Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Miðvikudagur 29. janúar 1975 — 24. tbl. Fimmtán íþrótta- menn ársins r — Iþróttir í opnu Bardaginn um Kjarvalssal — bls. 3 Orð í tölum — bls. 4 Hártízkan gegnum aldirnar — INN-siðan á bls. 7 Endurskoðun skipulags alls Nessins er i gangi. „Við ætlum okkur að minnsta kosti árið i þetta”, sagði bæjarstjóri. „Það er erfitt að breyta viðteknu aöal- skipulagi, sem hefur haft áhrif á verðmæti fasteigna og svo fram- vegis”. Náttúruverndarráð hefur enn- fremur gert tillögur um friðun á Alftanesi, sem eru miklu róttæk- ari en hreppsnefnd vill una við. Sveitarfélögin á Reykjavikur- svæðinu að Reykjavik meðtalinni vinna saman að hinni viötæku endurskoðun á skipulagi, sem stendur yfir. — HH Skipulag alls Reykjavíkur- svœðisins í endurskoðun ,,Ég gæti vel trúað, að þetta væri viðráðanlegt fjárhagslega, og hag- kvæmt. Brúin yrði lik- lega byggð, þar sem Skerjafjörður er mjóst- Brú yfir Skerjafjörð kemur til greina Náttúruverndarráð gerir róttœkar tillögur um friðun ur, kæmi við Grimstaða- Þetta sag&i Sigurgeir Sigurðs- Skerjafjörð. Gunnlaugur Hall- híHt ntí Há foncrícl haint son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, dórsson arkitekt hefur verið að noil, Og pa ienglSl ueini efnislega,umtillögur, sem nú eru athuga málið. Ekki liggur fyrir, samband þaðan suður”. á dagskrá um brúarbyggingu yfir hve kostnaðurinn yrði. Brúar- gerðin yrði i tengslum við upp- byggingu og mannfjölgun á Alftanesi, Seltjarnarnesi og viðar á Reykjavikursvæðinu. Allt skipulag Reykjavikur og nágrennis er i gagngerri endur- skoöun. í þvi sambandi hefur náttúruverndarráð gert tillögur. „Við viljum ástunda ágæta sam- vinnu við sveitarfélögin”, sagði Eysteinn Jónsson, formaður ráösins, i morgun. „Við höfum gefið nokkrar bendingar, sem eru til umræðu”. Vill náttúruverdarráð friöa allt svæði vestan Lindarbrautar á Seltjarnarnesi og stöðva bygging- aráform þar? spurðum við bæjar- stjóra. „Svo róttækt er það ekki, en þeirlögðu fram tillögur um friðun smásneiða vestan Snoppu og lið- lega umhverfis Bakkatjörn. Þeir eru djarfir og vilja meðal annars friðun svæðis, þar sem þegar er hafin bygging iðnaðarhverfis. Náttúruverndarráð lagði fram tillögur, sem lita ber á sem ramma. Þeir eru eins og fjár- málamenn,sem biðja um milljón króna lán, þegar þeir ætla sér aö fá hálfa milljón”, sagði bæjar- stjóri. „Ég held, að öll sveitarfélögin hafi gert fyrirvara við tillögur ráðsins, sem voru viðraðar I síð- ustu viku. Við höfum nú þegar gert ýmislegt til friðunar, svo sem að friða fjörurnar. Reynslan sýnir, að þeir, sem byggja ná- lægt fjöru, vilja gjarnan slá eign sinni á hana, þótt hún sé almenn- ingur. Þetta höfum við hindrað. Við munum taka tillögur náttúru- verndarráðs til greina i ýmsu. Þetta á allt aö geta orðið án þess að fari i „hasar”. Menn eru aö minum dómi meira sammála um náttúruvernd en oft er látiö”. Hallar undan fœti í túrista„jöfnuðinum" SJÓÐURINN FYLLIST SEINT ÞÓTT FÆRRI FARI UTAN Eyðsla í ferðalög aðeins þrítugasti hluti af innflutningnum Brennandi Rússi við Fœreyjar Rússneskur verksmiðjutog- ari stóð i björtu báli norð- austur af Færeyjum i morg- un. Skipverjar fóru i bátana um tiuleytiö. Um ellefuleytið var skip væntanlegt að tog- aranum frá Færeyjum. Islenzkir björgunaraöilar munu ekki hafa afskipti af skipsbrunanum. Brezk Nimrod-þota sveim- aöi yfir brennandi togaran- um i morgun. Björgunarmiðstöðin I Þórshöfn hafði samband við togarann. Nokkrir erfiðleik- ar voru á samtölum vegna tungumálavankunnáttu Rússanna. Ekki er kunnugt um elds- upptök i togaranum. _6H Engin ósköp bætast 1 gjald- eyris,,sjóðinn” okkar, þótt ólin verði hert að fslenzkum „túrist- um”. Gjaldeyriseyösla tslend- inga'á ferðalögum hefur ekki verið nema um einn þrftugasti af þvf, sem við eyðum i innflutn- ing. Hins vegar hefur hallað undan fæti i túrismanum. Við höfum eytt meiru erlendis en fengið litiö fleiri krónur frá erlendu ferðamönnunum hér. Gengis- lækkunin i fyrra gefur okkur fleiri krónur fyrir hvern dollara eða hvert pund, sem ferðamenn færa okkur, en hún varð einnig til að auka verðbólguna hér. Verðbólgan hefur dregið kjark úr erlendum ferðamönnum. A þeim mánuðum, sem fólk ferðast mest, april-september, eyddu íslendingar i fyrra 1260 milljónum i gjaldeyri I ferðalög, en útlendingar 1050 milljón krónum hér innanlands og 560 milljónum i fargjöld, sem við fengum I okkar hlut, alls 1610 milljónum króna. Ariö áður eyddum við 808 milljónum á þessu timabili, en erlendir túristar eyddu 875 milljónum hér innan lands. 610 milljónum vörðu þeir i fargjöld, eða meira en i fyrra. Alls voru þetta þvi 1485 milljónir, sem við fengum af ferðamönnum. Ef eyðsla Islendinga er dregin frá tekjunum af erlendum ferðamönnum, stóðu eftir 350 milljónir i fyrra en 610 milljónir árið áður. Hlutur okkar hefur þvi stórversnað. 1 þessu hefur verið miðað við timabilið april-september. 1 vetur hafa islenzkir ferðamenn sótt mikið til sólarlanda, meðan fáir útlendingar hafa hingað komið. Stjórnvöld fýsir að draga úr gjaldeyriseyöslu vegna ferðalaga, enda gjaldeyr- issjóðurinn að tæmast. Hins vegar vegur þessi eyðsla létt á móti öllum innflutningnum. Endanlegar tölur um þetta eru til fyrir 1973, og þá eyddum við 1,2 milljörðum i ferðalög en 31,9 milljörðum i innflutning. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.