Tíminn - 19.06.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.06.1966, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 19. júní 1966 TÍMINN Hús Jóns Sig- urðssonar Þau ánægjulegu tíðindi gerð- ust núna á þjóðhátíðardaginn, að danskur stórkaupmaður korn færandi hendi til íslands og gaf Alþingi Íslendinga gamalt hús við gamla götu í Kaup- mannahöfn. Þetta hús er engin höll, og fasteignamat þess á danska vísu er vafalaust ekki mjög hátt, svo að gjöfin er ekki til mikillar auðgunar þjóðinni á hörðum gjaldeyri, þeim er menn kaupa sér fyrir dægur- glys. Samt var þetta hús banki hins harðasta og bezta gjaldeyr- is, sem þjóðin hefur átt, skír- asta gullsins í sjóði hennar. Þama var sjálfstæðisbanki ís- lendinga á síðustu öld, og banka stjórinn var Jón Sigurðsson. felendingar hljóta að veita húsi Jóns Sigurðssonar viðtölcu með einlægum fögnuði og mikl- um þakkarhng til mannsins, sem gaf það. Þegar þetr hafa átt leið um Hafnarslóð, hafa þeir Iöngum lagt leið sína um Östervoldgade til þess að líta á þetta hús. Þeir hafa stað- næmzt við það og horft á mélm- plötuna sem Hafnar-felendingar Iétu fyrir nokkru setja á húsið en nánari hafa kynnin ekki orð- ið. Nú hefst nýtt skeið þessara kynna. íslendingar munu nú vafalaust vinda að því bug að gera hús Jóns Sigurðssonar að þeirri kapellu, sem það er í huga þjóðarinnar. Hér skulu efcki lögð á ráð um það, hvern- ig það verði bezt gert, en auð- sætt virðist að reyna að koma upp minningasafni um Jón og Ingibjörgu og setja þar upp mynd af þeirri baráttu, sem háð var, og því hugsjónaMfi, sem var bjarmi þeirra liðnu Með þeim hætti gæti hið gamla hús ef til vM stuðlað að tvíþættum og mikilvægum skilningi. Þangað mundu felend ingar fara í pílagrímsferð og horfa í glæður þess elds, sem Jón Sigurðsson fól þeim til ævarandi varðveizlu, og skilja betur en áður mikilvægi sjálf- stæðisins. í ræktarsemi íslend- inga við þetta minningahús mundu Danir skilja og muna betur, hvers virði felendingum er og verður það, sem Jón Sigurðsson sótti í hendur þeirra. Þannig gæti þetta gamla og helga hús, sem danskur vinur hefur nú gefið okkur orðið eins konar sáttmálsörk tveggja þjóða, sem er báðum fyrir beztu að gleyma gráum leik liðins tíma en muna vel nýja sáttmála, sem á sér rætur á þessum stað. árum saman og reynzt hafði heillavænleg. Hún var í þvi fólgin að veita landbúnaðinum eðlilegan stuðning af fremsta megni til þess að halda fram- leiðslukostnaði niðri, veita honum sæmileg vaxta- og lána- kjör, réttlæti um afurðalán og framlög til framkvæmda. Þann- ig var að því stuðlað með já- kvæðum hætti að sem lægstur framleiðslukostnaður kæmi bæði bændum og neytendum í hag og um leið stuðlað að almennu verðlagsjafnvægi í landinu og unnið gegn verð- bólgu. Núverandi ríkisstjórn taldi þessa stefnu óhæfa og ger- breytti henni í fullkominni and stöðu við bændastéttina. Nýja landbúnaðarstefnan var 1 því fóligin að draga verulega úr beinum stuðningi við landbún- aðinn, innleiða lánaskatt á bænd ur í ofanálag, lækka jarðræktar- framlag í mörgum greinum mið að við tilkostnað, margfalda sölu skatt á vélum og efni og leggja hann á allar framleiðsluvörur bænda á markaðnum nema neyzlumjólkina, en sá liður einn mun nema um 60 millj. Hús Jóns Sigurðssonar við Östervoldgade 1 Kaupmannahöfn Menn og maUfni Skipbrot ríkis- stjórnarinnar Atburðir þeir, sem gerzt hafa síðustu vikur og missiri í land- búnaðarmálunum eru á marg- an hátt lærdómsríkir en sýna þó eitt öðru fremur — algert og ömurlegt skipbrot landbúnaðar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er alkunna að ríkisstjórnin j taldi sig beita sér fyrir nýrri og betri stefnu í landbúnaðar- málum, er hún tók við. Hún fordæmdi þá stefnu, sem Fram- hófust með stórfundi sunn sóknarfilokkurinn hafði mófcaðllenzkra bænda á Selfossi, þar kr. á ári sem ofanálag á fram- leiðslu'kostnaðinn og vöruverð- ið. Er nú svo komið, að beinn stuðningur við landbúnaðinn er orðiun minni hér en í nálægum löndum, sem sambærilegust eru, en þar er yfirleitt fylgt þeirri stefnu, að láta slíkan stuðniug halda framleiðslu- kostnaði og verði landbúnaðar- vara niðri svo sem kostur er og vera þannig lið í því að hamla gegn dýrfcíð og verð- bólgu. Undir þessari nýju leiðar- stjörnu núverandi ríkisstjórnar i landbúnaðarmálunum hefur svo sífellt hal'lazt á ógæfuhlið- ina, þar til nú, að forysturmenn í framleiðslumálum bænda hafa eftir langvinnt og árangurslaust samningaþjark við ríkisstjórn- ina, sem neitað hefur með öllu að taka jákvætt á málunum, orð ið að grípa ti'l hreinna og beinna neyðarráðstafana, sem koma hart niður á bændum, en eru bein afleiðing skipbrotsins, sem óheillastefna ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmólum hefur beð- ið. Engir munu ganga nauðugri til þessara neyðarráðstafana en forystumenn bænda í fram- leiðslumálunum sjálfir, en þeir urðu með einhverjum hætti að freista þess að losa málin úr hinni hættulegu sjálfheldu, og vonandi leiðir sú hreyfing, sem á er komin vegna þess, til nauð synlegra úrbóta. Myndarleg við- brögð bænda Það er fullkomin ástæða til að gleðjast yfir þeim myndar- legu viðbrögðum, sem bændur hafa sýnt í þessum málum og sem rædd voru af rökfestu og skörungsskap þau geigvænlegu tíðindi, að tekjur bænda eiga að fara lækkandi nú í óðadýr- tíðinni. Þessi fundur, ráðstafan- ir hans og hliðsfcæð viðbrögð í öðrum héruðum munu án efa verða til þess að styrkja forystu stéttarsamtaka bænda í hinni örðugu baráttu, sem hún heyr fyrir hönd bænda við stjórnar- völd landsins, stjórnarvöld, sem hafa fram að þessu alveg neit- að samstarfi um nokkra færa leið út úr því öngþveiti, sem óðaverðbólgan og stefna stjórn- arinnar í landbúnaðarmálum hefur leitt af sér. Með viðbrögðum bænda er nú tekið þannig í strenginn með forystumönnum landbúnaðar- ins, að vonandi sannfærist ríkis stjórnin um, að það er ekki nóg að segja alltaf nei og láta síðan reka á reiðanum. Það er ekki nóg að fara að eins og landbún- aðarráðherra, sem talar fjálg- iega um það í hverri ræðu á samkomum og þingum um land- búnaðarmál, að vandamálin séu engin og allt í bezta gengi, menn þurfi engar áhyggjur að hafa af þessu, en halda síðan að sér höndum og neita öllu sam starfi um lausn vandamála, sem vaxa með hverri viku. Þetta er sú ófremdarsaga, sem verið hef ur að gerast hin síðari missiri. Samstilltar kröfur Það liggur hverjum manni í augum uppi, að hefði ríkis- stjórnin tekið til greina með eðlilegum hætti tillögur, ábend ingar og kröfur um framleiðslu málin, sem stéttarsamtök bænda hafa gert á hverju einasta þingi sínu undanfarin á, væru þessi mál ekki í þeirri sjálfheldu, alltaf nei, og því brennur nú öll þessi sök á baki hennar. En hér eftir lætur stjórnin von andi ekki neiið eifct duga í svör- um. Þess verður að krefjast, að stjórnarvöldin taki nú upp sam- starf við Stéttarsamband bænda um að leysa þennan stórfellda vanda, sem nú hefur verð í stýrt — og það áður en afleið- ingamar verða svo geigvænleg- ar, að ekki verði úr bætt. Hljóta þá að verða að koma til m.a. ráðstafanir til þess að auka stuðning við landbúnaðinn og þá stefnu, sem Framsöknar- flokkurinn hefur barizt fyrir undanfarið — og aukin fjár- framlög miðað við þann sér- staka vanda, sem nú liggur fyr- ir. Einn liður í þvi ætti að vera stuðningur við bændur til þess að þróa framleiðsluna í þá átt, sem hagfel'ldust er vegna mark aðanna, en það hefur þeim und anfarið blátt áfram verið mein- að. Það hefur aldrei verið nema blekking, að það væri sama, þótt famleiðslukostnaðurinn hækkaði á landbúnaðarafurðum og því mætti hækka vexti — söluskatta — innleiða lánaskatt o.s.frv. Það kæmi allt inn aftur í verðlaginu. Þessi blekking er orðin nokkuð dýr, og er nú meira en mál til komið, að blaðinu verði snúið við. Bændur eru alveg nógu raun- sæir til að sjá, hverjir hafa lyk- ilinn að þeim úrræðum, sem grípa verður til, en það er rík- isstjórnin, og sá þingmeirihluti, sem nú ræður í landinu. Bændafundurinn á Selfossi og fundarsamþykktir annars staðar frá sýna, að bændur ætla ekki að taka því þegjandi, sem orðið er, og fer það sem vænta sem nú hefur íeitt til neyðarráð' mátti. Þeir munu bera gæfu til stafana. En ríkisstjórnin sagðilþess að styðja forustumenn sam taka sinna einarðlega í barátt- unni við ríkisvaldið. Enginn, sem til þekkir í bændasamtökunum efast held- ur um að þau sjálf taka föst- um tökum nauðsynlegar áætl- anir um íslenzkan landbúnað og þróun hans á næstunni — og undirbyggja með því móti nauð- synlegar ráðstafanir til þess að haga framleiðslu sinni sem hag anlegast fyrir sig og þjóðarhú- ið. — En þá þarf líka að koma til ríkisvald, sem ekki segir bara nei við tillögum samtak- anna þangað til komið er í ámóta öngþveiti og nú er orð- ið. Hiálp til lausnar Rík ástæða er til þess að vekja athygli á og taka undir orð Gunnar Guðbjarssonar, for- manns Stéttarsambands bænda, er hann lét svo um mælt í at- hyglisverðu viðtali um þessi m'ál hér í blaðinu á dögunum: „Ég treysti því, að sú alda, sem nú hefur risið meðal bænda, verði okkur hjálp til að fá lausn á þessum miklu vanda- málum okkar. Ég vil þakka þeim mönnum sem tekið hafa skynsamlega á málunum, og ég trúi því, að þessi alda verði okkur einmitt til styrktar og stuðnings í þessu máli . . . Ég vonast eftir góðu samstarfi við þá menn, sem koma utan af Iandi og vilja Ieggja sig fram um að vinna að lausn þessara mála“. Lægsti dreifingar- kostnaðurinn Þegar rætt er nú um þenn- an vanda, sem hrakfallastefna ríkisstjórnarinnar hefur stefnt framleiðslumáium landbúnaðar- ins í er ánægjulegt að veita at- hygli þeim upplýsingum, sem fram komu hjá Gunnari Guð- bjartssyni í umræðum um fram leiðslumálin á aðalfundi SÍS á dögunum, að liér á landi væri dreifingarkostnaður landbúnað- arvara lægstur miðað við hlið- stæðust nágrannalönd. Hér er ekki um að ræða neina hæpna fullyrðingu, heldur blákaldar hagfræðitölur úr hagfræðirit- inu „Distribution Margins for Milk,“ sem Efnahagsmavinnu- stofnunin gefur út. Samkvæmt þeim tölum er dreifingarkostnaður mjólkur á fslandi 23.3% af heildar vinnslu og dreifingarkostnaði á hvern mjólkurlítra. í Noregi, sem kemur næst, er þessi sami dreifingarkostnaður 32.1%, í Svíþjóð 38.0%, Danmörku 44.5% Belgíu 50.2%, Þýzkalandi 46.3% og Frakklandi 45.1%. Athyglisvert er að líta á þess ar tölur og leita skýringa, og þær eru nærtækar, einfaldlega þær, að hér á landi annast sam- vinnusamtök bænda sjálfra alla dreifinguna með þeirri hag- kvæmni, sem náðst hefur. Þessi lági dreifingarkostnaður kem- ur auðvitað bæði neytendum og framleiðendum til góða, og hér hafa samvinnusamtökin í land- inu leyst stórfelldan vanda fyr- ir þjóðarheildina og lagt til þess mikilvægan skerf að halda fram leiðslukostnaði niðri og dýrtíð og verðbólgu í skefjum. Framhald á Ws. 35

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.