Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 10. janúar 1975. 3 —fyrir þjóðhátíð- arkvikmyndina, sem frumsýnd verður í nœsta mánuði var einna erfiðast, var kannski veörið, því Vigfús er vandlátur kvikmyndatökumaður og vildi ekki taka nema við verulega góð skilyrði. Einnig var erfitt að gæta þess, að nútiminn gægðist ekki fram í bakgrunninum, og er jafnvel ekki gott að segja nema svo sé einhvers staðar, þvi allt umhverfi ber merki hans með slmalínum, vegum, brúm og öðru sliku. Ferjuatriðið var til dæmis tekiö við Iðu, þar sem komin er brú, en þess var vandlega gætt, aö hún sæist ekki. Mjög margir hafa lagt hönd á plóginn til að gera þessa mynd. í þeim atriðum, sem ég sá um, koma fram um 30 manns og sjálf- sagt svipuð tala hjá Þórði. Auk þess unnu margir óbeint að myndinni, svo sem með gerð áhalda, akstri, öflun tækja og þess háttar. Þannig vann konan mln til dæmis að þvi með okkur að afla tækja og kemur einnig fram I myndinni.” —SH Hér er hin besta stemning við bókalestur og reipafléttun við lýsiskoiu. Myndin er úr kvik- myndinni t dagsins önn. Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson. hneykslið? ,,Það var nú reyndar aldrei talað um hneyksli I þessum þætti. Þátttöku íslenzkra unglinga i ,,Partille-cup” mótinu i Svlþjóð bar hins vegar á góma. Þangað fóru hátt á þriðja hundrað unglingar. Úlfar Þórðarson, formaður IBR, sagði að öll framkoma og hegðun Islenzku 'ungmennanna hefði verið til fyrirmyndar og mikils sóma, Þá varð mér að orði, að það væri ástæðulaust að fegra hlutina alveg svona mikið, þvi hegðun og framkoma nokkurra heföi ekki verið alveg i sómanum. Ég hef sjálfur ekki séð ástæðu til þess aö minnast á þetta mál I Iþróttaþáttum minum, þvi á seinni árum eru slik leiðinda- atvik mjög sjaldgæf. Það er óþarfi aö geta þeirra, bæði vegna þess hversu sjaldgæf þau eru og einnig vegna þess að eitt slikt atvik getur kastað rýrð á prúðmannlega framkomu og hegðan allra annarra Iþrótta- hópa. ef það er úthrópað”. ROTAÐUR, RÆND UR OG RANKAÐI VIÐ SÉR í SJÓNUM r — Ófarir íslendings á Mœjorka — var á leið heim úr nœturklúbb „Ég var einn á ferð um nótt nokkru áður en við héldum heim frá Mæjorka. Ég var við strönd- ina og var að virða fyrir mér ölduna. Þá vissi ég ekki fyrri til en ég fékk mikið högg I höfuðið. Ég rankaði við mér i sjónum og fann fljótt að öllu hafði verið rænt frá mér.” Þannig segist frá Haraldi Haraldssyni, sem var ásamt ferðahóp á Mæjorka fyrir nokkru sfðan á vegum einnar ferðaskrifstofunnar i Reykja- vlk. Hann átti svo sannarlegá ekki von á þvi að lenda I þessu óhappi, en hann missti mynda- vél, peninga og úr, samtals að verðmæti tæpar 70 þúsund krón- ur. „Viö höfðum farið saman nokkur á næturklúbb um viku áður en við fórum heim. Seint um nóttina lagði ég einn af stað heim á hótel, en við bjuggum á hóteli við strandlengjuna, sem kölluð er Arenal. Ég gekk á gangstéttinni fjærströndinni, en færði mig síðan yfir til þess að horfa á ölduna, þvi hún var tals- verö. Ég hafði orðið var við að tveir menn höfðu gengið á eftir mér hinum megin við götuna, en veitti þeim enga eftirtekt, þvi sizt af öllu átti ég von á þessu.” ,,En þarsem ég stend á gang- stéttinni við ströndina fæ ég allt I einu þungt högg i höfuðið og veit ekki lengur af mér. Ég rankaöi við mér úti I sjó og hef liklega gert það um leið og mér var fleygt þangað. Ég átti I tals- veröum erfiðleikum með að komast I land en það gekk þó.” „Þegar ég leitaði eftir þeim verömætum sem ég hafði borið á mér fann ég að þau voru horf- in. Ég var meö gjaldeyri og is- lenzka peninga, sem ég álpaðist til að bera á mér, og voru þetta samtals 20 þúsund krónur. Þá var ég með myndavél sem kost- ar um 40 þúsund krónur og svo úr. Allt hafði verið tekið.” „Mér hefur sennilega verið fleygtfram af gangstéttinni, þvi ég var blár og marinn á öxlinni og i framan. Siðan hefur mér verið fleygt i sjóinn.” „A þessum tima nætur er fátt um fólk á götunum, aðeins nokkrir bilar. En maður gerir sér ekki nokkra grein fyrir að svona geti komið fyrir. í öllu mannhafinu á daginn á maður bágt með að imynda sér það. En það er full ástæða til þess að vara fólk við þessu. Hins vegar hef ég ekkert nema gott um ferðaskrifstofuna að segja. Þetta getur komið fyrir, og ég hefheyrtum fólk sem lent hefur I óförum.” Haraldur sértryggði mynda- vél sina og er nú nýbúinn aö fá hana og úr sitt bætt. — EA. u Við tilkynnum um lendingu á þakinu hjá ykkur" Gestamóttaka Loftleiðahótefslns stóð í ströngu er lítinn gest bar að garði „Þetta er flugturninn hérna. Við tilkynnum um lendingu á þakinu hjá ykkur,” hefur röddin i simanum sennilega sagt, þegar afgreiðslufólkið á Hótel Loftleiðum tók upp simann. Það er i verkahring flug- umferðarstjóranna i flugturnin- um á Reykjavikurflugvelli að fylgjast með allri flugumferð um völlinn. Eftir hádegið I gær sáu þeir svo, hvar páfagaukur var að búa sig til lendingar á þakinu á Loftleiðahótelinu, og tilkynntu gestamóttöku hótelsins það vitanlega strax. Eins og góðri gestamóttöku sæmir, var strax hafizt handa um að veita þessum litla gesti hlýjar móttökur. Starfsfólk móttökunnar lét það ekkert á sig fá, þótt fulginn vildi ekki hreyfa sig af þakinu, heldur prilaði upp á þakið á eftir hon- um. Aðrir stóðu á jörðu niðri og blistruðu i kór. Páfagauksgreyið lét þó fugla- dúettinn engin áhrif á sig hafa. Hann var hinn styggasti og leitaði hælis undir þakskegginu. Deildarstjórinn I gestamót- tökunni vissi sem var, að þessi viðkvæmi gestur lifði ekki deginum lengur úti undir beru lofti og reyndi að tæla hann undan þakskegginu. Með þvi að kasta smávegis snjó i hinn ný- sloppna búrfugl einhvers bæjar- búans tókst að fæla hann undan skegginu. Hann flögraði um smástund og settist svo á þakið og hvildi sig um stundarsakir, þar til flugdellan kom aftur yfir hann og hann tilkynnti flugtak af þakinu. Loks sást til hans, þar sem hann flaug i átt að flug- skýlum landhelgisgæzlunnar. Siðan hefur enginn orðið var við ferðir páfagauksins innan við 50 milurnar. -JB. Tist, tlst, tlst, bllstruðu starfs- mennirnir á tælandi hátt neðan að. Aðrir fóru til atlögu við litla gula páfagauksgestinn ofan frá. Allt kom fýrir ekki, páfa- gaukurinn var hinn styggasti og vildi ekkert til manna. Ljósm. BG. Tvísýn bið- staða í Hastings Tvisýna i nokkrum skákum, sem fóru i bið i skákmótinu i Hastings i gær, skapar nýja spennu i mótið, þar sem enginn getur talizt hafa örugga forystu. Þegar elleftu umferð lauk, fóru fjórar skákir i bið, og i þeim öllum áttu hlut að máli menn i efstu sætum. Einn sýndist þó eiga alveg visan vinning I biöstöðunni og það var Guðmundur Sigurjóns- son á móti Englendingnum Michael Stean. — Tefldi Guðmundur Pirch-vörn á móti Stean, en var sagður hafa verið lánsamur aö fá upp vinnings- stöðu. Tékkneski stórmeistarinn Hort, sem hafði hálfan vinning i forskot á næsta mann fyrir um- ferðina, tefldi djarft á móti Beljavsky og stift upp á vinning. En i hita bardagans tapaði hann peði, og þótt hann næði þvi aftur undir lokin, sýndistmönnum Beljavsky hafa betra tafl, þegar skákin fór i bið. Sviinn Andersson, sem tefldi af öryggi á móti Basman, virtist lika eiga betri stöðu, þegar skákin fór i bið. Staðan er þá þannig: Hort 7 vinninga (1 biðskák), Planninc 7 vinninga, Andersson 6 1/2 vinning (1 biðskák) Miles 6 1/2 vinning. Beljavsky, Guðmundur, Vaganian allir 6 vinninga og 1 biðskák hver. Hartston 6 vinn. Csom 5 1/2 vinning og biðskák. Garcia 5 1/2 vinning. Stean 4 1/2 vinning og biðskák. Benkö, Botterill 4, 1/2 vinning. Basman 3 1/2 vinning og biöskák. Diesen 3 1/2 vinning. Mestel 3 vinninga. Raforkuframleiðslan á Austurlandi: DUGAR MEÐAN EKKERT BILAR OG BRÆÐSLAN FER EKKI í GANG „Það er allt I lagi hjá okkur eins og er,” sagði Erling Garðar Jónas son, rafveitustjóri Austurlands i morgun. „Það er blessuð bliða og okkur tekst aö halda I viö þörf- ina.” Meðan ekkert bilar og bræðslurnar fara ekki i gang á Austfjörðum, dugar raforku- framleiðslan þar. Þegar bræösl- urnar fara i gang, taka þær strax til sin 14-1500 kilówött, og þegar frystihúsin taka að frysta loönu, eykst aflþörfin veruiega. „En loðnan er ekki fryst fyrr en hún er kynþroska,” sagði Erling Garðar. „Og samkvæmt reynsl- unni er ekki að búast við þvi fyrr en um miðjan feb'rúar.” — SH. Fœrri útlendingar komu nú en í fyrra Færri útlendingar komu til landsins á árinu 1974 en árið þar áður. Aftur á móti komu fleiri ís- lendingar. Útlendingar voru sam- tals 68476 á móti 74019 þar áður. íslendingar voru 54941 á móti 47661 árið áður. En útlendingar komu frá hinum fjarlægustu slóðum. Við fengum meöal annars heimsóknir frá Afganistan, Barbados, Dahomey, Hondúras, Kuwait, Liberiu, Nicaragua, Paraguay, Salvador og fleiri staði mætti nefna. Flestir útlendingar komu frá Bandarikjunum, en næstflestir frá Danmörku. Þar næst var Sviþjóö I röðinni. Frá Banda- rikjunum fengum við 26587 i heimsókn en 6173 frá Danmörku. -EA.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 8. Tölublað (10.01.1975)
https://timarit.is/issue/238924

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. Tölublað (10.01.1975)

Aðgerðir: