. Þar sem umferö vinnuvéla er talsverö um göturnar, viljum viö fá aö vita hvort eitthvert eftirlit sé meö þvl hvort ljósin séu stillt á þeim og hvort þau séu yfirleitt nokkuö stillt.” Valtarareru meöal þeirra vinnuvéia sem mega aka um göturn- ar, likt og bilar. En þeir eru ekki skyldaöir til neinna ljósa- stiliinga, né heldur aBrar vinnuvélar. Þór Magnússon, öryggisskoö- unarmaöur, gaf eftirfarandi upplýsingar um ljósabúnaö vinnuvéla: Þaö er Öryggiseftirlit rikisins sem skoöar allar vinnuvélar. Þær sem aka úti á götum eru kallaöar farandvinnuvélar. Engar reglur eða lög eru til um ljósastillingu þessara vinnuvéla. Viö skoöum vélarnar yfirleitt alltaf á vinnustaö, og þar er öll aðstaða erfiö til skoðunar. En ef viö sjáum að ljós á vinnuvél vis- ar óeölilega útávið, þannig að hætta gæti stafað af, lögum við þaö aö sjálfsögöu. En ekki er um neinar finstillingar aö ræöa. Vegfarandi i Kópavogi hringdi: „Þaö hefur löngum veriö erfitt að rata um vegakerfiö i Kópavogi, en nú er oröiö beinlinis hættulegt aö fara þangaö. A.m.k. varö ég fyrir slikri reynslu. Ég var á leiö i Kópavoginn og sá þá, aö vegurinn af Hafnar- fjaröarvegi upp á Kópavogsháls hafði veriö opnaöur. Þar sem ég ætlaði að beygja inn á Borgar- holtsbraut, var þetta að sjálf- sögðu bezta leiðin. Þessi nýopnaði vegur er breiður og vel mal- bikaður, svo ég ók nokkuð greitt þótt myrkur væri. Þarna er engin götulýsing, en ég lét þaö ekki á mig fá. Þegar ég kom svo upp á hæöina, sá ég allt i einu að ég stefndi á benslnstöðina sem þar er. Þá var nefnilega óvænt beygja hinum megin við hæðina, niðri i lægö. Ég náöi beygjunni meö naumindum og slapp þvi. En mér finnst þetta stórhættu- legur vegarkafli, sem þyrfti aö vara viö meö hættumerkjum, meðan ekki er komin lýsing þarna”. Verkfræðistofan Mat sf. hefur eftirlit með framkvæmdum þarna, svo blaöið sneri sér til Baldurs Jóhannessonar verk- fræöings og spuröi hann hvernig á þessu stæöi. „Þessi braut er raunar ekki fulíbygö nema upp að Hábraut þ.e. efst á bungunni. Þess vegna kemur þessi lægö og beygja niður i hana. Rafmagnsveitur Reykjavikur eru ekki tilbúnar til þess aö setja upp götulýsingu þarna, fyrr en um miöjan þennan mánuð. Þangað til veröa veg- farendur þvi að sætta sig viö myrkriö. En það var vissulega rætt hvort ætti aö opna götuna án lýsingar. Sú ákvörðun varö svo ofan á, aö opna hana. Ég ók þarna um meö Kópavogslög- Þetta er vegurinn sem veg- farendur eru hvekktir á. Þar sem sendiferöabillinn er, kemur óvænt beygja á veginn, sem menn sjá ekki, vegna þess aö vegurinn liggur niöur I lægö. Þarna vantar einnig alla lýsingu og aövörunarmerki Ljósm. Visis BG. reglunni áöur en opnaö var, en þar sem engar athugasemdir komu frá henni, hafa ekki verið settupp aðvörunarmerki. En þaö má vera að þeirra heföi þurft meö i brekkunni.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.