Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 8
Vísir. Föstudagur 10. janúar 1975. Visir. Föstudagur 10. janúar 1975. Umsjón: Hallur Símonarson Lára bezt í stökkunum og fimmtarþraut Lára Sveinsdóttir, Ármanni/ hafa mikla yfirburöi í hástökki og langstökki á síðasta ári — og fjölhæfni þessarar góðkunnu iþróttakonu er mikil. Hún setti Is- landsmet í f immtarþraut í ágúst og i þeirri keppni bætti hún einnig Is- landsmetið í langstökki# stökk 5.56 metra/ en bætti það svo í 5.68 metra í september. i hástökkinu var hún nálægt sínu bezta — stökk fimm sentimetrum hærra en María Guðnadóttir, HSH, sem setti meyja- met — en Þórdis Gísladóttir, IR, setti telpnamet í greininni. Hér á eftir fer afrekaskráin i hástökki, langstökki og fimmtarþraut á siðasta ári, en hún var þannig: Hástökk m Lára Sveinsdóttir, A 1.65 Maria Guönadóttir, HSH 1.60 Björk Eiriksdóttir, 1R 1,55 Kristin Björnsdóttir, UMSK 1,55 Hrafnhildur Valbjörnsd. A 1.53 Þórdis Gisladóttir, ÍR 1.53 SigriöurÞórsteinsd., HSK 1.51 Lára Halldórsdóttir, FH 1.50 Gréta ólafsdóttir, UNÞ 1.50 Ása Halldórsdóttir, Á 1.50 Ingunn Einarsdóttir, 1R 1.49 Ingibjörg Aradótir, UIA 1.46 Sigrún Sveinsdóttir, Á 1.46 Ragnhildur Pálsd., UMSK 1.46 Anna Haraldsdóttir, FH 1.45 Asta B. Gunnlaugsd., 1R 1.45 Valgeröur Ólafsd., USVS 1.45 Jóhanna Asmundsd., HSÞ 1.45 Guörún Agústsdóttir, HSK 1.45 Svandls Sigurðardóttir, KR 1.45 IngibjörgGuömundsd.,HSH 1.45 ' JppSfe Lára Sveinsdóttir, Armanni. Langstökk Lára Sveinsdóttir, Á Ingunn Einarsdóttir, 1R Hafdis Ingimarsd., UMSK Ása Halldórsdóttir, A Sigurlina Gislad., UMSS Unnur Stefánsdóttir, HSK Sigrún Sveinsdóttir, A Björg Kristjánsd., UMSK Asta B. Gunnlaugsd., 1R Ingibjörg Guðmundsd., HSH Erna Guðmundsd., Á Aðalbjörg Hafsteinsd., HSK Valdis Leifsdóttir, HSK Sigriður Þorsteinsd., HSK Ragna Erlingsdóttir, HSÞ Bergþóra Benónýsd., HSÞ Sigriður Jónsdóttir, HSK Fimmtarþraut. Lára Sveinsdóttir, A 14.7- 9.34-1.64-5.56-26.0 Ingunn Einarsdóttir, IR 14.4-8.77-1.49-5.34-25.0 Asa Halldórsdottir Á 17.3- 9.74-1.46-5.29-28.5 Sigrún Sveinsdóttir, A 17.7- 9.22-1.-46-4.87-27.8 Asta B. Gunnlaugsd., ÍR 18.4- 6.73-1.40-4.69-27.3 Björk Eiriksdóttir, ÍR 19. 0-6.90-1.52-4.28-30.3 Ingibjörg Guömundsd., HSH 20.3- 1.45-8.26-4.46-30.6 Maria Guðnadóttir, HSH 20.2-1.48-7.38-4.57-31.6 Ragnhildur Pálsd., UMSK 21.4- 7.06-1.46-4.16-29.6 Stig 3731 3638 Anna-Maria Moser Pröli Anna-María eykur for- skot sitt! Skiðakonan fræga, Anna- Maria Moser Pröll var I mikl um ham i gær I Grindelwald i Sviss og sigraði meö ótrúleg- um yfirburðum I stórsvigi — var 1.40 sekúndum á undan Hanni Wenzel, Lichtenstein. Stórsvigið hefur þó aidrei verið bezta grein önnu- Mariu. Hin 21 árs „snjódrottning” jók forskot sitt veruiega i keppninni um heims- bikarinn og erfitt veröur fyrir aðrar skiöakonur i keppninni að koma i veg fyrir að Anna Maria sigri fimmta árið i röð. Hún hefur nú hlotið 94 stig. t öðru sæti er Rosi Mittermaier, Vestur- Þýzkalandi, með 61 stig og Cindy Nelson, Bandarfkjun- um, er i þriðja sæti með 59 stig. t dag verður keppt i bruni kvenna I Grindelwald i brun- brautinni i Bernese Oberland, sem er 2750 metrar að lengd og fallhæð um sex hundruð metrar. Brunið hefur alltaf verið aðalgrein önnu-Mariu þar til i vetur, að bandariska stúlkan Cindy Nelson, hefur reynzt þar bezt — hvaö sem veröur nú ofan á i dag, þegar Anna-Maria, er komin i slikan ham og i gær. Cindy Nelson, sem er 19 ára, sigraöi I brunkeppninni i Grindelwald i fyrravetur og komu þau úrslit heldur betur á óvart. Það var I fyrsta skipti, sem Anna-Maria tapaði brunkeppni i tvör ár t bruninu i dag er Cindy Nelson með rásnúmer tvö — og strax á eftir henni mun Anna-Maria „keyra" brautina. Hún nýtur þvi þeirra „forréttinda” að vita hvaöa tima hún þarf að ná til að sigra þá bandarisku. Aðrar stúlkur, sem gætu orðiö.framarlega i dag, eru Olympiumeistarinn Maria- TheresaNadig (20ára),Rosi Mittermaier, og sveitar- félagar önnu-Mariu, Wiltrud Drexel, Monika Kaserer — og hin 17 ára sytir hcnnar, Evi Pröll. Hún hefur náð beztum tima á æfingum að undanförnu I Grindelwald og náði nieiri hraða en Anna-Maria i neðri hluta brautarinnar i stór- sviginu i gær. -hsím Það er vel mætt á æfingarnar hjá meistara og 2. flokki Gróttu i knattspyrnu. Starfsemin hefur heldur aidrei fariö jafn snemma af stað og I ár og áhuginn aidrei verið meiri. Ljósmyndir Bj.Bj. Grótta œtlar einnig að gero það gott í knattspyrnunni Fyrir nokkrum vikum var starfsemi iþrótta- félagsins Gróttu á Sel- tjarnarnesi skipt í tvær deildir — handknattleiks og knattspyrnudeild. Með- limir handknattleiks- deildarinnar hafa verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu — enda gert það gott i 1. deild karla — en aftur á móti hefur litið borið á knattspyrnu- köppunum. A dögunum brugöum við okkur út á Nes til að forvitnast um starf- semi knattspyrnudeildarinnar, sem er i fullum gangi, þótt enn séu nokkrir mánuöir þar til ver- tiðin hefst. Þar ræddum við við Garðar Guðmundsson, einn aðal- frumkvöðul að stofnun Gróttu og Turisjtjeva bezt í Sovét MOSKVU (APN) íþróttanefnd Sovétrikjanna og iþróttafrétta- ritarasamband Sovétrikjanna hafa að venju kjöriö besta iþróttamann ársins 1974. Eru tiu efstu sæti listans svo skipuð. 1. Ludmila Turisjtjeva, Rostov við Don, fimleikar. 2. Anatoli Karpov, Leningrad, skák. 3. Vasili Alexejev, Sjatsjti, lyftingar. 4. Vladislav Tretiak, Moskvu, ishokki. 5. Vasili Solomin, Perm, hnefaleikar. 6. Pavel Lednov, Lvov, nútima fimmtarþraut. 7. Galina Kulakova, Moskvu, skiðaganga 8. Valeri Harlamov, Moskvu, ishokki. 9. Irina Rodnina og Alexander Zajtsev, Moskvu, listhlaup á skautum. 10. Faina Melnik, Moskvu, frjálsiþróttir. núverandi formann knattspyrnu- deildarinnar. Hann sagöi okkur, að starfsem- in stæði með blóma hjá nýju deildinni. Búiö væri að ráða ung- lingalandsliðsþjálfarann Lárus Loftsson úr Val, til að sjá um þjálfun meistara og 2. flokks i ár, og væri þetta i fyrsta sinn i sögu félagsins, sem búið væri að ráða þjálfara og hann byrjaður að starfa svona snemma árs. Hjá honum æföu nú á milli 20 og 30 strákar og áhuginn hjá þeim væri geysilegur. Þeir æfðu nú einu sinni i viku — eftir hádegi á sunnudögum — tvo tima i senn og um mánaðamótin væri fyrirhug- að að fjölga æfingum bæöi úti og inni. „Viö ætlum okkur að standa okkur vel I 3. deildinni i ár og einnig i öðrum flokkum” sagði Garöar. „Útkoman i fyrra var Hinn nýi þjálfari knattspyrnumanna Gróttu, Lárus Loftsson, sem veriö hefur samfleytt I 10 ár hjá Val, gengur hress og kátur á móts við nýtt verkefni hjá nýju féiagi. ekki sem bezt, enda vorum við þá ekki með neinn þjálfara fyrir meistaraflokk. En nú tökum við þetta föstum tökum og ætlum að gera hlut Gróttu og Seltjarnar- ness sem veglegastan isumar”. Lárus Loftsson, sem hefur ver- ið unglingaþjálfari hjá Val s.l. 10 ár, lét vel af sér hjá sinu nýja félagi. „Mér lizt mjög vel á þetta hér hjá Gróttu” sagði hann. „Þetta eru ungir og friskir strákar sem ég er meö — sérstaklega strák- arnir i 2. flokki. Það hefur verið vel mætt. en ég heföi samt gaman af þvi að sjá fleiri andlit af Nesinu á æfing- um hjá mér. Ég hef trú á, að þetta verði gott sumar hjá Gróttu á knattspyrnusviðinu, og hlakka til að takast á við þetta nýja verk- efni, sem mér hefur verið faliö”. Róöurinn hjá Gróttu verður ef- laust þungur i sumar, enda 3. deildin hér á Suðurlandi ekkert lamb að leika sér við. Það verður þvi fróðlegt að fylgjast með Gróttu á knattspyrnusviðinu i sumar — likt og i handknattleikn- um i vetur — og vonandi vegnar knattspyrnuköppunum af Nesinu eins vel. Ekki vantar áhugann né viljann hjá þeim. —klp— Austurríkismennirnir fengu líka skell heima — Varese, Etalíu, vann KR-bana UBSC emmg með yfirburðum i Vinarborg Liðið, sem banaði KR i fyrstu umferð I Evrópukeppninni I körfuknattleik — UBSC frá Austurriki — tapaði siðari leik sinum gegn Ignis Varese frá italiu i gærkveldi. Leikurinn fór fram á heimavelli UBSC og lauk honum samt með 97:82 sigri Ignis. Uppselt var á þennan leik mörgum vikum áður en hann fór Emile Puttemans, Belgiu 100.000 dollara hlaupið! Belgiski millivegalengda- hlauparinn Emile Puttemans hef- ur ákveðiö að taka þátt I milu- hlaupinu mikla, sem fram á að fara I Astrodome I Texas I sumar. Það er frjálsiþróttasamband atvinnumanna I Bandarikjunum, sem hefur boðið Puttemans ogniu öðrum stórstjörnum i þetta hlaup, og hafa átta þegar þegið boðiö. Eru það atvinnumennirnir Jim Ryun, Ben Jipcho, Kichoge Keino, Dave Wottle og „áhuga- mennirnir” Marty Liquory, Rich Wohlhuter, Emile Pultemans og Steve Prefontaine. Hverjir hinir tveir eru hefur ekki verið til- kynnt. Þetta hlaup hefur hlotið nafnið „100.000 dollara hlaupið” og er sagt aö þetta verði stórkostleg- asta miluhlaup aldarinnar. Það er ekki fjarri lagi, enda verður ekki þarna hlaupiö fyrir ánægjuna og einn litinn verð- launapening. Sigurvegarinn i hlaupinu fær 60.000 dollara og hinir skipta afgangnum — 40.000 dollurum — á milli sin!! —klp— Dœmdur fyrir gamalt brot — sem dómarinn sá ekki einu sinni A fundi aganefndar FÍFA-Al- þjóða knattspyrnusambandsins — sem haldinn var fyrir skömmu, var Brasiliumaðurinn Mario Marinho, sem var einn bezti mað- ur Brasilíu i siðustu HM-keppni, dæmdur i þriggja ieikja keppnis- bann. Var það fyrir nær sex mánaöa gamalt brot, eða frá leik Brasiliu og Hollands i HM-keppninni i sumar. t þeim leik sparkaði Mario hol- lenzka leikmanninn Neeskens niður og siðan I mjöðmina á hon- um, þar sem hann lá. Dómari leiksins sá ekki brotið, en nokkrir meðlimir aganefndarinnar voru meöal áhorfenda að leiknum, og þaö nægði....þótt ótrúiegt sé!! — klp — fram, og komust færri að en vildu, þótt heimaliðið hefði tapað fyrri leiknum, sem fram fór á ítaliu, með miklum mun, eða 66:109. En nú voru það ekki neinir is- lenzkir áhugamenn, sem verið var að leika við. Ignis Varese tók strax forustu og hafði 7 stig yfir i hálfleik — 45:38 — og i leikslok var munurinn 15 stig — 97:82. Bandarikjamaðurinn Marrionaux var stigahæstur hjá UBSC með 20 stig og hjá Ignis Varese var það einnig Banda- rikjamaöur, sem var stigahæstur — Yelverton — sem skoraði 32 stig. Aðrir sem skoruðu fyrir UBSC í þessum leik voru: Halsenbacher 17, Taylor 14, Tecka 10 og Bilik 8. Fyrir Ignis: Bisson 23, Morse 22, og Sal- vaneschi 7 stig. Fleiri leikir voru leiknir i ann- arri umferð Evrópukeppninnar i gærkveldi, og urðu úrslit i þeim þessi: Slavia Prag frá Tékkóslóvakiu sigraði KK Zadar frá Júgóslaviu 86:85. I hálfleik var staðan 44:42 fyrir Júgóslavana. Þá sigraði Transol frá Hollandi Maccabi frá tsrael 91:90 I siðari leik liðanna. Fyrri leiknum lauk með sigri Maccabi 94:85. t Stokkhólmi léku Real Madrid frá Spáni og Alvik frá Sviþjóð, og sigruðu Spánverjarnir meö 85 stigum gegn 83 eftir framlengdan leik. 1 hálfleik var staðan 38:37 fyrir „Real-risana.” —klp— Skemmtifundur hjó Fram Knattspyrnudeild Fram heldur skemmtifund fyrir 4. og 5. flokk félagsins i Alftamýrarskóla á sunnudaginn kemur, og hefst hann kl. 16,30. Á fundinum verða veitt verð- laun og einnig verður bingó og bió fyrir strákana, sem eru beðnir um að fjölmenna. Fyrsta gðngumót ársins í Hveradölum á sunnudag Á sunnudaginn kemur verður haldið mikið göngu- mót í Hveradölum á vegum Skíðafélags Reykjavíkur. Mótið, sem hefst kl. 14,00, á að geta orðið mjög skemmtilegt, þvi að í það eru skráðir 20 keppendur, sem allir hafa æft vel undanfarnar vikur. Sumir þeirra eru á leið til Noregs og Sviþjóðar, þar sem þeir munu dvelja við æfingar og kennslu fyrir önnur stórmót, sem Svissneska stúlkan Maria Lise Morerod vann fyrsta sigur Sviss I keppninni um heimsbikarinn i ein sex ár, þegar hún sigraði I sviginu I Garmisch 4. janúar. Þaö var heldur óvæntur sigur, þvi Maria Lise hefur ekki veriö ofarlega á blaöi áöur I keppninni. Hún er til vinstri á myndinni að neðan, en i miðið er Christa Zechmeister, Vestur-Þýzkalandi, sem varö I öðru sæti. Til hægri er norska stúlkan Tirill Fjelstad, sem varð þriðja. hér verða haldin i vetur, og þá aðallega fyrir landsmótið, sem fram fer i marz. Meðal þeirra er Reykjavikur- meistarinn Guðmundur Sveins- son, sem er I mjög góðri æfingu um þessar mundir. Einnig taka þátt i mótinu þekktir kappar eins og t.d. Þórhallur Sveinsson, Her- mann Guðbjartsson Fljótamaður, sem nú keppir fyrir Hrönn, Hreggviður Jónsson, Július Arnarsson — báðir úr Hrönn — og fleiri. Eins og fyrr segir veröur mótiö i Hveradölum og hefst kl. 14,00 á sunnudagir.n. Ahorfendur fagna, þegar Bommi birtist á vellinum. ÓKing Features Syndicate. Inc.. 1973 World rightt reserved

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 8. Tölublað (10.01.1975)
https://timarit.is/issue/238924

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. Tölublað (10.01.1975)

Aðgerðir: