Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Miðvikudagur 29. janúar 1975.
3
Félagssamtök
listamanna
loka á
Kjarvalsstaði:
Telja borgarráð beita
sýningarráðið ofbeldi
íslenzkir myndlistarmenn
hafa gert áætlun um að snið-
ganga Kjarvalsstaði og sýna
ekki verk sln þar. Þetta er gert I
mótmæiaskyni við þá ákvörðun
borgarráðs, að leyfa Jakobi
Hafstein að sýna verk sln I
Kjarvaissal, eftir að sýningar-
ráð hússins hafði hafnað um-
sókn hans um vestursalinn.
Borgarráð leit svo á, að sýn-
ingarráð Kjarvalsstaða hefði
aðeins ráðstöfunarrétt yfir vest-
ursalnum, en að dómi lista-
manna er I reglum hússins á-
kvæði um, að sýningarráð hafi
slðasta orðið, þegar um er að
ræða myndlistarsýningar I hús-
inu öllu, utan og innan. Þykir
þvl myndlistarmönnum sem
seta þeirra I sýningarráðinu sé
til einskis, og munu draga sig i
hlé.
Þá mun liggja fyrir fundar-
samþykkt frá félagssamtökum
myndlistarmanna um, að is-
lenzkir myndlistarmenn sýni
ekki verk sin i húsinu, og leitað
hefur verið eftir samstöðu við
félög listamanna á Norðurlönd-
um, að þeir leggi ekki verk sin
til sýningar þar að heldur.
í hússtjórn Kjarvalsstaða eru
þrir menn, kosnir af borgar-
stjórn, Ólafur B. Thors, Davið
Oddsson og Elisabet Gunnars-
dóttir. Sýningarráð hússins
skipa svo til viðbótar fjórir full-
trúar listamanna, Einar Hákon-
arson, Hörður Agústsson,
Kjartan Guðjónsson og Sigurjón
Ólafsson.
Visir reyndi i gær að fá um-
sögn fulltrúa myndlistarmanna
um málið, en hún var ófáanleg á
þeirri forsendu, að haldinn yrði
blaðamannafundur i dag, þar
sem þetta yrði rækilega skýrt.
Hins vegar varð Ólafur B. Thors
vel við þeirri beiðni að skýra
málin frá sínum bæjardyrum.
Vísaði á þýfíð — neif-
aði að vera þjófurinn
— þrátt fyrir hálfs mánaðar gœzluvarðhald
Fyrir nokkrum dögum var
manni sleppt úr gæzluvarðhaldi
á Patreksfirði. Hann hafði þá
verið I hálfan mánuð I gæziu,
grunaður um þjófnað úr verzlun
Kaupfélags Táiknaf jarðar.
Maðurinn játaði ekki að hafa
stolið úr verzluninni. Er málið
þvi enn óupplýst.
Brotizt var inn I verzlun kaup-
félagsins aðfaranótt 4. janúar.
54 þúsund krónum var stolið úr
kassa verzlunarinnar. Einnig
hurfu 22 karton af sigarettum.
Sömu nótt var brotizt inn á
smiöaloft hraðfrystihússins á
Tálknafirði. Þar var stolið stóru
sporjárni. Er talið, að sporjárn-
ið hafi verið notað til þess að
fara inn i verzlun kaupfélagsins.
Skömmu eftir að rannsókn
málsins hófst, beindist grunur
að manni nokkrum, sem bjó i
verbúð frystihússins. Fyrir at-
beina hans fundust sígaretturn-
ar, sem stolið var.
Þær voru i sjópoka, faldar i
gömlum fjárhúskofa, sem
stendur i hlið beint upp af kaup-
félagsverzluninni.
Maðurinn var settur i gæzlu-
varðhald. Hann neitaði öllum
sakargiftum og var látinn laus
hálfum mánuði seinna, eftir að
aöalrannsókninni var lokið.
Rannsókn málsins er aö
mestu lokið hjá sýslumanni
Baröastrandarsýslu. Hefur sak-
sóknari fengið það til ákvörðun-
ar. —ÓH
„Erlendu" tízkuefnin eru íslenzk:
EN BETRI OG ÓDÝRARI
„Kiæðaverksmiðjurnar eiga
kannski erfitt með að fylgjast
stöðugt með þvi erlendis, hvaða
litir og mynstur eru vinsælust á
hverjum tlma. En eitt af þeim
kostnaði, sem við verðum að
standa I hvort sem er,.er að fara
mánaðarlega utan og fyigjast
með nýjungum”, segir Guð-
laugur Bergmann eigandi
Karnabæjar um samstarf
verzlunarinnar og klæðaverk-
smiðjunnar Gefjunar á Akur-
eyri.
Það er sennilega ekki öllum
ljóst, að um nokkurra ára skeið
hafa þessi fyrirtæki unnið þann-
ig saman, að tizkuverzlunin hef-
ur séð fyrir lita- og mynsturs-
vali og verksmiðjan framleitt
meirihlutann af öllum efnum
verzlunarinnar samkvæmt þvi.
Þarna er þvl um alislenzka
framleiðslu að ræða og ekki nóg
með það, heldur er hún „ódýrari
en sambærileg framleiðsla
keypt erlendis frá, jafnframt
þvi, sem þetta Islenzka ullarefni
frá Akureyri hefur reynzt betur
en flest önnur”, að þvl er Guð-
laugur Bergmann upplýsir.
„Það er rétt, að fremur hljótt
hefur verið um þetta samstarf.
Það er nefnilega staðreynd, að
fólki finnst það finna, að efnin
séu erlend en framleidd á Is-
landi”, segir Guðlaugur.
„En undir niðri erum við þó
mjög stoltir af þvi að geta boðið
upþ á islenzk efni. Það, sem
hingað til hefur staðið sliku fyrir
þrifum er, að islenzkir fram-
leiðendur hafa ekki framleitt
þær vörur, sem virkilega er ver-
ið að sækjast eftir. En með
þessu samstarfi hefur það
vandamál verið yfirstigið”,
segir Guðlaugur. _jg
COLIN PORTER —
fatahönnuður Karnabæjar ásamt hluta af starfsfólki saumastofunnar.
„Yfir rekstri Kjarvalsstaða
er hússtjórn”, sagði hann.
„Þessi stjórn hefur öll ráð húss-
ins i sinni hendi, en starfar und-
ir yfirstjórn borgarráðs.
Hvað snertir vestursalinn, er
hann undir stjórn svonefnds
sýningarráðs. Hana skipa hús-
stjórnin, sem kosin er til sinna
starfa af borgarstjórn, og fjórir
fulltrúar listamanna tilnefndir
af Bandalagi islenzkra lista-
manna.
Þetta sjömanna sýningarráð
á að taka ákvörðun um notkun
vestursalarins, meðal annars
hverjum sé heimilt að sýna þar
og hverjum ekki.
Ef sýningarráð hafnar um-
sókn um afnot af salnum til sýn-
inga, getur viðkomandi aðili á-
frýjað, með þvi að óska eftir
þvi, að borgarráð bæti tveimur
mönnum við sjö manna ráðið, til
þess að fjalla um þetta einstaka
mál. Þá eru komnir fimm aðilar
kosnir af borgaryfirvöldum i
ráðið á móti fjórum fulltrúum
myndlistarmanna. Þessi niu
manna hópur hefur endanlegt
úrslitavald.
1 dæmi Jakobs Hafstein gerð-
ist það, að sjö manna sýningar-
ráð hafnaði Jakobi. Jakob skrif-
aði þá til borgarráðs og bar sig
upp undan afgreiðslunni, en á-
frýjaði ekki beinlinis. Borgar-
ráð samþykkti þá bókun, þar
sem segir að Kjarvalsstaðir eigi
að vera opnir islenzkum lista-
mönnum, og til þess þurfi að
liggja mjög gildar ástæður, að
þeim sé það meinað. Út frá þvi
var ályktað, að Jakobi skyldi
boðin aðstaða i Kjarvalssaln-
um, sem er undir yfirstjórn hús-
stjórnar eingöngu, en hússtjórn
starfar undir yfirstjórn borgar-
ráðs.
Sýningarráðið hefur að sjálf-
sögðu gert vissar kröfur til
þeirra, sem óska eftir aðstöðu
til sýninga i húsinu. Það er að
visu afskaplega einstaklings-
bundiö mat, hvað sé list og hvað
sé ekki list. Ég hygg, að sá á-
greiningur, sem þarna er kom-
inn upp, sé vegna þess, að hluti
ráðsins vill setja frekari kröfur
en borgarráð túlkar með þess-
ari ákvörðun sinni.
Við i sýningarráðinu höfum
ekkert til að fara eftir annað en
okkar eigið mat. Og auðvitað
gæti komið til skjalanna, að ein-
hver málaði svo forljóta mynd,
ÓLAFUR 15. TIIORS. — eiga
Kjarvaisstaðir aðeins að vera
fyrir útvalda?
að engin leið væri að tengja
hana við list. Við skulum segja
til dæmis, að ég færi að mála
sjálfur.
Annars er þetta i þriðja sinn,
sem þessi staða kemur upp. I
fyrsta sinn sætti viðkomandi að-
ili sig við synjun sýningarráðs, i
annað skiptið áfrýjaði umsækj-
andinn, og þetta er þriðja skipt-
ið.
Agreiningurinn nú virðist
standa um það, hvort Kjarvals-
staðir eigi að vera eingöngu
fyrir útvalda, eða hvort þeir eigi
að vera fyrir þá islenzka lista-
menn, sem vilja sýna verk sin.
Á það hefur verið bent, að Lista-
mannaskálinn var rifinn og nýtt
hús reist i staðinn, og ég veit
ekki betur en Listamannaskál-
inn hafi staðið opinn þeim, sem
um hann sóttu.
Margir eru lika þeirrar skoð-
unar, að heimsmenningunni
stafi engin hætta af vondri list,
þvi hún dæmi sig sjálf. Brezti
dómstóllinn um það, hvað er góð
list eða vond af þvi, sem sýnt er
I svona stofnun, byggðri af al-
mannafé, sé kannski fólkið
sjálft.” —SH
Matarpeningarnir
nó lengra í Kaupgarði
1 kg egg Kr. 370,-
Libby’s tómatsósa Kr. 119,-
Ritz kex Kr. 78,-
Cherrios Kr. 84,-
Coca Puff’s Kr. 109,-
Jacobs tekex Kr. 73,-
Cadbury Koko 1 lbs. Kr. 121.-
lkg IMAkaffi Kr. 432,-
Nýtt saltkjöt i 2 og 4ra ltr. plastfötum.
Nýtt folaldasaltkjöt i 2 og 4 ltr. plastfötum.
Nýreykt hangikjöt.
Úrval kjötvöru
Opið i dag: 9—12 og 13—18.
Á morgun: 9—12 og 13—22.
Laugardag: 9—12.
Kaupgaróur
• BBr Smiöjuvegi9 Kópavogi