Tíminn - 07.06.1966, Blaðsíða 3
WMBJUDAGUR 7. júní 1966
þá bæði átt við tæknilega hlið vél-
tekur hún þó 15 fanþega,
og Guðjón Guðjónss-on.
Stórauka verður fjárframlög
til fálagsstarfsemi æskunnar
Frá aðaBfundi fuBBtrúaráðs ÆSÍ
TÍMINN
Skátarnir 9 sem hlutu forsetamerki?! í Bessastaðakirkju.
9 skátar fá forsetamerkið
IíZ-Reykjavík, mámudag.
Á langardagiim var 9 íslenzk
um skátum veitt æðsta próf-
merki skáta, forsetamerkinu,
við hátíðlega athöfn í Bessa-
staðakirkju. Eins og nafnið
bendir til var það forseti fs-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson
sem afhenti skátunum merkið.
Forsetamerkið var fyrst
afhent í fyrra. Hlutu það
þá 21 skáti. Forseti ís-
lands lét þau orð falla, að þess-
um afhendingum yrði haldið
áfram árlega til þess að efla
skátastarfið í landinu.
Til þess að hljóta þetta
merki þurfa skátamir að hafa
unnið að misnunandi störfum
innan skátahreyfingarinnar og
hiotið samtals 40 stig.
Skátarnir seim merkið hlutu,
Tímamynd Bj Bj.
eru allir á aldrinum 16—17
ára. í hópi skátanna var ein
stúl'ka og er hin fyrsta er hlýt-
ur forsetamerkið.
Skátarnir heita: Gunn'hildur
Fannberg, Rvík, Ásgeir Arn-
aldsson, Björn Marteinsson og
Guðmundur Paul Jónsson frá
Selfossi og Úlfar Bragason,
Bjarni ReykjaLín, Valtýr Hreið
ansson, Jósep Marínósson og
Björgúlfur Þórðarson, a'llir frá
Akureyri.
FYRIRLESTUR
Harald L. Tverterás yfir-
bókavörður á háskólabókasafni í
Osló flytur fyrirlestur í boði Há-
skólans miðvikudaginn 8. júní kl.
5.30 e.h. Nefnist fyrirlesturinn
„Bjömstjerne Björnsson og Norð-
urlönd’”. Fyrirlesturinn verður
fluttur á norsku og í 1. kennslu-
stofu. Öllum er heimill aðgang-
ur.
Vinnzla hafín í
Síldarbræðslunni á
Raufarhöfn
HH-Raufarhöfn, mánudag.
Til Raufarhafnar hafa nú bor-
ist um 7500 tonn af síld til
bræðslu. Síldarverksmiðjan hóf
bræðslu í nótt með hálfum af-
köstum, þar sem verið er að reyna
nýjar vélar, og lofar byrjunin
góðu. Enn er þróarrými fyrir um
2000 tonn .
Þessa dagana fjölgar aðkomu-
fól'ki, en síldarsöltun er ekki
tímabær enn, þar sem síldin er
horuð.
Síldarverksmiðjan á Vopnafirði,
sem hefur 6000 mála afkastagetu
á sólariiring, er komin í gang og
eru þá flestar verksmiðj urnar á
AuiSturlandi byrjaðar að bræða.
Síldarverksmiðjan SR á Seyðisfirði
tók til starfa um helgina.
SJÁLFVIRK SÍLDARSÖLTUN
Framhald af bls. 1.
ingavél. sem við erum ánægðir
með.
Við spurðum Steinar, hvort
hann hefði ekki samvizkubit út af
því að útrýma rómantikinni í sam
bandi við síldarsöltunina, en hann
kvaðst ekkert samvizkubit hafa,
einfaldlega vegna þess, að æ erfið
ara er að fá síldarsöltunarstúlkur.
Ef vélarnar reynast vel, verða
að vísu færri stúlkur ráðnar til
síldarsöltunar, en vinnan verður
miklu jafnari og tekjurnar meiri
hjá stúlkunum.
Drengur
fyrír bíf
HZ-Reykjavik, mánudag.
Það slys varð í gær að 3 ára
drengur varð undir bifreið og
marðist illa á höfði. Hann var
fluttur á Slysavarðstofuna til rann
sóknar og að henni lokinni send-
ur heim til sín, þar sem meiðlsin
reyndust ekki alvarleg.
Slysið varð með þeim nætti að
drengurinn fór ásamt bróður sín-
um í hesthús við Nesveg, þar fór
eldri bróðirinn að huga að hestum
og skildi bróður sinn eftir í aft-
ursætinu á bílnum, sein var í
gangi. Þegar hann kom út hafði
bíllinn runnið til og drengurinn
orðið undir honum. Hann gat
skýrt frá því, að hann hafði fikt-
að í gírstönginni og líMega heíur
hann stokkið út úr bílnum af
hræðslu og lent undir hann. Vitni
•voru engin að slysinu.
ATHUGASEMD
f tilefni fréttar, sem birtist í
• Tímanum 4. júlí, þar sem sagt er
að síldarverksmiðjan á Norðíirði
hafi fyrst hafið bræðslu fyrir aust-
an, hefur blaðinu borizt ósk um
; leiðréttingu. S.R. á Reyðarfirði hóf
bræðslu 2. júní og er búin að taka
á móti 2500 tonnum af síld. Af-
köst verksmiðjunnar eru 3000—
3500 mál á sólarhring. Ennfrem-
ur var síldarbræðsla á Eskifirði
h^fin fvrir hnnn fímn
GUNNL BRIEEVI
SÆMDUR 0RÐU
Ólafur V Noregskonungur veitti
Gunnlaugi Briem ráðuneytis-
stióra St. Olavs Ordens Komman-
dörkross (riddarakross St. Olafs)
hinn 11. maí s.I.
Gunnlaugur Briem veitir orð-
unni viðtöku i dag, 7. júní, í
norska sendiráðinu að Hverfisgötu
45 við hátíðlega athöfn.
Aðalfudnur fulltrúaráðs Æsku-
lýðssambands íslands var haldinn
þann 30. maí s.I. Fundinn sátn
fulltrúar frá öllum aðildarsam-
böndum, sem eru 11 talsins. í
upphafi skýrði fráfarandi formað-
ur, Hannes Þ. Sigurðsson, frá
starfj liðins starfsárs, cn síðan
gerðu fulltrúar starfsnefnda grein
fyrir starfi nefndanna. f starfinu
sl. ár, ber tvímælalust hæst fjár-
söfnunina til herferðar gegn
hungri, sem tókst með afbrigðum
vel, en alls safnaðist á tíunda
milljón króna. Aðrir þættir starfs-
ins, sem ástæða er til að nefna,
er ráðstefna um æskulýðsmál, sem
haldin var s.l. sumar að Jaðri,
starfsemi mannréttindanefndar og
starfið í WÁY, en Ingi B. Ársæls-
son átti sl. ár sæti í framkvæmda-
stjórn WAY. Þá voru lög samtak-
anna endurskoðuð sl. ár.
Á aðalfundinum var að síðustu
kjörin stjórn fyrir næsta starfsár,
en meðstjórnendur hafa ný ný-
lega skipt með sér verkum. Er
•stjórnin nú þannig skipup:
Pormaður Örfygur Geirsson frá
Sambaiidi ungra jafnaðarmanna,
varafonmaður Svavar Gestsson frá
Æskulýðsfylkingunni, sambandi
ungra sósíalista, ritari Ingi B. Ár-
sælsson, frá Sambandi ungra fram
sóknarmanna, gjaldkeri Svein-
björn Óskarsson frá sambandi
bindindisfélaga í skólum.
Til að annast erlendar bréfa-
skriftir Ragnar Kjartansson frá
Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Á fundinum var samjþykkt svo-
felld álykbun um framlög þess op-
inbera til félagsstarfs æskunnar:
Aðalfundur fulltrúaráðs Æsku-
lýðssambands fslands bendir á, að
þrátt fyrir aukin fraimlög til al-
mennrar félags- og uppeldisstarf-
semi í landinu, gengur hvað rýr-
astur hluti framlaganna til hinn-
ar frjálsu félagsstarfsemi æskunn-
ar. Heimili og skólar hljóta að
vísu að teljast hornsteinar uppeld-
isstarfsins, en í síkviku þjóðfélagi,
eykst stöðugt nauðsyn þess að
æskunni sé búið gott og heilbrigt
félagsstarf. En til að æskulýðsfé-
lögin geti sómasamlega rækt þenn
an þýðingarmikla þátt uppeldis-
starfsins þurfa þau á auknu fjár-
, magni að halda. Þess vegna skor-
' ar aðalfundurinn á ríki og sveitar-
félög að stórauka framlög sín til
félagsstarfsemi æskunnar.
LEIÐRETTING
Þau leiðu mistök urðu í síðasta
Sunnudagsblaði Tímans, að grein-
in „Hestamennska og útreiðar" var
rangfeðruð. Greinin er eftir Frí-
mann Jónasson skólastjóra, en
ekki Hermann Jónasson. Hlutað-
eigendur eru beðnir velvirðingar
á þessum mistökum.
Ragnar Lár sýnir
Um þessar mundir heldur Ragn-
ar Lár sýningu á 13 svartlistar og
álímingarmyndum á Mokka.
Ný vél bættist í flugflotann í fyrrakvöld:
fíugsýn fékk 32 furþegu vél
KJ-Reykjavík, mánudag.
Enn ein flugvélin bættist í flug-
flota íslendinga í gærkveldi, er
Douglas DC 3 flugvél Flugsýnar
h.f. lenti á Reykjavikurflugvelli.
Þetta er stærsta átakið sem minni
flugfélögin hafa gert, þar sem hér
er um að ræða 32 farþega flugvél,
og einmitt af þeirri gerð sem
lengst og bezt hafa þjónað fs-
lendingum. Um helgina byrjar
Flugsýn nýtt áætlunarflug milli Ak
ureyrar og Norðfjarðar.
Vél þessa keypti Flugsýn af
brezka flugfélaginu British Unit-
ed, og er hún öll nýyfirfarin auk
þess að vera á ýmsan hátt full-
komnari en sams konar vélar sem
hér hafa verið í notkun, og er
arinnar, og svo það að farþega-
rýmið er nokkuð frábrugðið, sem
m.a. gerir það að verkum að hún
rúmar f jórum faitþegúm meira.
Þessi nýja vél er bein afleiðing
af hinni ört vaxandi flutningaþörf
á aðalflugleið Flugsýnar, Reykja-
vík—Norðfjörður, en á árinu 1965
nam aukningin í farþegaflutning-
um 100% miðað við árið þar á
undan, og vöruflutningar fjórföld-
uðust. Bæði Heron-ivélin Norðfirð-
ingur og nýja vélin verða í Norð-
fjarðarflugi í sumar, en sam-
kvæmt sumaráætluninni verður
farin ein ferð á dag a.m.k., en
undanfarið hefur Norðfirðing-
ur ekki annað flutningaþörfinni
brátt fyrir tvær ferðir á dac. 02
Núna um helgina verður opnuð
ný flugleið hjá Flugsýn, Akureyri
—Norðfjörður og er áætlað að
fljúga tvisvar í viku, á miðviku-
dögum og föstudögum. Afgreiðsla
á Akureyri er hjá Ferðaskrifstof-
unni Sögu, Karfi Jörundssyni.
Flugsýn á nú 8 vélar ailt í allt,
og þar af eru 5 sem eingöngu
eru notaðar til kennslu og leigu-
flugs. Sér félagið sjálft um allt
viðhald vélanna — líka þeirrar
nýju.
Douglas vélin byrjar áætlunar-
flug seinnihluta vikunnar og flug-
menn vélarinnar verða þeir Kristj-
án Gunnlaugsson, er var flugstjóri
á heimleiðinni, Egill Benedikts-
son er einnie flauu henni heim.
SÍLDARLÖNDUN
Framhald af 16. síðu.
vekja ánægju á Siglufirði og hjá
þeim síldveiðiskipstjórum, sem
undanfarið hafa látið í ljósi áhuga
á gagnkvæmum löndunarrétti á
síld í íslenzkum og erlendum höfn- j
uim. 1
ViS komuna á Reykjavíkurflugvöll. I baksýn er nýja Oouglas ÐC 1 .-élin og fyrir framan hana standa frá vinstri:
Magnússon, stjórnarformaSur Flugsýnar og Kristján Gunnlaugsson, flugstjóri.
Egill Benediki-.son flugmaSur, Jón
(Timamynd G. E.)