Vísir


Vísir - 02.11.1974, Qupperneq 20

Vísir - 02.11.1974, Qupperneq 20
Ákveðnir að sýna , Sœríngamanninn' — „Dreifingaraðilarnir hafa verið tregir á að láta myndina“, segir forstjóri Austurbœjarbíós „Við erum ákveðnir i að sýna myndina. En það er ekki okkar að segja siðasta orðið um það. Kvikmyndaeftirlitið getur gert sinar athugasemdir, og ég efa ekki að lögregla skoði myndina áður en hún kemur til sýninga. Ég veit hins vegar ekki hvort nokkur getur stoppað svona mynd.” Þetta sagði Arni Kristjánsson, forstjóri Asturbæjarbiós, i við- tali við Visi i gær um kvikmynd- ina „The Exorcist”. Hann bætti þvi við, að enn hefðu ekki verið gerðir samningar um sýningu myndarinnar hér á landi. „Dreifingaraðilarnir hafa verið tregir á að láta myndina frá sér. Þess vegna býst ég við að hún verði dýr og skili þarafleiðandi litlum hagnaði,” sagði Arni. Hann sagðist ekki búast við að samningar um sýningar tækjust fyrir áramót. Visir spurði hvort afstaða heföi verið tekin til ályktunartil- lögu biskups á Kirkjuþingi um að myndin verði ekki sýnd hér: lendis. „Nei, ekki af okkar hálfu”, sagði Arni. „Ef við neitumdreif- ingaraðilanum um að sýna myndina hérlendis, getur hann snúiö sér til annars kvikmynda- húss. Ég tel þvi að félag kvik- myndahúsaeigenda verði að fjalla um málið o_g vera sam- taka um annaðhvort að sýna ekki myndina eða sýna hana.” Hér má geta þess, að i Bret- landi er myndin bönnuð innan 18 ára og I Bandarikjunum innan 21 árs. A íslandi er hæst hægt að banna aðgang börnum yngri en 16 ára. —ÓH Alþýðu- blaðinu „Það sýnist auðsótt að fá fram- tiðarmannskap. Það hafa nokkrir sótt um, en það tekur tima að velja úr þeim hópi,” sagði Freysteinn Jóhaimsson, ritstjóri Alþýðublaðsins i viðtali við VIsi I gærkvöldi. t gær hófu tveir nýir blaðamenn störf á Alþýðublaðinu. Annar þeirra, Halldór Valdimarsson, er nýr i blaðamannastétt og sömu- leiðis Hallur Helgason, sem verð- ur ljósmyndari blaðsins. Þá sagði Freysteinn, að þeir Oddur A. Sigurjónsson og Cecil Haraldsson mundu vera til að- stoðar fyrstum sinn, meðan verið er að koma nýjum mönnum i skörð þeirra sem sögðu upp. —ÓH „Legg þetta mól í dóm kjósenda' — segir sr. Karl Sigurbjörnsson Ég er alveg orðlaus yf- lega á mina eigin á- ir þessu. Mér þykir allt þetta moldviðri alveg fráleitt. Ég sæki um embætti sóknarprests í Hallgrimssókn alger- byrgð og að eigin frum- kvæði, sagði sr. Karl Sigurbjörnsson, er Vis- ir hafði samband við hann. Slöari hluta þessarar viku hafa umsóknir presta um Hall- grlmskirkju verið i sviðsljósinu, með mótmælum sr. Kolbeins Þorleifssonar við erindisflutn- ingi á miðvikudaginn og siðar kæru þar að lútandi. Þá hefur sem kunnugt er sr. Páll Pálsson dregið til baka umsókn sina um embættið. Sr. Karl er þvl annar tveggja umsækjenda um emb- ættið. „Mér finnst mjög ósmekklegt að blanda föður minum I þessi mál á þann hátt sem gert hefur verið,” sagði sr. Karl. „Hann á hér engan hlut að máli. Að öðru leyti vil ég ekkert segja um þetta mál, heldur leggja það i dóm kjósenda og treysti dómgreind þeirra.” —SH „Viðbrögð mín áttuekki að bitna á séra Páli" — segir sr. Kolbeinn Þorleifsson „Ég verð að segja, að mér er brugðið. Sr. Páll er alls góðs maklegur og eins góður og margir aðrir i islenzkri presta- stétt til að sækja um þetta emb- ætti.” sagði sr. Kolbeinn Þorleifsson um það, að sr. Páll Pálsson dró umsókn sina um prestsembætti við Hallgrims- kirkju til baka. „En ég verð að leggja á það áherzlu, að minum hörðu við- brögðum gagnvart útvarps- lestrinum á miðvikudag var ekki ætlað að bitna á sr. Páli, heldur áttu þau að koma honum til góða. Astæðan var sú, að ég uppgötvaði þrjár staðreyndir, sem allar eru samtengdar. 1 fyrsta lagi var þremur prestsembættum slegið lausum samtimis, til þess að sem fæstir sæktuum Hallgrimssókn. 1 öðru lagi er umsóknarfresturinn út- runninn innan viku eftir minn- ingarhátiðahöldin um sr. Hall- grlm. I þriðja lagi er kallað saman kirkjuþing I Hallgrims- kirkju, einmitt þá daga sem kosningabaráttan er að fara af staö fyrir alvöru. Ofan á allt þetta bætist siðast- liðinn miðvikudag rómantisk lýsing útvarpsmanns á ágúst- deginum á útlíðandi lýðveldis- ári 1944, þar sem margumrædd ræða var flutt. Ég var það kunn- ugur ræðum Sigurbjörns bisk- ups, að ég vissi aðhér var um að ræða eldfimustu ræðu, sem hægt var að draga fram i kosn- ingabaráttu móti okkur sr. Páli. Þess vegna mótmælti ég og reyndi árangurslaust að stöðva flutninginn, en er það mistókst, kærði ég til útvarpsráðs með ósk um, að slikt endurtæki sig ekki, hvorki I útvarpi né sjón- varpi. —SH Nýr mcmnskapur ó Menn frá tollstjóraembættinu fóru i gær i eina af hljómplötu- verzlunum bæjarins og tóku með sér þaðan bitlaplötu eina, sem þeim þótti grunsamleg. Þetta var gert eftir að Visir hafði spurzt fyrir um málið hjá embættinu. Undanfarið hefur verið til sölu I verzlun þessari nokkurt magn bitlaplatna, sem merktar eru v. meö miða sem á stendur: „Til sölu til bandariskra hermanna eingöngu”. Sams konar miði og þessi mun vera á hljómplötum sem seldar eru á Keflavikurflugvelli og þótti þvi réttara að athuga feril þessara platna. Verzlunin heldur þvi hins vegar fram, að plötur þessar hafi hún fengið I sendingu frá Banda- rikjunum. Þegar plöturnar komu, þótti merkingin að sjálfsögðu undarleg og var þvi spurzt fyrir um ástæðuna hjá bandariska seljandanum. . O Viðkomandi dreifingaraðili verzlar hins vegar bæði við herinn og almenna kaupendur. Það gefur hins vegar auga leið, að slikar hermerkingar hafa litla þýðingu, ef merktar plötur eru seldar hverjum sem hafa vill. Þykir mönnum þvi sennilegra að einhvers staðar sé maðkur i mysunni, annaðhvort hér á landi eða erlendis, nema þá að pakkar hafi hreinlega ruglazt i sendingu. Blaðið spurði Björn Hermanns- son tollstjóra um rannsókn málsins. „Við tókum með okkur eina af þessum merktu plötum, sem eru innan um aðrar ómerktar. I okkar augum er auðvitað ekki eðlilegt að hér séu til sölu plötur, sem eingöngu eru ætlaðar til sölu innan hersins. Hvort plöturnar hafa slæðzt á almennan markað á ferli sinum erlendis eða hér á landi hefur ekki enn tekizt að skera úr um. En málið er I rannsókn.”. —JB s. i/i! LITAR ¥ ONLY Þannig eru hljómplöturnar merktar. A hljómpiötuum- slögin er settur llmmiði, sem gefur til kynna, að þessar sak- leysisiegu bitlaplötur megi ekki selja öðrum en þeim, sem skráðir eru I Bandaríkjaher. Hann hafði hins vegar sjálfur fengið plöturnar svona upp i hendurnar, en eftir þvi sem hann komst næst hjá þeim aðila, er hann kaupir af, höfðu þessar hljómplötur verið sendar, þar sem plötur fyrir almennan markað voru uppseldar. Hvaðan koma hljómplötur merktar hernum? — Tollstjóri rannsakar feril rokk- hljómplatna vísir Laugardagur 2. nóvember 1974. Um það leyti i gær- kvöldi, sem umferðin var eins og hún verður mest á föstudagskvöld- um i Reykjavik, varð drengur fyrir bil i Álf- heimum, rétt við Glæsi- bæ. Slysið varð, er drengurinn skauzt milli bila skammt frá merktri gangbraut. Hann var fluttur á Slysavarðstof- una, þar sem meiðsli hans voru könnuð. Hann reyndist hafa fengið höf- uðhögg, en ekki alvar- legt, og fékk fljótlega að fara heim. Myndina tók ljósmyndari Visis, B.G. er verið var að mæla upp slysstaðinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.