Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Mi&vikudagur 29. janúar 1975. VISIR tJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Áuglýsingastjóri Augiýsingar AfgreiOsla Ritstjórn Askriftargjald 600 i lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúli G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 : Si&umúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. á mánuOi innanlands. eintakiO. BiaOaprent hf. Vonandi vaxtarverkir Minnstu munar, að lýðræði i Portúgal deyi, áður en það hefur náð eins árs aldri. Orsökin er einkum valdagræðgi kommúnistaflokksins, sem virðist vilja láta skerast i odda, áður en þing- kosningar verða i marz. Varla er við öðru að búast en þvi, að lýðræði eigi örðugt uppdráttar i þessu landi, sem hafði lotið einræðisstjórn i 46 ár samfellt. Það var árið 1928, sem Antonio de Oliveira Salazar, sem verið hafði fjármálaráðherra, tók öll völd i Portúgal. Hann taldi sig vera vel kunn- andi um efnahagsmál og minnkaði skuldir rikisins. Hann varð þess hins vegar valdandi, að Portúgal var snauðasta riki Evrópu og hagvöxtur þar minnstur. Óhagkvæmum iðnaði var haldið gangandi i skjóli haftamúra, en sveitaalþýðan lapti dauðann úr skel. Portúgal var landa aumast i heilbrigðis- og húsnæðismálum. ólæsi var mikið. Salazar taldi hins vegar brýna nauðsyn að vernda gengi gjaldmiðilsins, escudo, og eiga mikinn gjaldeyrisforða, en fyrir það markmið fórnaði hann miklu. Portúgal righélt i nýlendur sinar i Afriku, meðan önnur af gömlu nýlendu- veldunum létu sér segjast og gáfu nýlendum sin- um frelsi, misjafnlega ánægð. Valdaskeið Salazars varð með ólikindum langt en byggðist á fáfræði og einangrun landsmanna. Er hann fékk slag, tóku við menn, sem stóðu að minnsta kosti öðrum fæti á tuttugustu öld. Þeim var steypt með byltingu i april i fyrra. Herforingjar tóku völdin og þeir hafa, að minnsta kosti til þessa, verið öðru marki brennd- ir en starfsbræður þeirra, sem viða ráða rikjum i rómönsku Ameriku. Tveir stjórnmálaflokkar urðu til, báðir með sósialisma á stefnuskrá, sósialistaflokkurinn og kommúnistaflokkurinn. Siðar var stofnaður borgaralegur flokkur, sem er talinn skyldastur kristilegu flokkunum á megin- landinu, svonefndur miðdemókrataflokkur. Þessir þrir flokkar eiga fulltrúa i rikisstjórn, en i reynd eru herforingjar sterkasta aflið. Siðan byltingin var gerð i fyrra, hafa vinstri sinnar styrkt stöðu sina i fylkingu herforingja. Her- foringjar studdu kommúnista fyrir nokkrum dög- um i deilum, sem næstum hafa sundrað stjórninni, um það, hvort öll verkalýðsfélög landsins skuli heyra undir eitt alþýðusamband. Kommúnistar urðu fyrstir flokkanna til að skipu- leggja verkalýðsfélög, og sósialistar og mið- demókratar hafa siðar reynt að byggja eigin fé- lög. Þessir tveir flokkar óttast, að eitt alþýðu- samband verði til að treysta völa kommúnista i verkalýðshreyfingunni um ókomna framtið. Herforingjar og kommúnistar beittu meiri- hluta i rikisstjórninni til að samþykkja tillöguna um eitt alþýðusamband, og hinir flokkarnir höfðu i hótunum um að rjúfa stjórnarsamstarfið. Ekki siður olli ótta, þegar stuðningsmenn kommúnista hleyptu upp landsfundi miðdemókrataflokksins og héldu fulltrúum, meðal annars frá kristilegum flokkum annarra landa og brezka ihaldsflokkn- um, i umsátri. Herforingjarnir i Lissabon virtust vart vita, hvað gera skyldi, en björguðu miðdemókrötum þó um siðir. Ljóst er, að samsteypustjórn hinna þriggja stjórnmála- flokka, þar sem hver höndin er upp á móti annarri, getur aðeins verið til bráðabirgða. Von- andi situr hún fram til kosninganna i marz, og vonandi eru þrautir Portúgala nú aðeins óhjá- kvæmilegir vaxtarverkir, eftir að þjóðin hefur svo lengi verið kreppt. -HH EftiriitiO aö störfum. — Þeir eru þaö, sem helzt er til merkis um, aö einhvern tima hafi veriö samþykkt vopnahlé. Títtnefnt somkomulag Ef aðilar Indókinastyrjaldarinnar hefðu sjálfir haft samkomulagið i Paris jafn hugfast og allir þeir fréttaskýrendur, sem i það hafa vitnað, þá væri sennilega friðvænlegra i Vietnam i dag. Stjórnarerindrekum og fréttaskýrendum hefur verið tamt að miða við 27. janúar 1973, þegar þeir ræöa um þetta endalausa strið. „Mestu aðgerðir síðan sam- komulagið gekk i gildi” eða „I fyrsta sinn eftir samning- ana”...þetta eru margtuggnir setningarhlutar, sem koma fyr- ir aftur og aftur i tali um Viet- namstriðið. Það er eins og saga Vietnams hafi byrjað þann 27. janúar fyrir tveim árum. Mótmælaspjöld almennings i Saigon og öðrum þéttbýliskjörn- um Suður-Vietnam bera áletranir 27-1-73 ásamt hinum venjulegu ásökunum i garð kommúnista, sem einum er kennt um vopnahlésbrotin, er eiga að hafa byrjað þennan margnefnda janúardag. t augum Vietcong og Norð- ur-Vietnama er samkomulagið nákvæmlega samskonar við- miðunarvarða i ásökunum þeirra i garð Nouven Van Thieu forseta og Bandarikjamanna. t herbúðum beggja er tala hernaðarárekstra — sem báöir kalla brot á vopnahléssam- komulaginu — öll miðuð við þann dag, sem samkomulagiö gekk i gildi, eða átti að ganga i gildi. Talsmenn beggja vitna enda- laust I orðrétta kafla úr sam- komulaginu til stuðnings máli sinu, meðan stjórnarerindrekar og fréttaskýrendur þræta um, hvort siðasta sóknarlota kommúnista, eða viðbrögð Saigonhersins fari út fyrir hin mjög svo teygðu mörk Parisar- samninganna. I raunveruleikanum finnast hinsvegar sáralitlar áþreifan- legar sannanir fyrir tilveru þessara tittnefndu samninga- ákvæða þarna syðra. — Það væri þá einna helzt hægt að festa augu á alþjóðlegu eftirlits- nefndina (oft skammstöfuð ICCS) jafn aum og störf hennar annars eru. Illlllllllll UMSJÖN: G. P. Hún hefur aðalstöðvar sinar i Saigon, en trúnaðarmenn hér og þar um landið. Það er eitt af þvi fáa, sem sjá má enn i fram- kvæmd af þvi, sem slegið var föstu i Parisarsamkomulaginu. Fyrir henni fór þó eins og til þótti stofnað. Fulltrúar eftirlits- nefndarinnar hafa sjaldnast orðið sammála um nokkurn hlut. Þeir viðurkenna jafnvel sjálfir, að þeir vita naumast i hvorn fótinn þeir eiga að stiga, þar sem þeim er um megn að hafa áhrif á eitt eða neitt og eftirlitið ekkert nema nafnið tómt. — i eftirlitsnefndinni eiga sæti nefndir frá Ungverjalandi, Indónesiu, íran og Póllandi. Undirritun hinna margnefndu samninga I Paris. Þessi nefnd var sett á laggirn- ar að fordæmi þess, sem gert var i Kóreu, þegar vopnahléið var gert þar. Sama sjónarmið var látið ráða um, að kommúnistar bentu á austan- tjaldsriki til setu i nefndinni, en stjórn Parks á tvö and- kommúnistisk riki. — Nefndin i Kóreu náði aldrei samkomulagi um eitt eða neitt, þvi að kommúnistisku fulltrúarnir drógu taum sinna skoðana- bræðra og settu kikinn fyrir blinda augað, þegar vopnahlés- brot þeirra bar á góma. Ef ein- hver vildi sýna hlutleysi eða réttsýni, þá gafst hann fljótlega upp á þvi, þegar hann fann, að slikt sást aðeins úr annarri átt- inni. Sú varð auðvitað lika raunin i Suður-Vietnam. Menn ráku þvi viðast upp stór augu á dögunum, þegar þau furðulegu tiðindi bárust, að allir fjórir fulltrúar alþjóðlegu eftir- litsnefndarinnar hefðu skrifað undir plagg, þar sem fordæmd- ar voru aðgerðir bráðabirgða- stjórnar Vietcong. — Allir fjórir sammála um að forvigismönn- um skæruliða kommúnista hefði orðið á! Hvað var á seyði? Pólverjar og Ungverjar voru þó fljótir að afsaka þetta athæfi fulltrúa sinna. Þeir fullyrtu, að sendinefndir þeirra i ICCS hefðu verið þvingaðar til undirritunar af „skril, sem lögreglan hafði hleypt inn I fundarsalinn”. — Þetta hafa yfirvöld i Saigon bor- ið til baka og segja það tilhæfu- laust. „Það kom okkur mjög á óvart,” sagði einn fulltrúi hinna nefndanna i ICCS um undirritun Pólverja og Ungverja. 1 Saigon er litið á eftirlits- nefndina sem þýðingarmikla um framkvæmd vopnahléssam- komulagsins i Paris. En árangurinn af störfum hennar er þó nákvæmlega núll. — Þó kannski ekki nákvæmlega, þvi kostnaður af rekstri hennar er mikill og hallar þá heldur á. Annað er það jú i Saigon, sem ber þar fyrir augu og minnir á samningsgerðina. Inni i miðri Davis-herstöðinni, sem Saigon- stjórnin hefur við Tan Son Nhut-flugvöll höfuðborgarinn- ar, rekast menn sér til mikillar furðu á hermenn bæði Víetcong og Norður-Vietnams! Þeir eru þarna til þess að þjóna sameiginlegri herráðs- nefnd Hanoistjórnarinnar og Saigonstjórnarinnar. Hún var sett á laggirnar til þess að fylgj- ast með framkvæmd vopnahlés- ins og til viðræðna um hugsan- legt framhald samninga i átt til lokafriðar. Enginn fundur hefur þó verið haldinn hjá henni siðan I júni i fyrra, þegar kommúnistar ákváðu að hætta störfum i henni. — Sá hluti þessarar tviskiptu nefndar, sem Bandarikin, Norð- ur-Vietnam og báðir aðilar Suð- ur-Vietnam eiga sæti I, hefur þó komið saman reglulega tvisvar i viku til þess að biða hinna sem láta aldrei sjá sig. Þessi hluti sameiginlegu herráösnefndar- innar hefur einkanlega að verk- efni sinu aö reyna að grafast fyrir um örlög horfinna her- manna. Þótt aldrei verði af fundum, vegna fjarveru annars helmingsins, þá hafa Banda- rikjamenn stöðugt haldið uppi gagnrýni á kommúnista og segja þá leyna upplýsingum um týnda hermenn. Það er með miklum eftirtöl- um, að Saigonstjórnin umber fulltrúa Vietcong og Norð- ur-Vietnam i Davis-herskálun- um. Enda hefur oft komið til minniháttar árekstra erind- reka, sem þykir þessum fulltrú- um slælega þjónað og naumt skammtað vatn eða illa séð fyr- ir simasambandi við stjórnir sinar — svo að drepið sé á ein- hver dæmi. Nýjasta dæmið er ágreiningur um, hvort liðsfor- ingjum Vietcong sé heimilt að bera skammbyssur á flugferð- um sinum til og frá Saigon og aðalstöðva bráðabirgðastjórnar Vietcong i Loc Ninh. Um slika smámuni er enda- laust þrasað á meðan þúsundir láta lifið á vigvöllunum, sem áttu að heita úr sögunni við undirritunina þann stóra dag 27. jan. 1973.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 24. Tölublað (29.01.1975)
https://timarit.is/issue/238951

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

24. Tölublað (29.01.1975)

Aðgerðir: