Tíminn - 13.05.1966, Side 16

Tíminn - 13.05.1966, Side 16
107. tbl. — Föstudagur 13. maí 1966 — 50. árg HAPPDRÆTTITIL STYRKTAR MUNAÐARLAUSUM BÖRNUM KT—Reykjavík, firamtudag. í sumar efnir Hjálparsjóður æskufólks til happdrættis til þess að styrkja starfsemi sína. Gefst öllum landsimönnum tæ'kifæri til a styrkja starfsemi sjóðsins með því að kaupa miða í happdrætinu, en vinningar verða 200 að tölu, allt málverk og teikningar, sem börn og unglingar í nokkrum .skólum Reykjavíkur hafa gert. Frá þessu skýrði Magnús Sigurðsson skóla stjóri á fundi, sem stjórn sjóðsins ihélt með blaðamönnum í dag. Á fundinum rakti Magnús nokk uð, hvemig fyrirhugað væri að reka happdrættið. Sagði hann, að reynt yrði að fara með myndirnar á nokkra staði úti á landi og sýna þær þar: Um leið og myndirn ar yrðu sýndar fengju áhorfendur tækifæri til þess að njóta tónlist ar en nokkrir unglingar myndu leika á hljóðfæri á sýningunum. Fengu blaðamenn að heyra þau Sigurð Rúnar Jónsson og Vilhelm ínu Ólafsdóttur leika á fiðlu og píanó, en þau munu skemmta gest um á fyrstu sýningunum. Eins og áður er getið, verður dregið um 200 myndir í þessu happdrætti og eru þær aðallega úr fjórum skóluim, Laugarnes-, Laugalækjar- Miðbæjar- og Hlíða Skóla. Hér er um að ræða olíu- myndir, línóleumskurð, vatnslita- Framhald á bls. 15 rrrrrr’ rrrrrr' 1 rrrrrr rrrrrr rrrrrr / pía / v/'ö fyrir bor^ina. '°KKar bHití J allt / prrrrr rrrrrr HLUTAFÉ FÍ AUKIÐ VERULEGA KJ—Reykjavík, fimmtudag l>að kom fram í ræðu Einars Baldvins Guðmunds sonar, stjórnarformanns Eimskips á aðalfimdi fé- lagsins í dag, að Flugfélag fslands hyggst auka hlutafé sitt mjög verulega vegna væntanlegra þotukaupa. Ástæðan til þess, að þetta kom fram á aðalfundi Eimskips er sú, að Eimskip á 40% af hlutafé Flugfélags ins, eins og mikið var um- talað fyrir um ári síðan, er talað var um, að Eimskip seldi Flugfélagshlutabréf sín. Á aðalfundi Flugfélagsins sem væntanlega verður hald inn 17. maí n.k. ver.ður auk þess lögð fram tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, Framhaid a 14. síðu. — Vita ekki allir, að það rerða nógar lóðir eftir kosn- ngar? ELÞUR HJA JONI LOFTSSYNI H. F. KT—Reykjavfk fimmtudag. í morgun kom upp eldur í húsi Jóns Loftesonar að Hringbraut 121. Var slökkviliðið kvatt út 5d. 6.45 og er það kom á staðinn lagði reyk út um glugga á efstu hæð húissins, en þar er vörulager Slöbkvistarf gekk greiðlega og var búið að ráða niðurlögum eldsins eftir eina klukkustund. Upptök eldsins eru ekki kunn, en hæðinni er skipt i bása og var eldur í einum þeirra. Talsverð ar skemmdir urðu á vörulager fyrir tækisins við eldsvoðann en' hluti af honum varð eldinum að bráð. Skemmdir urðu einnig af valniog reyk. — GE tók myndina hér fyrir neðan á brunastaðnum í morgun. VÍSITALA MATVÖRU: HÆKKUNIN: 136%! TK-Reykjavík, fimmtudag, Hér er línurit af vísitölu mat- vöru frá því í marz-mánuði 1960, er ríkisstjórnin hóf „viðreisnar“- starfið og fram til marzmánaðar sl. er miðað við töluna 100 í marz 1959. Sýnir hún hina gífurlegu verðhækkun á brýnustu neyzlu- vörum almennings en vísitala mat- vöru hefur hækkað um hvorki meira né minna en 235 vísitölustig eða 136%. Síðasta snjallræðið til að stöðva verðbólguna er þar ekki með talið. Það var að hækka ýsuna. Fyrir 6 árum voru ársútgjöld meðalfjölskyldu fyrir nauðsynjar sínar, þegar húsnæðiskostnaður- inn var ekki meðtalinn, um 51 þús. krónur. Nú kosta þessar sömu nauðsynjar fjölskyldunnar yfir 100 þús. krónur. Þær hafa hækkað um meira en helming á þessum fáu árum. En sé húsnæð iskostnaðurinn talinn með og fjölskyldan býr í nýlegri íbúð, eru ársútgjöld meðalfjölskyldunn ar ekki undir 200 þús. krónum. Verða menn að leggja nótt við nýtan dag til að hafa í verðbólgu hítina og dugar ekki til. Vilja menn þessa þróun ÁFRAM — eða að spyrnt verði við fótum. Menn svara því við kjörhorðið annan sunnudag. AKRANES Listi frjáislyndra kjósenda á Akra nesi H-listinn heldur almennan kjós endafund i Bíóhöllinni Akranesi i kvöld kl. 8,30. Átta efstu menn listans flytja stutt ar ræður og ávörp. Frú Bjarnfríður Leósdóttir les upp. Leikflokkur frá U.M.F. Reyk- dæla sýnir nokkur atriði úr Skugga- Sveini undir leikstjórn Jónasar Árna sonar og Andrésar Jónssonar. Stuðn ingsfólk H-listans er hvatt til að fjölmenna á fundinn. Skipulagsmálin Framsóknarflokkurinn hefur á undanförnum áratugum beitt sér fyrir því í borgarstjórn, að heildarskipulag væri gert af borginni og nágrenni hennar. Er vissulega merkum áfanga náð með því heildarskipulagi, sem nú hefur verið samþykkt, og útgáfu skipulagsbókarinii- ar. f sambandi við skipulagið leggur flokkurinn áherzlu á eft irfarandi: að haldið verði áfram samvinnu við nágrannasveitarfélögin um framkvæmd skipulagsins og skipulagsmál Reykjavíkursvæð- isins, að borgin hafi jafnan nægilegt af skipulögðu landi tiltækt, svo að ekkj þurfi af þeim sökum að vera hörgull á Ióðum til íbúða, iðnaðar, verzlunar eða annars atvinnurekstrar, að borgin geri sitt til þess, að hægt sé að hefja hér bygging ar í stórum stíl, þar sem komið verði við fjöldaframleiðslu og stöðlun með því að úthluta sam felldu landsvæði undir sliknr byggingar. 129 110 99 Marz 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 | „Viðreisnar“-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.