Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Miðvikudagur 29. janúar 1975.
5
REUTER
AP/NTB
MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson;
Slökvilið
á barnum
Þaö er ekki asinn á þeim,
slökkviliðsmönnunum, sem
styðja sig við bardiskinn á
myndinni hér fyrir neðan. Hún
er tekin I Washington I gær,
eftir aðiögregia og siökkvilið
voru kvödd til vegna sprengju,
sem komið hafði verið fyrir I
stjórnarráðshúsi þeirra. Hún
sprakk i lyftunni, en olli ekki
tiitakanlegum skaða.
50 ára hetjudáð sett
aftur á svið
Fara á hundasleðum yfir auðnir
Alaska, eins og 20 hraustmenni gerðu
forðum með bóluefni gegn barna-
veikisfaraldri
Tuttugu menn með
hundasleða sina ætla að
setja á svið i auðnum
Alaska atvik, sem áttu
sér stað fyrir 50 árum og
urðu til þess að bjarga
heilu þorpi og ibúum
þess.
í gærkvöldi hófst hundasleða-
kapphlaup i minningu ferðar,
sem 19 menn fóru fyrir 50 árum
upp á lif og dauða með bóluefni
gegn barnaveiki.
Bóluefnið hafði verið flutt með
járnbrautarlest til Nenana og átti
að fljúga með það til þorpsins
Nome, en slæm veðurskilyrði
öftruðu þvi. 12 Indiánar og 7 hvítir
menn lögðu þá upp í hundasleðum
I byl og 85 gráðu (Celsius) frosti
með bóluefnið.
Komust þeir yfir hálfa ísauðn
Alaska á 127 klukkustundum
þrátt fyrir hrakninga og missi
hundanna. Hver og einn fór á-
kveðinn áfanga, en þá tók næsti
við. Fimm kg lyfjapakkinn skipti
alls nitján sinnum um hendur á
leiðinni.
Fræknust þótti framganga
Norðmannsins, Leonhards Sepp-
ala. Hann varð að fara á hunda-
sleða sinum 354 km I óveðrinu
bara til stefnumóts við þann, sem
færði honum lyfið, áður en hann
flutti það sjálfur 193 km áfanga
yfir viðsjárverðan Isinn á Norton
Sound.
Mesta hrósið áttu þó tvímæla-
laust skilið hinir frábæru hundar
Seppala, en forystuhundur hans
„Togo” er geymdur uppstoppað-
ur á safni, og stytta hefur verið
reist af öðrum „Balto” i Central
Park I New York.
1 kapphlaupinu, sem hófst I
gær, verða engin verðlaun veitt
og raunverulegt kapphlaup er það
ekki. Heldur er þar haldið uppi
minningu frábærs afreks, sem
hreystimenni unnu við hin erfið-
ustu skilyrði til bjargar börnun-
um i Nome.
setti hann stóru skóflurnar inn á,
en þegár upp var staðið, voru
Indónesiumenn þessum sömu 48
stigum yfir.
Þetta þykir geta orðið til þess,
að fyrirliði Itala vogi sér ekki að
hvila Belladonna og Garozzo það
sem eftir er af þessu þreytandi
móti. Það gæti sagt til sin I úrslit-
unum, þegar tvær efstu sveitirnar
keppa til þrautar um heims-
meistaratitilinn. Verði hin sveitin
sú bandarlska, gætu sú siðar-
nefnda hagnazt á þvi, að fyrirliði
hennar getur reitt sig á öll þrjú
pörin jafnt og hvilt þau til skiptis.
Aðrir telja þó úrslitin I gær
blekkjandi, þvi að Indónesiu-
sveitin hafi spilað óvenjuvel og að
Italirnir hafi verið hrapallega
óheppnir.
1 fyrri umferðinni i gær sigraði
ttalia Frakkland með 17-3 og
Brazilía vann Indóneslu 17-3.
Bandarikin sátu yfir og fengu 12
stig.
Röðin komin að Jörgen-
sen að spreyta sig
ÍTALIRNIR TÖPUÐU
FYRIR INDÓNESÍU
Sveit Indónesiu I heims-
meistaramótinu i bridge á
Bermudaeyjum kom á óvart i
gær, þegar hún sigraði itöisku
sveitina með 18 stigum gegn 2.
Mjókkaði þá aðeins bilið milli
itaiiu og næstu sveita. Hafa italir
102 st„ Bandarikin 84 st.,Frakki.
75 st„ Indónesia 52 og B'razilia 49.
Bandariska sveitin dró þarna
ögn á, þvi að hún sigraði Braziliu-
menn 19-1,
ítalski fyrirliðinn ætlaði að
hvila vikingana, Belladonna óg
Garozzo, og lét hina fjóra spila
fyrri hálfleikinn með þessum af-
leiðingum. Fengu Indónesiu-
menn 48 stiga forskot þar. Þá
IRA fœr
vopnin
víða frá
Skæruliðahópar viða
um heim hafa sent irska
lýðveldishernum vopn á
undanförnum árum,
eftir þvi sem brezka
blaðið ,,Daily Mirror”
heldur fram.
Það segir, að milli-
göngu i þessum vopna-
sendingum hafi annazt
franskur Kanadamaður
i Frakklandi.
Fullyrt er, að flest vopnin hafi
komið frá aðskilnaðarsinnum
frönskumælandi manna I Quebec
I Kanada, Aröbum I Sýrlandi og
Libýu og kommúnistum I Tékkó-
slóvaklu og Austur-Þýzkalandi.
Vopnin munu hafa verið send til
Versala, þar sem þau voru geymd
unz safnazt hafði saman nóg I
skipsfarm, en þá voru þau send til
Bretlands.
Brezka blaðið heldur því fram,
að slðasti farmur hafi verið send-
ur I byrjun þessa mánaðar, meö-
an vopnahlé IRA stóð enn yfir. —
Það segir ennfremur, að vopna-
kaupendur IRA hafi nýlega verið
á ferð I Hollandi til þess að reyna
að festa kaup á skriðdrekabön-
um, 50 stykkjum, sem stolið var
úr einni herstöð Bandarikja-
manna i V-Þýzkalandi nýlega.
Aðeins þrem vikum
eftir siðustu kosningar
standa Danir frammi
fyrir hugsanlegri stjórn-
arkreppu, eftir að sam-
þykkt var i þjóðþinginu i
gær vantraust á stjórn
Frjálslyndra undir for-
ystu Poul Hartlings for-
sætisráðherra.
Brezka þingið samþykkti i gær-
kvöldi að koma á laggirnar nefnd
allra flokka til að ákveða, hvort
vikja eigi John Stonehouse úr
þingiiðinu.
Miklar umræður urðu I þinginu,
áður en þessi úrslit urðu. Um-
ræðuefnið var hin dularfulla
framkoma Stonehouse, sem lét
Hartling ætlar I dag að ganga á
fund Margrétar Danadrottningar
og afhenda henni lausnarbeiðni
sina. — Aðeins eitt atkvæði reið
baggamuninn I atkvæðagreiðsl-
unni um vantrauststillöguna I
gær.
Eins og frá var skýrt I Visi I
gær, voru menn við þvi búnir, að
borin yrði upp vantrauststillaga á
hendur stjórn Hartlings. Áttu
mennhelztvon á því frá einhverj-
um vinstri flokkanna. Þegar á
hólminn var komið, voru það hins
sig hverfa og setti á svið, að hann
hefði drukknað á baðströnd I
Bandarikjunum
1 bréfi til neðri málstofunnar
skrifaði Stonehouse nýlega, að
hann mundi verða slikri nefnd
samvinnulipur.en hann mundi
ekki koma heim til Bretlands til
þess að svara spurningum.
vegar sósialdemókratar, sem
lögðu fram vantrauststillöguna.
Helzt þykir nú koma til greina,
að drottning feli formanni stærsta
þingflokksins, Anker Jörgensen
sósialdemókrata. að reyna
stjórnarmyndun. Hefur hann lýst
sig reiðubúinn til þess.
Nefnd fjallar um Stonehouse
Eitt þingsœti óráðið
Kjörbréfanefnd öld-
ungadeildar Banda-
rikjaþings hefur verið
falið að ganga úr skugga
um, hver hafi sigrað i
kosningunum i nóvem-
ber i New Hampshire.
Sæti fulltrúans frá
New Hampshire stendur
autt i öldungadeildinni
og hefur verið þannig
siðan þingið kom sam-
an.
Kjörbréfanefnd New Hamps-
hire hafði lýst Louis Wyman,
frambjóðanda repúblikana sigur-
vegara með tveggja atkvæða
meirihluta. Þar með var breytt
fyrri úrskurði hennar um, að
John Durkin frambjóðandi demó-
krata hefði unnið með tiu atkvæða
meirihluta.
Það er ekki bara þetta eina
þingsæti, sem er I veði. Það eina
þingsæti gæti breytt hlutföllunum
milli repúblikana og demókrata i
öldungadeildinni svo, að breytast
mundi meirihlutinn I fimm þýð-
ingarmiklum þingnefndum.