Vísir - 15.01.1975, Síða 1

Vísir - 15.01.1975, Síða 1
VÍSIR 65. árg. — Miövikudagur 15. janúar 1975 —12. tbl. Erum við eins viturlega fóðruð og skepnurnar? Skepnufóðrinu er stjórnað af viti og þekkingu, — en hvernig skyidi manneldinu vera háttað? Ætli þar sé eins visindalega unnið að fóðrun- inni? Um þetta efni fjallar INN-síða blaðsins i dag. SJA BLS. 7 m Kafari náði tann- garði félaga síns upp af hafsbotni - Bls. 3 Vesalings Elizabeth Taylor: „Verst klœdda kona a\\ra tíma" — sjá Nú siðu bls. 4 Emerson Fittipaldi meistarinn i jfe kappakstri — bls. 4 - NÚ Þing- maður- inn sem hvarf, og fannst á ný Var honum rutt úr vegi af bandarisku Mafiunni? Hafði hann drukknað? Eða var hann njósnari, — og það kannski tvöfaldur I roðinu? Þessar spurningar og margar fieiri komu upp, þegar föt brezka þing- mannsins John Stonehouse fundust I vörzlu baðvarðar i Florida. Já, Imyndunaraflið var fljótt að spinna sögur úti i hinum stóra heimi, ekki siðuren hér á sögueynni. En hvað gerðist? Það má lesa á bls. 6. Hún „Gletta n \ sjón- varpinu, — Monica Zetterlund - Sjá bls. 12-13 „Loksins komst maður í loftið" „Bara að fólkið komist nú á vellina" — Mikið flug fyrirhugað í dag, en áœtlunarbílar hafa lítið tafist „Loksins kemst maður i loftið”, varð einum að oröi, sem við hitt- um fyrir á Vængjum I morgun, en þar var mikið að gera. „Ertu bú- inn að tanka vélina?” — „Varstu búinn að vigta þetta?” „Hvaö var þetta þungt?” Þessar setningar og fleiri kváðu við, þvi nú átti að fara að fljúga eftir að allt flug hafði legið niöri frá þvi á sunnu- dag. „Við ætlum aðreyna að fljúga á sem flesta staði i dag”, sagði Hrafn Oddsson flugmaður okkur, þegar við ræddum við hann. Til dæmis verður reynt að fljúga til Reykhóla, Siglufjarðar og Blönduóss, en klukkan 10 I morg- un var verið að fara á Rif og Stykkishólm. Farþegar tindust inn og vélarn- Bæði farþegar og flugmenn voru hinir ánægðustu yfir að komast i loftið, þegar við litum inn á Vængjum I morgun, en þar var starfsemin komin i fullan gang. Ljósm: Bragi. „VELTI ÞEIM STORA" — segir Jóhann Örn Sigurjónsson, sem sigraði Friðrik „Jú, það má segja, að maður hafi velt þeim stóra”, sagði Jó- hann Örn Sigurjónsson, sem i gærkvöldi vann Friðrik Ólafs- son stórmeistara á Reykja- víkurmótinu. „Það er býsna sjaldgæft, að við, „minni spámennirnir”, vinnum Friðrik. „Ég haföi svart og valdi gam- alt afbrigði af Tarraschvörn, sem ég vonaði, að Friðrik þekkti illa. Svartur vinnur peð i byrjun I þessu afbrigði, og Friörik tókst aldrei að ná þvi aftur. Hann reyndi stöðugt aö bæta stöðuna en tókst ekki. Ég náði sókn og vann skákina I aðeins 27 leikj- um”. Jóhann örn hefur um langa hrið annazt skákþætti Visis, eins og lesendum er kunnugt. önnur úrslit I A-riðli urðu þessi: Jón Þorsteinsson vann Gylfa Magnússon, Björn Þor- steinsson vann Leif Jósteinsson, Bragi Kristjánsson vann Björn Jóhannsson, Jón Kristinsson vann Margeir Pétursson og óm- ar Jónsson vann Harald Har- aldsson. Fimm umferöir eru búnar. Efstir og jafnir eru Jón Krist- insson og Björn Þorsteinsson með 3 1/2 vinning og óteflda skák sin á milli, sem verður tefld I kvöld. I þriöja sæti er Margeir Pét- ursson með 3 1/2. Friðrik er I 4. sæti með 3 vinninga og biðskák við Gylfa Magnússon. Jóhann Örn Sigurjónsson er 5. með 3 vinninga. —HH JÓHANN ÖRN, — lagöi Friörik aö velli i gærkvöldi. A Umferðarmiðstöðinni voru rútur að leggja af stað, en engin komst i gær. Reyndur starfs- maöur þar kvaðst ekki muna að nokkurn tima hefði fallið niöur ferð til Borgarness áöur. ar voru fullbókaðar. Mikið er hringt og margir vilja komast. „Ég var að tala viö veðurfræðing fyrir fimm minútum, og hann sagði, að veðrið væri að mestu gengiö yfir”, sagði Hrafn. Fyrir norðan er þó enn nokkur vindur. „En nú er bara, aö farþegar komist á flugvellina úti á landi”, sögðu þeir hjá Vængjum. „Vegir eru ófærir á svo mörgum stööum, aö búast má við, aö það taki tima aö komast”. En hvað gera flugmenn svo, þegar margir dagar liða án þess að hægt sé að fljúga? „Jú, við mætum hérna. Viö veröum að vera tilbúnir, ef allt I einu yrði hægt að fljúga og eins, ef upp kemur sjúkraflug”, sagði Hrafn. En það var lltill timi til þess að rabba saman. Þaö þurfti að koma farangri i vélarnar, og um að gera að koma sér timanlega af stað. „Þeir segjast bara ekki muna eftir öðru eins fannfergi á Akur- eyri”, sagði ein starfsstúlkna á Umferðarmiðstöðinni, þegar við litum þar inn. Bilar voru að leggja af stað vestur á Snæfells- nes og til Búrfells i morgun, og einnig fóru bilar i Borgarnes og Búðardal. Annars hafa bilar ekki tafizt nema um einn dag, þ.e.a.s. þeir áttu að fara i gær, en komust ekki sökum veðurs. „Siðasta ferðin var erfið hjá þeim mörgum. Til dæmis brotn- aði rúða I einum bilanna i veðr- inu, sem var að skella á, og hann þurfti að skipta um bil á leiðinni”. Enn er ekki hægt að keyra til Akureyrar, en þangað var siðasta ferð farin á föstudag, og er það eina leiðin, sem hefur tafizt veru- lega. Flugfélagið hyggur á mikið flug i dag. Snjókoma og snjóþungar brautir hamla þó flugi, t.d. á Hornafirði, Húsavik, Isafiröi og Egilsstöðum. Um klukkan eitt var vonazt til, að hægt yrði aö fijúga til Akureyrar, en þangaö biða margir eftir að komast. —EA Rússar hafna vildar- kjðrum Banda- rikjamanna - Sjá bls. 5. 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.