Tíminn - 07.06.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.06.1966, Blaðsíða 16
Þessi list talar til hjartans - sagði Marcel Marceau á fundi raeð blaðamönnura í gær KT-Reykjavík, mánudag. Blaðamönnum gafst í dag tækifæri til þess að ræða við hinn heimskunna Iátbragðsleik ara Marcel Marceau á fundi með Þjóðleikhússtjóra Guð- laugi Rósinkranz, en eins og kunnugt er, gefst íslendinguni kostur á að njóta listar Marceau á tveimur sýningum í Þjóðleikhúsinu, í kvöld og annað kvöld. Það var með nokkurri eftir- væntingu, sem blaðamenn biðu eftir hinum þekkta nstamanni, en Þjóðleikhússtjóri notaði tækifærið til þess að skýra frá tildröguim að heimsókn Marce- aus til íslands. Sagðist hann hafa reynt í 6 eða 7 ár að fá listamanninn til þess að kynna íslendingum látbragðslistina, en ekki tekizt fyrr en á þessu ári. Hefði Marceau tekið beiðn inni vel og verið áhugasamur um að koma hingað. Hér héldi hann svo tvær sýningar, en færi héðan til London og.síð- an til Bandaríkjanna, þar sem hann myndi ferðast um. Frá Bandaríkjunum færi Marceau síðan til Parísar, Kína og So- vétríkjanna. Marcel Marceau, sem nú var kominn, sagði, að á síðustu 10 árum hefði hann komið fram á sviði í 42 löndum og væru Framhald á bls. 14 Marcel Marceau á blaðamannafundinum. Tímamyndir —GE. 126. tbl. — Þriðjudagur 7. júní 1966 — 50. árg. Hestur varð fyrir bifreið HZ-Reykjavík, mánudag. f gær var ekið á lausgangandi hest í Mosfellssveit á móts við Lágafell. Hesturinn fótbrotnaði við áreksturinn og varð að honum. Hafði hesturinn sloppið úr girðingu í Mosfellssveitinni. Auk tveggja skriðbí'la Jöklarann- sóknarfélagsins, voru tveir aðrir skriðbílar sem fóru í Grímsvötn, en Guðmundur Jónasson fór með ferðafólk í snjóbíl sínum alla leið norður í Kverkfjöll, og voru þar Framhaid a bis. 14 EJ-Reyk.javík, mánudag. Á fundi framkvæmdaráðs Verka mannasambandsins og fulltrúa Vinnuveitenda á föstudaginn var ákveðið að skipa undimefnd til þess að ræða nánar möguleika á samkomulagi um kaup og kjör, og verður fyrsti fundur þessarar framna.u a oi, n ERLEND SKIP LANDA SÍLD Á SIGLUFIRÐI SJ-Reykjavík, mánudag. Atvinnumálaráðuneytið hefur gefið síldarsaltendum og síldar- verksmiðjunni Rauðku á Siglu- firði Ieyfi til að kaupa ótakmark- að síldarmagn úr 20 erlendum sfld veiðiskipum í sumar. Leyfið, sem gildir fyrst um sinn til 1. ágúst, er bundið því skilyrði að hin 20 erlendu skip verði nafngreind. Gert er ráð fyrir að leitað verði eftir samningum við norsk og fær- eysk fiskiskip og eru samningaum- lcitanir að liefjast. Leyfi þetta .er veitt á þeirri for- sendu, að síldarrannsóknir í vor benda til þess, að Siglufjörður verði enn afskiptur hvað snertir síldarmóttöiku af innlendum síld- veiðis'kipum. Þessi frétt mun áreiðanlega Framhald á 2. síðu. Snjóalögin á Vatna jökli yfir meöallag KJ-Reykjavík, mánudag. f gærkveldi kom til Reykjavík- ur leiðangur Jöklarannsóknafélags ins sem fór í hinn árlega leið- angur sinn á Vatnajökul til að rannsaka þar snjóalög og breyt- inguna á Grímsvötnum eftir hlaup- ið sJ. haust. Reyndust snjóalög vera heldur meira en í meðallagi BANASLYS HZ-Reykjavík, m'ánudag. Það hörmulega slys varð snemma á sunnudagsmorgun, að ungur piltur, Ólafur Kjartansson, 22 ára gamall frá Haukatungu í Hnappadalssýslu drukknaðj í Oddastaðavatni á Snæfellsnesi. Ólafur hafði verið að silungs- veiði ásamt tveim öðruim mönn- um á báti, þegar bátnum hvolfdi skammt frá landi. Lögðu þeir allir til sunds og komust tveir í land, en Ólafur náði efcki landi. Slysavarnarfélag íslands sendi fulltrúa og kafara vestur að Odda- staðavatni og fannst líkið á 8 metra dýpi skamrnt frá landi. KENNARA- ÞINGINU ER LOKIÐ HZ-Reyfcjavík, mánudag. Fulltrúaþingi íslenzkra barna- kennara lauk í gær kl. 4:30. Síð- asti liður á dagskrá var kjör stjórn- ar fyrir næstu tvö ár. Skúli Þor- steinsson var endurkjörinn for- maður sambandsins og aðrir í stjórn voru kosnir: Gunnar Guð- mundsson, Þórður Kristjánsson, Þorsteinn Sigurðsson, Páll Guð-; mundsson, Svavar Helgason og | Ingi Kristinsson. Ársæll Sigurðsson, sem lengi hefur átt sæti í stjórninni baðst Framhald á bls. 14 en Grímsvötnin hafa sigið á um 25 ferkílómetra svæði, að því er dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur og leiðangursstjóri í ferðinni tjáði Tímanum í dag. Sigurður sagði að mesta erfið- ið og kostnaðurinn í samlbandi við þessar ferðir væri að komast úr byggð og upp að jökulbrún- inni, eða í Jökullheima þar sem einn af sfcáium Jöklarannsóknar- félagsins er, og þar sem tveir skriðbilar félagsins eru geymdir. Tók það leiðangurinn um tvo sól- arhringa að brjótast í Jökulheima og aðra tvo að komast í Gríms- vötn þar sem mælistifcurnar eru. 27 SKIP MEÐ 3910 TONN SJ-Reykjavífc, mánudag. Um helgina fengu 27 'skip sam- tals 3910 tonn af sfld. Hannes Haf- stein EA fékk 200 tonn, Bára SU 110., Siglfirðingur SI 170, Arnar RE 150, Eldborg GK 220, Sigurð- ur Bjarnason EA 200, Barði NK 270, Fróðaklettur GK 160, Ólafur Friðbertsson IS 160, Auðunn GK 170, Bjartur NK 270, Faxi GK 170, Sunnutindur SU 120, Seley SU 110, Krossanes SU 170, Ingi- ber Ólafsson 170, Lómur KR 230, Vigri GK 200, Björg NK 160, Stíg- andi ÓF 180, Óskar Halldórsson 200, Gullfaxi NK 140 og Sólfari AK 120. OTUR MUN LFITA AÐ SÍLD í SUMAR SJ-Reykjavík, mánudag. Sfldarleitin hefur tekið vélbát- inn Otur frá Stykkishólmi á leigu j og verður hann við sfldarleit á | austursvæðinu í sumar. S Otur er eikarbátur, 115 tonn að stærð, smíðaður 1964 í Dan- mörku. Sfcipstjóri er Benedikt G. Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.