Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 10
. (jRÍ B Bjuri 10 Vlslr. Mánudagur 30. desember 1974. Við förum Þó að nú séum við búin að gefa hvert öðru gjafir og aðaljólahátíð- in liðin,eru samt jólin ekki afstaðin fyrr en á þrettándanum. Mikið er um boð og veizlur þessa dagana, svo ekki sé talað um að aðal- samkvæmistiminn er framundan, ef svo má aðorði komast. Það má með sanni segja að ólikt yrði hann lengri hjá okkur veturinn hérna uppi á þessum norðurhjara veraldar, ef við nytum ekki jól- anna og tilhlökkunar- innar til þeirra. Við höfum undanfarna mán- uði keypt gjafir, hreinsað hús okkar og hýbýli. Allt, sem legið hefur ólagfært í fleiri mánuði, er nú standsett og lömin, sem datt af skápnum rétt eftir jól í fyrra, er nú komin fyrir aftur. Svo segja sumir að það sé allt of mikið umstang I kringum þessi blessuð jól. En hvenær kæmi þá þessi fitonsandi yfir hús- mæðurnar, sem verður svo smitandi, að allir keppast við að koma hlutunum I lag. En maðurinn er með þeim ósköpum gerður að eftir að hafa „slappað af” I svo sem 2 daga þá þarf hann að fá athafnaþrá sinni fullnægt. Börnin og ung- lingarnir eru sennilega búin að lesa bækurnar, sem þau fengu i jólagjöf og auðvitað er búið að snúa sólarhringnum við, en það í leiki. . . tilheyrir nú þessum tima. Hvað á svo að gera á gamlárskvöld? Jú, það er til svar við þvi. Fyrst hlustum við auðvitað á útvarp- ið, sjónvarpið og horfum á brennu. Við kyssum hve.rt annað i tilefni komu nýs árs og svo förum við i leiki, jafnt ungir sem gamlir. Cr mörgu er að velja og ætlum við að koma með nokkrar uppástungur. Hlutavelta eða bingó Hlutavelta er nokkuð, sem krefst dálitils undirbúnings og er tilvalið að láta krakkana sjá um hann. Munir þurfa ekki að vera dýrir t.d. blaðra, stjörnu- ljós, súkkulaðipakki, brjóstsyk- ur, blys, spil, sem stærri vinn- ingur og kannski konfektkassi (aha, þarna er ráð til þess að koma aukakilóinu yfir á ein- hvern annan, hugsar góði gef- andinn). Ýmislegt fleira kemur vafalaust i leitirnar og geta fleiri en eitt heimili útvegað vinninga. Þessum munum þarf að pakka inn og það væri ágætt að setja t.d. blöðruna i stóran kassa en spilin i litinn til þess að auka á spenninginn. Skipta þarf krökkunum i hópa til þess að allir viti ekki hvað er i hverjum pakka. Siðan er þeim komið fyr- ir uppi á snúru sem strengd er á milli veggja eða við vegg. Þetta er þá orðið hið skemmtilegasta skraut. Pakkarnir eru auðvitað merktir 1, 2, 3 o.s.frv. og miðar búnir til og settir i hatt, og sá minnsti býður til kaups, en nú kostar miðinn aðeins 1 kr. og sá litli getur keypt sér appelsin fyrir aurana seinna. Þá er held- ur ekki úr vegi að nota eitthvað af þessum skrautlegu pökkum i verðlaun, ef spilað yrði bingó eða hvað annað sem verðlauna- vert er. | IIMIM 1 = SÍÐAN M Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Teningunum er kastað. Nú er að vera með. Möguleikarnir eru miklir og miðinn kostar aðeins 300 krónur. Við drögum 10. janúar. Happdrœtti SÍBS Auknir möguleikar allra Nú fjölgar vinningum og heildarverómæti þeirra hækkar um rúmlega 55.5 milljónir króna, og til þess aö gefa hugmynd um þá stórfelldu breytingu sem á sér stað, skal bent á aö fiöldi 10 þúsund króna vinninga fjórfaldast, fjölai 100 þúsund króna þrefaldast og fjöldi 200 þúsund króna vinninga tvö- faldast, og nú eru tveir milljón króna vinningar í staö eins áöur. Hvað ertu minnugur? Nokkrir taka sig saman og búa tii spurningalista til að kanna minni fólks. T.d. er spurt hvað eru margar dyr á þessari fbúö, er herbergið hans Nonna rautt á litinn, eru gluggatjöldin hans köflótt, rósótt eða einlit- Hvernig er þorskurinn litur, er röndin á ýsunni svört eða gul? Hafa allir hrútar horn? Hvenær fór Nixon frá völdum? Hver er dómsmálaráðherra á ís- landi? Hvar á landinu er Kópa- sker? Hvar er Sigalda, Moskva, Vín, Hamborg o.s.frv. Spurn- ingarnar verða auðvitað dálitið að vera sniðnar við hæfi við- staddra. Nú stilla sér allir upp I röð fyrir framan spyrjendur og þeir eru úr sem ekki geta svarað. En sá vinnur sem flestu svarar. Hvað er verið að leika? Tveir til þrir taka sig saman og búa til miða þar sem skrifað stendur t.d. ikorni, geit, örn, sérkennileg persóna sem allir viðstaddir þekkja vel, hann Nonni, Halldór Laxness, eða Guðrún A., lampi með stórum skermi, kaffikanna. Svona mætti lengi halda áfram. Siðan eru miðarnir settir i sparihatt húsbóndans og gestir draga miða. Nú á hver að leika það sem stendur á miðanum og hinir eig að gizka áhvað leikandinn er að leika. Þetta reynir mjög á imyndunarafl fólks og getur orðið mikið fjör. Hvislleikur Allir sitja i hring á gólfinu eða á stólum. Þá byrjar sá fyrsti að hvisla einhverju orði að þeim næsta. ©rðið verður helzt að vera dálitið erfitt og langt. Leikurinn á að ganga fljótt fyrir sig og ekki má tala allt of skýrt. Mesta furðuorð getur orðið út úr þessu þegar upphafsmaðurinn fær að heyra hverju hann hvisl- aði. Saga er sögð í þessum leik fá allir tækifæri til að segja eitthvað. Upphafs- maöur byrjar á að segja sögu, þekkt ævintýri eða jafnveí frumsamda. Allt i einu hættir hann og bendir einhverjum öðr- um að halda áfram þangað til hann segir honum að hætta og næsti tekur við. Allir verða auð- vitað aðreyna á imyndunaraflið til hins ýtrasta og þá er lika vist að úr þessu verður hin frumleg- asta og skemmtilegasta saga. Hljómsveitin Þá er að reyna á tónlistar' hæfileikana. Til þess notum við potta, pönnur, sleifar, glös (óbrjótandi), sagir, greiður og hvað annað sem tiltækt er. Ab visu þyrfti kannske að vera til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.