Tíminn - 19.06.1966, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 19. júní 1966
TÍMIWW
n
séra Jóni Guðnasyni ungfrú Anna
Margrét Björnsdóttir kennaranemi,
Nesvegi 14 og Óimar Ingólfsson kenn
ari Álftaimýri 6. Heimili þeirra
verður að Sundlaugavegi 12 —
Ljósm. Studio Gests, Laufásv 18.
Sími 24028.
DANSAÐ A DRAUMUM
HERMINA BLACK
Þann 11. júní voru gefin siaman í
hjónaband í Dómkirkjunni, af séra
Óskari Þorlákssyni, ungfrú Signý
Guðmiundsdóttir og Gunnar Árni
Ólason. Heimili þeirra er að Goða
túni 16, Garðahreppi.
(Studio Guðta., Garðastræti 8, sími
20900)
Þann 4. júni voru gefin saman í
hjónaband í Dómkirkjunni af séra
Óskari Þorlákssyni ungfrú Þorbjörg
Jóhanna Þórarinsdóttir og Hans
Ágústsson. Heimili þeirra er að
Háaleitisbraut 42.
tudio Guðta., Garðastræti 3, sími
900)
$öfn og sýningar
Listasafn Einars Jónssonar ooið aila
daga vikunnar.
Asgrimssatn Bergstaðastræt) 74
ei opin sunnudaga priðiudaga og
timmtudaga frí fcl 1.30 - 4
Llstasafn Islands er opíð þriðju
daga fimmtudaga laugardaga og
sunnudaga fcl 130 ti) 4
Þjóðminjasafnið, opið daglega frá
kL 13.30. - 16.
Minlasafn Revklavíkurborgar.
Opið daglega frá kL 2—4 e. h, nema
mánudaga
Gengisskránmg
Nr. 41 — 9. júní 1966.
Sterlingspund 119,75 120.05
Bandanfcjadotlaj 42,95 43,06
Kanadadollai 39.92 40.03
Danskar krónur 62«,90 622.20
Norskar fcrónur 600,00 601,54
Sænskar fcrónur 834.60 836,75
Flnnsfci marfc L335.72 1.339.1*
Nýtt fransfct tnarfc U35.72 IJJ39.1*
Fransknr franfcl 876.1F 678.41
Belg frankar 86.26 86.42
Svlssn frankar 994.50 097,05
Gyllini 1.187,06 1 190.12
Tékknesfc fcróna Ó9b.4(. 598.01
V.-þýzk mörk 1.071,14 1.073,90
Ura UOOO) 68.81 63.0)
AustunÆcb. 166.40 166.86
Peset) 71.60 71,81
Relfcnlngsfcróna —
VörusldptaJöna 9.Jii 100. J*
Kelfcnlngspuno —
Vömsfclptalönd L20J25 120,55
mun vissulega verða sprenging á
eftir, ef hún gerir það.
Þótt hún gæti ekki annað en
haft áhuga á þessu öllu saman, leið
henni helzt eins og fisk á þurru
landi í þessu umhverfi, þar sem
allir virtust þekkja alla — eftir
glefsunum úr samræðunum, sem
hún heyrði og aUir virtust rök-
ræða vini sina og kunningja af
ósegjanlegri hreinskUni, þegar
þeir voru ekki í áköfum samræð-
um um sjálfa sig. Þetta var fyrsta
(innsýn hennar í líf leikhúss- ball
ett-, kvikmynda- og tónlistarfólks
ins, — og þó að henni fyndist
það æsandi, varð hún fyrir dálitl
um vombrigðum. En brátt náði
kímnigáfa hennar yfirhöndinni og
hún for að skemmta sér — þótt
hún væri ennþá einmana eyja,
staðsett í hafi fullu af undarleg-
um fiskum.
Sandra var raunverulega góður
gestgjafi og hafði ákveðið að
kynna Jill fyrir ýmsu fólki, sem
hún hélt, að hún myndi hafa
ánægju af að kynnast, en hún
hafði svo mikið að gera við að
heilsa gestunum, sem stöðugt
streymdu að, og tala við fólkið
að hún hafði næstum gleymt, að
Jill væri til. Þar að auki hafði
hún stöðugar gætur á dyrunum og
það var glampi venjulegrar ákefð
ar bak við bros augna hennar.
Þrátt fyrir opna gluggann, fór
Jill, sem elskaði ferskt loft, brátt
að finna óþægUega mikið til hit
ans í herberginu. Það virtist næst
um ómögulegt að komast út um
dyrnar núna — þar sem „óform
legt reisugildi" Söndru var orðið
að stórum hóp fólks, sem stóð I
þvögu í yfirfylltu herberginu og á
ganginum og talaði saman hávær
um röddum. Jill leit löngunaraug
um til gluggans, og með því að
troða sér í gegnum þvöguna
komst hún út á svalirnar.
Fólkið var ekki með öllum
mjalla! hugsaði hún með sér. Eng
inn virtist hafa hugsað út í það,
að fara út á svalirnar. Það var
mjög slæmt fyrir Söndru að
standa svona lengi upp á endann
og það í þessu andrúmslofti! En
það var ekkert, sem hún gat gert
við þvi þó að hún gæti ekki ann
! að en velt því fyrir sér, hvort það
I kæmi ekki í sinn hlut að tína sam
• an brotin á eftir, og hvort það
| væri ekki bezt fyrir hana að vera
í kyrr áfram.
Hún gekk yfir að svalahandrið
inu og studdi höndunum á það
og dró djúpt andann — þó að
loftið væri blanað benzínlykt var
að minnsta kosti dálítiU
hreinleiki í því, og það var farið
að kólna núna, guði sé lof!
— Ég er glaður yíir því, að ég
er ekki eini skynsami maðurínn
í London —
Jill hrökk í kút, eins og það
hefði verið skotið á hana og bar
höndina upp að hjartanu.
— Hr. Carrington! Hvaðan I
ósköpunum —
Vere hafði staðið upp úr djúp
um tágastól í allri sinni lengd
—Ég þekkti yður ekki fyrst,
sagði hann fálega. Eg er hræddur
um, að ég hafi lagt leið mína í
þessa vin um leið og ég kom —
fyrir u. þ. b. fimmtán mínutum.
Getið þér sagt mér, hvers vegna
fólk fer í samkvæmi? Eða hafið
þér kannski gaman af þessu?
Hann hafði ýtt stól í áttina til
hennar og hún settist niður feg-
in að fá stuðning, þar sem hné
hennar skutfu ákaft.
Gat hún ékki hætt að hegða sér
eins og smákrakki? Og hætt að
ákjálfa eins og gömul piparjóm
frú, aðeins vegna þess að hún
raikst á visisan mann? En Ihvað hún
öfundaði fólk sem gat verið rólegt
og skynsamt þegar það var ást-
fangið!
Þessi hugsun sýndi, að þrátt fyr
ir að Systir Forster hafði fengið
heiðursmerki og mikla reynslu,
var hún ennþá furðanlega ung og
saklaus að vita ekki að ástin verð-
ur að fara í gegnum ýmis þró-
unarstig áður en hún verður „ró-
leg og skynsamleg" — ef hún
verður það þá nokkura tíma.
En hún hafði feikilega góða
stjóm á yfirborði sínu og andUt
hennar var viUandi rólegt þegar
hún leit upp á hávaxna manninn
sem stóð og horfði spyrjandi á
hana.
— Ja-á, ég hef gaman af þeim,
játaði hún. — Einkum þegar ég
horfi á þau úr öruggri fjarlægð.
Honum var auðsjáanlega
skemmt þegar hann hló. — Sér
maður töfrana betur úr fjarlægð?
— Tja — ég get að minnsta
kosti dregið andann núma. Og ég
þekki sumt fólkið af myndum sem
ég hef séð í blöðunum — sumt
hef ég jafnvel séð á sviðinu.
— Finnst yður það vera æsandi?
— Þetta fólk er æsandi, skal
ég segja yður. Það gerir ýmislegt
sem ég gæti ekki gert þó ég reyndi
í þúsund ár — leikur, dansar og
skrifar —
Og ekkert þeirra gerir jafn mik-
ið á heilum degi og þér gerið á
einni klukkstund, góða min! hugs-
aði hann. En hann sagði samiþykkj
andi: — Öll mjög nauðsynleg fyr
ir menningu landsins — þegar
þau gera það vel. Persónulega vildi
ég reyna að blása dálítið betri
heUsusemi í gerðir sumra þeirra
— Halló, þjónm! Hann sneri sér
að þjóni sem staðnæmdist ■ rétt
innan við gluggann. — Mér veitti
ekki af einu glasi. Hvað með ykur?
— Ef hann hefur appelsínusafa,
sagði JiU þakklát.
Það var til appelsínusafi, Vere
náði í glas fyrir hana og fékk
sér sæti. Henni fannst skyndilega,
að þetta væri draumur, gat það
verið að hún sæti hérna á svöl-
unum með Vere Carrington, eða
mundi hún vakna eftir stutta
stund og komast að raun um að
hún var einhvers staðar allt ann-
ars staðar? Hún horfði á sterk-
lega, fríða hliðarmynd andlitsins
við hlið sér, hann starði yfir
garðinn, brosandi og skær augu
hans voru kipruð. Hún hafði aldr-
ei séð hann svona afslappaðan áð-
ur og óskaði þess að þögnin héldi
áfram — alveg viss um að hann
hafði gleymt henni og fannst hún
geta veitt sjálfri sér leyfi til að
njóta gleðinnar fyrir að vera ná-
lægt honum.
En hann hafði ekki gleymt
henni. Þó að hann væri ekki að
horfa á hana, var mynd hennar
í huga hans, og honum fannst
það vera óvenjulega ánægjuleg,
jafnvel truflandi mynd.
Þetta var í fyrsta skipti, — fyrir
utan þessar fáu mínútur daginn
áður, þegar hann hafði varla tekið
eftir því hvernig hún var klædd
— að' hann hafði séð hana án
einkennisbúnings.
Maður hugsar einhvern veginn
ekki um hjúkrunarkonu án ein-
kennisbúnings! Samt þekkti hann
hana strax þessa stúlku með
mjúka, brúna hárið í liðum yfir
háu enninu og auíiun sem virtust
endurspegla gullinn kjólinn. Ynd-
inleg augu undir þéttum, dökkum
bráhárum.
Þrátt fyrir það, að hún hafði
verið stöðugt í huga hans, mundi
hann hafa orðið undrandi ef hann
hefði heyrt hugsunum sínum lýst
á þennan hátt.
Síðan leit hann við á hana með
einu af þessum heillandi brosum
sínum, og sagði:
— Hvers vegna gefur maður lof
orð sem maður getur ekki staðið
við?
— Guð má vita, sagði JiU. —
En gerir þér það?
— Já. Ég lofaði að vera til
enda þessa samkvæmis — og þess
næsta.
— En — Sandra ætlar þó ekki
að hafa annað, er það? Augu Jill
galopnuðust. — Hún eyðUeggur
sjálfa sig.
— Hún er nokkuð sterk, sagði
hann kæruleysislega. — Ég verð
að segja, að ég er sjálfur undr-
andi yfir glæsilegri afturkomu
hennar, en auðvitað þarf ég ekki
að vera sálfræðingur (en það eru
ofiðkuð og oft ónauðsynleg vís-
indií), tU að vita, að helmingur
veikleika hennar var áhyggjur um
framtíðina. Raunverulega er hún
undursamlega sterkbyggð.
Já, það er rétt, samþykkti
JiU. — En er ekki — allt þetta
einum of snemmt? Hún hefur stað
ið upp á endann allan tímann.
Hann yppti öxlum. — Hún verð-
ur að læra af reynslunni. Þegar
hún kemst að þvi, að þegar hún
er svo heimsk að kveikja á báð-
um endum kertisins í einu, kem-
ur það niður á vinnunni, mun
hún breyta um lifnaðarhætti. Það
getur verið að henni sé sama um
skipanir læknisins, en henni er
ekki sama um starf sitt.
Var beizkja í rödd hans? Var
hann farinn að hafa óbeit á starfi
hennar? Jill var ekki viss um
hvort hún kærði sig um að svara
þessum spurningum. En hún vissi,
að hún vildi ekki láta særa hann
— og að Sandra hafði engan rétt
tU að særa hann. Nei! ekki til að
tala um.
Þegar hún komst að þessari nið
urstöðu, komst hún, alls óvitand
á hátind ástarinnar, hinnar óeig
ingjömu ástar. En hún hafði held
ur aldrei verið eigingjörn, og fyr-
ir löngu síðan hafði hún helgað
líf sitt frelsun annarra mannslífa.
— Jæja, sagði hann snögglega,
— segið mér hvað þér eruð að
gera í London. Mér skildist í gær,
að þér dveldust héraa. Er það
auka frí?
Jill hristi höfuðið. — Nei —
þetta er sumarfríið mitt. Hún út-
skýrði hvernig það hafði komið til
oig sá að hann ygldi brúnir.
— Ég hefði ekki haldið, að
London í þessu veðri væri heppi-
legur staður fyrir ofþreytta, unga
konu, sagði nann. — Hvíld og
ferskt loft — hann þagði. Þetta
var ekki sjúkrahúsið, og það var
ekki rétt að lesa yfir henni.
— En ég fæ heilmikið ferskt
loft allt árið um kring, sagði hún.
Þegar allt kom til alls var þetta
i fyrsta og e.t.v. síðasta skipti sem
þau hittust utan sjúkrahússins.
Hann ygldi sig og hló síðan.
— Ég vissi ekki, að þér gætuð
komið með svona kvenleg mót-
mæli. Allt í lagi, ég skal ekki
skamma yður núna. En þetta er
mér algerlega á móti skapi.
— Mig langaði — í algjöra til-
breytingu, sagði Jill til að verja
sig. Áður en hann gat svarað féll
skuggi' á þau og Sandra stóð á
dyraþrepinu og horfði undrandi
á þau.
j — Þarna ertu þá, Vere! kall-
aði hún upp yfir sig. — Og —
JiU líka. JiU elskan. ég var svo
hrædd um að þú hefðir látið þig
hverfa hljóðlega, og mig langaði
svo mikið til að þú værir kyrr.
Vere — þú ætlar ekki að fara
að vera leiðinlegur og fara? Þau
eru farin að tínast burt og við
verðum bara átta sem borðum
kvöldverð. Jill, þú verður að vera
kyrr. Ég gleymdi að segja þér að
ég byggist við þér. *
Vere leit á JiU, — Auðvitað
verður hún kyrr, sagði hann.
Hún hefði ekki getað fengið
meira áfall þó einhver hefði skot-
ið úr byssu, en áður en hún gat
sagt nokkuð, var hann farinn að
tala við Söndru aftur.
— Seztu niður andartak. Hann
benti á stólinn sem hann hafði
staðið upp af.
— Ég get það ekki. Taktu Jill
með þér inn í borðstofuna. Ég
ætla að senda hin þangað inn
smátt og smátt, sagði hún. — Ég
vil ekki láta bera of mikið á því,
ÚTVARPIÐ
Sunnudagur 19. júní
8.30 Létt morgunlög. 8.55 Frétt.
(ir. Út-
dráttur úr
forustu'grein
um dagblaðanna. 9.10 Morgun
tónleikar. 11.00 Messa í Kópa
vogslrirkjiu. Prestur: Séra Sig
urður Kristjánsson prófastur á
ísafírði. Organleikari: Guð-
mundur Matthíasson. 12.15 Ilá
degisútvarp. 14.00 Miðdegistón
leikar. 15.30 Sunnudagslögin.
16.30 Frá sveitaglímu KR fyr
ir tveimur vikum. Lárus Saló-
monsson lögregluþjónn lýsir
glímum og á viðtöl við glím
menn og íþróttafrömuði- 17.30
Barnatími: Skeggi Ásbjaraar-
son stjórnar. 18.30 Frægir
söngvarar: Boris Gmyrja syng
ur. 18.55 Tilkynnjngar. 19.20
Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.
00 Kvenréttindi — karlréttindi
Sigurveig Guðmundsdóttir og
Anna Sigurðardóttir flytja er
indi og Elín Guðmundsdóttir
inngangsorð að tilhlutan Kven
réttindafélags íslands. 20.45
Einsöngur: Cesare Valletti
syngur lög efetir Scarlatti. 21.
00 Stundarkorn með Stefáni
Jónssyni og fleirum. 22.00 Dans
löglög. 23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 20. júní.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 ílá-
degisútvarp. 13.00 Við vinnuna:
Tónleikar. 15.00 Miðdegisút-
ívarp. 13.30
Við vinnuna:
Tónleikar-
15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síð
degisútvarp. 18.00 Á óperusvið
inu. 18.45 Tilkynningar. 19.20
Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.
Um daginn og veginn. Rene
dikt Gröndal alþingismaður tal
ar. 20.20 „Þeir knlla mig
Sveinka káta“. Gömlu lögin
sungin og leikin. 20.35 Vor-
dagar í Riga og Tallinn. briðja
frásögn Gunnars Bergmanns ai
blaðamannaför til Sovétríkj-
anna — með viðeigandi tóniist.
21.15 Fiðlukonsert í F-dúr cft
ir Vivaldi. 21-30 Útvarpssagan:
„Hvað sagði tröllið?" eftir þój
ieif Bjarnason. Höfundur les
(13). 22-00 Fréttir og veðir
freegnir. 22.15 Hijómplötiisai)
ið í umsjá Gunnars Guðtnunds
sonar. 3.10 Siidveiðiskýisl
Fiskifélags ísiands. 23.25 Da?
skrárlok.