Tíminn - 19.06.1966, Blaðsíða 12
12
TBMINN
SUNNUDAGUR 19. júní 1966
MINNING
Jón Skúlason
Gillastöðum
„Til góðs vinar,
liggja gangvegir,
þótt hann sé firr farinn.“
Klukka tímans glymur, einum
í dag, öðrum á morgun. Brýtur
á iboðum og öldur falla, jafnt við
útröst sem heiðartorún. í gær var
gengið til búsmala á dýrlegasta
árstíma bóndans, þegar líf kvikn-
ar af lífi, honum og haris til lífs-
framdráttar. Nótt er lögð við dag
í þrotlausri iðju við framvindu
undursamlegasta ævintýris allra lif
vera. Danjeg önn gleður dugmikla
hönd. Halr er heima hverr. Þrótt-
mikil og dugandi toörn skapa heið-
rikju yfir brúnum. í dag er sköp-
um skipt. Á snöggu augabragði
er hústoóndinn genginn á vit far-
inna félaga og forfeðra, mœtur
samferðamaður snúinn af vegi
þessarar veraldar, úr samleið svéit-
unga og nágranna í dalnum. Úr-
svalur gustur fer um hlíðina qg
völlinn, sem hann unni og yrkti,
uppi við Reiðtoorg og Ljárvatn
drúpa nýrisin lífgrösin, sem hann
verndaði með hug og hönd. Son-
urinn ungi, sem á að fermast eftir
fáeina dag, starir hljóður inn í
óræða framtíð og hugsar með
frænda: Ég skil ekki, guð, þín
sköp og ráð — þín skipunarorð né
bönn. Fer svo um fleiri, þótt eldri
séu. En minnast skuluð þið þess,
ungu vinir, sem nú eigið um sár-
ast að toinda, að í lífheimi er eng-
inn dauði til, að það sem við köll-
um því nafni, er einfaldlega þátta-
skil í lífi, sem engan endi hefur
og kannski er sá, sem við héldum
horfinn, aldrei nær en nú.
Ekki var það ætlun mín að rifja
hér upp ævisögu né athafnir Jóns
Skúlasonar toónda á Gillastöðum í
Dalasýslu við skyndilegt hvarf
hans úr hópnum þann 16. maí s.l.
Kannski væri að vísu greinilegra
að geta þess, að hann var góð-
kunnur um Miðvesturland og
miklu víðar, fyrir hressmannlegt
viðmót, djúpstæða íhygli og ókvik-
ulan einarðleik og festu, hver sem
í hlut átti. Að hann var braut-
ryðjandi í véltækni jarðyrkjunnar
í Dölum vestur og einn mestur
fjárbóndi í héraði. 'Að hann var
félagshyggjumaður og fjármála-
maður við hóf og hlutgengur að
hvoru tveggja. En ég eftirlæt öðr-
um að minnast þess og lýsa því.
Hinu gleymi ég seint, að Jón
á Gillastöðum var um margi hluti
sérstæður persónuleiki, langtum
stærri í sniðum en meðalmennska
á mál yfir. Hann var ýmsum ráð-
gáta, misskilinn af mörgum, en
færri voru þeir er skildu hann til
hlítar. En þeir fáu, sem hann
sagði hug sinn allan fundu, að
hann var gæddur dýpri, næmari
og skýrari sýn til framtímans en
fjöldinn, og mátti að vísu greina
það all glöggt í ýmsum athöfnum
hans. Tvennt er það þó, sem ég
finn gnæfa upp úr geymdafjöld
dýrmætra kynna, allt frá æsku-
árum, en það er bjartsýni hans og
vinfesta. Hvergi fannst svo von-
laust mál, slík dimma yfir degi
eða lokuð sund, að hann eygði
ekki útleið eða sæi þar ekki sól-
skinsblett í heiði. Og hann var
maður til að sigla þann sjó sem
öðrum virtist ófær, og grípa þar
glit, sem naumast var sól að sjá.
Fyrir styrk þann, er hann miðlaði
mér af þeirri guðsgáfu, þakka ég
honum nú er leiðir skilja um hríð.
Að vera vinur Jóns á Gillastöð-
um var engu öðru líkt. Hann var
svo heill í vináttu sinni, að heita
mátti að þar sæist hann ekki fyrir.
Engan málsvara áttu vinir hans
honum betri og hvöss var tunga
hans, ef í slíka brýnu sló. Það
fundu og vinir hans bezt, hversu
gjörsamlega hann gleymdi - sjálf-
um sér og fórnaði í ást sinni og
umhyggju fyrir konu og börnum.
Vil ég nú á vegamótum mega gleðj
ast með þeim yfir að hafa borið
gæfu til að njóta samlífs við hann
um leið og ég toið þess jafnframt
hinn mikla anda alheims að þeim
veitist styrkur til að standast áföll
mannlífsins, þegar þeim ríður mest
á og færi þeim djúpa þökk fyrir
gömul og ný kynni.
En fyrst ég varð þér ögn seinni
til að leggja út í Ijósvakann, og
þú „firr farinn,“ Jón minn góður,
þá langar mig til að treysta því
að þú bíðir mín þarna einhvers
staðar á velli við hlíðarfót, þegar
ég lendi.
Guð launi þér tryggðina.
Vinur.
Þann 23. maí sl. var jarðsettur
að Hjarðarholtskirkju í Dalasýslu
Jón Skúlason, bóndi að Gillastöð-
um í Laxárdal. Hann var fæddur
21. okt. 1912. Foreldrar hans voru
hjónin Kristín Jónsdóttir frá Hróð
nýjarstöðum og Skúli Eyjólfsson,
bóndi að Gillastöðum.
í æsku sótti Jón skóla að Reykj
um í Hrútafirði, en dvaldist ann
ars á heimili foreldra sinna og
vann að búi þeirra, þar til hann
hóf sjálfur toúskap árið 1939.
Jón var á margan hátt sérstæð
'ur maður, sem valdi sér ekki
i troðnar slóðir að vegferð, en
jruddi sér toraut og fór nýjar leiðir
og tileinkaði sér tækni nútímans
og nýjungar allar, sem til bóta
gátu orðið. Hann var áthafnamað
ur mikilll, stóð alltaf í margvís
legum um/bótum, einkum ræktun,
og svo byggingum. Hjá honum
hleypti ein framkvæmdin annarri
af stokkunum. Hann unni sér lítt
hvíldar, en naut þess að sjá ávöxt
iðju sinnar, græða landið og sjá
hús rísa af grunni. Þeir, sem
þekkja sveitalíf og aðstöðu bænda
í þjóðfélaginu, dylst ekki, að mikl
ar framkvæmdir krefjast fórnar,
sem ekki borgar daglaun að
kvöldi. Það reynir því jafnan mik
ið á útsjón og búhyggju bænda al
mennt. Jón átti vart sinn líka í
útsjónarsemi, og axlaði hann vel
byrðar sínar, horfði fram á veg
inn sá nýjar leiðir og kleif þrí-
tugan hamarinn til að ná settu
marki.
Jörðin Gillastaðir ber ævistarfi
hans glöggt vitni, þar er ræktun
mikil, þrátt fyrir erfiða ræktunar
aðstöðu, hús reisuleg, enda þótt
samgöngur séu erfiðar. Búið
stækkaði með hverju ári sem leið,
enda hafði Jón yndi af sauðfé,
naut þess á vorin að sjá lömibin
hoppa í haga. Hann var fjárm‘arg
ur, stórbóndi, höfðingi heim að
sækja og greiðvikinn.
Samhliða því sem Jón vann að
toúi sínu og stjórnaði því, þá hafði
hann gaman af félagsmálum og
tók þátt í starfi ungmennafélaga
áður fyrr, samvinnumaður í hugs
un og kjörinn fulltrúi á aðalfundi
Kaupfélags Hvammsfjarðar.
Jón skilaði miklu dagsverki á
stuttri ævi. Við hlið hans var
fórnfús dugnaðarkona, Jóhanna
Kristvinsdóttir frá Enniskoti í
Víðidal. Börn þeirra eru: Skúli
Heiðdal, In-gi Heiðdal, Sigurlaug
Gerður, Jóhannes og Kristín. Öll
eiga þau heima á Gillastöðum og
toera hlýjan hug til sveitalífsins.
Snemma á síðastliðnum vetri,
lézt að Gillastöðum Jóhannes M.
Guðbrandsson, sem lengi dvaldist
hjá foreldrum Jóns, og var um
skeið sambýlismaður hans, en nú
síðustu árin í skjóli hans ásamt
konu sinni. í byrjun sumars er
ennþá barið að dyrum á Gillastöð
um og húsbóndinn kvaddur snögg
lega í burtu. Þetta er þung raun
að þola fyrir aðstandendur á sama
heimili, en „drottinn veitir dánum
ró og hinum líkn, sem lifa“.
Um leið og ég minnist með
þakklæti góðra kynna, votta ég
samúð mína vandamönnum öllum.
Minningar látins vinar lifa og
ylja.
Ásgeir Bjarnason.
MEÐ HELGAFELLI NJÓTI0 ÞÉR
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIDSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
Y/G*
SÍMAR: __
VESTMANNAEYJUM 1202
REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120
NITTÖ
JAPÖNSKU NIHO
HJÓLBARDARNIR
f flestum stærðum fyrirliggiandi
í Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35-Sfmi 30 360
Austnrferðir
frá 10. maí til 30. júní frá
Reykjavík alla daga kl. 1
e.h. til Laugarvatns, Geys-
is, Gullfoss, til baka sama
dag.
Fargjald báSar leiðir að-
eins kr. 230 til 310.
B.S.Í. sími 2 2300,
Ólafur Ketilsson.
FRÍMERKI
FYrír hvert íslenzkt fri-
merki. sem þér sendið mér
fáið þér 3 erlend. Sendið
minnst 36 stk.
JÓN AGNARS,
P.O. Box 965,
Reykjavík.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiSsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmiður,
Bankastræti 12.
rrn 1111 t t
•H
tiimiurtl
■fH
Islenzk frímerki
og Fyrstadagsum-
slog.
Ertend frímerki,
innstungubækur
í miklu úrvali.
Frímerkjasalan,
Lækjargötu 6A.
H
ItfpHi
Einangrunargler
ÞYamleitt einungis úr
úrvals gleri — 5 ára
ábyrgð
Pantið tímanJega
KORKIÐJAN HF.
Skúlagötu 57 Sitni 23200.
ítalskir sundbolir og
bikini.
E LFU R
Laugavegi 38,
Skólavörðustíg 13,
Snorrabraut 38.
Bsfirðingar
Vesffirðingar
Hef opnað skóvinnustofu
að Túngötu 21, ísafirði.
Gjörið svo vel og reynið
viðskiptin.
Einar Högnason,
skósmiður.
IOOI
HIEH — FIDELITY
3 hraðar, fónn svo af ber
i: i 'i’K\
BELLAMUSICAfOIS
ii :íi^v
AIR PRINCE 1013
Langdrægt m. báfabylgju
Radióbúðin
Klapparstíg 26, sími 19800