Tíminn - 07.06.1966, Blaðsíða 11
MtEÖJUDAGim 7. jiíní 1966
TÍMINN
VERÐIR LAGANNA
TOM TULLETT
78
og eiginmaður hennar gaf sig fram þegar mynd hennar
var birt í blöðunum. Leit að konunni bar engan árangur.
Lögreglan sneri sér því til fangans, sem játaði á sig nýtt
ódæðisverk.
— Mér datt í hug, sagði hann, — að auglýsa í blöðun-
um eftir félaga og hjúkrunarkonu fyrir enska konu, sem
ætti heima í Frakklandi. Frú Keller gaf sig fram, og ég
svaraði á þýzku, bað hana að koma í tiltekið hótel til við-
tals, svo hægt væri að ganga úr.skugga um hvort hún hentaði
i starfið. Hún kom 3. október og við Million hittum hana.
Eftir stutt samtal og hádegisverð báðum við hana að koma
næsta dag svo við gætum flutt hana til Vichy, þar sem hús-
móðir hennar tilvonandi ætti heima.
Frú Keller var þrítug og tveggja barna móðir. Henni
lá á að fá vinnu, og gladdist því mjög þegar Weidmann
skýrði henni frá að hann hefði umboð til að velja úr um-
sækjendum og teldi hana vel hæfa. Hún gaf sig því aftur
fram í hótelinu 4. október, full tilhlökkunar að taka við þægi-
legu og vel launuðu starfi. En hún átti ekki langt eftir
ólifað, því þessir tveir kaldrifjuðu slátrarar höfðu lagt á
ráðin um hvernig þeir ættu að myrða hana. Þeir höfðu
komið sér saman um að fremja illvirkið í þorpinu Barbizon
í skóginum skammt frá Fontainebleau.
— Við vorum á bíl Couffy þennan dag, sagði Weidmann.
— Hann hafði verið dulbúinn og við lögðum þrjú af stað.
Við fengum okkur að borða í Barbizon. Eftir matinn stung-
um við upp á því við frú Keller að hún gæti haft gaman
af að sjá Ræningjahellinn í skóginum. Hún féllst á það, og
við fórum méð hana inn í skútuna. Meðan Million var að
spjalla við hana, skaut ég hana í hnakkann. Ég leitaði á
henni meðan Million fór aftur að bílnum og sótti rekuna
sem við höfðum meðferðis. Ég tók af henni 100 franka og
1300 franka póstávísun. Svo grófum við líkið.
Þar með lauk játningu Weidmanns, en lögreglan átti enn
eftir að finna líkið. Sicot, sem með þrautseigju sinni hafði
upp á morðingjunum, lýsir lokaþættinum í skýrslu sinni.
— Einhver draugalegasta ferð sem ég hef farið var leið-
angurinn um hávetur, á næturþeli og við bjarma frá blys-
um, út í skógarþykknið við Fontainebleau. Honum lauk með
því að líkið fannst, eftir tilvísun korts sem Weidmann
hafði teiknað, á stað þar sem fjöldi íerðat'ólks hefur áreið
anlega tjaldað.
Widmann var ákærður fyrir morð aö yfirlögðu ráði, þjófn-
að, svik og morðárás á lögreglumenn Million var ákærður
fyrir morð að yfirlögðu ráði, þjófnað, samsekt um morð,
svik og hylmingu. Blanc car álcærður fyrir að leyna glæpa-
manni og vinkona hans Tricot fyrir hylmingu. Þau komu
fyrir rétt í Versailles 1939, einmitt sama dómstól og sautján
árum áður hafði dæmt hinn illræmda Landru iyrir að
myrða tíu konur.
í marz dæmdi kviðdómurinn Weidmann og Mioolion til að
hálshöggvast á almannafæri í Versailles, Blanc hlaut tuttugu
mánaða fangelsi en Tricot var sýknuð.
Million slapp með lífi, þvi hann var náðaður og dómn-
um breytt í ævilangt fangelsi. Eugene Weidmann, hinn kald-
rifjaði og grimmúðugi morðingi, varð að horfast einn í augu
við dauðann.
Tíu vikum eftir að náðunarbeiðni var hafnað, 17. júni
1939, klukkan fjögur að morgni, gekk saksóknari rikisins
inn í klefa númer þrjú í Sankti-Pétursfangelsinu í Versailles.
— Ég bjóst við yður, sagði sá dauðadæmdi með daufu
brosi.
— Weidmann, áfrýjun yðar og náðunarbeiðni hefur ver-
ið hafnað. Herðið upp hugann.
— Það hef ég gert.’
Weidmann hafði beðið um að fá að klæðast beztu fötum
sínum, þeim sem hann bar daginn sem hann var hand-
tekinn, og hann snyrti hrokkið hárið vandlega. Hann baðst
ákaft fyrir meðan stutt messa var sungin og gekk til altaris
hjá fangelsisprestinum.
Hann sötraði rommglasið sem honum var boðið en af-
þakkaði sígarettu. Hann var færður úr jakkanum, skyrtan
rist í sundur og aðstoðarmenn böðulsins, Desdomeau, tók
um handleggi hans og leiddu hann að fallöxinni, sem stóð
á gangstéttinni úti fyrir fangelsinu.
Farið var að bjarma fyrir sólskinsdegi. Mikill mannfjöldi
með flöktandi blys hafði safnazt saman til að horfa á hið
löghelgaða dráp. Áhorfendur sáu hávaxinn, vel Iimaðan og
DANSAÐ Á DRAUMUM
38
ég væri kannski ebki hérna, ef
hann hefði ekki komið til.
En það var meira fá á henni
en nokkurn tíma áður — jafnvel
þessi ógleymanlegu augnablik í
ánni. Hvað hafði Vere í huga,
sem lét hann fá áhuga á framtíð
hennar — hann gat þó ekki hald
ið, að hún væri alvarlega veik.
XVI kapítuli.
Yfirhjúkrunarkonan kom aftur
að sjá Jill næsta morgun, og hún
róaði hana dálítið.
— Meðan ég man, sagði hún,
hr. Carrington hefur ákveðið að
vera reiður, — eða á ég að segja
dálítið súr við mig. Hann segir, að
þú hafir ofreynt þig, (auðvitað er
það ekki HONUM að kenna) og
að þú sért horuð og þjáist af of
þreytu og ef ég geti ekki sent þig
strax í fri, skuli ég láta þig vinna
auðveld störf þangað til þú færð
frí.
Ungfrúín talaði sem vinur, en
ekki sem „yfirhjúkrunarkona“ al
mennar hegðunarvenjur hefðu
ekki gert henni kleift að gagn
rýna svo frægan skurðlækni við
meðlim úr starfsliði hennar.
— Hinn rriikli maður hefur vit
anliega rétt fyrir sér, — hver svo
HERMINA BLACK
sem á sökina, og þar sem hann
dró þig lifandi upp úr ánni, býst
ég við, að vísdómur hans eigi sér
staka athugun skilið, hélt hún
áfram dálítið áhyggjufull á svip.
Það getur verið að þú sért ekki
eini ofreyndi meðlimur starfsliðs-
ins, barnið mitt, en það er alveg
satt, að þú þarfnast hvíldar. Ég
vildi ósfca, að ég gæti gefið þér
frí, en þú veizt, hvernig allt er —
það er búið að skipuleggja frí
allra —
— En ég vil ekki fara strax,
mótmælti Jill. Frænka pabba frá
Kanada er heima með börnin sín
þrjú og verður þar í sex vikur.
Og stjúpmóðir mín hefur meira
en nóg á sínurn höndum.
— Ég skil. Ef þú færir, mund
irðu vinna jafnvel, meira en þú
gerðir hérna — eða líða illa vegna
þess, að þú hjálpaðir ekkr nóg.
Yfirhjúkrunarkonunni var létt.
Hún þekkti stóra bóndabæmri i
Westmorland þar sem fjö'skylda
Jill bjó og ákvað, að með þrem
aukabörnum, mundi það ekki vera
heppilegur staður til að bví’a sig.
— Við verðum að sjá til þess,
að þú leggir ekki of hart að þér.
sagði hún ákveðin. Og síðan svo
hvasslega. að Jill hrökk «ut Hef
ur þú áhyggjur af einhverju''
Ég var bara að velta því fyrir
mér, hvort hr. Carrington hefði
sagt yður, að ég yrði að hætta í
hjúkrun, eða — eitthvað þannig,
sagði Jill hreinskilnislega. Hún
var fegin því, að þetta var satt,
þannig að hún gat sleppt öllu
öðru sem hún var að hugsa um
Guði sé lof, að Vere Oarrington
gat ekki sjúkdómsgreint hugsan
ir!
— Almáttugur, nei! sagði yfir-
hjúkrunarkona og hló. Þú ættir
sannarlega að vera upp með þér
af áhuganum, sem hann sýnir
á þér. Þó svo hann hafi skammað
þig — og vera síðan skammaður
af mér! — gefur hann þér fyrstu
einkunn fyrir hjúkrun þína á ball
erínunni.
—- Er það satt s.purði Jill.
— Já, yfirhjúkrunarkonan var
þögul andartak Síðan sagði hún
kæruleysislega. — Með öðrum
orðum, hefur þú tekið eftir þvi
að það er ástarævintýri í bígerð?
Jill tók andköf. en henni heppn
aðist að halda litarhætti sínum
óbreyttum þegar hún leit spyrj-
andi á hina konuna.
— Systir 0‘Farrell og Harding
læknir, sagði yfirhjúkrunarkonan,
en það fór ekkert framhjá skörp
um augum hennar. — Mér þætti
gaman að vita hvort það er eitt
hvað alvarlegt?
— Ó, ég er svo glöð, að þér
hafið tekið eftir þessu! hrópaði
Jill upp yfir sig. — Ég vona, að
það endist.
— Veiztu, að hann ætlar að
fara að yfirgefa okkur til að fara
til Rhódesíu og vinna þar?
— Já, hann sagði mér það.
Yfirhjúkrunarkona hikaði. Síð
an sagði hún og athugaði andlit
Jill gaumgæfilega á meðan. Hr.
Carrington spurði mig, hvort þú
værir trúlofuð Kenneth Harding.
Ég fullvissaði hann um, að hann
hefði haft rangt fyrir sér I því og
að ég hefði ekki tekið eftir, að þú
hefðir ýtt undir unga manninn.
Drottinn minn! Var það eitt-
hvað fleira, sem yfirhjúkrunarkon
an tók ekki eftir? Jil var ekki
viss.
— Þú heíur ekkert hugsað um
hann, spurði eldri konan.
— Síður en svo.
— Einmitt. Ég sagði hr. Carr
ington, að ég væri viss um. að
hann hefði rangt fyrir sér.
En hr. Carrington aafði raun
verulega haft fyrir því að iomast
að því, hvað yfirhj úkrunarkon
an vissi um það! Þegar Jil! var
aftur orðin ein, sneri augui henn
ar aftur að þessu, og hún hugsaði
dálítið döpur i bragði, hve kald
hæðnislegt það væri, að nr. Carr
ington hafði verið fljótur að
ákveða að hún væri að hugsa um
annan mann, þó að bað væn auð
vitað þúsund sinnum betra en að
hann gæti upp á þeim rétta.
Já, svona var það! Hún stundi.
En hve lífið gat verið erfitt, og
hvílík hringavitleysa.
n.
Og á föstudeginum var Jill kom
in heim til að fylgja sjúklingnum
sem hún hafðj geíj-6 svo mikið af
sjálfri sér fyrir. úr hlaði.
Sandra heilsaði henni fagnandi
________________________________11
þó að hún segði, að það hefði
ekki verið faliega gert að yfirgefa
sig svona síðustu dagana.
En henni hafði farið mikið
fram í fjarveru Jill, og gat núna
gengið ein án mikils erfiðis.
— Og að hugsa sér, að Vere
skyldi hafa bjargað þér frá að fá
vota gröf! sagði hún fjörlega.
— Hann varð öskuvondur. þeg
ar ég spurði, hvort hann mvndi
fá orðu. Þú veizt, hvernig hahn
getur orðið kuldalegur á svipinn.
— Vere — Sandra tók ruðsjá
anlega framförum í öðrum efnum
en heilsu sdnni. Jill velti því fyrir
sér, hvort hann myndi koma sjáJf
ur til að ná í þennan fræga sjúkl
ing sinn. En þegar brottfarailím
inn kom, var það Lafði Amanda
sem kom til að fylgja guðdóttur
sinni til London.
Kveðjustundin hefði ekki getað
verið virðulegri, þótt það hefði
verið konunglegur sjúklingur,
sem var að fara. Allar hjúkrunar-
konur sjúkrahússins virtust vera
komnar þarna til að óska Söndru
góðrar ferðar. Það voru blóm og
heillaóskir, og stutt og virðuleg
skilnaðarræða, sem yfirhjúkrunar-
konan hélt.
Sandra var elskuleg við alla,
og augu hennar voru grunsam-
lega skær, þegar hún faðmaði Jill
að sér og kyssti hana. — Ég sé
þig auðvitað aftur, tilkynnti hún.
— Þú kemur og heimsækir mig,
Jill. Og ég ætla að koma aftur
o? heimsækja ykkur öll. Og þegar
ég get dansað aftur, skulum við
hafa gríðarmikla síðdegissýningu
til styrktar sjúkrahúsunum.
Hún meinti bvert orð, sem hún
sagði og mundi að öllum líkindum
standa við það. Samt var Jill viss
um, að strax og hún væri komin
burt, mundi hún ekki vilja koma
aftur á næstunni eða hugsa um
ÚTVARPIÐ
Þriðjudagur 7. júní
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg
isútvarp 13.00 Við vinnuna 15.
00 Miðdegisútvarp 16.30 Síð-
degisútvarp
18.00 Þjóð-
lög frá ýms-
um löndum 18.45 Tilkynningar
19.20 Veðurfregnir. 19.30 Frétt
ir 20.00 Einsöngur Edward
Palmason læknir í Seattle syng
ur andleg lög. 20.20 Frá Ljósu
borg og Bjartadal. Séra Áre-
líus Níelsson flytur erindi 20.
45 Píanótónleikar: Fou Ts.ong
leikur verk eftir Handel 210
Ljóð eftir Erlend Jónsson. Höf
undur flytur. 21.45 Búnaðar-
þáttur Axel Magnússon ráðu-
nautur talar um garðyrkju 22.
00 Fréttir og veðurfregnir 22.
15 Kvöldsagan: „Dularfullr.r
maður, „Dimitrios" 22.35 ,Á
vori“ Skemmtihljómsveit leikur
nokkur lög. 22.50 Á hljóðbergi
Björn Th. Björnsson. stj- 23.
30 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 8. júní
Fastir liðir eins og venjulega.
18.00 Lög á nikkuna 18 45 Til
kynningar.
19.20 Veður-
fregnir.
19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt
mál Ámi Böðvarsson flytur
þáttinn 20.05 Efst á baugi
Björgvin Guðmundsson og
Bjöm Jóhannsson tala um er-
lend málefni 20.35 „Umsátrið
um Korintuborg" forleikur eft
ir Rossini. NBC-sinfóníuhlj A.
Toscanini stj. 20.45 „I gler-
húsi“ smásaga eftir Friðjon
Stefánsson Höf les 21.00 Lög
unga fólksin 22.00 Fréttir og
veðurfregnir 22 15 Kvölriagai:
Guðjón Ingi Sigurðss. les. (6»
22.35 Kammertónleikar. 23.20
Dagskrárlok.