Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 16
vísm Miövikudagur 29. janúar 1975. Rispuðu félagann með hnífi Eitthvað slettist upp á vinskap- inn hjá þremur félögum sem voru ölvaöir viö Laugarásbfó I gær- kvöldi. Tveir þeirra eru taldir hafa veitt þeim þriöja áverka meö hnifi. Sá áverki er þó ekki alvar- legur. Tvimenningarnir voru settir i fangelsi, en sá, sem fékk hnifrisp- una, fór á slysavaröstofu. Rannsókn málsins var skammt á veg komin i morgun. Liggur þvi ekki ljóst fyrir, hver málsatvik voru. —ÓH Dðnsk flugvél mölbrotnaði í lendingu ó Vogey í Fœreyjum - óhöfn og farþega sakaði ekki Þegar flugvélin loks nam staöar, voru hjólin undan henni, bolurinn rifinn og bramlaöur aö neöan, vinstri vængurinn rifinn af um mótorinn og yzti hlutinn af hægri vængnum. Fólkið i flugvél- inni, 22 farþega og fjögurra manna áhöfn, sakaöi ekki. bannig er lýst flugslysi, sem varð á flugvellinum á Vogey I Færeyjum á laugardaginn var. Áætlunarflugvél af gerðinni Fokker Friendship, frá danska flugfélaginu Merc-air, var að koma inn til lendingar. Ising var á brautinni, en á hana var borinn perlusandur og flugmanninum gefið lendingarleyfi. begar vélin var lent, komst flugmaðurinn að raun um, að hann gat ekki stöðvað hana á til- ætluðum stað. bá var um það að velja að fara fram af brautinni, en þar tekur við snarbrött brekka, eða sveigja henni úr af. Hann tók þann kostinn. bar sem vélinni var ekið út af, voru áður smáhamrar, en hefur nú verið gerður halli. bar nam vélin loks staöar i girðingu, um 5-7 metrum utan við brautina, mölbrotin. Fulltrúar frá danska loftferðaeftirlitinu komu til Fær- eyja strax á laugardag til að kanna slysið, en flugvélin er talin gerónýt. — SH Hjó þeim hafa búið hrafnar, svín, hundar og móvar. Jónatan Livingstón móvur aftur kominn út ó lífið Félagarnir örn Guömundsson og Friörik bór Göethe fylgdust meö, er Jónatan Livingstón hnitaöi hringi yfir Tjörninni og settist svo meöal hinna mávanna. en samt settu félagarnir hann i poka og smygluðu honum heim með sér i strætó. 1 hlýjunni heima hjá Frikka var hlúð að mávinum og viti menn, hann lifnaði við og eftir nokkra daga var hann farinn að flögra um. Að sjálfsögðu var þessi nýi heimilisgestur kallað- ur Jónatan Livingston. „Mér datt ekki i hug, að fugl- inn næði sér”, segir Huld Göethe, móðir Friðriks, sem er ýmsu vön i sambandi við dýra- rækt á heimili sinu. „Fuglinn var helfrosinn, þeg- ar strákarnir komu með hann, en nú virðist hann alveg vera búinn að jafna sig”. Og þessu til vitnis flögrar Jónatan fram og aftur um ibúðina. Sárið á bakinu á honum er að visu ekki með öllu horfið, en með þvi að fara i bað einu sinni á dag heldur Jónatan sér að öðru leyti mjög vel til. t gær var Jónatan svo búinn að jafna sig af kvefinu og ákvað að halda út i hinn stóra heim á ný. Frikki setti hann i grind, ók með mömmu sinni niður að Tjörn og sleppti Jónatan Living- stón mávi lausum. Jónatan drakk i sig ferska loftiði góða veðrinu i gær, þandi út vængina og hóf sig svo til flugs. Hann var svolitið stirður I fyrstu, en liðkaðist eftir að hafa farið einn hring yfir höfðinu á Frikka félaga slnum. bvi næst tók Jónatan stefnuna á hóp ann- arra máva, er sátu á isnum á Tjörninni. „Við höfum haft hrafna, kri- ur, svin og hunda á heimilinu. Ef ég þekki rétt verður skarðið hans Jónatans fljótlega fyllt”, segir Huld Göethe, móðir Frikka. „Svin?” „Já, við vorum einu sinni með svin á heimilinu, svona mest til að mótmæla hundabanninu. bað er nefnilega bannað að hafa hunda, en ekkert sem mælir á móti þvi að þú hafir svin sem gæludýr á heimilum”, segir Huld. Vinskapur þeirra Frikka og Jónatans hófst einn daginn i sið- ustu viku, er Frikki kom að Jónatan hel- frosnum niðri við Jónatan Livingstón liföi eins og fuglinn frjáls þann tima, er hann dvaldi á heimili Huldar Göethe. Hér hrellir hann aöra gesti, sem borið hefur aö garöi. „Raunar höfðum við svinið fyrir hund og gengum um með það i bandi. bað var ákaflega skemmtilegt dýr, sem alltaf var til I að sprella við krakkana. Og á kvöldin fóru krakkarnir i bað og siðan svinið og eftir skamma stund voru þau öll sofnuð”, segir Huld. Svinið Rósalind er ekki lengur á heimili Huldar.begar það fór að stækka og éta fasta fæöu I staðinn fyrir mjélk, fór það að lykta og var þvi komið fyrir á svlnabúi uppi i sveit. „Krakkarnir fara aö heim- sækja það við og við en hver hefði getað trúað þvi, að úr litla svininu okkar hefði getað orðið slikt kjötfjall, sem Rósalind er nú”, segir Huld að lokum. — JB Tjörn. Frikki, sem heitir nú raunar Friðrik bór Göethe var þar með vini sinum Erni Guðmundssyni, er þeir rákust á máv, sem virt- ist heldur illa haldinn, auk þess sem hann var sár á baki. Litið lífsmark virtist með mávinum, OVIST HVORT ÞYRLUTJÓNIÐ FÆST BÆTT „Fyrst veröur aö athuga, hvaöa áhrif þessi umframþungi hefur haft á slysiö. Viö veröum aö biöa eftir, aö skýrslur berist um máiiö, áöur en hægt veröur aö kanna faglega, hvort trygg- ingin hefur veriö giid”, sagöi óiafur B. Thors hjá Álmennum tryggingum, er Visir kannaöi þaö hjá honum i morgun, hvaöa áhrif ólöglegur þungi heföi á tryggingu þyrlunnar, er fórst á Kjalarnesi. „Almennt séð gildir það skil- yrði fyrir greiöslu tryggingar að farið sé eftir settum reglum og lögum bæði i flugi og annars staðar,” sagði Ólafur. Alls ekki er þvi vist, að trygg- ingarfélagiö fallist á að greiöa þá 70 þúsund dollara, er þyrlan var tryggð fyrir. „Við skulum vona, að það sé ekki algengt að yfirhlaða vél- arnar svona,” sagði Grétar Óskarsson forstöðumaður Loft- ferðaeftirlitsins i viðtali við blaðið I morgun. „Hjá flugfélögum, sem halda uppi reglulegum feröum er ætíð útbúin hleðsluskrá yfir farþega og farangur, sem tryggir, að ekki sé fariö fram yfir þaö, sem leyfilegt er”, sagði Grétar Óskarsson. „Ef þú færð aftur á móti flug- mann til að fljúga þér I litilli flugvél, þá er sjaldnast búin til hleðsluskrá. En ef flugmannin- um sýnist I fljótu bragöi, að far- þegi og farangur hans sé þyngri en vanalega, verður aö ganga úr skugga um það. Ef farmþyngd- in fer yfir mörkin, verður að gripa til stærri flugvéla,” sagði Grétar. „Jú, flugmönnum er vitan- lega alltaf kunnugt um, hvað þeim er óhætt að hlaða flugvél- arnar,” sagði Grétar að lokum. — JB r ■ y&SÍfrí ' i Sá, sem liggur á gólfinu, hefur aldrei dansaö ballett fyrr, en kemur nú samt fram. betta er atriöi úr „Gunnari á Hliöarenda”, og sá er liggur er reyndar kappinn sjálfur leikinn af Jóni Sveinssyni, fyrrverandi markverði Keflvikinga. Ljósm: Bj.Bj. Málverk og höggmyndir fá líf! — nýstárlegur ballett í Norrœna húsinu. Fyrrverandi markvörður dansar í fyrsta sinn baö má segja, að höggmynd- um og málverkum veröi gefiö lif i Norræna húsinu i kvöld, en þá veröur sýndur nýstárlegur ball- ett þar. Dansararnir túlka lista- verkin og listaverk hafa verið fengin lánuö hjá Ásmundi Sveinssyni og Listasafni rikis- ins. bað hefur þvi verið mikið um aö vera I Norræna húsinu sið- ustu daga við að æfa dansana, en það er Unnur Guðjónsdóttir, sem samið hefur, og stjórnar hún lfka dansinum. Unnur á sér nokkuð langan feril sem ballettdansari, og hef- ur hún verið búsett i Sviþjóð sið- an árið 1963. bar hefur hún með- al annars kennt tvö ár við rfkis- leikskólann I Stokkhólmi. Hún gerði ballett, sem heitir „Gunnar á Hliðarenda” fyrir Óperuna i Sviþjóð, en tónlistina Ralph Lundsten tónskáld. bað er einmitthann, sem hefur sam- ið tónlistina við baliettinn, sem sýndur verður i fyrsta skipti i kvöld. A þeirri dagskrá er meðal annars að finna kafla úr ballett- inum „Gunnar á Hliðarenda”, og þar kemur fram einn, sem aldrei hefur dansað ballett áður. Sá heitir Jón Sveinsson og er fyrrverandi markvörður hjá Keflavikurliðinu. Allir hinir, sem fram koma, eru orönir vanir að dansa ballett, en alls verða fjórar sýn- ingar: i kvöld, fimmtudag, föstudag og laugardag og hefjast allar klukkan 20.30 nema sú á laugardaginn, sem byrjar klukkan 16.00. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.