Tíminn - 07.06.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.06.1966, Blaðsíða 14
ÞRIÐTUDAGUR 7. júnf 1966 TÍMINN GEIMFERÐ Fram'hald af bls. 1 Á föstudaginn fengu geimfararn ir skipun um að framlcvœma tvö >7stefnumót“ við Atlas eldflaugina, og tótest það vel. Þeir sváfu aftur á móti illa um nóttina, og vökn uðu þreyttir á laugardagsmorgun inn .Þá áttu þeir að hafa stefnu rniót við eldflaugina í þriðja sinn. Þá gáfu vísindamenn á jörðu niðri Ceman leyfi til þess að fara út úr geimfarinu og reyna að losa stejöldinn, en Stafford tilkynnti að þeir vœru báðir of þreyttir til þess að fara út úr geimfarinu, og var geimgöngunni því frestað til sunnudags, og „tengingin" alveg gefin upp á bátinn. Geimfaramir vötenuðu hressir og endurnærðir á sunnudagsimorg uninn, oig nokkru eftir hádegið opnaði Oernan lúgu á geimfarinu og steig út í geiminn, og var aðeins tengdur við geimfarið með þunnri línu. Hann fikraði sig aftur á bate að afturenda geimfarsins, þar sem ,,geimstóllinn“ var geimdur. En vegna þess, hversu erfitt var að starfa úti í geimnumi svitnaði Oernan svo mjög, að drop ar komu á sjónglerið í hjálmi hans, og er geimfarið l«xm í skugga jarðarinnar, fraus döggin á glerinu, svo að hann sá svo til ekkert. Oeman reyndi í tuttugu mínútur að losa stólinn, en varð að gefast upp við svo búið. Hann komst aftur inn í geimfarið úttaug aður, og Stafford átevað að Iáta hann hiætta við tilraunina með geimsfcólinn, sem hefði g’ert Oern an kleift að fara um geiminn án þess að vera tengdur geimfarinu, og hann þannig orðið fyrsti mann legi fylgihnöttur jarðarinnar Ceman, var utarn geiimfarsins í tvo tíma og fjórar mínútur, sagði, að það væri fjórurn til fimm sinn um erfiðara að vinna úti í geimn um en við tilraunir niðri á jörð inni. Hann sagði, er hann var kom inn um borð í „Wasp“, að það væri mjög erfitt að starfa úti í geimnum. Kvað hann það leiðin legt, að honum og Stafford hefði ekki tekizt að framkvæma allt, sem áætlað hefði verið, en sagði, að þeir hefðu lært mikið í ferð inni. .Tohnson forseti átti símtal við geimfarana sfeömmu eftir að þeir lentu, og sagði, við Cernan — Þessi gönigutúr þinn, Gene, var einn bezti feaflinn í allri geimferða sögu oktear. Stafford og Ceman munu halda til geimvísindamiðstöðvarinnar 1 Texas og munu vísindamenn bar fá hjá þeim allar upplýsingar, sem þeir geta veitt, um geimferðina. Aætlað er að senda upp í geim inn þrjú Gemini-geimför í viðbót og á hið fyrsta þeirra að fara upp 18. júlí, en hin í september og í nóvember. Næsta skref í banda- rísteu geimferðaáætluninni er svo Appollo-áætlunin, sem endar með mannaðri geimferð til tunglsins. SNJÓALÖG Framhald at bls 16 meðal farþega, Hjálmar Bárðar- son, Ósvaldur Knudiíen og banda- rísku ambassadorshjónin, en alls vom 28 manns á jökiinum. Við miæli.stiteurnar var um fimm metra snjólag, og er það heldur meira en í meðalári, sagði Sig- urður, en töluvert meira en í fyrra. Hvað breytingunum á Grímsvötnum viðkemur, eftir hlaupið sem varð þar á s.l. hausti, sagði Sigurður að á að gizka hefðu þau sigið um 80 metra á um það bil 25 ferkílómetra svæði. Á leið- inni upp í Grímsivötn voru auk þess athugaðar mælstikur sem sett ar hafa verið upp vegna tíu ára snjómælingaáætluniar eða vatna- m æl'ingaá ætlun a r. Ferðin gebk í heild ágætlega þótt menn yrðu að leggja nótt við dag til þess að leysa þau verk- efni sem fyrir lágu. Bað Sigurður Tímann að skila kæru þakklæti til áhugamanna þeirra sem lagt hefðu á sig tíma og erfiði í sam- bandi við leiðangurinn. Svo steemmtilega vildi til að þrenn hjón héldu upp á 10, 20 og 25 ára brúðkaupsafmæli sín á Vatnajöfeli. Voru það Árni Kjart- ansson og frú, sem reyndar fóru í brúðkaupsferð á Vatnajökul fyr- ir 10 árum, Penfield hjónin (amb- assadorsihjónin) sem áttu 20 ára brúðkaupsefmæli á jöklinum og Þórður Sigurðsson og frú sem áttu 25 ára brúðkaupsafmæli með- an á ferðinni stóð. ÞAKKARÁVÖRP Ykkur öllum í Nemendasambandi Löngumýrarskól- ans, sem heiðruðu mig með rausnarlegri gjöf, sendi ég mínar innilegustu kveðjur og þakkir. , Lifið heilar. Reimar Helgason. Þökkum lnnilega auðsýnda samúð og vlnáttu við andlót og jarðar- för móður okkar tengdamóður og ömmu Sveinsínu Benjamínsdóttur Tannastöðum Ólína Daníelsdóttir, Héðinn Sveinsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurður Sveinsson, Daníel Daníelsson, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, Sólveig Daníelsdóttir, Robert Young barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakklr færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa, Kristins P. Grímssonar frá Horni Einnig viljum við þakka skólastjóra og kennurum Réttarhoitsskóla og sambýlisfólki fyrir sérstakan heiður vlð hlnn látna. Guðný Halldórsdóttir, Ólína Kristinsdóttir, Hreiðar Guðlaugsson, Guðrún E. Kristinsdóttir, Torfi Þ. Ólafsson, Magnús Kristinsson, Svanhildur Eyjólfsdóttir, Snorri Júlíusson, Sigríður GuðbrandsdótHr, Gróa Alexandersdóttir, Gísli Hansen, og barnabörn. Sonur minn, Atli Guðmundsson Eskihlíð 12 A, andaðist í Landakotsspítala 5. júni. Kristín Vigfúsdóttir. 41 Jarðarför konu mlnnar, móður, tengdamóður og ömmu okkar, Vilhelmínu Jónasdóttur Hringbraut 109, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. júni kl. 10.30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað. Hannes Hreinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. MARCEAU Framhald af bls. 16 meðal þeirra S.-Afríka, Ástra- lía, Japan og Indland. Auk þess hefði hann oft komið til Bandarikjanna, m.a. hefði hann einu sinni ferðazt um Bandaríkin í 8 mánuði og hald ið þá um 300 sýningar. MaTceau talaði hratt, eins og l'öndum hans er títt og pataði hönd- unurn í sífellu. I-Iann sagðist hafa teomið víða fram í sjón- varpi og kvikmyndum. Nýlega hefði kvitemyndin The Ways of Creation verið gerð um hann og list hans, og ætti sú tevik- mynd að koma út í haust. Marceau tók nú að lýsa lát- bragðslistinni og sögu hennar lítillega. Sagði hann, að lát- bragðslistin væri ekki fólgin í því einu að herma eftir fólki, þar þyrftu mörg f-leiri atriði að koma til greina. Til dæmis yrðu menn að hafa ákveðinn stí'l og tæteni. Þá sagði Marceau að þótt látbragðslistin væri gömul listgrein væri hún ekki næstum eins vinsæl og t.d. list- dans. Taldi hann það stafa af skorti á góðum skólum. Sönn list verður aldrei gamaldags, sagði hann, því fólk getur not- ið hennar á hvaða tímum sem er. Shakespeare er ekki gam- aldags, Chaplin er eteki gam- aldags. Moliére er ekki gamal- dags. Þess vegna verður lát- bragðsliistiin eteki gamaldags. Hins vegar á hún sína góðu og slæmu daga. Og Marceau sagði síðar: Þessi list talar til hjartans. Marceau lýsti nú listaferli sínum nokkuð og talaði fyrst um kennara sína og samstarfs- menn. Talaði hann sérlega hlý- lega um Etienne Decroux kenn ara sinn við leiklistarskóla Oharles Dullin og sagði að hann hefði skapað nýja stefnu í látbragðslist með hliðsjón af eldri stefnum. Hefði hann skap að nýja „málfræði látbragðs- listarinnar“ eins og hann orð- aði það. Lýsti Marceau síðan ferðum ninum um þau lönd. sem hann hefur heimsótt. Nefndi hann nokkra þjóð- höfðingja, sem hann hafði skemmt með list sinni og sagð* ist hafa orðið ákaflega hrifinn af Nethru, en hann hefði setið kvöldverðarboð með honum. Nú sagði hann, að Johnson, B-andaríikjaforseti hefði beðið sig um að koma fram í sam- kvæmi, sem haíldið yrði í góð- gerðarskyni í New York 11. þ.m. Sagðist hann hafa tekið b-oðinu, en ekki minnzt á það við Johnson, að ha-nn færi beina leið til Rauða-Kína á eft- ÍH. Heim-sóten Marcel Marceau til íslands er liður í ferðalagi Marceau u-m heiminn, en þeirri ferð á að 1-jútea á næsta ári. Sagðist hann hafa ánægju af að koma hingað og lýsti ánægju sinni yfir hinni miklu aðsókn að sýningum sínum. Hann hafði mikinn áhuga á að vita, hvern- ig hesta íslendingar hefðu og vildi gjarnan fá að reyna hæfni sína í reiðmennsku hér. Aðspurður kvaðst Marceau alltaf hafa verið á ferðalagi með sýningar sínar, en að lote- inni ferð sinni um heiminn ætlaði h-ann að stofna félag með góðum listamönnum, en ektei gat hann sagt um í hvaða landi það yrði. Á sýningum sínum hér fer Marcel Marceau með 15 þætti og er helmingur þeirra urn Bip, en Bip er afkomandi Pier rofcs, að því er Marceau sagði. Hann sa-gðist hafa í taktein- um 35 þætti um Bip og 35 aðra og með þessa þætti færi hann einn með aðstoð tónlist- ar. KENNEDY Framhald af bls. 1. hömlur yrðu hreinsaðar brott úr Suður-Afrífeu, þá gæti landið — sem hefur yfir að ráða mestum hluta vísindamanna Afríteu, stál framleiðslu heimsálfunnar og raf orteu — gegnt einstæðu hlutverki í baráttunni ge-gn fátætet og neyð í löndunum lengra í norðri. En þessi ríki geta ektei tekið á móti hjálp oktear, ef lönd okkar neita að viðurkenna fullteomleika ein- staklingsins og samhygð allra manna. — Rétta aðferðin til þess að berjast gegn kommúnisma er ekld að innleiða einræði hans, heldur að auka frelsi einstaklingsins £ öllum ríkjum og í oktear eigin lönd um. í sérhverju landi finnast menn, sem kalla sérhverja ógnun gegn sérréttindum sínum kommún isma, en á ferðum mínum hef ég séð, að umbætur eru ekki kommún ismi, sagði Robert Kennedy. Kennedy er í Suður-Afríku í boði Stúdentasambandsins þar í landi, en í því eru stúdentar af öllum kynþáttum. Ian Robertsson, formaður sambandsins, var nýlega settur í stofufan-gelsi samtevæmt lögum landsins u-m baráttu gegn kommúnismanum. Kennedy hélt ræðu sína á þeim degi, sem stud éntar í Suður-Afríku hafa helgað baráttunni fyrir akademísteu frelsi. Kennedy dvelur í Suður-Afrfku í fimm daga. KENNARAÞING Framhald af bls. 16 undan endurkjöri og voru honum þökkuð vel unnin störf á undan- förnum árum. Tveir aldraðir kennarar voru gerðir að heiðursfélögum, þeir Ingimar Jóhannesson, kennari og Guðjón Guðjónsson, fyrrv. skóla- stjóri í Hafnarfirði. Þeir hafa báðir unnið ötult starf í þágu sam bandsins og verið forystumenn um ýmis merk málefni þess. Launamál og endurskoðun skóla mála voru helztu viðfangsefni þessa fulltrúaþings og voru gerðar ályktanir um þau. Kosin var inilli- þinganefnd til þess að ganga frá ályktununum að fullu. SAMNIN GAVIÐRÆÐUR Framhald af 16. siðu. nefndar lialdinn á þriðjudaginn. f nefndinni eru af hálfu Verka- mannasambandsins formaður og varaformaður þess, þeir Eðvarð Sigurðsson og Björn Jónsson. Blaðið átti í dag tal við Þóri Daníelsson, framkvæmdastjóra Verkamannasambandsins, og kvaðst hann vilja taka það fram vegna missteilnings, sem fram hefði komið í sumum blöðum, að framkvæmdanefnd verkamanna- sambandsins hefði ekki fengið um boð frá verkalýðsfélögunum til þess að semja fyrir þau. Hér væri aðein-s um að ræða könnum fram- fcvæmdaráðsins á því, hvort hægt væri að koma á einhvers feonar rammasam-ningi, sem fé-lögin gætu síð-an notað sem grundvöll við samningagerð sína. Væri fram- kvæmdaráð Verkamannasambands ins því ekki að semja fyrir fé- lögin sem slík. KVIKMYNDIR Framhald ai Dls. 5. Að rekja söguþráðinn er einsteis virði fjTÍr myndina, því að hann er með slíkum endemum, að ann að eins rugl hefur vart sézt á hvíta tjaldinu. Ef ekki hefðu komið til fyrrgreind tæknibrögð, hefði kvik myndinni svo sannarlega verið alls varnað, og heiti hennar því jafnframt getað verið örvænting- aróp hennar. Það er eitthvað þvælt fram og aftur um dýrmæt- an hring, sem glatazt hefur, en upp kemst, að hann muni finnast á hendi Ringo's, og fjallar mynd in um tilraunir þeirra manna, er hringinn vilja hreppa, en geng ur auðvitað mjög tregle-ga. Sigurður Jón Ólafsson. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. með Arsenal 1961—1965, en fór þá til Norwidh. Hægri útherji. Hann lék áður í unglingalandsliði Englands. Gordon Bolland, innherji. Hann lék áður með Ohelsea og er ann-ar dýrasti leik- maður, sem Norwidh hefur beypt. Phil Kelly ,hægri bakvörð ur. Hann lék áður með Wolv es og hefur enn fremur leik ið fimm sinnum með írska landsliðinu. Malcolm Lucas, hægri framvörður. Hann leikur í landsliði Wales. Freddie Sharpe, varnar- maður. Lék áður með Tott- en-ham, níu keppnistímabil. Dave Stringer, bakvörður eða miðvörður. Hann hefur leikið í áhugamannalands- liði unglinga fyrir England. Fyrsti leikurinn verður á Laugard-alsveHinum föstu- daginn 10. júní kl. 20.30, gegn úrvalsliði landsliðs- nefndar. Annar leikurinn verður á Akranesi sunnu- daginn 12. júní kl. 15.30. gegn Akurnesingum. Þriðji leikurinn verður svo í Keflavíte miðvikudag- inn 15. júní kl. 20,30, gegn Keflivikingum. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. Harðarsonar í 100 m skriðsundi, en hann náði tímanum 58,6 sek. og var sekúndubroti á undan Davíð Valgarðssyni. Þessi tími Guðmundar er hans langbezti, og vonandi lætur hann ekki þar við sitja, heldur bætir tímann. ICeppni Guðmundar og Darvíðs í þess-ari grein var einhver skemmtilegasta keppni mófcsins. í kvennagreinum var Hrafnhild ur Guðmundsdóttir atkvæðamest. í lok mótsins var háð „biöðru- sund“ og vakti sú keppni mikla káttnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.