Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 6
Vlsir. Laugardagur 2. nóvember 1974. Á VÍSIR Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: R itst jórnarf ulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Se/n/r oð vakna Stjórn Francos á Spáni hefur hert einræðið að nýju. Ráðherrar, sem töldust hafa gengið of langt i lýðræðisátt, urðu að vikja, og af þvi leiddi enn frekari sundrung i stjórnarliðinu. Stjórnin er sein að þekkja sinn vitjunartima. Franco er fjörgam- all, og að honum gengnum mun skapast tóma- rúm. Menn hafa bundið vonir við loforð forsætis- ráðherrans, Carlos Arias Navarros, um að leyfa stjórnmálasamtök, áður en árið er liðið. Verði það ekki gert von bráðar, er hætt við upplausn. Þá gæti rautt einræði tekið við af hinu svarta. Óttinn við aðra borgarastyrjöld og bræðravig hefur ráðið mestu um, að Spánverjar hafa þolað völd Francos. Franco er 82 ára gamall, og hann varð alvarlega sjúkur i sumar, svo að óttazt var um lif hans. Fáir munu vænta þess, að Juan Car- los, sem Franco vill að verði konungur á Spáni að sér gengnum, muni geta stjórnað landinu. Byltingin i grannrikinu Portúgal hefur valdið ókyrrð á Spáni. Navarro tók við embætti i janúar siðastliðnum, og siðan hefur slaknað á böndum einræðisins. Þótt hann forðist að segja berum orðum, að leyfa skuli stjórnmálaflokka, hafa um- mæli hans verið skilin þannig. Fjölmiðlar hafa verið frjálsari en áður i sögu Francoeinræðisins, og nokkur stjórnmálasamtök hafa litið dagsins ljós án mikillar leyndar. Þau umbrot eru i spönsku þjóðlifi að dagar fas- istaeinræðis hljóta brátt að vera taldir. Spánn er á hraðri leið til vestræns lýðræðis, en ljón eru á veginum. Meðal annars hefur svarta einræðið fætt af sér öflugan kommúnistaflokk, eins og oft vill verða. Kommúnistaflokkurinn er bannaður, en hann er vel skipulagður, og bandarisk blöð telja, að hann kunni að hafa fylgi um fjórðungs landsmanna. Enn er alls óvist, hvort lýðræðið fær að þrifast i Portúgal. Þar þurfti byltingu til að velta ein- ræðisstjórninni úr sessi. Þar höfðu lýðræðis- flokkar ekki fengið tima til að þróast. Reyndar væri það stórmerkilegt, ef lýðræðið fengi staðizt stóráfallalaust við þær aðstæður. Stjórnin i Mad- rid ætti að læra af þessu, ella flýtur hún sofandi að feigðarósi. Spánverjar eru að vakna af fjögurra áratuga þyrnirósarsvefni. Stjórnmálaáhugi vex ört, eink- um i millistéttunum. í skoðanakönnun, sem hefur verið haldið leyndri, mun meirihluti manna hafa lýst fylgi við lýðræðisskipulag. Spurningin er, hve miklar fórnir þjóðin þurfi að færa, áður en þvi verður komið á. Noti stjórnin ekki tækifærið og ýti undir þróun i lýðræðisátt, er voði fyrir dyrum. Stjórnarflokk- urinn er sjálfur sundraður og mundi sennilega klofna, ef sameiningartákn hans, Franco, félli frá. Tilraunir til að lappa upp á einræðið mundu liklegast valda uppreisn, sem gæti tafið framsókn lýðræðisaflanna um langan aldur. Hins vegar lofar góðu, a?Tmyndazt hefur visir lýðræðislegra flokka, frá hægri til vinstri. Þar eru menn, sem gætu stjórnað á nýjum Spáni. —HH Versta ástand i 15 ár Þá mun repúblikanaflokkurinn, flokkur Nixons og Fords forseta greiða hann með fyigistapi i þingkosningum. Allir spá miklu tapi, jafnv. að litlu muni muna, að demókrataflokkurinn fái 2/3 af öllum þingmönnum, en þá gæti þingið upphafið neitunar- vald forsetans. Ford væri þá illa kominn þau tvö ár, sem eftir eru af kjörtlmabili forseta. Þö er óvist, að sigur demókrata verði svo mikill, en Ford er skelfdur. Hann hefur ferðazt um landið og varað við hættunni á því, að tveggja flokka kerfið „hrynji” vegna mikilla yfirburða demó- krata yfir repúblikönum. segir almenningur Bandarikjamenn telja ástandið I þjóðmálum verra en það hafi verið siðustu fimmtán árin, að minnsta kosti. Sú er niðurstaða skoðanakannana. Þeir hafa mestar áhyggjur af verðbólgu og öðrum meinsemdum I efnahags- málum. Verðhækkanir og hækkun framfærslukostnaðar eru efst á blaði og sfðan koma glæpir og of- beldi. t fjórða sæti af mein- semdum, telur almenningur vera spillingu I stjórn. Watergatemálið sjálft kemur þó fyrst 119. sæti en er að sjálfsögðu þáttur I „spill- ingu I stjórn”. Almenningur hefur hins vegar miklu minni áhyggjur af utanrlkismálum en áður hefur verið. Ford hefur mistekizt. Jafnvel frambjóðendur flokks hans nefna nafn hans sjaldan I ræðum. Hann var lengi vongóður. Kjósendur eigna repúblikana- flokknum yfirleitt ekki verð- bólguna. Lengi fram eftir sumri réð leiðinn á Watergatemálinu, sem almenningur taldi hafa verið of mikið I fréttum, miklu um, að menn gerðu yfirleitt lltið úr áhrifum þess. Þótt kjósendur vilji kannski gleyma Nixon og Watergate hið skjótasta, vilja þeir, að einhverjir borgi fyrir það. Frambjóðendur repúblikana verða að gjalda þess, hvort sem þeir hafa átt nokkurn hlut að þvl WATERGATE- VÍXILLINN FELLUR í GJALDDAGA Dómstólar i Reykja- vik fjalla um, hversu alvarlegt mál það hafi verið að eigna Vörðu landi „Votergeitvíxil- inn”. Niðurstaðan verður vafalaust, að sá snepill hafi ekki verið á ferðinni á íslandi. Sá raunverulegi Water- gatevixili fellur hins vegar í gjalddaga i Bandarikjunum 5. nóvember. Fjárhagstjón forsetaflokksins Upp koma svik um slðir. Margir hefðu talið réttmætara, aö repúblikanar hefðu greitt fyrir Watergate þegar I forseta- kosningunum fyrir tveimur ár- um, en þá tókst að sveipa málið hulu fram yfir kosningarnar. Auk þess glæptust demókratar á að setja alltof róttækan mann, McGovern, fram gegn Nixon. Nú þegar hafa repúblikanar greitt hluta af vlxilupphæðinni I reiðufé. í fyrsta skipti hafa fjárframlög til frambjóðenda demókrata orðið meiri en framlög til repúblikana, sem þó hefur verið talinn „flokk- ur hinna rlku”. Mörgum þeim auðugu, sem venjulega hafa lagt fé kosninga- sjóð repúblikana, sárnaði, að fjármunir úr sjóðnum voru látnir renna til njósna um andstæð- ingana og margs konar rógsher- ferðar. Auk þess bjóða repúblik- anar nú fram „þynnra lið” en Ford forseti. — Frambjóðendur repúblikana nefna hann sjaldan. Repúblikanar hafa aldrei náð sér á þinginu eftir kosningasigra demókrata 1958 og 1964, þótt for- setinn hafi verið úr þeirra röðum slðan 1968. Demókratar ráða 57 af 100 þingsætum I öldungadeildinni og 248 þingsætum I fulltrúadeild- inni gegn 187 þingmönnum repú- blikana þar. 32 af fylkisstjórum landsins eru demókratar og 18 repúblikanar. Það er augljóst, að mikill sigur demókrata I kosning- unum eftir helgina yrði áfall fyrir flokk Fords, sem hann yrði lengi að komast yfir. Ford sjálfur yrði ekki sigurstranglegur I forseta- kosningum eftir tvö ár. Rocke- feller er ekki samur eftir bakstur siðustu vikna, og Reagan fylkis- stjóri og Goldwater þingmaður eru sennilega of langt til hægri. Watergatevixillinn er talsvert hár. Glenn geimfari er einn demókratanna, sem búizt er við að sigri. Sumir segja, að hann verði einhvern tima forseti Bandarikjanna. — Glenn og ekkja Martin Luther Kings. áður, þvi að margir hæfileika- menn hafa dregið sig I hlé. Kjósendur eru annars með fúlasta móti. Margir hafa skömm á öllum stjórnmálamönnum. Þó eru fréttaskýrendur sammála um, að undir niðri brenni reiði við repúblikana, enda er flest I molum I þeim flokki. Höfuösmaðurinn, Nixon, var hrakinn úr forsetastóli, og eftir- maður hans, Ford, látinn fella niður ákærur á hendur honum, áður en dómstólar gætu fjallað um málið. Ford var ekki illa látinn, fyrr en hann gerði þetta. Margir aðrir af leiðtogum repú- blikana féllu á Watergatemálinu. Varaforsetaefni Fords, Nelson Rockefeller, er I sviðsljósinu vegna fégjafa út um allar trissur. Ekkert liggur fyrir um svindl I þvi máli að svo stöddu, en það rýrir mjög stöðu hans. eða ekki. Hið sama gildir um þá, sem hafa verið andvígir Nixon I flokknum. Þetta á einkum við um verkamenn, sem áður voru farnir að kjósa repúblikana allt eins og demókrata. Fólk skeytir litið um þau rök Fords, aö demökratar hafi vakið verðbólguna með stækkun rlkis- báknsins á slnum tima og það geröi illt verra að afhenda þeim tvo þriðju þingsæta og þau miklu völd, er þvl mundu fylgja. Demó- kratar hafa llka lært nokkuð af ósigri hins róttæka McGoverns I kosningunum 1972, og þeir forðast nú flestir hverjir allan „vinstri lit”, jafnvel McGovern sjálfur. Demókratar leggja kapp á að vinna atkvæöi „millibilsmanna”. Þó er sennilegt, að .þingflokkur demókrata verði nokkru frjáls- lyndari en áður með tilkomu yngri manna eftir þessar kosningar. Illlllllllll wmm Umsjón: H.H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.