Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 10. janúar 1975. vism Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsirt'gastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Askriftargjald 600 t lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : llaukur Helgason : Skúli G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 Hnur kr. á mánuöi innanlands. eintakiö. Blaöaprent hf. Ekki sama gullkistan Loðnuveiðin er um þessar mundir að byrja af fullum krafti. Spár fiskifræðinga um mikið loðnu- magn i sjónum virðast hafa staðizt. Veiðivonin er þvi með mesta móti að þessu sinni. Loðnumagnið gefur möguleika á þvi, að hin nýbyrjaða loðnu- vertið verði hin langmesta i sögunni. Ekki vantar heldur sóknina i loðnuna. Velflest beztu og stórvirkustu skip flotans, önnur en skut- togararnir, verða gerð út á loðnu á þessari vertið Þessi mikla sókn stafar meðfram af þvi, að reynzt hefur auðvelt að manna skipin, þrátt fyrir mikla atvinnu i landi. Af þessu mætti ætla, að ekkert hefi i skorizt siðan i fyrra, þegar loðnan malaði þjóðinni gull með svipuðum hætti og sildin gerði, þegar hún var upp á sitt bezta. Nóg er af mönnum, sem vilja taka þátt i nýju gullæði, minnugir hinna gifur- legu tekna, sem sjómenn höfðu á loðnuvertiðinni i fyrra. Samt er augljóst, að loðnuvertiðin verður vand- ræðabarn að þessu sinni. Hinar ytri aðstæður eru langtum óhagstæðari en þær voru i fyrra. Eru raunar margir þeirrar skoðunar, að ákaflega erfitt muni reynast að fá fjármáladæmi loðnu- vertiðarinnar til að ganga upp. Japansmarkaðurinn fyrir frysta loðnu er mun ótraustari að þessu sinni en hann var i fyrra. Nærri 70% af þeirri loðnu, sem Japanir fluttu inn i fyrra, liggja þar enn óseld. Einhver takmörk hljóta að vera fyrir þvi, hversu miklum birgðum þeir geta hlaðið upp. Þar við bætist nokkur óánægja Japana með islenzku loðnuna frá i fyrra. Þeim finnst hún ekki hafa verið nægilega vel flokkuð. Slik atriði geta eyðilagt markaðsmöguleika á skömmum tima. Ekki er ástandið betra á útflutningi veigamestu afurðar loðnuvinnslunnar, loðnumjölsins. Verð mjölsins, hefur á aðeins einu ári hrapað um rúm- lega helming, úr9,5 dollurum á próteineininguna i 4,5 dollara. Slikt hrun gerbreytir vitanlega fjár- hagsdæmi vertiðarinnar og leiðir sennilega til verulegs taprekstrar á bæði veiðunum og vinnslunni, ef ekki kemur eitthvað nýtt til sögunnar. Eini ljósi punkturinn i markaðsmálunum er verðið á lýsinu, sem hefur farið hækkandi. En lýsið er þvi miður ekki jafnþungt á metunum og mjölið. Verulegt misræmi hefur verið milli afkasta- getu loðnuskipanna og verksmiðjanna i landi. 1 fyrra urðu skipin tiðum að sigla til fjarlægra hafna til að losna við aflann og urðu samt að sæta langri löndunarbið. Þjóðin hefur tapað gifur- legum fjármunum á þessu. Misræmið magnast á þessari vertið. 1 fyrsta lagi eyðilagðist loðnubræðslan á Norðfirði i snjó- flóði og verður ekki notuð á vertiðinni. f fyrra var hún i hópi afkastamestu verksmiðjanna, svo að tilfinnanlegt skarð er nú fyrir skildi. í öðru lagi er olian, sem fer i siglingar til fjarlægra hafna, enn dýrari að þessu sinni en var i fyrra. Af öllu þessi má ljóst vera,að aukið misræmi og tilkostnaður annars vegar og lækkað verð hins vegar valda þvi, að loðnusjórinn verður i ár ekki sama gullkistan og hann var i fyrra. —JK imiiiimi UMSJÓN: GP Aukið frjáls- lyndi hjá Frökkum í hjónaskiln- aðarmálum Hjónaskilnaðir á franska visu, en þeim hefur oft verið lýst sem skopleik dómsalanna — ósjaldan byggðir á meinsæri — heyra sennilega brátt sögunni til með tilkomu nýrra laga, sem heimila hjónafólki, að slita (hjónabandinu, ef samþykki beggja liggur fyrir. ) Stjórnin hefur nú i undirbúningi í aö leggja fyrir þingið lagafrum- varp, sem auðvelda mun hjóna- skilnaði. — Flestir vænta þess, að þingið samþykki það með vorinu. Þetta hjónaskilnaðarfrumvarp snertir fjölda fólks, þvi að árlega villast um 40 þúsund frönsk hjón ) um rangala dómsala og laga- ( króka til þess að reyna að fá lög- skilnað. Um margra ára bil hefur Val- ery Giscard d’Estaing forseti beitt sér fyrir þvi, að sett yröu ný hjónaskilnaöarlög, sem færu betur i nútimaþjóðfélagi Frakk- l lands, þótt þaö heiti enn kaþólskt j land. D’Estaing var farinn að vekja máls á þessu, meðan hann var fjármálaráðherra. Af kaþólikkum að vera hafa ^Frakkar þegar stigiö nokkur skref í átt til meira frjálsræðis i þvi, sem siðareglur hafa áður litið miðaldarsjónum, svo sem eins á sviði getnaðarvarna og fóstur- eyðinga. Er stutt siöan sett voru frjálsleg fóstureyðingalög. A timum Napóleons voru hjónaskilnaðir að visu leyfðir, ef samþykki beggja var fyrir hendi. Menn minnast þess, að keisarinn skildi sjálfur við Jósefinu konu sina, vegna þess að hún gat ekki alið honum barn. Sjálf var Jósefina fráskilin kona, áður en hún gekk að eiga Napóleon. En eftir útlegð Napóleons samþykkti franska þingið lög, sem I 68 ár bör.nuðu hjóna- skilnaði. Það var fyrst 1884, að löggjaf- inn hnikaði ögn til með lögum, sem gilda enn i dag. Þykja þau úrelt vægast sagt og oft og tiðum yrkisefni skophöfunda. — Eins og þau eru i dag réttlætir fyrst og fremst þrennt hjónaskilnaði: Löng fangelsisvist maka. — Ótryggð. — Freklegar móðganir eða grimmd i sambúð. Eitt af þvi, sem flokkazt gæti undir freklega móögun, væri þaö, ef hjónabandsskyldum hefði aldrei veriö sinnt. Framkvæmd þessara laga er svo með þeim hætti, að hjón, sem hafa gefiö upp ástæður þess, að þau æskja skilnaðar, veröa siðan að sanna, aðhún sé i raun og sann svo, sem þau lýsa. Það er einhvers staðar þarna, sem griniö byrjar. Lögfræðingar skilnaðaraöila leggja fram bréf frá hvoru um sig, þar sem þau tina til allar raunir sinar og fara um hvort annað eins móðgandi oröum og þau geta fundið. Eins verða þau helzt að geta leitt fram til vitnis þá kunningja og vini, sem þau geta fengið til sliks. Þar með er þó ekki raunum þeirra lokið, heldur er það skylda dómarans að reyna að sætta þau og fá þau til þess að taka saman á ný. Ekki er svo langt siðan réttur- inn þurfti að setja upp grindverk milli deiluaðilanna i réttar- salnum (og reyndar áður i bið- stofunni) til þess að fyrirbyggja ofbeldi. Likt og hér þegar hjón hafa orðið ásátt um að skilja, hefst langur og leiðinlegur málþófs- kafli og allt að tveggja ára bið. Hafa bæði af þessu mikinn kostnað og allir biða tap nema lögfræðingarnir. Viða eins og hér aumka lögmennirnir þetta fólk af þvi, hvernig lögin leika það, svo að þeir hafa ekki brjóst i sér til að ganga eftir fullum launaþóknun- um fyrir milligöngu sina. En það getur svo aftur leitt til þess, að þeir vilja heldur stunda önnur ábatasamari störf og sniðganga hjónaskilnaðarmál. Þegar ástæðan er ótryggð, má sá seki þola smán og horfa upp á, aö hans leyndustu einkamál séu miskunnarlaust dregin fram fyrir sjónir almennings, þegar færa skal sönnur á ótryggðina. Hinn aðilinn getur neyðzt til að lúta lágt til þess að afla sannananna. Þriðji aðilinn, sem þarf til þess að fullkomna ótryggðina, verður ósjaldan að koma fram einnig. Samkvæmt frönskum lögum þykir ótryggð naumast sönnuð, nema málsaðilinn hafi verið staðinn að verki. Og helzt verður —-ef sönnunin á að vera fullkomin — einhver laganna þjónn að vera þar til vitnis. Hefur þetta atriði orðið höfundum frjór akur til skopleikjagerðar. En fleiri en leikhúsfólk eitt hefur fært slika sjónleiki á svið. Málsaðilar hafa tiðum gripið til þess sjálfir. Hitt er þó tiðara að menn og konur hafi tapað skilnaðar- baráttu sinni, þegar þau treystu sér ekki til að ganga i gegnum öll þessi ósköp. Enda á t.d. konan naumast uppreisn æru I frönsku þjóðfélagi og samfélagi kaþólskrar kirkju, ef hún héfur gerzt ber að saurlifi. Næstu árin eftir hjónaskilnaðar- réttinn er hún merkt kona. Jean Lecanuet, núverandi dómsmálaráðherra, vill beita sér fyrir þvi, að hætt verði að lfta á hjónaskilnað sem einhvers konar refsingu, eða þá hjálpræði, eins og sumir imynda sér. Almenningsálitið — þvi að niu af hverjum tiu Frökkum eru fylgjandi þvi að hjónaskilnaður leyfist, ef samþykki beggja er fyrir þvi — hefur knúið Lecanuet til þess að reyna að gera fólki þetta bærilegra. í frumvarpi hans er lagt til, að hjón, sem æskja skilnaðar, þurfi ekki að gera grein fyrir ástæðunni, eða að minnsta kosti ekki að sanna hana áþreifanlega. En þau þurfa að vera ásátt um það fyrir framan dómarann, hver skulihafa forsjón með börnunum, hver lifeyririnn skuli vera og hvernig eignunum skuli skipt. Ein nýmælin eru þau, að dóm- arinn getur úrskurðað, að honum — sem játar að verða valdur aö þvi að hjónabandið fór i hundana — beri lifeyrir engu að siöur eftir efnum og ástæðum. Annað lýtur aö þvi, að annar aðilinn geti á sex árum öðlazt skilnað, þótt hinn sé þvi allan tlm- ann mótfallinn. Siðan má búast við þvi I framtiðinni, að sú venja, að fela jafnan móðurinni umsjá barn- anna, verði vefengd. Dómurum ber að gefa meiri gaum en hingað til að tilkalli feöra til barnanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 8. Tölublað (10.01.1975)
https://timarit.is/issue/238924

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. Tölublað (10.01.1975)

Aðgerðir: