Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 10. janúar 1975. VÍSRSm: Notið þér siðar nær- buxur i kuldanum? Garöar Haraldsson, starfsmaöur hjá Alafossi: — Nei, ég er ekki svo viðkvæmur fyrir kuldanum. Ég afber hann alveg án þess aö vera i siöum nærbuxum. Magnús Sigurösson, bilasmiöur: — Ekki lengur.Ég vann áöur fyrr útivinnu, og notaöi þá sföar ullar- nærbuxur. Þær eru alveg ljómandi flikur, mig klæjar alls ekkert undan þeim. Núna vinn ég inni, þannig aö ég þarf ekki aö klæöa af mér kuldann. Ketill Larsen, leikari: — Já, ef þaö er mjög kalt. Hvað er mjög kalt? Auðvitað þegar maður er að drepast úr kuida. En það er nauð- synlegt að vera i siðum nær- buxum i ferðalögum upp um fjöll og firnindi. Friögeir Guöjónsson, vörubil- stjóri: —Já, alveg skilyröislaust. Manni liöur svo miklu betur ef það er kalt úti. An siðu nær- buxnanna finnst mér miklu kaldara. Eyjólfur Sigurösson, verka- maöur: — Nei, það geri ég aldrei. Ég vinn uppi i Sigöldu, og þar hefur komið 29 stiga frost, þegar mest var. Þá var ég ekki i slöum nærbuxum og fann ekki fyrir kuldanum. Ragnar Jónsson, starfsmaöur á Landakoti: — Nei, og mér finnst kuldinn alls ekki til óþæginda, þóttsiðu nærbuxurnar vanti. Hins vegar klæðist ég I siöar nær- buxur, þegar ég fer um vetur upp á fjöll. Svona voru lestarferöirnar fyrr á þessari öld, þegar fariö var meö langar lestir hestvagna til aödrátta. Þetta er rifjaö upp I þjóöhátiöar- kvikmyndinni i dagsins önn. Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson. i dagsins önn heitir heimildar- kvikmynd um þjóöhætti og vinnu- brögö, sem frumsýnd verður samtimis I Reykjavlk, á Selfossi og á Akureyri upp úr næstu mánaöamótum. Þaö eru Arnes- ingar og Rangæingar, sem standa aö gerö þessarar myndar, en Þjóöhátiöarnefnd hefur stuðlaö aö gerö hennar, meöal annars látið yfirfæra hana af 16 mm filmu yfir á 35 mm. Sá hluti, sem Þjóðhátiðarnefnd stendur þannig að sýningu á, er partur af miklu stærri og ýtar- legri heimildarmynd, sem þessar tvær sýslur, Arnessýsla og Rang- árvallasýsla, hafa látið gera. í dagsins önn hefur verið valin og stytt með það fyrir augum, að hún taki venjulegan sýningartima kvikmyndar. Það er alllangt siðan sýslu- nefndir sýslnanna 'ákváðu að standa að gerð myndarinnar. Siðan var valin sérstök fram- kvæmdanefnd, sem i eiga sæti þeir Stefán Jasonarson i Vorsa- bæ, Jón Guðmundsson i Fjalli og Ólafur Guðmundsson i Hellna- túni. Haraldur Matthiasson, kennari á Laugarvatni, og Þórður Tómasson, safnvörður i Skógum, voru fengnir til að sjá um fram- kvæmd myndagerðarinnar. Myndatökumaður var fenginn Vigfús Sigurgeirsson. „1 myndinni er reynt að taka fyrir ýmsa þætti um vinnubrögð til sveita, eins og þau voru. t mörgum tilvikum má segja, að það séu siðustu forvöð að bjarga vinnuaöferðum frá gleymsku, vinnuaöferöum, sem þó tiðkuðust hér allt fram á fjóröa tug aldar- innar að minnsta kosti. Myndatakan hófst árið 1961 og voru teknir nokkrir þættir þá og eins sumarið 1963. Siöan lá verkið i láginni, þar til áriö 1972, að þráðurinn var tekinn upp að nýju. Þjóðhátiðarnefnd komst á snoðir um, að þetta stæði yfir, og það varð að samkomulagi með Þjóöhátiðarnefnd og fram- kvæmdanefnd myndatökunnar að taka valda þætti úr myndinni til að gera úr kvikmynd i sambandi viö þjóðhátiðarárið.” Sú mynd er nú fullgerð af hálfu Haralds, Þórðar og Vigfúsar. „Langflest atriðin eru sviösett,” sagði Haraldur enn- fremur. „Flest er þetta um vinnubrögð, sem nú eru horfin úr lifi bænda og búaliðs. Þó eru at- riði um vorsmalamennsku og rúningu, sömuleiðis um fjallaferð og réttir, tekin eins og þau eru nú, enda hefur litið breyst þar aö lút- andi. Það var um margt erfitt að útvega verkfærin, sem með þurfti, og varð að láta smiöa sumt. Til dæmis var mjög erfitt að útvega hestvagna — viö uröum að fara viða til að safna í þá hlut- um, en samt að láta smiða sumt. Eins var með dráttarhesta. Það var að visu ekki örðugt að útvega þá árin 1961 og 1963, en eftir að þráöurinn var tekinn upp að nýju var það mjög erfitt. Við fengum aö lokum einn úr Laugardalnum, annan úr Biskupstungunum og þann þriðja ofan úr Hreppum. Skinnskó og skinnsokka varð ég að láta búa til og var svo heppinn að fá til þess vanan skógerðar- mann, móðurbróður minn, sem var siðasti ferjumaðurinn á Iðu i Biskupstungum. Hann saumaði meðal annars fyrir okkur klofháa skinnsokka. Hann kemur lika fram I atriði, þar sem farin er lestarferð á klakkhestum og ferjað yfir Hvitá. Hann er nú lát- inn og nokkrir fleiri, sem þarna koma fram, en flestir eru þó lif- andi. Þessi heimildarmynd hefði aldrei orðið til, hefði ekki komið til velvild fjölda fólks og félaga- stofnana. Það var sannarlega gaman og spennandi að standa að gerð þessarar myndar, en ótrúlega timafrekt og oft erfitt. Það, sem LESENDUR HAFA ORÐIÐ Orðin um orðuna „Oröulaus” hringdi: „Skyldi Morgunblaöið hafa einhvern sérstakan tilgang með öllum sinum skrifum um fálka- orðuna? Ég spyr vegna þess að undan- farnar vikur og mánuöi hafa birzt margar fréttir i ofan- greindu blaöi, þar sem sagt er frá fálkaorðum til sölu. Finnst mér skina út úr skrifum blaðs- ins, að það vilji gera orðuna sem háðulegasta og leggja sér- staka áherzlu á, aö mönnum þyki hún ekki merkilegri en svo, aö þeir sem hafa hlotið hana vilji selja hana. Síðasta fréttin af þessu tagi Föðurnafn misritaðist Nafn Júliusar lialldórssonar misritaðist á lesendasiðunni i fyrradag. Þar var hann Baldursson. Þá skal einnig tekið fram, að Július hringdi ekki fyrir hönd allra ibúa hússins við Austurbrún 2. birtist i blaðinu I dag (fimmtu- dag 9. jan.). Mig langar til að vitna i nokkur orö i fréttinni: (Mbl.) spurðist fyrir um ástand á islenzka orðumarkaðnum. Sagði Magni, að verzlunin hefði engar fálkaorður fengið siðan I haust. Þarna er þvi varpað fram eins og ekkert sé, að fálkaoröur gangi kaupum og sölum, og látið skina i, aö alltaf sé eitthvert framboö af þeim. Ekki bætir fyrirsögn fréttar- innar úr. Þar stendur: „Alveg orðulaus i bili.” í’sjálfu sér er ekkert að at- huga við það, að blað birti fréttir um það sem þvi þykir fréttnæmt. En fréttaflutn- ingurinn fer að verða gruggugur, þegar margsinnis er klifað á þvi sama. Auðséð er, að þessi skrif Morgunblaðsins um litillækkun fálkaoröunnar hafa haft a.m.k. einhver áhrif á einn lesanda þess. Þessum manni var boðið um áramótin að heiöra hann með fálkaorðunni, en hann af- þakkaði. t viðtali viö Alþýðu- blaöið föstudaginn 3. janúar sagöi hann: „Já, ég baöst undan þvi að fá fálkaoröuna. Það geröi ég af persónulegum ástæðum”. Þær ástæður eru ekki frekar raktar I viðtalinu. Ég vona að hin neikvæöu skrif Morgunblaðsins um fálka- orðuna hafi ekki orðið til þess að draga úr áhuga mannsins á að þiggja orðuna. Maöurinn sem þáði ekki fálkaorðuna af „persónulegum ástæðum”, er Matthias Johannessen, fyrrv. formaður Þjóðhátiðarnefndar og ritstjóri Morgunblaðsins. Vonandi eru skrif þess blaðs um orðuna ekki af „persónu- legum” toga spunnin”. Hvert var „Iþróttamaöur” spyr: „í iþróttaþætti útvarpsins sl. laugardag, þar sem flestir af helztu forkálfum Iþrótta- hreyfingarinnar ræddu um allt og ekkert, talaði stjórnandi þáttarins, Jón Asgeirsson, um hneyksli, sem heföi orðið I keppnisferðalagi hjá stórum Islenzkum iþróttahópi, erlendis á sl. sumri. Um þetta vildi enginn, sem þarna var, ræða, og sátum við útvarpshlustendur þvi eftir, engu nær um máliö. Forvitni min og annarra, er ég hef talað við, var vakin með þessu, og þvi langar mig til að fá að vita eitthvað meira um þetta mál. Aldrei hefur verið um þetta skrifað og ég, sem fylgist mikið með iþróttum, aldrei um það heyrt.Þar sem ég var með i ferðalagi Iþróttahóps i sumar, langar mig til að fá að vita meira um þetta hneyksli, eins og það var kallað, þvi margir liggja þarna undir grun”. Jón Asgeirsson, iþróttafrétta- maöur útvarps, varö góöfúslega viö þvi að svara spurningu „tþróttamannsins”.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 8. Tölublað (10.01.1975)
https://timarit.is/issue/238924

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. Tölublað (10.01.1975)

Aðgerðir: