Tíminn - 08.05.1966, Síða 7

Tíminn - 08.05.1966, Síða 7
SUNNUBAGUR 8. maí 1968 Sine Manibus ÞJóðleMiúsið sýnir um þess- ar mundir „Prjónastofuna Sól- in“ eftir Halldór Laxness. Þar kennir margra grasa og menn eru ósammála um hvað vakir fyrir skáldinu. Hitt er óumdeil- anlegt, að víða bregður Lax- ness upp skýrum myndum af háttemi þeirra manna, sem nteð falsi og blekkingum hag- nýta sér trúgimi og hrekkleysi samborgarann a. Ein eftirminni- legasta persóna leiksins er Sine Manfbus, sem birtist handar- vana á sviðinu í fyrsta þætti. Það er ekki hægt annað en að fyllast samúð með þessum gjórvílega manni, sem hefur orðið fyrir þeini óhamingju að missa hendumar, enda hefur hann notið hjélpar og samúðar meðborgaranna í ríkum mæli. Áður en kemur að lefltslokum er það hinsvegar uppiýst, að hann hefttr hendur í bezta lagi, en hefur brugðið á það ráð að fela þær, tíl þess að geta átt náðuga daga. Þessi sérstæða leikpersóna Laxness minnir óbeint á núv. ríkisstjóni, þótt hún leiki brögð sín með aHt öðrœn hætti. Engmn aðili í þessu laiidi þykist hafa röskari hendur og lagnari en ríkisstjóm in. Það má ekki ósjaldan draga þœr ályktanir af ummælum sjálfra ráðherranna, að ekki beri aðeins að þafcka þeim all- ar þær framkvæmdir, sem ein staköngar og félagssamtök hafa ráðizt í seinustu árin, heldur stjómi hendur þeirra fiskigöng- inn og veðurfari og því riki hér góðæri tfl lands og sjávar og hátt verðlag á útflutningsvörum. Stjómrn er sannarlega fljót að taka til höndunum og hand- tök hennar bregðast ekki, þeg- ar hún segir sjálf frá eða mál- gögn hennar. Raitnveruleikinn er hins vegar sá, að undan- tekningahitið alltaf, þegar reyn- ir á og taka þarf eitthvert mál- efni föstum tökum, reynist rík- isstjómin ráðvilit og .handar- vana. Þá detta af henni gervi- hendurnar. Stærsta verkefnið Hið nýlokna þing er ömur- leg sönnun þess, hve ráðvillt og handarvana ríkisstjórn er í viðureign sinni við þau mál, sem mestu skipta. Ef skyggnst er til nágranna- ríkja okkar í Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku, verður það fljótt ljóst/hvaða verkefni það er, sem dkisstjórnirnar þar telja stærsta verkefni sitt. Þetta verkefni er að tryggja heil- brigða stjórn efnahagsmála, að halda verðgildi peninganna traustu, að hamia gegn dýrtíð og verðhclgu. Svo mikiivægt telja ríkisstjórnirncr þetta verk efni, að þær hafa þráfaldlega lagt niður vóld, ef þær hafa ekki getað leyst það farsællega. af .hendi. Þær hafa metið meira þjóðarhag en að hanga getu- lausar í stjómarstó'.um. Hér heí- ur verið farið öfugt að. Síðan Bjarni Benediktsson varð for- sætisráðherra fyrir tveimur >g hálfu ári, hefttr dýrtíð magnazt hér hraðar en nokkm sinni fvrr og hefur þó oft verið slæmt ástand hjá okkur í þessum efn um. Aukning dýrtiðar hjá okkur á þessum tíma hefur líka orðið margfalt meiri en hjá nokkurri annarri Evrópuþjóð. SkýrsÞ r Efnahagssamvinnustofnunnar, sem birtar vora í síðastliðnum mánuði, bera þess vitni, að sein ustn tólf mánuðina hefur dýr- tíðaraukningin hér orðið þrisvar til fimm sinnum meiri en í flestum öðrum löndum Vestur- Evrópu. Þessi öfugþróun hjá okkur stafar af því, að ríkis- stjórnin hefur alveg gefizt upp að hafa nokkur raunhæf tök á efnahagsmálum. Afleiðingarnar segja líka til sín: Meðan kaup- máttur tímakaupsins hefur hækkað 25—40% í flestum lönd um Vestur-Evrópu síðan 1958, hefur hann staðið í stað á ís- landi og tæplega það. Meðan vinnutíminn hefur verið að stytt ast í öðrum löndum Evrópu, hef- ur hann stöðugt verið að lengj- ast hér. Meðan atvinnufyrirtæk- in í öðrum löndum Evrópu skýra frá traustri og batnandi afkomu, lýsa atvinnufyrirtækin hér versn andi afkomu og vaxandi ugg. Þó hefur góðærið verið meira hér en nokkru sinni fyrr og þjóðartekjur vaxið meira af völdum þess, en i flestum eða öllum löndum Evrópu. Dýrítðarþing Eins og áður segir, er nýlokið þing ömurlegt dæmi Dm ráða- leysi og handarleysi ríkisstjóm- arinnar í dýrtiðarmáiunum. Búizt var við, að nokkur breyt ing myndi verða i fjárstjórn rjk- isins við bröttfór Gunnars Thor- oddsens. Raunin hefur orðið allt önnur. Fyrsta fjárlagaaf- greiðslan undir forustu aftir- manns hans einkenndist af hækkun margvíslegra skatta. Benzínskattur var hækkaður, fasteignaskattur var margfaldað ur, rafmagnsverð var stórhækk- að o.s.frv. Samanlagt skipta þessar skattahækkanir hundruð um milljóna króna og hækkuðu framfærsuvísitöluna um mörg stig. Þetta þótti þó ekki nóg, haldur voru niðurborganir á vöruverði lækkaðar um 90—100 millj. kr. og verð á fiski og smjörlíki hækkað tilsvarandi. Þetta mun hækka vísitöluna um mörg stig. Af öllu þessu atferli ríkisstjórnarinnar hlýzí stór- felld dýrtíðaraukning, sem mun leiða til kauphækkana, þær aft ur til verðhækbana og þannig koll af kolli. Þannig hefur ríkis- stjórnin ekki aðeins gefist upp á hinu nýlokna þingi við allt viðnám gegn dýrtíðinni, heldur haft forustu nm stórfellda aukn ingu hennar. Ofan á alla þá verðbólgu, sem fvrir er, ætiar hún svo að bæto við stór- framkvæmdum í Hvalfirði og Straumsvík. Annað er því ekki fyrirsjáanlegt en að verðbólg- an magnist um allan heiming næstu misserin. Hið nýlokna þing verðuv þannig mesta dýr- tíðar og verðbóiguþing i sög- unni. LJndanhaldsstjórn Seinasta þing leiddi það ekKi aðeins í ljós, að ríkisstjórnin TÍMINN Gunnar er ráðvillt og handarvana í þeim innanlandsmálinu, er mestu skiptir, efnahagsmálunum. Hún er ekki síður ráðvillt og handar- vana í skiptum við erlenda aðila. Um þetta ber álsamning- urinn bezt vitni, þar sem rikis- stjórnin fellst á, að við sættum okkur við, að Norðmönnum sé borgað 28% meira fyrir raf- orkuna, og göngumst jafnframt undir það, sem engin stjórn í Vestur-Evrópu hefur áður gert, þ.e. að fyrirtæki, sem starfar i landinu, skuli undanþegið íslenzkri lögsögu hvenær sem því þóknast. Hvort tveggja sýn- ir, hve háskalegt það er að 'hafa slíka undanhaldsstjórn við vöid. Það skal svo viðurkennt, að nýlokið þing afgreiddi ýmis gagnieg mál, en ekki er að vænta raunliæfrar framkvæmd- ar þeirra að óbreyttri stjórnar- stefnu. Þannig voru t.d. sam- þykkt stórmerk iðn fræðslulög, en ekki einum eyri varið til framkvæmdar þeirra! Þannig má nefna fjölmörg dæmi. Það á nefnilega betur við i dag en nokkru sinni fyrr, sem Ólafur Thors sagði í árslok 1962: Ef ekki tekst að vinna hug á verð- bólgunni allt unnið fyrir gýg. Og á þeim vettvangi er ríkis- stjórnin ráðvillt o? handarvana. Þeirri staðreynd verður ekki breytt, þótt hún veifi með gervi höndum ýmsum umbótamálum og eigni sér verk annarra, jafn- vel fiskigöngur og veðurfar. En ef til vill tekst ríkisstjórninni að blekkja einhverja með þessu að hætti Sine Manibus. Fallinn dýrlingur Sú var tíðin, að Gunnar Thor- oddsen var mesti dýrlingur Sjálfstæðisflokksins. Það hefur jafnan verið höfuðþáttur í valda báráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að fela sjálfan flokk- inn sem mest, en auglýsa borg- arstjórann sem dýrling. Þetta tókst ótrúlega vel með Gunnar. Um skeið var Gunnar dýrkaður svo mjög, að þegar eitt sinn skarst alvarlega í odda milli hans annarsvegar og Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors hinsvegar, reyndist Gunnar þeim miklu fylgissterkari í Reykjavík. Hann tók við átta bæjarfulltrúum, þegar hann tók við borgarstjórn af Bjarna Bene diktssyni, en skilaði þeim tíu, þegar hann lét borgarstjórnina af hendi við Geir Hallgrimsson. Svo vel hafði það tekizt að aug- lýsa Gunnar sem dýrling. Nú er komið talsvert annað hljóð í strokkinn varðandi Gunnar. Nú er hann fallinn eng- ill hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann var látinn hætta borgar- stjórninni, þegar bæjarbúar fóru að sjá í gegnum dýrðar- gloríuna og að borgarstjórn hans var allt önnur og lakari en Mbl. og Vísir höfðu haldið fram. Síðar féll hann á prófi sem fjármálaráðherra og dvelst nú í einskonar útlegð í Kaup- mannahöfn. Nýr dýrlingur En Sjálfstæðisflokkurinn þurfti að fá sinn dýrling, þegar Gunnar steyptist af stalli. Þá var ákveðið að búa til nýjan dýr- ling úr Geir Hallgrímssyni. Brátt eftir að hann varð borgar- stjóri, fór það að kvisast út, að Geir hefði engan veginn átt góða aðkomu. Það hefði ýmis- legt gleymzt í borgarstjórnartíð Gunnars Thoroddsens, þrátt fyr ir allt lofið í Mbl. og Vísi um hina frábæru og aðdáunarverðu stjórn hans. Það vantaði götur, skóla, sjúkrahús, dagheimili og fleira og fleira. En þetta gerði ekki svo mikið til. Nú væri kominn borgarstjóri, sem bætti úr öllu þessu. Geir Hallgríms- son væri alveg fráhær maður. Svo vel hefur þessi áróður tekizt, að Geir Hallgrímsson er ekki lengur neinn jarðneskur maður í aúgum heittrúuðustu Sjálfstæðismanna, þótt enn sé ekki orðinn eins stór dýrðar- baugur um hann og Gunnar Thoroddson, þegar baugur hans var mestur. I-Iámarki sínu náði þessi áðdáun á dögunum, þegar Geir tók upp þekkta skrumaðferð amerískra stjórn málamanna, þ. e. að gefa mönn- um kost á að spyrja aðeins ör- ____________________________7 stírttra spurninga, en svara þeim síðan með t margfaHt lengra máli. Á þennan hátt geta jafnvel bögubósar farið með sigur af hólmi. Hvað hefur Geír gert? Vitanlega geta íhaldsblöðín bent á ýmislegt, sem gert hef- ur verið á vegum borgariimar seinustu fjögur árín, enda hafa verið lagðir á þyngri sikattar en nokkru sinni fyrr. Hitt er hins vegar staðreynd, að ástandið í mörgum málum hefur ekki batnað, heldur versnað síðan Geir tók við. Þrengslin í skól- unum hafa ekki minnkað, ekki hefur dregið úr vöntun á dag- heimilum, hraðinn í spftala- byggingum hefur ekki aukizt, búsnæðisskorturinn í borgkmi hefur síður en svo minnkað. Hér hefur ekki tekizt að mæfca aukinni aðkallandi þörf, heldtir hefur sigið á ógæfuhlið. Smnt af þessu hefur stafað af hreina aðgerðaleysi borgarstjóra. Ma. hefur húsnæðisskorturhm aak- izt vegna skorts á lóðum. f fjárstjórn borgarinnar hef- ur ekki bólað á neinnm trm- bótum. Þvert á móti held- ur sama bruðlið og skipulags- leysið þar áfram. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, hefur borgarstjóra ekki einu sinni tek izt að samræma svo störf borg- arstofnana að ekki sé verið að brjóta upp sömu göturnar ár eftir ár. Þótt sjö ár séu liðin síðan borgarstjórn Gunnars Thoroddsens lauk, svífur sami andinn enn yfir flestum starfs- sviðum borgarinnar. Sennilega er ekki rétt að ásaka Geir harðlega fyrir þetta frekar en Gunnar á sinni tíð. Þegar sami flokkurinn fer lengi með völd, breytist lítið við það, þótt skipt sé um borgarstjóra. Það er flokkurinn, sem ræður milli kosninga, þótt reynt sé að fela það í kringum kostning- ar með því að reyna að skapa geislabaug um borgarstjórann, en láta flokkinn gleymast. Flokkurinn ræður Löng reynsla hefur sýnt það, að það skiptir ekki svo miklu máli, hvort borgarstjórinn heit- ir Pétur Halldórsson, Bjami Benediktsson, Gunnar Thorodd sen eða Geir Hallgrímsson, ef flokkurinn á bak við þá er alltaf sá sami. Borgarstjórar fara og Ikoma, en flokksvélin starfar áfram og heldur við spilltu og afturhaldssömu valdakerfi, eins og jafnan fylgir Iöngum yfir- ráðum sama flokks. Strax og Geir Hallgrímsson veldur ekki dýrðarhlutverkinu lengur, verður hann látinn fara svipaða leið og Gunnar Thor- oddsen. Innan Sjálfstæðisflokks- ins er þegar hafin barátta um það, hver skuli hreppa sæti hans. Þegar þar að kemur mun borgarbúum sagt, að það sé raunar alveg rétt, að Geir hafi ekki tekizt vel, en það muni ekki gilda um eftirmann- inn. En hvernig, sem það val tekst, mun flokksvél Sjálfstæð isflokksins halda áfram að vera hinn raunverulegi valdhafi eins og í tíð Gunnars og Geirs, þótt reynt verði áfram að fela hana Framhald á bls. 14. Menn og málofni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.