Tíminn - 13.05.1966, Page 8

Tíminn - 13.05.1966, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 13. mai 19fi6 TÍMINN rnm ', '■••■■% Í-N, íftl & . iili ; x-i-y? ........ 111 ......................................."?> ................... " >n> í mh f. n***** * álitið gagnvart ykkur. Var fólk ekki fremur tortryggið í garð íslenzks iðnaðar á þessu bernskuskeiði hans? — Jú, almenningsálitið var á móti okkur, en við héldum ótrauðir áfram, og fyrsta tH- boðið, sem við gerðum var í ofna fyrir Flensborgasrkólann í Hafnarfirði. Erlendir ofnar höfðu verið boðnir í skólabygg- inguna, en okkur var lofað tilboðinu, reyndist það ekki hærra en þau frá kaupmönn- unum. Þorðum við þvi ekki annað en slá 30% af útsöln- verðinu og biðum eftirvænting- arfullir átekta, og við reynd- umst nákvæmlega einni krónu l.ægri, en lægsti kaupmaðurinn. Á þessum ofnum þurftum við að bera fimm ára ábyrgð. en þegar tiu ár voru liðin frá því að verkið var unnið grennsl- uðumst við fyrir um það, hverr. ig ofnarnir hefðu reynzt og fengum þau svör, að f öll þessi ár hefði ekki þurft að hreyfa skrúfu í einum einasta ofni. Svo vel tókst fyrsta stóra verk- efnið okkar. Litlu munaði að illa færi. — En örðugleíkarnir láta sjaldan á sér standa, heldur Sveinbjörn áfram, og brosir lít ið eitt. Fyrstu ár fyrirtækis- ins reyndust okkur þung í skauti á ýmsa lund. Ilitaveita Reykjavíkur tortryggði olc^'ur og taldi ofnana ekki hépþilega fyrir iaugarvatn. Salan drþst saman, eigendur - og starfs- menn þurftu að lækka kaup sitt verulega, rekstursfé reynd- ist of lítið og glundroði og missætti olli því, að hluthafar *tóku að selja hlutabréf sín fyr- ir niðursett verð. Á tímabili rambaði fyrirtækið svo að segja á barmi gjaldþrots. Sáum við hjónin þann kost vænstan að taka lán til að auka hlut- deild okkar í félaginu. Þetta var seint á öðru ári fyrirtækis- ins. Fyrst i stað gekk hvorki né rak, en smám saman fór fyrirtækið að rétta úr kútn- um og með tímanum jókst skilningur fólks á framleiðsl- unni, vinsældir hennar urðu meiri með hverju árinu, sem leið, og í ársbyrjun 1942 má segja, að fyrirtækið hafi verið komið á réttan kjöl. Fram að þeim tíma höfðum við fram- leitt Helluofna eingöngu og millihitara frá 1939, en um þetta leyti fórum við að færa út kvíamar og skapar því árið 1942 nokkur tímamót i sögu Ofnasmiðjunnar. Um þetta leyti voru í stjórn fyrirtækis- ins Sigurður Björnsson fátækra fulltrúi, Gísli Þórðarson tré- smiðameistari og Guðmundur Helgi Guðmundsson, húsgagna- meistari og hélzt þessi stjórn óbreytt til skamms tíma eða > þar til þeir Sigurður og Gísli féllu frá með skömmu milli- bili fyrir örfáum árum. Þetta umrædda ár fórum við að fram leiða emaleraða potta á raf- magnseldavélar og miðstöðvar- katla, en innflutningur á þess konar vörum var fremur lítill á stríðsárunum. Þessar auknu framkvæmdir gerðu að að verkum að þörf var á viðbót- arhúsnæði og var því reist við- bygging við upprunalega verk- smiðjuhúsið. Bónuskerfi tekið upp Sveinbjörn Jónsson framkvaemdastjóri fyrir framan nokkra rennilega þvottapotta úr riðfríu stáli.. ofna úr járnplötum, en hann kvað unga menn í Hafnarfirði hafa mikinn áhuga á slíkri framleiðslu.. Er til Noregs kom fékk ég að vita um nýlega upp- finningu á miðstöðvarofnum, og fór því á stúfana og athug- aði hana rækilega. Árangur- inn af því varð sá, að ég upp á mitt eindæmi samdi um einkaleyfi á framlsiðslu þessara ofna á íslandi og þetta var sem sagt neistinn af Ofna- smiðjunni. f þessari ferð und- irbjó ég einnig og lagði drög að Raftækjaverksmiðjunni ! Hafnarfirði. Heim kom ég snemma í aprílmánuði 1936 og í maí sama ár var Ofnasimiðjan stofnuð. Hún grundvallaðist af því, að hver hluthafi skráði sig með fimm þúsund króna til að dagvinna nægði Þaö er fyrst á kreppuárun um, sem íslenzkur iðnaður tek- ur að vaxa úr grasi, og eiga mörg álitleg iðnfyrirtæki rót sína að rekja til þeirra örðugu tíma. Eitt þessara fyrirtækja h.f. Ofnasmiðjan á einmitt þrjá tíu ára afmæli um þessar mund ir og að því tilefni gerði ég mér ferð á fund framkvæmd- arstjórans og bað hann að segja frá helztu atriðum úr ssögu fyrirtækisins. Hann heit- ir Sveinbjörn Jónsson og var einn af stofnendum fyrirtækis- ins og hefur stýrt því með skör ungsskap allt frá upphafi, þótt vafalaust hafi oft blásið á móti eins og verða vill hjá íslenzk- um iðnfyrirtækjum. En h.f. Ofnasmiðjan hefur staðið af sér alla storma, og ég hygg, að efldd só á nokkurn mann hall að þótt ég segi að það hafi fyrst og íremst verið fyrir árvekni Sveinbjam- ar og elju. Og hann hefur stað- ið af sér fleiri storma en þá, sem mætt hafa á fyrirtækinu, hann hefur þurft að heyja langa baráttu og stranga við erfiða sjúkdóma og borið sigur úr,. býtum, hann hefur staðið. sig með eindæmum vel í bar- áttunni við Elli kerlingu, því að þrátt fyrir sjötíu ára afmæli í febrúar síðastliðnum er hann einstaiHega léttur á fæti og léttur í lund. Saga fyrirtækis ins er vitaskuld jafnframt saga þessa merka athafnamanns, en þó ekH nema að vissu marki, því að hann er ekki einn þeirra forstjóra, sem rigbinda sig við eigin fyrirtæki og gefa ér aldrei tíma til að gleðja sig við sólskinsblett í heiði eða velta fyrir sér spurningum um lífið og tilveruna. Saga Svein- bjamar er óvenjulega marg- þætt og skemmtileg, og ekki hægt að gera henni nein við- unandi skil í þessu viðtali, sem hér fer á eftir. Ráðamönnum fannst þetta full- mikil bjartsýni. — Hver voru nú helztu til- drögin til þess að Ofansmiðj- an h.f. var stofnuð? — Ja, tildrögin, segir Svein- björn og brosir. — Framan af kreppuárunum var ég bygg- ingameistari norður á Akur- eyri, en á þessum erfiðu tím- um var ákaflega litið að gera í byggingariðnaði og vegna þess og annarra orsaka ákvað ég að leita á önnur mið. Um þessar mundir var verið að virkja Ljósafoss og ég fékk þá flugu, að gaman væri ef við íslendingar gætum sjálfir fram leitt okkar raftæki. Ég bar þetta undir ýmsa ráðamenn og þótti sumum þetta vera full- miHl bjartsýni, svo að etoki sé meira sagt. En ég kærði mig kollóttan og ákvað að halda til Noregs til að kanna mögu- leika á þessu, og jafnframt ætl- aði ég til Danmerkur, en til þeirrar farar var ég valinn af Akureyrarbæ til að kynna mér móvinnslu til eldsneytis. Er ég var í þann veginn að leggja af stað kom til mín Emil Jóns- son, sem þá var mikill ráða- maður um atvinnubætur, og bað hann mig að kanna mögu- leika á framleiðslu miðstöðvar- hlutafé, og áskildi sér rétt til að fá fasta vinnu hjá fyrirtæk- inu. Fimm þúsund krónur á þeim ttmum þótti álitlegur skildingur. Það mundi líklega samsvara 150 þúsundum nú til dags. Munaði einnu krónu á tilboð- unurn. —Var ekki erfitt að fá fólk til að leggja fé f svona nýstár- legt fyrirtæki þarna á kreppu- árunum, þegar allur almenn- ingur hafði varla til hnífs og skeiðar? — Á þessum árum var svo lítið um atvinnu, að fólk vildi allt til vinna að fá sér öruggt starf. Sumir hluthafarnir tóku jafnvel lánsfé til að leggja í þessi tvö fyrirtæki, enda þótt engin reynsla á slíkri atvinnu- grein væri hér á landi. Við fór- um þó vel af stað, en bráðlega sýndi það sig að hlutaféð var of lítið og var það því aukið upp í kr. 50 þúsund og fleiri hluthafar teknir með. — Hvernig var almennings- Hln nýju húsakynni hf. OfnasmiSiunnar í Smálöntfum. Ofnasmiðjan 30 ára

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.