Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 1
65.árg. — Föstudagur 10 janúar 1975 — 8. tbl.
UNNU FJÓRAR
MILLJÓNIR
Það er ástæða til að gleðjast.
Páll H. Pálsson forstjöri Happ-
drættis Háskóla islands er hér á
tali við heppin hjón, Kristján
Sveinsson, skipstjóra á
björgunarskipinu Goðanum, og
Valgerði Hjartardóttur, eigin-
konu hans. Þau unnu 4 milljónir
i happdrættinu fyrir siðustu jól.
— Sjá baksfðu.
SM YGLIÐ I KCFLAVIK
UPP Á 30 MILUÓNIR
— stœrsta smyglmál, sem lögreglan hefur rannsakað
Smyglhringurinn# sem
tollgæzlan á Keflavikur-
flugvelli og lögreglan í
Keflavík eru að afhjúpa,
er sá afkastamesti í ís-
landssögunni.
Heildarupphæö áfengisins, sem
hringnum hefur tekizt að smygla
til landsins, nálgast 30 milljónir á
útsöluveröi.
Ekki mun aðeins um innflutn-
ing á spira að ræða, heldur einnig
öðrum tegundum áfengis. Visir
hefur fregnað að sá hluti sé ekki
minni en spirinn.
Allt bendir til, að viðtæk sam-
vinna hafi verið með mönnum er-
lendis, sjómönnum sem fluttu
varninginn til landsins, og mönn-
um, sem dreifðu honum til sölu.
Meirihluta áfengisins var
smyglað til landsins á þann hátt,
að þvi var fleygt fyrir borð á
skipum, sem voru að koma frá út-
löndum. Þetta var gert skammt
undan ströndum. Siðan komu bát-
ar út og sóttu áfengið, þar sem
þaö flaut á sjónum. — ÓH.
Hjónaskilnaðir
— á franska vísu
— sjá bls. 6
„LENGSTA
FLUGBRAUT
LANDSINS
ER 37
KÍLÓMETRAR
— en bílaumferðin
skapar þó vissa
hœttu — baksíða
Páfagaukur
í „aðflugi"á
flugvellinum
— bls. 3
Fœðingar:
FYRSTU
KLUKKUTÍMARNIR
SKIPTA MESTU
FYRIR BARNIÐ
— INN-síða á bls. 7
Það eru
ekki bara
hestar
sem eru
tjóðraðir
Þótt hesturinn sé ekki leng-
ur helzta farartæki þjóöarinn-
ar, virðist tjóðurbandið enn við
lýði. Hestarnir þóttu til alls visir
ótjóöraðir, en að flugmenn
tjóðri flughesta sina við staura
hlýtur þó að teljast til undan-
tekninga.
Ekki hefur enn vitnazt, að
menn gefi flugvélum sinum
gras að bita, en einn hefur aftur
á mót tjóðraö vél sina við staur
úti á Reykja vikurflugvelli.
Þessum farartækjum nútimans
er vist til alls treystandi, hefur
eigandinn hugsað og þvi tjóðrað
vél sina kirfilega við staur.
Véiin er raunar gamla Dúfan,
sem fræg varð, á meöan hún var
i eigu Björns heitins Pálssonar.
Nú er hún ekki svipur hjá sjón
lengur, enda hlutverk hennar nú
eingöngu að vera varahlutalag-
er fyrir aðra vél sömu tegundar.
— JB. Ljósm. Bragi.
,,Þú ferð ekki langt góurinn,” héfur flugmaðurinn sennilega sagt og tjóörað flugvélina sina aö gömlum
og góðum sið.
VALDATAFL MILLI
OG JÖRGENSENS
HARTLINGS
— sjó úrslit dönsku kosn-
inganna ó bls. 5
„Stóra happdrœttið", loðnuveiðin:
ÞRÁSKÁK UM VERÐIÐ - SKUGGALEGAR SÖLUHORFUR
„Stóra happdrættið”,
loðnuveiðin, er farið af
stað, en enginn loðnu-
veiðimaður veit, hvað
verðið verður, og eng-
inn veit, hvort loðnu-
afurðir seljast eða á
hvaða verði.
„Það er hverjum manni ljóst
að ekki verður auðvelt að ná
samkomulagi,” sagði Jón
Sigurðsson, formaður yfir-
nefndar, i viðtali við blaðið.
Verðið á loðnumjöli, reiknað i
erlendri mynt, er talið hafa
lækkað um nálægt helming frá i
fyrra. Gengislækkun krónunnar
bætir nokkuð úr skák, en þó að-
eins að litlu leyti ef til vill 1/4-
1/3.
Fyrsti fundur i yfirnefnd um
þetta mál var i gær. Menn telja
vist, að þráskák verði. Sennileg-
ast er talið, að verðið verði
ákveðið til bráðabirgða um
skamman tima hverju sinni yfir
vertiðina.
Sveinn Finnsson, verðlags-
ráði sjávarútvegsins, tjáði blað-
inu, að fundir um loðnuverðið
hefðu hafizt þar um miðjan
desember. „Það er ekki alveg
ljóst i tölum, hver ágreiningur-
inn er,” sagði Sveinn. Seljendur
og kaupendur greinir mikið á,
þar sem verðið i fyrra var mið-
að við 9,50 dollara fyrir prótein-
einingu i mjöli við sölu erlendis,
en þetta verð hefur fallið um
helming. Við þessar aðstæður
vilja kaupendur loðnu, verk-
smiðjurnar, að verðið lækki, en
seljendur, útgerðin, eiga erfitt
með að una lækkun i þjóöfélagi
geysilegrar verðbólgu. Þetta er
erfiður hnútur.
Sveinn sagði, að ágreiningur
væri einnig um mat á aðstæð-
um. Verðlagsráð visaði málinu
til yfirnefndar, þegar engin leið
fannst til samkomulags i ráð-
inu.
Alger óvissa er um verðið á
loðnumjöli og útflytjendur þess
vondaufir um breytingu til
batnaöar. Þá eru horfur
skuggalegar um sölu á frystri
loðnu til Japan. Japanir eiga
miklar birgðir loðnuafurða og
þeir gera strangari kröfur en
áður um hrognainnihald frystu
loðnunnar. Þangað eru nú konn-
ir tveir fulltrúar frá SÍS og full-
trúar Sölumiðstöðvarinnar. 1
fyrra keyptu Japanir frysta
loönu fyrir einn milljarð króna.
—HH
SJÁ LEIÐARA UM
LOÐNUNA Á BLS. 6
t