Tíminn - 19.06.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.06.1966, Blaðsíða 8
8 TjMlNN SUNNUDAGUR 19. júní 1966 Helgi á Hrafnkelsstöðum: Á Svo held ég, að ég verði aðeins að ganga um garða hjá Gunnari vini mínum í Hveragerði. Hef reynslu af því, að hann er góður heim að sækja. Hann skrifar nú heila doktorsritgerð um vísindi Barða í „Tímarit máls og menn- ingar“. Það er þó bót í máli, að mest af greininni er stílað beint til Einars Ólafs Sveinssonar, pró fessors og í það blanda ég mér ekki eins og menn skilja. Pró- fessorinn ætti að vera maður til þegs að svara fyrir sig. Ég tek því aðeins fáa punkta úr grein Gunnars og vel auðvitað þá, sem Gunnar er hrifnastur af hjá Barða, þar segir svo: „Þá verður Barði ómótstæðileg- astur í röksemdum sinum, þegar hann stillir atburðum og persón um Njálu við hlið atburða og per sóna frá samtíð Þorvarðar Þórar- inssonar og skýrir veilur skáld- verksins út frá því, hvernig per- sónuleg reynsla Þorvarðar tekur völdin j sínar hendur meira en góðu hófi gegnir og á kostnað sam stillingar listaverksins. Ég yil taka sem dæmi nokkur atriði, sem viðkoma Hildigunni Starkaðardóttur, fósturdóttur Flosa á Svínafelli og konu Hös- kuldar Hvítanesgoða. Njála lýsir henni þannig: Hún var svo hög, að fáar konur voru hagari eða jafn hagar. Hún var allra kvenna grimmust og skaphörð. Nú hvarflar það alls ekki að Barða að fara að brjóta heilann um það, hvaðan Njáluhöfundur hafi fengið heimildir fyrir handamennt Hildigunnar en í at- burðarás sögunnar er einskis get ið í þá átt. Þess er ekki getið í eitt einasta skipti, að hún hafi setið í dyngju við sauma eða ann að milli handa, hvað þá meira. Og Barði spyr, hvernig á því standi, að höfundi hennar skuli vera þetta einkenni Hildigunnar svo ríkt í huga, að hann fari að geta þess sérstaklega. Frá sjónarmiði Barða blasir skýringin við: „Höfundurinn er að lýsa konu, sem hann þekkir persónulega og leiðir fram á sviðið í gervi Hildi gunnar. Og konan er Randalín Filippusdóttir frá Hvoli á Rangár völlum, ekkja Odds Þórarinssonar bróður Þorvarðar, sem er höfund ur Njálu. Síðan færir Barði líkur að því á svo skemmtilegan hátt, að Randalin muni hafa skorið út skálahurðina frá Valþjófsstað sem þykir mesta gersemi sinnar teg- undar meðal fornra listmuna okk ar. Þessa konu hefur höfundur fyrir hugsjónum undir öðru nafni og honum verður það alveg ósjálf rátt að geta þess eiginleika henn ar, þar sem engin samtíðarkóna hefur komizt nálægt því að standa henni iafnfætis, en höfundi sést yfir það, að þessi hæfileiki henn ar kemur sögunni ekkert við.“ Ég hef tekið þennan kafla orð réft úr grein Gunnars, þar sem það er sá kafli, sem hann er hrifn astur af og að hans dómi alveg ómótstæðilegur. Þetta lítur nógu vel út á papp- írnum og er það þá ekki alveg pottþéttur sannleiki? Til vjðbótar má geta þess, að Barði flutti fyrirlestur í útvarpið og nefndi hann „Myndskerinn mikli á Valþjófsstað“ og taldi þar að Randalín hefði skorið út þetta listaverk. Ekki skorti fullyrð ingarnar fremur en endranær. Ég fór nú að gamni minu að gæta að þvi, hvort þess sæist nokk urs staðar getið, að Randalin væri hög. Hennar er getið í Sturlungu og sögu Árna biskups. Þar er hennar getið vegna þess, að hún k'aus Oddj manni sínum legstað í Skálholti og gaf gripi til staðar- ins af því tilefni. Ekki er þess neins staðar getið, að hún sé hög. Enda var það nefnt að vera odd- hög að kunna útskurð. Um Mar- fréti hina oddhögu er sagt, að hún var oddhögust hér á landi og skar út biskupsstafinn fyrir Pái Jóns son biskup. Næst sneri ég mér svo til Kristj áns Eldjárns í náttúrugripasafn- inu og spurði hann, hvort þetta gæti staðizt, að Randalín 'nefði skorið út Valþjófsstaðanurð ina. Hann sagði mér, að nú væri einmitt verið að rannsaka þetta listaverk og kæmi bráðum út bók um það. En ég mætti bera sig fyrir því, að Randalín ætti þar engan hlut að,- Því að hún væri smíðuð nokkru áður en hún fædd ist. Þetta geta þeir séð með fullri vissu, með nútíma tækni, með því að ákveða aldur á viðnum. Nú verður mér að spyrja læri sveina Barða. Hverju er ekki hægt að búast við af manni, sem þyrlar upp slíku moldviðri út af þessari einu setningu i Njálu. að Hildi gunnur er allra kvenna högust? Það er aðeins tilviljun, að hægt er að sanna, að þetta er allt ein endileysa. Hvort sem vinur minn í Hvera gerði sættir sig við það, að það, sem hrífur hann mest hjá Barða, er endileysa ein. Hann hefur nú áður átt í brös um við fyrsta boðorðið, blessaður karlinn, og er það leiðinlegt. Það er meira blóð í kúnni en þetta, ef ég ætti að taka það allt, Síðari hluti. þá yrði greinin óhæfilega löng, en langar greinar nennir enginn að lesa. Þó er ekki hægt að ganga fram hjá þessu í grein Gunnars Skoð- un Barða var sú, að aðalfyrirmynd ir sögunnar sæki höfundur til sam tíðar sinnar. Og það rit, sem Barði telur, að sterkast hafi verkað á höfundinn, er Þorgilssaga skarða. Tengsl Njálu og Þorgilssögu eru svo mikil, að kenningu Barða, að þau verða eitfn meginþáttur í rök semdafærslu hans. Skoðun Barða er sú, að saga Þorgils skarða haf: verið vaki Njáls sögu. Njáls saga er varnarrit gegn níði Þorgilssögu um Þorvarð Þórarinsson, svo mögnuðu níði, að Þorvarður hef ur legið undir því fram á þennan dag Ég vil biðja menn að athuga vel þennan póst. Njála er varnarrit, sem Þorvarður skrifar móti Þor gilssögu. Það hefur einhver skrif- að lakara varnarrit í máli. Það er víst, að ég hef aldrei séð há stemmdari vitleysu á prenti. Þó tekur út yfir, að jafn góður sögu maður og Gunnar Benedikts- son, skuli telja þetta sennilega til getið hjá Barða. Allur síðari hluti greinar Gunnars er á sömu bók- ina lærður og ég hef ekki skap til að skrifa það allt upp, en vil benda mönnum á, að ná í grein ina. Þar er leitazt við að sanna að skyldleiki sé á milli Þorgils sögu og Njálu, svo mikill, að það eru sterkustu rökin hjá Barða fyr ir því að Þorvarður hafi skrifað Njálu. Það hefur margur fengið minna út úr níðriti um sig, en Þorvarður eftir þessum bréfum að dæma. Það er hvorki meira rié minna, en níðið verður honum stökkpallur, til þess að komast á bekk með mestu snillingum heims bókmenntanna. Hafa menn vitað vitleysuna stíga hærra en þetta? Þá segir Gunnar enfremur, og þar greip hann nú á kýlinu: Þau rök, sem ég tel sterk ust af rökum Barða fyrir því, að að Þorvarður Þórarinsson sé höf undur Njálu, eru enn ótalin. Þau eru í ritgerð, sem heitir: „Málfar Þorvarðar Þórarinssonar." Þegar færð eru rök fyrir því, að Snorri Sturluson sé höfundur Egilssögu, og Sturla Þórðarson höfundur Grettlu, og Brandur Jónsson höfundur Hrafnkels- sögu, þá er hægt að hafa málfar þessara höfunda til hliðsjónar þar sem eftir þá liggja rit, sem ekki er efast um, að þeir hafi rit- að. Og nú vill Peter Hallberg halda því fram, að með saman- burði á málfari ýmissa rita, sé hægt að sanna höfundarrétt, sé hægt að miða við önnur rit þess höfundar. Aðstaðan er erfiðari, þegar um er að ræða líkur eða rök fyrir því, hvort Þorvarður sé höfundur að ákveðnu riti, þar sem ekki er um neitt rit að ræða, sem hann hefur verið talinn höfundur að. Eftir Þorvarð eru þó til tveir stúfar úr sendibréfi, er hann reit Magnúsi konungi lagabæti 1276. Athyglisverðasta dæmið um hliðstæðu við orðtök Njálu er þá að finna í 2 ræðum sem Þorgils saga skarða flytur eftir Þorvarð Þórarinson. Aðra ræðuna flytur hann að Glæsi'bæ í Eyjafirði, þeg ar þeir Þorgils eru á leið á Þver árfund. Hina heldur hann út við Skjaldarvík kvöldið áður en hann tekur Þorgils af lífi. Sleppir hér kaflanum um fyrri ræðuna. Þar er auðvitað allt rétt meðfarið, ann að er ekki hægt. Þá telur Barði Grófarræðuna svonefndu, sem Þor varður flutti í gróf nálægt Skjald Framihald á bls. 13. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Þjóðhátíð og kirkjan Islendingar eru ekki að eðl- isfari börn augnabliksins, sem lætur gleði sína í ljós með ærsl um og ópum. Þjóðin er „fóstruð við elds og ísamein og áhrif frá nattúr unni háu.“ Því ættum við aldr- ei að gleyma. Og þess vegna ættum við aldrej að taka upp eða apa eftir fagnaðarlæti þeirra þjóða, sem hafa allt ann að hugarfar, eiga allt aðra siði. Fjaðraskraut, pappírshattar og loftblöðrur fara íslenzkri þjóðhátíð ekki betur en það, að einhver tæki upp að leika íslenzka þj^ðsönginn í dans- lagastíl með buldri og hávaða. Þó mætti segja, að þessi hé- gómi, sem hér er minnzt á sé ekki annað en bernskubrek í samanburði við aukinn drykkjuskap og ólæti, sem sí- fellt fer vaxandi í sambandi við 17. júní hátíðahöldin ár hvert. Þar verður að setja und- ir lekann, bókstaflega talað. Þar er sæmd og þjóðheiður í veði. íslenzk þjóðhátíð frelsis og t'agnaðardagur eins elzta þjóð- þings og lýðveldisskipulags í heimi verður að eiga sér virðu- iegan og hátíðlegan heildar blæ. Þar má helzt enginn talsk ur tónn né fordildarblær rjúfa skipulagið frá upphafi til enda. Það er auðvitað sjálfsagt að efla fögnuð og gleði, dans á strætum getur verið sjálfsagð- ur og eðlilegur þáttur hátíða- haldanna, sömuleiðis söngur og húrrahróp, en ékki ærsl og glamur. En auðvitað væri jafnsjálf- sagt, að þá klæddust sem flestar konur og raunar karl- menn líka þjóðlegum viðhafn- arbúningi og æfa þyrfti þjóð- lega dansa og efna sem mest til sögulegra sýninga. Mætti gjarnan vera sérstök helgisýn- ing með þjóðlegu ívafi og frægum sögupersónum íslenzk um, sem jafnan væri hámark hátíðahaldanna. Dagurinn þarf fyrst og fremst að vera til þess að minna æsku hverrar kynslóð- ar á að sem æðst er og dýr- mætast íslenzkri menningu og aldrei má gleymast né glat- ast. Þetta þarf að gerast í ræðum, söng og sýningum. En því miður hafa sögulegar sýn- ingar 17. júní oftast orðið hálf- gerðar skrípamyndir og skrípa læti, sem — kannske því bet- ur —• hafa farið fram hjá flest- um vegna afleitrar aðstöðu til útisýninga á Arnarhólj eða öðrum slíkum stöðum. Dagurinn þarf líka að vera þakkardagur. þar sem minnt er á og þakkað allt, sem unn- izt hefur með endurfengnu frelsi og sjálfstæði, en það er óendanlega margt og dýrmætt. Og þá má heldur ekki gleym- ast að þakka það, hvernig þetta fékkst með friðsamlegri sókn og viturlegum samning- um þeirra leiðtoga, sem kunnu góðs að bíða. íslenzk frelsis- barátta gæti verið hverri ann- ari þjóð til óbrotgjarnrar fyr- irmyndar. Þar greinir hvorki frá morðum, svikum, samsær- um né blóðsúthellingum, sem þvi miður er algengast í frels- isbaráttu flestra þjóða, eins og fréttir greina nær daglega einhvers staðar úr veröldinni. fslenzka þjóðin bar gæfu til að ganga sinn veg í barátt- unni á því þroskastigi að þekkja hvorki sverð né blóð. Þess vegna ;r skjöldur henn- ar hreinn og hjartasláttur fólksins án haturs og hefnda. Þess vegna öllu öðru fremur gætum við kallast land og þjóð friðarins, og eigum einnig í Ijóðum eina fegurstu friðar- bæn heimsbókmenntanna, ljóð Guðm. Guðmundssonar: Frið- aríns Guð. Þetta er ekki einungis þakk- arefni heldur og til eftir- breytni öllum þjóðum, sem eiga við sams konar átök í nútíð og framtíð. Og auðvitað má þá ekki gleymast, hve göfuga andstæð- inga eða yfirráðaþjóð við átt- um, þar sem Danir voru og eru, þrátt fyrir allt, sem ósann- gjarnt kunni að virðast þar er líka aðstaða til fyrirmynd- ar og eftirbreytni allt frá „frelsisskrá úr föðurhendi" 1874 til laga um afhendingu íslenzkra handrita nú á allra síðustu árum. Hvað mundi slíkt hafa kostað i viðskipt- um flestra annarra þjóða. Ekkert slíkt sem kalla mætti alþjóðlega verðmæti til efling- ar friði og sanngirnj í þjóð- málum heimsins má gleymast fyrir hávaða og glaumi á þjóð- hátíðardegi. Og svo þarf kirkjan að eiga og nota daginn betur. Eng- in kirkja ættí að vera tóm á þjóðhátíðardegi fslands. Það má gjarnan muna, að helztu menn íslenzkrar endurreisnar og endurfengins frægðargeng- is voru að meira eða minna leyti fóstraðir í faðmi kirkj- unnar. Ekki þarf annað en að nefna nöfn eins og sr. Tómas Sæmundsson, sem var prestur, Jónas Hallgrímsson, skáld, sem var guðfræðingur að mennt, Skúla fógeta, sem var alinn upp hjá presti afa sínum, og varð að beygja kné sín við kirkjuskör morgun hvern, að ógleymdum sjálfum prestssyn- inum frá Hrafnseyri Jóni Sigurðssyni, sem nefndur var og er með réttu sómi íslands, sverð og skjöldur, grautryðj- andinn og frelsishetjan, sem fæddist 17. júní, og dagurinn er raunverulega helgaður. Kirkjan ætti því að helga sér þjóðhátíðardaginn með sókn en ekki undanhaldi eins og nú er þegar orðið. Seytj- ándi júni þarf að eiga sitt ritu- al í helgisiðabókinni. Og einn- ig mætti kirkjan gjaman minn ast þess á slíkum degi að hún hefur verið um skeið og ætti jafnan að vera frjálslyndasta og víðsýnasta þjóðkirkja yer- aldar. Það er merki, sem áldr- ei má falla. Árelíus Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.