Tíminn - 19.06.1966, Síða 9

Tíminn - 19.06.1966, Síða 9
9 SUNNUDAGUR 19. júní 1966 TÍMINN r Viðtal við Pétur Jakobsson. ftaekni ráðleggingarstöðvar Þjóðkirkjunnar um hjúskapar- og fjölskýldumál var í blað- inu fyrir nokkru. Þá var þess getið, að ég hefði og hitt að málj yfirmann stöðvarinnar, sr Erlend Sigmundsson, og birtist viðtal það hér á eftir. Um stofnunina sjálfa fórust sr. Erlendi svo orð. — Kirkjan tók við ftáðlegg mgarstöð í hjúskaparmálum með nýári 1965 af Féiagsmála- stofnuninni, sem þá hafði rek- ið starfsemi þessa í rúmt hálft ár. Um leið og Hannes Jóns- son ,félagsfræðingur var að undirbúa stofnun þessarar stöðvar, færði hann í ta! við biskup, hvort kirkjan mundi hafa vilja til þess að taka starf semi þessa í sína umsjá. Biskup taldi rétt og skylt að taka þeirri málaleitan með fylista skilningi og var þó ekki undir það búinn að svara á sbundinni jákvætt. Við nán ari athugun taldi biskup að leggja til við kirkjuráð. að Erlendur Sigmundsson á skrifstofu sinni. Tímamynd GE HJONABANOSERFIDLEIKAR FARA EKKI EFTIR STÉTT EDA STÖDU kirkjan tæki ábyrgð á þessari starfsemi til reynslu. Sam þykkti kirkjuráð tillögu bisk- ups, og er stöðin síðan rekin á ábyrgð þess. Ráðleggingastöðin er enn alger frumbýlingur og á til- raunastigi. Hún er févana og nýtur ekki opinbers styrks, húsnæðið er lítið og óhentugt og ýmislegt fleira skortir til starfrækslunnar, sem of langt mál yrði upp að telja. Hún getur því ekki gegnt hlutverki sínu til neinnar hlítar enn, en reynslan hefur þegar sýnt, að hér sé um að ræða við- fangsefni, sem ástæða er til að sinna. Kirkjan vonar, að úr rætist um starfsskilyrði. Er þegar reynt, að bæði prests- þjónusta og læknisþjonusta þyrfti að vera meiri. Spurt hef- ur verið um, hvaða rök kirkj- an hafi fyrir því að taka að sér starfsemi sem þessa. Því er tíl að svara, að kirkj- an er til þess að hjálpa fólki og á að vera reiðubúin til þess á hverjum vettvangi, þar sem hún kemur auga á þörf, eða þegar til hennar er leitað. Ástamál og hjúskaparmál eru svið mannlegs lífs, sem óneitanlega varðar miklu fyr- ir hvern einstakan, fyrir heimilin og þjóðfélagsheildina. Á þessu sviði á kirkjan að fornu og nýju ríka aðild. Prest um er ætlað að búa unglinga undir lífið. Þeim er ætlað að staðfesta og blessa hjúskapar- heit hjóna. Þeim er ætlað að skerast í leik, ef erfiðleikar verða í hjónabandi og leita um sættir. Á þessu sviði hefur kirkjan unnið mikið starf. og er þessi ráðleggingastöð i sam ræmi við þetta hlutverk kirk.i- unnar og þá sálusorgun, sem prestum er ætlað að i/eita Stöðinni er að sjálfsiígðu ekki ætlað að koma í staðinn fyrir sóknarpresta, heldur létta und ir með þeim. enda er ætlazt •.-anivinnu við 'dðkomand’ sóknarpresta og vísað til þeirra málum, sem heyra undir þá sérstaklega. Vandamál í hjónabandi eru af margvíslegum toga, og sálu- sorgarinn verður að grafast fyr ir þær orsakir. Getur það kost- að mikla erfiðleika, starf og þolinmæði. í flestum tilfellum er það fólki mikill ávinningur að geta talað í trúnaði um einkamál sín. Meðal þeirra atriða, sem miklu máli skipta í hjúsikap- arlífi, eru kynferðismálin og hver vitiborinn sálusorgari ger ir sér grein fyrir því. Bæði starfandi læknar og prestar vita, að samband og samstarf þessara aðilja er í mörgum greinum mikilvægt og enda nauðsynlegt. Farsælt hjónaband krefst samstilling- ar — harmoni — á öllum svið- um. Hjónin verða að vera sam- stillt um að byggja upp ham ingju hvors annars við sam- eiginleg verkefni og sameig- inlega lífsnautn. Þau hafa geng izt undir ábyrgð hvort á öðru og hamingja hjónabands er fyrst og fremst því háð, hversu þeim tekst að samstilla hugi sína í sameiginlegri ábyrgðar- vitund. Þegar rætt er um hjónaband, er ekki aðeins um að ræða tvo einstaklinga. Það má ekki gleyma börnunum og örlögum þeirra Það er lífsfylling i því fólgin að eignast börn Það er ekki alltaf, að hjónum sé veitt sú gæfa að eignast börn, og bá sjálfsaat að leita læknis Fyrir kemur, að hjón vilja ekki eignast börn og orsakir þess geta verið margar, sum- ar eðlilegar, aðrar óeðlilegar. Stundum vara hjón sig ekki á því, hverju þau eru að svipta sig með slíkri aUtöðu og tefla stundum hjónabandi sínu í hættu með óeðiiiegr: varúð í þessum efnum. Stund- um mega hjón ekki eiga börn af heilsufarsástæðum, og verða þá að fá leiðbeiningar um það hjá sérfróðum manni. Hvernig sem við lítum a málin eru þessir þættir þess eðlis, aS kirkjan getur ekki lokað augunum fyrir þeim né gengið framhjá þeim fremur en öðrum mannlegum vanda, nema síður sé. Nú lítur kirkj- an svo á, að mönnum sé heim- ilt að hafa áhrif á náttúrunn- ar gang í sambandi við frjóvg- un. Okkar kirkja lítur svo á, að það út af fyrir sig sé ekki vandamálið. Maðurinn er nú einu sinni kominn upp yfir það þrep, þar sem náttúran ræður alger lega yfir honum Hann grípur á öllum sviðum inn í rás henn- ar með vitsmunum sínum og fyrirhyggju. Hitt er annað, mál, að hann má vara sig á því, að annar- leg öfl og hneigðir fái yfirráð yfir honum, að hann verði þræll tækni og efnislegra vel- ferðahugsjóna. Þegar svo er komið til dæm- is, að kona telur sig þurfa að velja milli þess að eignast barn eða bíl og velur bílinn og fær sér svo e.t.v kjölturakka til uppbótar, er hún gengin í greipar annarlegra tilfinninga. Eins og nauðsynlegt getur verið, að hjón takmarki barn- eignir sínar, getur hitt verið nauðsynlegt að var við of miklum útreikningi og áætl- unum í þessu efni. Hvert barn sem fæðist á að vera velkomið, og sem betur fer eru þau velkomin í flest- um hjónaböndum og blessaðir gestir, þó að ekki hafi verið gert ráð fyrir þeim fyrirfram, ef svo mætti að orði komast. En hvað hefur kirkjan þá að segja um ástamál eða sam- búð fóks, sem ekki hefur stofnað til hjónabands? Kjarni málsins er sá, að það er tii fólk, og ekki svo fátt, sem á í vanda í sambandi við ásta- mál sín, þótt það sé ekki gift, eða kannski einmitt vegna þess að það er ekki gift. Kirkjan getur heldur ekki gengið fram- hjá þessu fólki, né leitt vanda þess hjá sér og sízt, ef það leitar til hennar. Hún má ekki líta á það sem einhverjar und- irmálsmanneskjur. Slíkt væri mikil ósamkvæmni við eðli hennar og boðskap sem bein- ist gegn sérhverjum farisea- hætti og fordómum, þótt hún gerist ekki málsvari óskírlífis. Viðhorfið til þessara einstakl- inga, yngri sem eldri, verður ekki mótað í eitt skipti fyrir öll út frá „paragröffum" held- ur verður að taka hvern ein- stakan fyrír sig, meta aðstæð- ur hans og reynslu, leiðbeina os vera til liðsinnis eftir bvf Rætt við séra Erlend Sigmundsson, yíirmann Ráð- leggingastöðvar þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál sem málavextir eru hverju sinni. Þetta ógifta fólk, sem oft er í mestum vanda, að því er varða þessi viðkvæmu tilfinn ingamál, á rétt á að leita að- stoðar sérfróðra manna, og er þá heilbrigðara að það leiti til stofnunar, sem leitast við að leiðbeina því í fullu dagsljósi heldur en það leiti og verði að bráð einhverjum Skugga- Sveinum. — Af hvaða toga eru þau vandamál spunnin, sem fólk kemur með til yðar? Vegna hjúskaparerfiðleika, — fjár- hagserfiðelika? — Fólk leitar einkum til mín vegna hjúskaparerfiðleika, sem eru eins margvíslegir og ólíkir og fólkið sjálft, Fjár- hagsleg vandamál fléttast stundum inn í önnur hjúskap- arvandamál, en sjaldgæft er, að þau séu meginvandamálið. — Á hvaða aldri eru við- komandi? Eru konur í meiri- hluta? — Ég hef fyrir skömmu tek- ið að mér þetta leiðbeiningar- starf og hef því of stutta reynslu til þess að slá nokkru föstu um þetta. Leitað hafa til mín unglingar um og inn- an við tvítugt vegna vanda- mála í sambandi við ástamál sín og fyrirhugað hjónaband. Aðallega hafa þó leitað hjón á aldrinum frá því milli tví- tugs og þrítugs og allt til fimmtugsaldurs. Svo virðist í fyrstu, að fleiri konur leituðu aðstoðar, en upp á síðkastið hafa einnig nokkrir eiginmenn leitað ráða og eru nú orðnir næstum eins margir. — Kemur til yðar fólk" áf öllum stéttum þjóðfélagsins og úr öllum atvinnuvegum? — Svo virðist sem þjóðfé- lagsstaða eða atvinna skipti engu máli. Komið hefur fólk bæði vel efnum búið og fá- tækt. Hjónabandserfiðleikar fara að því er virðist ekki eftir stétt né stöðu. — Hvað getið þér gert þessu fólki til hjálpar? —Það er mjög háð því, hvert vandamálið er, hvernig fólkið er og hver er vilji og geta þess sjálfs til að leysa vandann. Stundum fæst aðeins annar aðilinn til viðtals og er þá jafnan ekki mikils að vænta um árangur. Ráð er eigi að síður hægt að gefa, og spm vandamál eru þannig, að þeim ber að visa til sérfróðra manna um þau, t.d. læknis eða sál- fræðings, — Er ekki oft unj að ræða, að viðkomandi hefur þörf fyr- ir að tala út um vandamál sín og býst ekki við raunveru- legri hjálp utan þeirrar, sem veitist með því að geta létt á hjartasínu? — Ég geri ráð fyrir því að þeir, sem leita leiðbeiningar i (hjúskaparvandamálum sínum, vænti þess eða voni a.m.k. að þeim veitist hjálp og komi með vanda sinn, af því að þeir vilja, að hann verði leystur. Hins vegar er þess ekki að dyljast, að oft er þessi vandi svo mikill að það stendur naumast í mannlegu valdi að leysa hann. Eins og ég hef áð ur tekð fraim, er flestum ávinningur að tala um einka- mál sín S trúnaði og létta á hjarta sínu. Það er álit margra að skriftastóll kaþólsku kirkj- unnar, hafi komið i veg fyrir eða greitt margar geðflækjur og þar með forðað mönnum frá þungu andlegu böli. Stofh- Framihald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.